Vísir - 22.08.1968, Blaðsíða 8
8
VISIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Augiýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: I íugavegi 178. Sími 11660 (5 llnur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
1 lausasölj kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda hi.
Lofar ekki góðu
Forustugrein Þjóðviljans s.l. þriðjudag var hugleið-
ing út af þeim orðum iforsætisráðherra í sjónvarps-
viðtalinu á dögunum, að samráðs mundi verða leitað
við stjórnarandstöðuflokkana um lausn þeirra stór-
felldu vandamála, sem nú blasa við þjóðinni. Svo sem
vænta mátti gleymdi ritstjórinn ekki að taka fram, að
meginástæða erfiðleikanna væri „röng og háskaleg
stjórnarstefna á undanförnum árum“. Þessi þvætt-
ingur hefur svo oft verið hrakinn með gildum rökum,
að ástæðulaust er að eyða um hann mörgum orðum.
Það er t. d. fáránleg fullyrðing, að „fjármunum þjóð-
arinnar hafi verið sóað í stjórnlausa fjárfestingu“ á
undanförnum árum. Þvert á móti hefur aldrei í sögu
þjóðarinnar verið keypt meira af atvinnutækjum.
En þótt meira fjármagni hefði verið varið til þeirra
greina, sem stjórnarandstæðingar telja að hafi orðið
út undan, mundi það ekki hafa komið í veg fyrir þau
áföll, sem dunið hafa yfir þjóðina. Aflabresturinn og
verðfallið eru meginástæðurnar. Það hlýtur hver heil-
vita maður að sjá, og því er furðulegt að bæði Tíminn
og Þjóðviljinn skuli halda áfram þessum blekkinga-
vaðli. Það lofar sannarlega ekki góðu um árangur af
viðræðum um samstöðu allra flokka til þess að sigr-
ast á erfiðleikunum.
Þá segir Þjóðviljinn að ráðherrann hafi „af umtals-
verðum áhuga“ talað um „nauðsyn þess að auka er-
lenda fjárfestingu hérlendis, enda þótt hann viti full-
vel að stjórnarandstöðuflokkamir hafi beitt sér gegn
þeirri stefnu og talið að landsmönnum sjálfum beri
að hagnýta auðlindir sínar“. Allir kannast við afstöðu
stjómarandstæðinga í stóriðjumálunum og hún ber
ekki vott um glöggskyggni. Það er ekkert álitamál
lengur, og hefui; raunar aldrei verið, að álbræðslu-
samningurinn er íslenzkum efnahag mikil lyftistöng
og framkvæmdirnar við Mývatn líka. Og vitaskuld
ber að stefna áfram að fleiri slíkum framkvæmdum,
ef kostur.er á að hagnýta á þann hátt meira af auð-
lindum landsins. Stjórnarandstæðingar virðast halda
að útlend auðfélög bíði í ofvæni eftir að þeim sé boð-
ið upp á slíka samvinnu, en eins og forsætisráðherra
tók fram í sjónvarpsviðtalinu, er síður en svo að því
sé þannig varið. Hitt ætti öllum að vera Ijóst, að þess
háttar framkvæmdir getum við tæplega ráðizt í, og
allra sízt nú, nema erlent fjármagn komi að einhverju
leyti til.
Ekki verður séð, hvað væntanleg ákvörðun um
það, hvort íslendingar skuli halda áfram aðild að At-
lantshafsbandalaginu kemur við lausn þeirra vanda-
mála, sem forsætisráðherra talaði um að leita sam-
ráðs við stjórnarandstöðuflokkana um. Það er því
undarlegt að ritstjóri Þjóðviljans skuli vera að blanda
þessu tvennu saman. Og það lofar heldur ekki góðu
um samstarfsvilja kommúnista.
VI SIR . Fimmtudagur 22. ágúst 1968.
AXEL THORSTEINSSON, aðstoðamtstjóri:
Innrásin í
T ékkósló vakíu
/
Yakubovsky yfirmaður hersveita Varsjárbandalagsins kveð-
\ ur yfirmann hers Tékkðslóvakíu, er hersveitir Varsjárbanda-
Ílagsins loks fóru frí Tékkóslóvakíu, ,að loknum heræfingum
þar. Og nú er Yakubovsky komii.n aftur til Tékkóslóvakíu
og allur heimurinn bíður eftir vvað næst muni gerast þar —
7 í kommúnistalöndunum — og ef til vill í öllum heiminum.
