Vísir - 20.09.1968, Blaðsíða 4
s í ðan
s
Alana og George.
George
Hamilton
í klípuP
Hvað í ósköpunum var George
Hamilton að „meina“ með því aö
leiða stúlkuna við hönd sér? Hin
leggjalanga tízkudama frá Texas,
Aiana Collins, fylgdi hetjunni
eftir, hvert sem hún fðr. Þau
skötuhjúin skoðuðu sig um á
Italíu, frá Rómaborg til eyjunnar
Caprí. Eins og venja er við slík
taekifæri, lýsti George Hamilton
því yfir, að þau væru aðeins góð
ir vinir. Raunar var hún, að sögn
hans, að sýna honum nýjustu
tízku á Ítalíu. Hamilton er nefni
lega í kiipu, ef svo mætti segja.
Hann er „tilneyddur" að setja á
fót fjölda tízkuverzlana I New
York, Kaliforníu og í Evrópu. Ann
ars tekur Sámur frændi, það er
Bandaríkjastjórn, drjúgan skild-
ing úr vasa leikarans af tekjum
hans af sjónvarpsmyndinni „The
Survivors“ (þeir, sem eftir lifa),.
sem sýnd- verður í Bandaríkjunum j
I haust. <
Kvenfrelsiskonur segja ungfrú
Ameríku stríð á hendur
„Engin ungfrú Ameríka fram-
ar.“ Þannig hljóðar boðskapur
kvenfrelsissamtaka í Bandaríkjun
um. Mátti lesa þetta í flugriti
þeirra. Mótmælin koma frá hópi
reiðra kvenna undir forustu Robin
Morgan, 27 ára. Hún er húsmóðir
og hefur dundað viö kveðskap.
Frelsiskonumar líta þannig á
málið: Ungfrú Ameríka er dæmi
kynþáttamismunar með rósum,
hún er verndargripur fallinna á
vígvellinum. Enn fremur táknar
hún þá hugmynd „pop“menning-
arinnar, að tæta í sundur og
fleygja síðan.
Fegurðarsamkeppnin fór fram i
samkomuhúsi í Atlantic City. Hin
ar mótmælandi konur hópuðust
fyrir utan húsið og skoruðu á alla
að fleygja í ruslafötu eina mikla
„brjóstahöldurum, magabeltum,
krullum, fölskum augabrúnum,
hárkollum og eintökum af spillt
um kvennablöðum."
Harðhentir
lögregluþj ónar
Það er óþarft að rifja upp hér
sögur um mótmæli og óeirðir í
Bandaríkjunum hina síöustu mán-
uði. Æska landsins virðist vera í
uppreisnarhug, og er henni ekki
sérlega hlýtt til lögreglunnar. Er
flokksþing demókrataflokksins
var haldið I Chicago til þess að
velja forsetaefni flokksins, urðu
miklar óspektir fyrir utan þing-
húsið. Áttu hippíar og jippíar þar
£ höggi við harðsnúið lið lögreglu
og þjóðvarða. Blaðamenn og ljós-
myndarar urðu fyrir kylfuhögg-
um iaganna varða, þegar þeir
snerust gegn mótmælendum. Borg
arstjórinn I Chicago, Daley, lá
undir ámæli fyrir afskipti lögregl
unnar, sem margir vildu telja að
hefði komiö óeirðunum af stað
með hrottaskap. Borgarstjórinn
hefur svarað fyrir sig með þvi
að láta birta kvikmynd, sem sýn-
ir atburðina og er ætlað að sanna,
að lögreglan hafi hagað sér með
mesta sóma. Hvaö sem þessum
málum líður halda stúdentar og
aðrir æskumenn áfram aö reita
lögregluna til reiði í ýmsum borg
um Bandaríkjanna. Samtímis
leggja allir frambjóöendur til for
seta áherzlu á „lög og reglu“ í
landinu. Æskumenn hefðu senni-
lega fremur kosið þá McCarthy
og Rockefeller en Nixon, Humphr
ey og Wallace. Þess vegna láta
þeir nú öllum illum látum. Þó er
ekki augljóst, hvað ungmennin
vilja. Þau vilja bara fá „eitthvaö
nýtt.“
Ef tll vill hefur lögreglumönnunum ekki þótt neitt að því að
koma nálægt þessari þokkagyðju, sem var í fararbroddi í stúd-
entaóeirðunum i Bandaríkjunum.
Verður hætt við allt slíkt „stúss“?
