Vísir - 20.09.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 20.09.1968, Blaðsíða 8
V í SIR . Föstudagur 20. september 1968. 8 aa VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent ö.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjórl: Jónas Kristjánsson AOstoóarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingastióri: Bergþór Oifarsson Auglýsingar: ASalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: I augavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskrift^rgjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakiö Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. Ný sveifarfélög JJrepparnir eru hin lögboðna sveitarstjórnareining hér á landi. Þeir eru svo fámennir, að þeir valda ekki þeim verkefnum, sem nútíminn leggur þeim á herðar. Helmingur hreppa á íslandi telur innan við 200 íbúa. Þeir eru yfirleitt of fámennir til að geta fyllilega stað- ið við fræðsluskylduna og geta ekki heldur sinnt mörgum öðrum málum, svo sem brunavörnum, al- mannavörnum, náttúruvernd, bamavernd og æsku- lýðsmálum, skipulagsmálum og atvinnumálum, sem þeir eiga að sinna. Fróðir menn segja, að hreppar megi ekki vera fá- mennari en 1000 manns til þess að geta gegnt skyld- um sínum í nútíma þjóðfélagi. Þess vegna er risin upp mikil hreyfing til sameiningar hreppanna. Sérstök nefnd hefur starfað að þessu máli af hálfu ríkisstjórn- arinnar, og Samband íslenzkra sveitarfélaga hefur skipað sérstaka sameiningarnefnd. Málið hefur verið rækilega kynnt fyrir sveitarstjórnum um allt land. Árangur er þegar orðinn nokkur. 57 sveitarfélög kanna nú möguleika á sameiningu, er leiði til fækk- unar þeirra niður í 18 hreppa, sem hver hafi að meðal- tali um 1200 íbúa. Heimild er í lögum til slíkrar sam- einingar, en hún hefur ekki verið notuð til þessa. Hinir nýju og stóru hreppar eiga að geta ráðið við hin margvíslegu verkeini sveitarstjórnanna. Þeir geta ráðið sér fasta starfsmenn og fengið sérfræðinga til aðstoðar, þegar á þarf að halda. Svo eru samgöngur víðast hvar orðnar nógu góðar til þess, að hreppar geti náð yfir umdæmi heillar sýslu í sumum tilvikum. Ýmsir tæknilegir örðugleikar eru á sameiningu, fyr- ir utan hina rótgrónu vantrú margra sveitarstjórnar- manna á, að slíkar breytingar séu til bóta. Einkum er það misræmi í skattlagningu, eignum og þjónustu, sem tefur fyrir framkvæmdum. Þá eru kaupstaðir ekki aðilar að sýslunefndum og yfirleitt utan við þessar samstarfshugleiðingar. En þeir ættu að hafa aðild að þessu samstarfi, því að þeir eru miðstöðvar sam- gangna og verzlunar í hverju héraði og þess vegna heppilegasti vettvangur fyrir miðstjórn hinna stóru hreppa. Það er vissulega mikið þolinmæðisverk að yf- irstíga þessa erfiðleika, en með góðum vilja á það að vera hægt, enda er mikið í húfi fyrir íbúa þessara svæða. Myndun stórra hreppa er í samræmi við þróun, sem hefur gerzt á öðrum sviðum á undanförnum árum. Æ tíðara verður, að margir hreppar sameinist um bygg- ingu skóla. Menn eru orðnir á eitt sáttir um, að jafn- vægi í byggð landsins verði bezt eflt með því að koma upp byggðakjörnum úti um land og gera byggðaáætl- anir til nokkurra ára. Kunnar eru Vestf jarða- og Norð- arlandsáætlanir og hafin er gerð Austfjarðaáætlunar. Sjálfstæði og sjálfstraust héraðsstjörnanna mun stór- eflast við þessa þróun. ) \\ V' h / X : V SPJALLAÐ UM IÐNÞRÓUNINA Ottó Schopka: Fjárhagsstaða iðnaðarins Xf'járhagsstaða atvinnufyrirtækja er slæm um þessar mundir, og þar eru flest iðnfyrirtæki eng- in undantekning. Fariö er aö tala um kreppulánaaðgerðir fyr- ir sjávarútveginn og bændur krefjast breytinga á lausaskuld- um í föst lán. Samdráttur í atvinnu og tekj- um hefur leitt til samdráttar í innlánaaukningu banka og spari- sjóða og um leið stöðvunar út- lánaaukningar aö mestu leyti. Þetta hefur komið hart niður á iðnfyrirtækjum, en síhækkandi rekstrarkostnaður, m.a. af völd- um ársfjórðungslegra launahækk ana og nú nýlega vegna 20% innflutningsgjaldsins, krefst sí- aukins rekstrarfjár. Þegar við skiptabankarnir geta ekki lagt það fram, veldur það fyrirtækj- unum rekstrarfjárerfiðleikum og rýrir lausafjárstöðu þeirra. Af- Ieiðingamar koma fyrst og fremst fram í vanskilum vaxta og afborgana af föstum íánum svo og vangreiðslum opinberra gjalda, en þess sér glögg merki í Lögbirtingarblaöinu., Þessir erfiðleikar eru ekki þess eðlis, að þéir vérði meÖ einu