Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 9
VtS'I'R . Laugardagur 21. september 1988. • VIÐTAL DAGSINS er v/ð Ófeig Guðnason Jslenzk sjómannastétt hefur fengið á sig orð fyrir harð- sækni og dugnað, enda ekki óverðskuldað, þvi að víöa eru úfnir sjóar við íslandsstrendur og viðsjálar leiðir sökum blind- skerja. Þá eru einnig á iöngum svæðum þannig fjörumál, aö ekki er landtaka fær nema i lá- deyðu. Ekki hafa allir þeir, sem ver- ið hafa farmenn eða fiskimenn langa ævi, slitið barnsskónum við brimlúða strönd. Margir hafa á uppvaxtarárum elt fjalla- fálur hátt til heiða og slegið sólbitnir sumardag langan. Ýmist hafa svo örlögin, ævin- týraþrá eða seiður hafsins leitt þá út að ströndinni og þar síðan orðið þeirra starfsvettvangur við sjósókn eða sjóverk önnur. Jþannig er það með hinn aldna sjósóknara Ófeig Guöna- son, er fæddist að Hlemmi- á Siglufiröi. Þá var ég þar í vinnu á síldarplani. Þegar slys- ið bar aö höndum virtist mér sem allir yrðu ráðvana og ekki vita til hvers skyldi nota hend- umar, og helzt af mér mætti nokkurra ráða vænta. Ég var dálítið syndur en þó var svo, að stúlkan var því nær sokkin þegar mér lánaðist að hafa hendur í hári hennar og koma þannig til liðs við hana. En allt réðist þetta vel að lokum. Auðvitað hef ég oft lent í hrakningum og illhleypum en hver er sá sem ekki hefur lent í því á svo langri leið? Oft hefur maður komiö að landi með brotinn reiða og lemstrað- an bol og séð kolgræn föx út- hafsöldunnar ónotalega nærri. En oft hefur líka leiðið veriö ljúft bæði út til miða og inn til lands og hér áður fyrr var oft grjótnógur fiskur og þá var sjaldan dregið af sér við drátt- Ófeigur Guðnason Ég gútera engan óþverra skeiði árið 1886, og er því far- inn að tölta yfir á níunda ára- tuginn. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson frá Húsatóftum og Ingunn Ófeigsdóttir frá Fjalli, mikil gáfu- og fróðleikskona, sem margt kunni og margt vissi. Hjá foreldrunum ólst hann upp og dvaldi fram til 18 ára ald- urs, voru aðalstörfin tengd sveitabúskapnum, en þó fór hann eitthvað til róðra £ Þor- lákshöfn. Leiðin að heiman lá til Reykjavíkur og þá til sjós á skútu, og hefur hann síðan lengst starfsævi sína á „sætrjáfn svifið“. I Stýrimannaskólann fór Ófeigur og tók þaðan farmanna- próf 1913. Árið 1915 réðist hann á flaggskip íslenzka flotans, sem þá var ekki stór, gamla Gullfoss. — Hvernig geðjaðist þér svo að glímunni við hafiö? — Mér fell starfið fullvel. Ég var að vísu alltaf dálítið sjó- veikur. Það er ekki erfitt að vera í siglingum, en togarasjó- mennska var algjört níð áður en vökulögin komu, þau bættu nokkuð úr, samt var þetta mjög erfitt, en þó lítt f frásögur fær- andi. Ég hef lent í talsverðum ævin- týrum á sjó og þaö versta og mesta í fyrra stríöinu, þá var ég stýrimaöur á erlendu skipi. Við vorum á leið frá Buenos Aires til Frakklands. Tuttugu sjómílur norður af Brest urðum við fyrir árás og skipið var skotið í kaf. Við komumst í skipsbátinn og björguðumst, en þessi saga hef- ur áður birzt og nú síðast í Sjómannablaðinu Víkingi.. — Finnst mér ástæðulaust að fara að endurmála sjálfan mig, enda ætti að vera hægt að fá efni 1 eitt síðukom án þess. Ég tel mig hafa verið happamann á. sjó, því enda þótt sjómennskan hafi valdið mér heilsutjóni, hefur mér þó lánazt að bjarga 25 manns frá sjódauða. JjVrsta manneskjan, sem ég bjargaði frá drukknun var inn. Þótti að því lítill frami ef stóð á höndunum. Ég þekki fiskislóð víðast við fslands- strendur ,pg hef nokk^p kynni af ýmsum framandi þjóðum bæöi sem formaður og fiski- maður. Áður stunduðu menn afla — nú nánast eyðingu. — Þaö er sagt um ýmsa sjó- menn að þeir séu draumspakir. Hvað segir þú um það? — Ta, mig hefur oft dreymt " merkilega drauma, sem ég tel að hafi ráðizt síðar i ýmsu því, er mig hefur hent í lífinu. Ég hef ætíð vitað fyrir- búinn háska hafi mig dreymt stálgrátt naut með stálmúl um hausinn. I því sambandi minnist ég þess, að eitt sinn barst mér þetta illfygli í draumi, þótti mér sem þaö væri í færi við tvo hópa manna og var ég í öðrum þeirra. Þeim hópnum tvístraði nautið, en eyddi hin- um meö öllu. Síðar kom þetta fram á þann veg, að í stórveðri missti ég tvo menn af mínum bát, en annar fórst með öllum mannskap. Sjaldan hefur mig dreymt látið fólk, hvorki vini né vanda- menn. Einu sinni dreymdi mig þó konu, sem gift var föður- bróður mínum. Hafði hún legið veik í fjögur ár og ég ekki frétt um neina breytingu á högum hennar. Ég hafði verið á fiskiríi við Austurland. en þá er það síðustu nóttina þar, að mér finnst í draumi að ég sjái hana sitja í stól aftan við rúmið sitt, glaða í bragöi og vel búna. Ég ávarpa hana og segi: „Er þér nú batnað, Þórlaug?