Vísir - 23.08.1968, Page 4

Vísir - 23.08.1968, Page 4
Leikarinn Steve McQueen gaf nýiega 2 milljónir íslenzkar fá- tækum börnum í Bandáríkjunum til handa. Steve segir, að þeir séu fáir sem reyni að hjálpa þeim sem erfitt eiga. Hann segir, að þegar hann sem leikari hafi nú eignazt nóg fyrir sig, þá sé honum skylt að reyna að hjálpa svolítið til. Þessi skemmtilegi leik ari hefur áður gefið eina milljón til fátækra. Allir verða vel klæddir í Mexíkó Ólympiuleikarnir í Mexíkó hef j ast í haust og að venju leggja þúsundir ferðalanga land undir fót og verða viðstaddir þessa stærstu og glæsilegustu íþrótta- hátíð sem haldin er. Frá Þýzka- landi fara 350 íþróttamenn ásamt tugum blaðamanna og ljósmynd- ara, svo ekki sé nú talaö um alla fararstjórana. Nú hefur verið á- kveðið hvemig íþróttamenn Þjóð- verja munu klæðast og fær hver keppandi þrenns konar búninga til að íklæðast. Allir fá samkvæm isföt, æfingabúninga og létt sum- arföt sem munu eflaust koma sér vel i hitanum í Mexíkó. Það er enginn vafi á því, að hópurinn frá Þýzkalandi verður glæsilegur á velli og er þá aðeins vonandi að þeir standi sig vel, eins og endranær. Peter Sellers ásamt dóttur sinni frá fyrsta hjónabandi. „ÉG ÆTLA ALDREIAÐ GIFTAST AFTUR“ Leikarinn heimskunni Peter Sellers gaf nýlega út yfirlýsingu þess efnis, að hann ætlaði aldrei aö gifta sig framar. Hann sagði þetta við blaöamenn í London er hann kom þangaö nýlega. Peter er að fara að leika í tveimur kvikmyndum í Englandi, en und anfarna mánuði var hann við vinnu i Hollywood. Hann gáf sér þó tíma til ferða- lags til Miðjarðarhafs en meö honum fór átta ára gömul dóttir hans frá fyrsta hjónabandi hans. Næst þegar ég hitti stúlku, sem ég elska, ætla ég að búa með henni en ekki að giftast, segir hann. Ég er ekki einmanna, því ég vinn og vinn og allur tími minn fer f það. Vinnan er mér allt, hún veitir mér afslöppún og á- nægju. Þaö eina sem angrar mig er hve oft ég hef þegið boð f veizlur sem áfengi hefur verið á boðstólum. Ég hef gaman af því að umgangast kvenfólk, en gef mér ekki tíma til að leita að nýrri vinkonu, því ég veit að henni skýtur upp fyrr en varir. Þegar ég var giftur Britt Ek- lund fékk ég að vera f friði, en nú álíta flestar stúlkurnar að ég sé orðinn svo rólegur fyrir glaumi heimsins. Britt Eklund og Peter Sellers er þau giftu sig. Ofbeldi harmað. Fólk er þrumu lostið. Frétt- irnar um innrás Rússa inn í Tékkóslóvakfu komu eins ogreið arslag. Þessu hafði enginn getað búizt við. Gróf ofbeldisinnrás af þessu tagi var talin gjörsam- lcga óhugsandi nú á tfmum og það á meðal svokallaöra menn ingarþjóða. Þegar slfkar harmafregnir dynja á fólki, verka bær svo undarlega lamandi, þvi að það rennur upp fyrir flestum, hversu einstaklingsfrelsið er lítilsvirt. Tilganglnn skilur enginn, þvi þetta er eins og ógnþrungið brjál æöi, að stórveldi skúli á þennan hátt fara með ofbeldisher á hend ur nágrannaþjóð sinni, einung is til að hefta hana í fjötra. Þvf getur varla nokkur trúaö aö sósfalismi oða það stjórnarfar, sem sósíalistar berjast fyrir standi taustum fótum meðal þjóðar, sem þannig hefur verið svipt frelsi sínu. Með innrás Rússa er verið að hneppa heila þjóð í fjötra og gera hana að allsherjar þræla- búð. Tilgangurinn virðist helzt- ur vera sá, að halda við lýði út- breiðslu kommúnismans í Tékkó slóvakíú. Hverjum þaö á að þjóna er óskiljanlegt, þvi eftir fréttum var vilji tékknesku þjóðarinnar sá, að stefna inn á frjálsari brautir, m.a. með því að einstaklingar fengju að tjá sínar frjálsu skoðanir. Með þessum viðbjóðslegu að- geröum virðist eiga að gera tékknesku þjóðina að eins konar kommúnistiskri vélasamstæöu, þar sem enginn má ráða sér sjáifur né eiga frjálsa hugsun. Þessi frelsissvipting tékknesku þjóöarinnar er þvf aðeins risa- vaxið þrælahald, sem er ótrú- legur harmleikur. Viðbrögð okkar hér norður á hjara veraldar verða einungis þau að harma það að sifkt skuli geta komið fyrir nú á tímum, þegar svo mikiö er talað um menningu og betri heim. Myrk- ur miðalda átti fyrir svo löngu aö vera afstaðið, og flestir ís- lendingar höfðu taliö að bjart ara væri framundan. En þessir atburðir sanna okkur nauðsyn þess, aö við tryggjum sess okk ar meðal þeirra þjóða, sem hafa svipaöar skoðanir og túlkun á frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Sú staðreynd rennur upp fyrir okkur, að við hljótum að meta rétt okkar innan Nató enn um stund, því ótrúlegustu harm Ieikir virðast enn geta gerzt. íslendingar standa einhuga að mótmælum gegn þessu ofbeldl ásamt öðrum frelsisunnandi þjóöum. í V \ Þrándur f Götu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.