Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 21. september 1968. 5 Pottaplantan, umhirða henn- ar og blóma- tízkan í ekki að fara að hætta að ^ gefa áburð. er spurningin, sem húsmóðirin og blómaeigand inn spyr sjálfan sig og blóma- salann að þessa dagana. Það sem um ræðir er pottaplantan og meðferð hennar. Því nú nálg ast óðum tími pottaplöntunnar og umhirðu hennar þar sem gróð ur I görðum fer að sölna. Svar- ið við fyrrnefndri spurningu verður nei. Þaö þarf að gefa pottaplöntunni reglulega viku- lega eins og að vori til og sumri. Það er ekki fyrr en í síð- ari hluta nóvember og desember sem á að minnka áburðargjöf- ina allt niður í einu sinni í mánuði Því að i skamm- deginu má ekki hleypa upp of hrööum vexti plöntunnar, þegar ekki er ljós og birta til að full- komna vöxt blaðanna. Engu skiptir hvaða áburðarteg und er notuð, áburðurinn þarf aðeins að vera alhliða. Gott er að skipta um áburðartegundir öðru hverju til þess að blómin fái meira fæðuúrval og má líkja því við það, þegar við sjáum um að sem flest vítamin séu í okkar fæðu. Blómin þurfa einnig sitt bað. Einu sinni í viku eða hálfum mánuði er gott. að setja blómin í baðkerið eða út á svalir og beina sturtunni eða garöslöng- unni óspart á þau. Þá hreinsast burt allt ryk og þau fá sína nauösynlegu vökvun. Þegar vökvað er er betra að gera það vel en sjaldan og láta blómið þorna á milli. Eftir einn eða tvo mánuði standiö þið frammi fyrir þeim vanda að blómin byrja að fá Blómvöndurinn, sem endist i mánuð og meir Hefur ykkur dottið í hug eins og erlendum húsmæðrum, að nú sé einmitt tíminn til þess að fá sér blómvöndinn, sem helzt í mánuð til sex vikur. Auðvitað er ekki um afskorin blóm að ræða neldur pottablóm. Falleg blómstr- andi pottablóm geta haldizt þennan tíma og eru mun ódýrari heldur en tilsvarandi blómvendir úr afskornum blómum. Pottablómin eru einnig ágæt gjöf og munu gleðja margan meir en afskorin. Núna er prestafífillinn í sínum faliegasta skrúða og haldast blómin í mánuð til sex vikur. A: nað nafn prestafífilsins er crysanthemum. Það er hægt að kaupa hann á kr. 85 i blómaverzlunum. Á öðrum árstímum eru svo aðrar tegundir pottablóma, sem skemmtilegt er að hafa inni hjá sér og lífga upp heimilið með. Fyrir 30 árum gekk kaktus- tízkan yfir og enn fyrir 6 — 8 árum. Þessi sérkennilegi og skemmtilegi kaktus er um hálfur metri á hæð Of fæst hér í blómaverzlun. gulnuð blöð. En það er engin ástæða til aö óttast. Blómin eru ekki að drepast, þau eru aöeins að tjá þörf sina fyrir að fá hvíld um tíma. Þá þarf að minnka vökvunina, draga blóm in tií hliðar og klippa þau nið- ur. Af því aö viö erum aö ræöa blómin er ekki úr vegi að minn ast lítillega á tízkuna og blóm, sem fer svo sannarlega saman. Blómatízka er til. Fyrir um það bil 30 árum voru kaktusar í uppáhaldi og fyrir 6—8 árum komust þeir aftur í tízku. Hins vegar hefir kaktusinn ekki rutt blómstrandi- plöntunum tii hlið ar eins og hann geröi í gamla daga. Kaktusinn fer vel við nú- tíma húsnæöi meö stórum glugg um og ljósum herbergjum. Þetta hafa margir séö og fært sér í nyt í sambandi við innanhús- skreytingu. Aðrir velja kaktus- inn vegna þess að þeir halda að hann sé plantan, sem geti passað sig sjálf. Þetta er ekki alls kost ar rétt. Kaktusinn getur þolaö sitt af hverju en þarfnast um- hirðu ekki síður en önnur blóm. Þaö þarf að vökva hann vel bera á hann áburö og ■ skipta um mold. Nokkrum sinnum í viku þarf aö athuga rakastig moldarinnar, en ekki þarf að vökva kaktusinn ef moldin er þurr. Það er þannig ástatt með kaktusinn eins og allar plöntur að hann þóíir ekki dragsúg, Því er gott að geyma kaktusana, ef þeir eru margir á bakka eða í einum potti, sem margir munu gera, þá er auðveldara að flytja þá. Einnig er gott aö geyma kaktuspottana i sandi, sem hald- iö er rökum en þannig getur plantan sogið að sér næringu og vætu þá, sem hún hefur þörf fyrir. Ihúöir meb húsgögnum Erlent verktakafirma óskar eftir að taka á leigu litlar íbúðir með húsgögnum frá 1. okt. til 30. júní næsta ár. Uppi. í síma 52365. SKÓLI EMILS Hefst 1. október. Kennslugreinar: Harmonika, munnharpa, gít- ar, melodica, píanó. Hóptímar, einkatímar. Innritun í síma 15962. EMIL ADOLFSSON, Framnesvegi 36. Síldarsöltunarstúlkur óskast á söltunarstöðvarnar, Síldina hf. Raufarhöfn og Nóatún h.f. Seyðisfirði. Uppl. í síma 96-51136 Raufarhöfn og 83384 Reykjavík. ÝMISLEGT ÝMISLEGT ss 304 35 rökrnn aC oKkui avers konai tnuror- og sprengjvmnu i húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressui og vfbr. sleða Vélaleigs Steindórs Sighvats ionai Ajfabrekkt viC Suðurlands oraut sim) Í0435 TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FL4ÓT OG VÖNDUÐ VINNA Svetnbekicir t tir ali á ‘•erkstæðisverðL SVISSNESK ÚR ÞE'R GETIÐ VALIÐ UM UPPTREKT, SJÁLFVINDUR, MEÐ DAGATALI OG JAFNVEL DAGANÖFNUM. AÐALATRIÐIÐ ER . AÐ VELJA RÉTT. BIÐJIÐ ÚRSMIÐ YÐAR UM TISSOT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.