Vísir - 22.08.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 22.08.1968, Blaðsíða 7
€ ' • VlSIR . Fimmtudagur 22. ágúst 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd LCIÐTOCAR TÍKKÓSLÚVAKlU CKKI FRJÁLSIR FCRBA SINNA Innrásin vítt i öllum vestrænum löndum Frétfir frá Prag í gær hermdu, að Dubcek og ýansir leiðtogar Tékkóslóvakíu væru ekki lengur frjálsir ferða siima. Innrásin í Tékkóslóvakíu var í gær vítt í öllum hin- um vestræna heimi og af leiðtogum Rúmeníu og Júgó- slavíu, en í Kína vart á hana minnzt. Kommúnistaflokkar ýmissa landa hafa tekið ein- dregna afstöðu gegn mnrásinni og vítt hana og íhlut- unina um innanríkismál Tékkóslóvakíu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kvatt saman og meðan unnið var að undirbúningi fundarins harm- aði U Thant mnrásina. N Hún er almennt taKn hinn hörmulegasti viðburður, sem kom sem reiðarslag yfir þjóðirnar. í Helsíngfors var hún hörmuð , sem annars staðar, en tekiö fram, að Emnland fylgdí htutleysisstefnu 'sem ávallt. ■ 1 ýmsum yfirlýsingum þjóðaleið- (toga og- ríkisstjórna er heimsfrið- inum taEn anikrl hsetta hwn og ör- yggi smáþjöðanna. ' 1 Samtfmis og ekki hejsílSBSt lengur ,ra<SJ3r ielðtoga TékkósTóvakíu fór ysem stormbylgja mótmæla yfir alla Tékkósíövakíu og þjóðin lýsti yfir ' stuðningi sínum viö Dubcek og rík- ' isstjómina. Tii átaka kom og mann- tjón var, nokkrir menn aö minnsta kosti drepnir og sennilega hafa tug- ' ir særzt, og um tfma leit út fyrir, aö ’til mikilla blóðsúthellinga kynni að koma. Varpað var Molotov-sprengjum að sovézkum skriðdrekum, spreng- ingar heýrðust, sennilegast voru sprengjuvörpur í notkun. Til átaka kom f Bratislava, höfuðborg Sló- vakíu. Þar var 17 ára piltur skot- inn til bana. í gærkvöldi sást títt til ferða Lokaárás á Biatra? Sambandsstjór.iin í Nígeríu hef- ur bannað erlendum flugvélum lend ingar á fjórum aðalfíugvöllum lands ins. Taliö er, að þetta h_" ekki ver- ið ákveðið til þess að torvelda flutninga hjálparstofnana á mat- vælum til Nígeríu, heldur — að likindum — vegna þess að fyrir dyrum standi só'.n til að hertaka bann hluta Bíafra, sem enn er á valdi Biafra-hersveita. Eldflaugaárás á Saigon Vietcong-Iiðar skutu eldflaugum inn i Saigon í gær i fyrsta sinn a tveimár r.:ánuðum. Eldfiaug hæfði þirlghúsið. Um manntjón ekki getið. I framhaldsfregn var sagt, að 14 menn hefð- beðið bana af völd- um skothríðarinnar og um 50 særzt. : I sjúkrabifreiða á götum Prag. Vél- byssuskothríð heyrðist úr sumum hverfum. Sovézkir hermenn skutu yfir höfuð manna, sem safnazt höföu saman í mótmælaskyni, eða inn í byggingar. Ekki virtist vera um neina skipulagða andspyrnu að ræða. Ceteka tilkýnnti f gærkvöldi að ríkistjórn Tékkóslóvakíu heföi sent arðsendingu til sovét- stjórnarinnar og krafist þess aö allt hernámsliðið yrði kvatt burtu úr landinu og hún áskildi sér rétt til nauðsynlegra ráðstafana. ef kröf- unni um brottflutning yröi ekki fullnægt. | Mikill mannfjöldi safnaðist sam- 1 an í Prag, í hópa á götum úti, eöa menn fóru um í vöruflutningabílum og hrópuðu í takt hvatningarorð Dubcek og stjórninni til stuönings. í Hernaðariega séð var innrásin meistaralega skipulögð og fram- kvæmd, segir í yfirliti NTþ. Á; fáum klukkustundum náði hernáms liðið fullum yfirráðum í Prag og mörgum öðrum helztu borgum. Meðal bygginga, sem umkringd- ar eru skriödrekum, eru forseta- höillin, þinghúsið, bygging komm- únistaflokksins og aðrar helztu byggingar. Fallbyssum ætluöum til varna gegn skriðdrekum var komið fyrir við forsetahöllina, þar sem Ludvic Svoboda forseti er. Enginn fær að koma inn í eða fara út úr þessum byggingum. Dub cek var í skrifstofu sinni í húsi flokksins og raunverulega í stofu- fangelsi. Sagt var aö viðræður ættu sér stað um framtíö ríkisstjórnarinn- ar, en ekki ljóst eftir fréttum síð- degis f gær að dæma, hvort honum hefði raunverulega verið vikiö frá eða hvort Rússar væru að reyna aö ná samkomulagi við hann. í yfirliti NTB segir ennfremur: 1 viðtölum við þá, sem samband náöist viö í síma, kom