T
)
/
Tþegar þetta er ritað (21/8 —
innrásardaginn í Tékkósló-
vakíu) er að sjálfsögðu ekki
/ unnt að gera sér grein fyrir
l' hvað því veldur, að Sovétríkin
\j og þau ríki sem þeim fylgja að
\ málum gegn Tékkóslóvakiu,
/ tóku ákvörðun um að ráðast inn
\ í Tékkóslóvai.íu, aðvörunarlaust
til þess aö hernema landið né
heldur er unnt á þessu stigi aö
segja neitt um hvaö næst muni
gerast, en kvíði mun hafa vakn
að í margra hugum þjóðanna
um alla heimsbyggöfna, hvort
hér heföi það gerzt, sem af
leiddi að þriðja heimsstyrjöldin
yröi ekki lengur umflúin
Þegar þetta er ritaö hafa ekki
i, borizt áreiðanlegar fréttir um
\ . blóðsúthellingar, né komin stað
I festing á, að útvarpshúsið stæði
' í björtu báli, eins og fregn barst
/ um árdegis I gær, en um leið
og sú frétt barst kom önnur
! / þess efnis að sovétflugvél hefði
\ lent fullsetin hershöfðingjum og
' hefði þeim verið ekið við her-
i vemd til Prag og í kjölfar þess
ara frétta komu þær, að Kosy-
gin forsætisráðherra Sovétríkj-
ana hefði beðizt lausnar og
Í! Grjetsko landvarnaráðherra og
\ varð þá ljóst aö það sem nú
; hefir gerzt hefir leitt til stjórn-
málalegs stórviðburðar heima
fyrir í Sovétríkjunum. Og hvað
getur þá ekki gerzt I löndum
samherjanna?
Skömmú eftir að fréttir höfðu
borizt frá Prag um, að þeir væru
j famir frá Kosygin og Grjetsko,
i \ kom frétt frá Moskvu þess efn-
I is, að fréttin frá Prag væri
\ þvættingur.
l Þegar stórviðburöir gerast er
\ reynslan sú, að ýmsar fréttir
/ berast, sem styöjast við oröróm
) og kemur ekki i ljós fyrr en síö-
' ar hið rétta. Og oft getur verið
; fótur fyrir fréttum, sem bornar
eru til baka, og að því er varöar
I þá Kosygin og Grjetsko, kem-
( ur vafalaust eitthvað í ijós fyrr
en varir, hvort staða þeirra er
jafn traust og hún virtist vera,
fyrir innrásina.
Hér ve.ða nú birtar í yfirliti
helztu fréttir, sem bárust í gær
eftir að blaðið fór í prentun,
þar sem sumt varpar ljósi á
ýms atriöi og kann að verða
til glöggvunar á því, sem gerö-
ist í nótt (aðfaranótt fimmtu-
dags) og í morgun.
OSLÓ: Haft var eftir Per Bort
en forsætisráöherra, aö ríkis-
stjórnin væri skelfingu lostin yf-
ir þvi, sem gerzt hefur í Tékkó-
slóvakíu og væri það jafnvel enn
verra jn menn höfðu óttazt.
Hann kvað ríkisstjórnina hafa
samband við hinar Norðurlanda-
stjómirnar um málið.
LONDON: Stjórnarfundur var
haldinn í London, en Wilson
kom heim úr sumarleyfi sínu á
Scillyeyjum í skyndi, vegna inn-
rásarinnar. Hann ræddi við John
son Bandaríkjaforseta í gær.
Michael Stewart utanríkisráö-
herra kom einnig heim f skyndi
úr sumarlevfi og sagöi: Þetta
eru mjög alvarleg tíðindi og
einkum vegna þess, að þetta
gerist á þeim tíma, er skilyrði
virtust fyrir hendi til bættrar
sambúðar austurs og vesturs. —
Lögreglan í London brá við
snöggiega til ýmislegra örygg-
isráðstafana til vemdar sovézk-
um eignum I London og var öfi-
ugur vörður settur viö sovézka
sendiráðið við Kensington Gard-
ens. Almenningur fékk ekki að
göngu aö sendiráðum Sovétríkj-
anna og Tékkóslóvakíu.