Innrásarherinn
skemmtir sér
Innrásarlið Sovétríkjanna og
fylgirikja þeirra hefur nú hreiðr-
að um sig í hinni hrjáðu Tékkó-
slóvakíu. Leiðtogar hins her-
numda lands hafa neyözt til að
vera Rússum eftirlátir og komið
á ritskoðun aö nýju. — Á meðan
er allt gert, sem unnt er, til þess
að Rússum leiðist ekki vistin og
fái ekki eftirþanka. Þyrilvængja
sveif yfir Prag eins og stærðar
skordýr. Ungar stúlkur I „mini“
pilsum sátu á milli fóta harð-
gerðra hermanna. Þær þóttust
vera aö læra að fljúga, á milli
þess, sem þær skríktu og flissuðu,
er hermennimir klipu þær. í ná-
grenninu lágu ungir Tékkar I gras
inu ásamt rússneskum hermönn-
um, skoöandi vélbyssur þeirra og
leikandi sér með byssustingi. Til
þess að leggja enn frekari á-
herzlu á vinsemd sína héldu Rúss
arnir sýningu með þátttöku söngv
ara og brjóstmiklar, ljóshærðrar
dansmeyjar á leikvelli í Prag.
Tékkarnir sýndu fyrirlitningu
sína með því að koma þar hvergi
nærri.
Rússnesk dansmær
Tékkóslóvakíu.
íþróttaspjall
Heimsókn Benfica-manna frá
Portúgal hefur vakið athygli og
ánægju allra áhugamanna um
knattspyrnu og raunar fleiri,
þv£ ýmsir sem annars aldrei
fara á völlinn, þeir bregða sér
til aö horfa á slika garpa, sem
getið hafa sér orðstir úti um
allan helm. Fyrirfram var mik-
ið bollalagt, hvort hér væri ekki
um hreinan bamaskap aö ræða,
og aöeins endurtekning á 14: 2
leik eins og gegn Dönum sæll-
ar minningar. En aðrir töldu slik
an leik sjálfsagðan, þó ekki
væri nema til að siá með elgin
augum þvilíka kappa.
Og auðvitað eru allir himin-
lifandi yfir árangrinum, að ná
jafntefli við þessa fræknu at-
vinnumenn, en nokkrir þeirra,
sem á horfðu eru fullir efa
semda. Þeir gátu meira, og full
nýttu ekki tækifærin sögðu þeir.
Það er eins og menn geti ekki
fram á aö fara i Portúgal. Lið
atvinnumanna þarf á mikilli aö-
sókn að halda, því annars geta
þeir ekki borgað út. Fyrir þeim
er þetta eins og hver önnur síld
staðinn, því auövitaö hlýtur
hann lika að hafa i för með
sér efasemdir til að bollaleggja
um, hvernig sem úrslit hans ann
ars verða. Svona er knattspyrna
trúað á íslenzkan sigur i slíkum
leik. Nú eru menn farnir að
Ieggja niður fyrir sér dæmið eins
og stór-spekúlantar, og segja
spekingslega: Þetta eru atvinnu-
menn, og ef þeir hefðu burstaö
hérna, þá hefðu þeir enga aö-
sókn fengið á seinni Ieikinn, sem
arútgerð, nema að þeirra „síld“
eru áhorfendurnir, sem koma á
völlinn til að horfa á.
Auðvitað verða menn aldrei á
eitt sáttir og halda áfram að
brjóta heilann um þessi mál í
hið óendanlega. Að minnsta
kosti þar til næsti leikur er af
annars yfirleitt, full eftirvænting
ar og spennings. Knattspyrnan
er reyndar til þess að vekja
spennu, og hefur þann eigin-
leika, að aldrei verða alllr á eitt
sáttir hvernig sem úrslit verða.
En hvað sem efasemdunum
líður, þá var þetta skemmtileg-
ur og spennandi Ieikur, svo ekki
er annað að segja en þessi heim-
sókn hafi heppnazt á bezta hátt.
Áhorfendur fengu mikinn spenn
ing og fiðring fyrir sinn snúð,
og hafa nóg um að ræöa og
bollaleggja til næsta Ieiks.
En hvað sem hver segir, og
þó einhverjir vilji halda þvi
fram, að Benfica hefði getað lagt
sig meira fram, þá stóðu Vals-
menn sig vel, og er óhætt að
óska þeim til hamingju með leik
inn. Einnig vil ég óska þeim
góðrar ferðar til Portúgals, og
vona að heillavættir verði Val
þar einnig hliðhollir, og láti
veöriö verða hæfilega heitt og
matinn hæfilega góðan, svo ekk-
ert hafi áhrif á núverandi spenn
ing og ánægju. Með þökk fyrir
leikinn.
Þrándur í Götu.
i