þennastriki. Orsakirnar eru margþættar, aö sumu leyti óvið- ráðanlegar en að öðru leyti þann ig, aö létta má vanda iðnfyrir- tækjanna með skynsamlegum að gerðum. Samdráttur tekna af völdum aflaleysis og verðfalls og allar þær afleiðingar, sem því fylgja, verða ekki læknaðar á auga- bragði Ekki verða iðnfyrirtækj- um heldur sköpuð skilyröi til stóraukinnar eiginfjármögnunar á einni nóttu, en það hefði reyndar átt að vera gert fyrir löngu á meðan allt lék í lyndi. Þessi atriöi er þó hægt að lag- færa, en til þess þarf tíma og skilning almennings og stjóm- valda. Margt bendir til þess, aö sá skilningur sé nú að glæðast og er það vel. Aörar orsakir hinna fjárhags- legu erfiðleika eru viðráðanlegri og unnt að grfpa til fljótvirkra úrræða til þess að afstýra meiri háttar áföllum. Þess var áður getiö að eitt ljósasta dæmið um fjárhagslega erfiðleika væru vanskil fyrirtækja á greiðslum af föstum lánum. Þessi vanskil geta reynzt fyrirtækjunum ákaf- lega dýr, einkum eftir að lána- stofnanirnar eru farnar að grípa til alvarlegra innheimtuaðgerða. í fyrra var útgerðarmönnum gef- inn frestur um eitt ár til aö greiða afborganir af Fiskveiða- sjóðslánum og f ár hafa þeir ósk- aö eftir enn frekari ívilnunum. Að sjálfsögðu skeröir þetta út- lánamöguleika sjóösins verulega en hefur engu að síður verið tal- ið óhjákvæmilegt. Þaö væri vissulega athugunarinnar viröi að athuga hvort sams konar frestun á greiðslum afborgana af föstum lánum iðnfyrirtækja hjá j>eim stofnlánasjóðum, sem þau hafa haft aðgang að, gæti orðið þeim að liði f núverandi erfiöleikum. Svipaö má segja um greiðsl- ur opinberra gjalda, en þess eru dæmi, að heilar stéttir hafi feng- ið frestun á greiöslu þeirra án þess að missa frádráttarréttinn og væri engin goðgá þótt iönfyr- irtækjum yrði nú veitt hliðstæö fyrirgreiðsla. Aö minnsta kosti ættu ríkisvald og bæjarfélög að slaka nokkuö á hörðum inn- heimtuaðgerðum sínum á meðan fyrirtækin eiga í þessum miklu fjárhagslegu erfiðleikum. Annað atriði varðar fyrirtæki, sem standa f fjárfestingarfram- kvæmdum. Hér hefur sá siður komizt á, að greiðslur afborg- ana af flestum lánum hefjast alltaf strax ári efrir lántöku, an tillits til þess hvort framkvæmd- um er lokið og fjárfestingin far- in að skila arði. Þetta veldur fyrirtækjunum að sjálfsögðu af- ar miklum erfiðleikum og hefur reynzt sumum þungur baggi, einkum þegar framkvæmdir eru svo tímafrekar, að þær taka nokkur ár. Þetta fyrirkomulag tíðkast hvergi í þróuðum nútfma þjóðfélögum. Forsendan fyrir því, að hægt sé að endurgreiða lánsfé er, að fjárfestingin sé far- in aö skila arði. Hér á landi hugsa fjárfestingalánastofnanirn ar mest um aö tryggja sér veð i eignunum, sem svo reynast stundum næsta verðlitlar þegar á reynir, vegna þess að minna var hugsað um hvort tækist að fullljúka þeim svo að þær færu að skila arði. Loks má benda á, að iðnfyrir- tæki greiða yfirleitt hærri vexti af lánum, bæði stofnlánum og rekstrarlánum, en fyrirtæki í landbúnaði og sjávarútvegi. Vextir af rekstrarlánum iðnfyr- irtækja eru 9-10%, en af endur- keyptum afurðavíxlum sjávar- útvegs og landbúnaðar 7%. Vextir af lánum Iðnlánasjóðs eru 8Y2%, Stofnlánadeild land- búnaðarins lánar með 6%% vöxtum og Fiskveiðasjóður lánar með 6V2% vöxtum til fiskiskipa. Auðvitað þurfa sparifjáreig- endur tiltölulega háa vextí á verðbólgutímum. En úr þvf að hægt er að útvega Iandbúnaði og sjávarútvegi lán með 6%% vöxtum, hvers vegna getur iðn- aðurinn ekki fengið að njóta sömu kjara? „Fallinn víxill ' seldur á 60 þús. Á höggmyndasýningunni á Skólavörðuholti hefur nú fyrsta verkið selzt — bað var Svii en ekki islendingur, sem keypti myndina „Fallinn víxili“ fyrir 60 þúsund krór ;r. Verkið er eftir Inga Hrafn Hauksson, en kaupandinn er sænskur verk- fræðingur, Jan Henje. HBBBST------ Um verkið sagði Henje: „Þaö kom öldungis flatt upp á mig að finna hér listaverk gætt því- líkri orku eins og „Fallinn víx- ill“ eftir Inga Hrafn. Ég held að þetta listaverk komi til með að verða dáð og umtalað meðal listunnenda í Svíþjóð. ! viðtali við Vísi sagði lista- maðurinn Ingi Hrafn Hauksson, að innan tíðar mundi hann opna sýningu á verkum sínum, en þau hafa að undanfömu vakiö almenna athygli, bæði á sýn- ingunni á Skólavörðuholti og eins á sýningu húsgagnaarkí- tekta, þar sem Ingi Hrafn sýndi tvær höggmyndir eftír sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.