PRAG: Líkur voru vaxandi aö í
odda skærist, einkum voru horf-
ur ískyggilegar við Útvarpshús-
iö, sem sovétlið hafði umkringt
og hertekió. Fréttir ,oru birtar
um aö það hefði verið skotið á
fólk, er par satnaöist saman og
það i efði lagt á flótta. Sovétlið
var sagt hafa hertekið land-
varnaráðuneytið. — Sagt var
frá fundi miðstjómar Kommún-
istaflokks Tékkóslóvakfu, í bygg >
ingu, sem hernumin var.
BONN: Dr. Kiesinger kanslarí
Vestur-Þýzkalands vítti í gær ,
innrásina sem augijóst brot á
sjálfstæði Tékkóslóvakiu og ■
þingið samþykkti ályktun sama
efnis og vftti brotið og íhluturi-
ina um innanríkismál Tékkó-
slóvakíu.
PRAG: Reyksúlur sjást risa .
víða í borginni. Fólk lætur and-
úð sína í ljós með ýmsu móti.
Kommúnistaflokkurinn hefir.
birt yfirlýsingu þar sem segir, :■
aö þetta sé í fyrsta sinn, í sögu ,
alþjóöakommúnismans, sem,
kommúnistarfki hafi gert sig
sekt um ofbeldisverknað gegn
öðru kommúnistariki. „Vér krefj
umst brottflutnings herliðsins
tafarlaust“. — Staðfest er, að?
tveir menn hafa verið drepnir.
— Dubcek er enn í skrifstofu
sinni.
LONDON: Settur sendiherra ,
Tékkóslóvakíu f London sagði,
í gær: „Við lítum á það sem,
gerzt hefur sem innrás. Við gerð,
um ráð fyrir, að Sovétrfkin
hefðu „nægilegan styrk til þess
að þola h:8 frjálsa orð, en þeir
drápu þessa von í nóit og banda
menn þeirra“. Þetta færir okkur
heim sanninn um það, að frelsi
og kommúnismi eiga ekki sam-
leið.
BRUSSEL: í aðalstöð Norður-
Atlantshafsbandalagsins, Shape,
er viðbúnaður vegna hvers sem
fyrir kann að koma.
OSLÓ: Miðstjóm Verkalýðs-
flokksins norska hefur birt til-
kynningu í gær þar sem skor-
að er á sovétstjómina „á þess-
um sögulegu tímamótum" að/
kveðja burt frá Tékkóslóvakiu
allt hemámsliðið, og þvf er mót-
mælt að fimm Varsjárbandalags-.
lönd skuli hafa notað sáttmála .
þess sem átyllu til fhlutunar um
innanríkismál Tékkóslóvakiu.
Minnt er á, að mótmælt hafi ver
iö innrás Hitlers f Prag 1939, er
Rússar sendu her manns inn I
Ungverjaland 1956 til þess að
bæla niður frelsishreyfingu —
og „vér mótmælum nú".
PRAG: Czteka birtir frétt um,
að sovézkir hermenn hafi neytt
ritstjóra Rudo Pravo til þess aö
yfirgefa skrifstofu sína. — Mikil
andúð var látin í ijós í Osló
í gær fyrir utan sovézka sendi-.
ráðiö. — Norsk blöð víta inn-
rásina harðlega.
PRjiG: Vestur-þýzk ungmenni
sem tala rússnesku spurðu rúss- •
neska hermenn af hverju þeir
væru korr ’ir. „Við erum komn- •
ir til þess að frelsa ykkur, frelsa
ykkur frá Vestur-Þjóðverjum,
eins og við frelsuðum ykkur
1945“.
LONDON: Neðri málstofan
hefur verið kvödd til fundar til
þess að ræða innrásina. Rfkis-
stjórnin hefir birt yfirlýsingu
og fordæmt hana.
PRAG: Nokkrir Tékkar eru
sagöir hafa verið drepnir .1 Pils-
en 80 km. suðvestur af Prag
hefur útvarpið birt frétt um að
25 menn hafi verið drepnir í
átökum s. jan innrásin hófst.
Brezk fréttastofa segir að sovét
liðið virðist hafa fengið fyrir-
skipun um aö komast hj$ blóðs
úthellingum.
AU STUR-BERLÍ N: Austur-
þýzki kommúnistaflokkurinn
hefur birt tilkynningu, þar sem
segir, að „vissar persónur i
Tékköslóvakíu hafi beðið um
hernaðarléga aðstoð".
OSLÓ: jAS hefur frestað öll-
um flugferöum til Prag.
G