“ „Já, nú er mér batnað," svarar hún hlýlega, og mér sýn- ist sem af henni geisli ánægjan. Mér verður svo litið á rúmið hennar og sé að það er mjög vel upp búið. „En hvað þú hefur látið búa vel upp rúmið þitt, Þórlaug mín “ Hún svarar: ,.Ég fer ekki aft- ur í þetta rúm.“ Við veeginn hinum megin var legubekkur. Þegar hún snýr sér þangað sé ég að það er líkt sem skugga bregöi um andlit henni. Mér verður litið þangaö og sé þá, að þar liggja tvær dætur hennar í hörmulegu á- standi. Lengri var ekki draumurinn. Við siglum með aflann úr þessari veiðiför beint til Þýzka- lands, og daginn sem við kom- um þangað fengum við Morgun- blaðið heiman frá íslandi, en vegna þess hve oft viö höfðum langa útivist, var þaö jafnan sent til skipsins í löndunarhöfn. í þessum blöðum las ég um lát Þórlaugar. Dætur hennar hafa lengi verið heilsuveilar. — tjg trúi á Jesúm Krist og upprisusögu hans, en presta-vinur er ég ekki og ein- dreginn andstæðingur kristni- boðs, sem sagan sýnir aö oft hefur leitt af sér hryllileg glæpaverk, þótt nafn Krists hafi verið notaö til að helga verkn- aðinn. Já, prestarnir, ætli þeir séu ekki margir æði líkir séra Sig- valda eins og hann kemur fram í sögu Jóns Thoroddsens, „Manni og konu”, svíki skatt og dragi sér fátækra fé. — Þú talar strítt? — Tala ég strítt. Nú, ég er ekki að segja neitt nema sann- Ieikann. Hér eiga að vísu ekki allir óskilið mál, en allt of margir. — Hefur þú ekki séð eða heyrt einhver óskemmtileg fyr- irbæri? — Ekki fer mikið fyrir því, en þegar móðir mín var 9 ára gömul heima á Fjalli á Skeiðum hjá foreldrum sínum, var þar einnig bróöir hennar, Ófeigur Ófeigsson. Þá var þaö eitt kvöld á vökunni að bærinn er laminn utan og huröin brotnaði. Daginn eftir kom sú frétt, aö bóndi þar í sveitinni hafði fyrir- farið sér þá um kvöldið. Hvaða afl er þetta? — Mér sýnist það þvi nær áþreifanlegt. þótt ekki veröi það skýrt. Einu sinni þegar ég var á Hlemmiskeiði, heyrðist eitthvert ókennilegt buldur milli skemmu og baöstofu. Hér var ekki um neina o-fheyrn aö ræða, því hvert mannsbarn í baðstofunni varð þess áskynja. Þennan sama dag fórst opiö skip á Stokkseyri. — Hvað viltu segja um huldufólk? — Ég get ekki rengt heiðar- legt fólk, sem hefur bæði heyrt þaö og séð. Og hvaö svo með hesta og hunda, sem oft sýna sig að vera skyggnari en menn? — Þú hefur sitt af hverju séð og reynt um dagana? — t'g hef verið sjómaöur í fjörutíu ár — stýri- maður bæði á íslenzkum og er- lendum skipum og víða farið. Norðmenn eru ágætismenn og ég var svo lánsamur að eiga norska konu. Spánverjar eru einnig prýðisfólk. Ameríkumenn finnst mér ósköp sundurleitur lýður, eiginlega engin heilsteypt þjóð. Bretar eru góð þjóð, sið- menntuð og vönd að virðingu sinni. Það mundi enginn labba með hendur í vösum inn í þeirra „Síðumúla" og biðja um gist- ingu. Við íslendingar. Þetta er að verða skrælingjaháttvísi í hegð- un okkar. 7500 manns gista tukthúsið á einu ári. Sjónvarp og útvarp eru tryllandi af- skræmistól, enda innbrot og glæpir því nær á hverri nóttu. — Hvers vegna er þjóðinni ekki flutt almennilegt efni? Skáld- skapur, ljóð, eitthvað siðbætandi fornt og nýtt. Er ekki úr nógu að velja fyrir ekki fjölmennari þjóð? Er ekki nóg til í náttúr- unnar ríki, þótt ekki sé þvælt inn í fólkiö óraunverulegum sið- spillandi óskapnaði eða þá dreg- ið fram úr myrkviði sorans það sem þar má mest ógnvekjand' eða æsandí finna? — Svo eru silkihanzkar dregnir á hvern fjandann sem er. — Já. þetta uppeldi — aga- leysi, hiröuleysi. Ekkert hugs- að um börnin. Þeim er kastað ábyrgöarlaust inn' í spilltan tortímandi heim. Ég „gútera" engan óþverra. Þ. M. Hversu oft farið þér í kirkju? Gunnar Þorvaldsson, nemi í Vélskóla íslands: „Ég var við jaröarför í fyrra. Það er eina kirkjuferö mín í langan tíma.“ Þórður Guðbrandsson, verk- stjóri: „Ég fer í kirkju, þegar fermt er eða skírt. Sjaldan ann- ars — þó kemur það fyrir.“ Sigurður Þórarinsson, iðn- nemi: „Ósköp sjaldan. Ég hef fariö einu sinni síðan ég var fermdur, en það var 1965.“ Óskar Ásgeirsson, sölumaður: „Mig minnir. að ég haf; farió um síðustu jól annars fer t mjög sjaldan." - f*rmm.. “ Guðlaug Konráðsdóttlr, mema- tæknir: „Ég fer örsialdan, helzt þó á jólun :;as •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.