sú skoðun fram, að enginn tékkneskur leiðtogi ef til vill að Novotny forseta ein- um undanteknum, en hann var knú- inn til þess að fara frá sem flokks- leiðtogi og ríkisforseti, mundi vilja eiga sæti í nokkurri bráðabirgða- ríkisstjórn sem mynduð kynni aö verða. Þjóöþingið hefir fordæmt innrás- ina sem fyrr hefir verið getið og krafizt brottflutnings hernámsliös- ins. Þjóðþingiö hvatti fólk til að gæta stillingar, en gefið hefir verið í skyn aö það geti látiö vilja sinn koma fram með því að stofna til alls- herjarverkfalls. Kunnugt er, aö hvorki Dubcek né neinir helztu menn ríly'sstjójn- arinnar, voru meöal þeirra ónafn- greindu manná, sem í Moskvu eru sagðir hafa beðið um hernaðarlega aðstoð. I gærkvöldi sáust æ fleiri merki óvopnaðrar andspyrnu. í bænum Zilina í Slóvakíu neitaði flokks- stjórnin að veröa við kröfu her- námsliðsins um útgöngubann. Verkamenn í námunum f Kladno lögðu niður vinnu og í Bratislava gengu þúsundir manna mótmæla- göngu aö húsi aöalræðismanns Sovétríkjanna. — Útvarpsstööin í Pilsen var enn í gangi í gærkvöldi og var haldið áfram að bera fram ásakanir á hendur Rússum. Fólk var hvatt til þess að neita aö láta af hendi matvæli til hernámsliðs- ins. í Moskvu var birt afsökunaryfir- lýsing og segir í henni, aö innrás- in í Tékkóslóvakíu hafi verið fram- kvæmd til þess að hindra gagnbylt- ingu með stuðningi erlendis frá. Að því er hernámiö varðar er tekið fram að margt sé líkt og var um hinar miskunnarlausu aðgeröir til þess að bæla niöur frelsisbylt- inguna f Ungverjalandi 1956. Mikil leynd hvílir yfir því hvaða leiðtogar Tékkóslóvakíu það eru, sem Rússar segja, að beðið hafi um hernaðarléga aðstoð. Undirritunin var: Hópur meðlinia miðstjómar Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Fréttasendingar á rússnesku frá öðrum löndum voru truflaöar í fyrsta sinn um mörg ár. Pólski leiðtoginn, Gomulka, hélt fund meö fréttamönnum og ræddi vandamálin almennt með tilliti til Tékkóslóvakíu. í einkaviðtölum láta menn í Pól- landi í ljós miklar áhyggjur út af því sem gerzt hefur. Blööin saka leiðtoga Tékkóslóvakíu um að hafa ekki staöið við skuldbindingar sfn- ar. I Washington ræddi Johnson for- seti við fréttamenn og hvatti til brottflutnings hernámsliðsins. Hann kvað Bandaríkjastjórn ráögast við bandamenn sína um stjómmálaleg- ar aðgerðir innan vébanda Samein- uðu þjóðanna. Páll páfi sendi boðskap frá sum- arhöll sinni og bað um að forðazt 10. síða. Lokaorrustu Eisenhowers senn lokið \ Eisenhower fyrrv. forseta fer enn hnignandi, en þrek hans er undravert, segja læknar hans. Þó er augljóst, að sennilega dregur nú fast að úr- slitum í lokaorrustu lífs hans. Sjónarvottar segja frá blóðugi bardögum I Bratislava Sérleg - fréttaritari NTB sijnar frá Vín, að aðeins 19 dögum eft- ir að fundur var haidinn í Brati- slava höfuðborg Slóvakiu til sam- komuiagsumleitana vegna ágrein- ingsins um nýiu stefnuna í Tékkó , slóvakíu, hafi komið til blóðugra óeirða í bænui í, begar sovézka her I námsliðiö kom þangað. Sænskir sjónarvottar segja, að1 a.m.k. atta fu'Iorðnir, eitt barn og sovézkur hermaöur, hafi látið lífið frá því, að sovézkar og ungversk- ar hersveitir hafi hertekið, bæir.i. Öflugar skriðdrekasveitir voru sett ar á vörð við allar helztu bygging ar. Mikill mannfjöldi safnaðist sam an á götunum meirihlutinn ungt fólk, sem vopnleysis vegna barði með knýttum hnefum á skriödrek ana. Reynt va að velta un forustu skriðdreka skriðdrekadeildar. Fólkið æpti: Dubcelc, DiU.i; og Gestapo. Úr gluggum háhýsa var kastað niður á götuna tékkneskum og sovézkum blöðum. Bergvind seg ir, að margir. þeirra, sem bundu vonir viö aukið frjálsræði, hafi grát ið á götum úti. Þegar æsingar mannfjöldans juk ust var skotiö viðvörunarskotum — og.síðai ekki einvörðungu vjð vörunarskotum. Fólkið dreifðist þf Tékkneskir hermenn voru meða fólksins, en þeir voru óvopnaðir Annar Svíi, feröalangur, nafn- greindur, hefur staöfest frásögn Bergvind í aðalatriðum. Ksssvr-'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.