Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 4
Lánið eltir ekki söngvarann Þeir skemmtikraftar sem mast > fá greitt fyrir að koma fram íí New York eru auðvitað bandar. \ En hverjir eru það? Það eru söngv S arinn Harry Belafonte og gaman- í leikarinn Red Skelton. Þeir fá fyr ( ir að skemmta í 20 mínútur á) kvöldi í eina viku upphæð sem ’ samsvarar 2,4 milljónum íslenzkra , kr. Þetta er ótrúlegt, en satt engu ) að síður. ( Það verður ekki sagt að lánið elti söngvarann heimsfræga, Roy Orbinson. Hann hefur að vísu afl að sér heimsfrægðar fyrir söng sinn og er mjög eftirsóttur skemmtikraftur. En það er ekki allt fengið með því. í fyrrasumar missti hann konu sína í bifreiða slysi, en þau höfðu alla tíð verið óaðskiljanleg. Þau áttu þrjá syni og var heimili þeirra mjög til fyr irmyndar, að sögn. Roy hætti að syngja í nokkra mánuði, en vinir hans ráðlögðu honum að halda á- fram til þess að hann hugsaði ekki eins mikið um atburðinn. Hann fór að ráði þeirra og hefur síðan skemmt i mörgum löndum. En fyrir nokkrum dögum, er hann var á ferðalagi í Engiandi, kom upp eldur í húsi hans, sem er í Hendersonville í Tennessee f Bandaríkjunum. Þar bjuggu synir söngvarans, ásamt ráðskonu. Eld- urinn kom upp um miðja nótt og brann húsið til kaldra kola. Tveir sona hans urðu eldinum að bráð en sá elzti komst undan ásamt ráðskonunni. =53! Bjargað Nokkrar sekúndur skildu á milli lífs og dauða hjá Ijónatemjaranum John Carr frá Oklahoma, þegar Ijónynja, sem hann var að temja, réöist á hann og felldi hann. Hann hefur fengizt við Ijónatamn á elleftu stundu ingar í tvö ár, án þess að verða nokkurn tímann fyrir óhappi. — Tveir samstarfsmenn hans við f jöl leikahúsið komu strax á vettvang og urðu að drepa Ijónið.' John höfuðkúpubrotnaði og fékk auk þess skrámur viðs vegar um lík- amann, en slapp þó lifandi. Þegar félagar Johns komu var ljónynj- an að byrja að gæða sér á höf- uðleðri hans og var þá myndin tekin. Félagar Johns Carr koma honum til hjálpar, áður en ljónynjan hafði gætt sér á honum. ALÞJÓÐLEG STULKA Claudie Lange er 23 ára gömul og verður að teljast fremur alþjóð- leg. Hún er ættuð frá Belgíu, á lögheimili í Róm, en heldur til í London. Nú á hún að fara að leika í kvikmynd í Bandaríkjunum, en Bandaríkjamenn segja hana hafa mikla möguleika. Kvik- myndin sem Claudie á að leika í ber nafnið „Crossplot“. Mistök í iðnaði. Iðnaðurinn berst fyrir lffi sínu, og hafa iðnrekendur hafið áróðursherferð fyrir þvi, að landsmenn kaupi innlendar iðn- aöarvörur öiiu iöfnu. Iðnrek- endur leggja áherzlu á sam- keppnishæft verð og gæði. Þessu hefur verið náð á mörgum svið um, en hins vegar hefur öðrum brugðizt bogalistin herfilega. Fyrir 3-4 árum auglýsti inn- Ient iðnfyrirtæld vöru sína í byggingariðnaði með 5 ára á- byrgð. Húsbyggjandi einn keypti vöru þessa og taldi það meðal annars kost, að það væri inn- lendur aðili semi tæki svo langa ábyrgð á vörunni. Kaup þessi námu nokkurri upphæð. Þegar liðin voru 2-3, ár taidi húsbyggjandi að alvarlegir gail ar hefðu komiö ! ljós, sem rekja mætti til galla í framleiðslu og þess vegna bæri framleiðanda að bæta tjónið samkvæmt hinni 5 ára ábyrgð sem lofað var við sölu. En nú bregður svo við, að sá aðili sem verið hafði forstjóri fyrirtækisins og haft hafði með söluna að gera, hann svarar því til, að nú sé fyrirtæki þetta ekki iengur við lýði, hafi orðið að hætta störfum og því sé ekki hægt að taka ábyrgð á um- ræddum göllum. Þetta þóttu húsbyggjanda harð ir kostir, enda fjármagn af skom um skammti eins og gengur oft með húsbyggjendur. Þetta atvik sýnir, að þama vantar löggjöf, sem skyldar framleiðendur og sellendur vara með ábyrgð, til aö leggja fram ábyrgðarfé, svo að öruggt sé að ekki séu höfö í frammi loforð, eins og hið 5 ára ábyrgöarloforö, sem svo sé ekki hægt að standa við. Það er ekki löggjafinn einn er þama þyrfti að setja undir lek ann, heldur þyrftu iðnrekendur sjáifir að gera ráðstafanir í sam- tökum sínum, að sem flestir fél. þeirra standi við auglýsingalof- Annars rekur innlend fram- orð sín gagnvart neytendum — í þessu sambandi má minna á, að til dæmis feröaskrifstofur verða að leggja fram þrjú hundr uö þúsund krónur sem trygging arfé, sem almenna tryggingu fyr ir skuldbindinum sínum. Ef i ljós kemur, að ganga þurfi að þessu fé til lúkningar kröfum, þá er rekstrarheimild tekin af, þar til kröfum er fullnægt. Það væri ekki fráieitt, að framieiðendur sem taka ábyrgðir gagnvart neytendum, leggi fram trygging- arfé fyrir hluta af andvirði þeirra ábyrgða, sem þeir taka á sig, þar til tryggingartíma er lokið. Slíkt mundi jafnframt öðru auka traust fólks á því að kaupa íslenzkt. Því miður ganga einstök mistök svo mjög út á heildina, bó aö hitt sé stað- reynd að á mörgum sviðum séu íslenzkir framleiðendur iðnaðar vara orðnir samkeppnisfærir við innfluttar vörur. Auglýsingar og áróður er ekki alveg nóg, al- menningur vili sannfærast um að iðnrekendur vilji og reyni að standa vig gefin Ioforð, enda er viðleitnin í þá átt að standa við loforð um gæði áhrifaríkara sölu meðal en nokkurt annað og vafa laust áhrifaríkara í harðari sam keppni við erlendar, innfiuttar vdrur. Þrándur í Götu. * % * I I s f)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.