Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 8
V í SIR . Laugardagur 21. september 1968. ’ VISIR if morgun útlönd £ morgun útlönd í morgun dtlo Otgefandi: Reykjaprent h.í. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: ^ðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Lnugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I'lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. Tóku þeir sinnaskiptum? þjóðviljinn hefur látið í ljós gleði yfir sigri jafnaðar- manna í sænsku kosningunum. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að lof væri borið á stjórnarfarið í Svíþjóð í því blaði. íslenzkur kommún- isti, sem var í Svíþjóð á stríðsárunum síðari og komst til töluverðra mannvirðinga í flokknum eftir heim- komuna, sagði að „íhaldið“ á íslandi væri frjálslynd- ur flokkur í samanburði við sænska „krataafturhald- ið“. Og þannig hefur tónninn fram að þessu verið í Þjóðviljanum bæði í garð sænskra jafnaðarmanna og annarra sósíaldemókrata. En mönnum er leyfilegt að skipta um skoðun. Og nú væri ekki úr vegi að spyrja. Er þá jafnaðarstefnan á Norðurlöndum og í Bretlandi sá „lýðræðislegi sósí- alismi“, sem Þjóðviljinn vill nú veita brautargengi? Sé svo og'sé það jafnframt almenn skoðun í Sósíalista- flokknum, virðist ekkert óeðlilegra en að hann verði lagður niður og sameinaður Alþýðuflokknum. Séu þau sinnaskipti, sem Þjóðviljámenn hafa tekið, eftir inn- rás Rússa í Tékkóslóvakíu, annað og meira en látalæti, ættu þeir að lýsa því hreinskilnislega yfir, að þeir hafi áður vaðið í villu og viti nú fyrst hver hinn rétti sósí- alismi sé. Fyrirmyndin sé í Svíþjóð, en ekki Rúss- landi, eins og þeir hafi hingað til haldið. Það er ekki nóg að íslenzkir kommúnistar fordæmi innrásina í Tékkóslóvakíu í orðum: Þeir þurfa að sýna það í verki, að þeir séu snúnir frá villu síns vegar. Þeir ættu m. a. að biðja þjóðina afsökunar á því, að þeir skuli í upp undir 40 ár hafa beitt öllum tiltækum áróðri til þess að telja henni trú um, að stjórnskipulagið í Rússlandi Sé hin æðsta og eftirbreytniverðasta fyrir- mynd. Þeir þurfa að afneita opinberlega og lýsa fyrir- litningu sinni á eftirfarandi orðum Lenins, í ræðu, sem hann hélt í Moskvu árið 1920. En þau hafa hingað til verið þeim sem heilög boðorð: „Af hverju ætti að leyfa málfrelsi og ritfrelsi? Af hverju ætti stjórn, sem er að gera það, sem hún heldur sjálf vera rétt, að leyfa gagnrýni á sér? Hún mundi ekki leyfa að beitt væri banvænum vopnum. Hug- myndir eru miklu áhrifameiri en byssur. Af hverju ætti að leyfa nokkrum manni að kaupa prentvél og dreifa út hættulegum skoðunum, sem ætlað er að valda ríkisstjórninni örðugleikum?“ Þannig tala kommúnistar, þegar þeir hafa náð völd- um. Þeir hafa allra manna hæst um mannréttindi og frelsi meðan þeir eru að berjast til valda. En þessi orð Lenins eru sönn lýsing á því, hvernig þeir fara með valdið þegar þeir hafa fengið það í hendur. Vilji Sósí- alistaflokkurinn sýna það svart á hvítu, að hann sé snúinn frá þessum kenningum Lenins, getur hann það t.d. með því að losa sig við þá menn úr forustuliðinu, sem vitað er að hafa þessar kenningar í heiðri í hjarta sínu, þótt þeim þyki henta að afneita þeim í orði nú sem stendur. V) )) Sovézk blöð ómyrk í máli um .tékkneska vandamálið' # Sovézk dagblöð hafa tekið upp meira ógn andi tón í árásum sín- um á það, sem þau kalla „andsósíalistísk öfl og fjandsamlegar aðgerðir í garð Sovétmanna í Tékkóslóvakíu“. ^ Flokksmálgagnið Pravda viðurkenndi, að almenningsálit í Tékkóslóvakíu gegn hernaðaríhlutun væri mikilvægur þrándur í götu og bætti því við, að hægt gengi í þá átt að ná eðlilegu ástandi, þar sem margvíslegir örðugleikar væru þar í veginum. Rauða stjarnan, málgagn sov- ézka hersins, birtir harðoröa á- rás á andbyltingaröfl í Tékkósló- vakíu. Blaðið segir um þau, að þrátt fyrir að dregið, hafi úr starfsemi þeirra, hafi þau breytt aðferðum sínum og séu enn til mikils tjóns. Sovétskaja Rossja ákærir Mao Tse-tung formann og júgóslavn- eska valdamenn fyrir að taka þátt í því, sem blaðið kallar „andkommúnistíska móður- sýki“ í sambandi við tékkneska vandamálið. Blaðið heldur því fram, að „óvinirnir“ reyni að innleiða borgaralega hugmynda- fræði í kommúnistaríkjunurn — einkum og sér í lagi Tékkósló- vakíu. Blaðið Pravda ræðir einkum um vandamálin í sambandi við að koma aftur á eðlilegu ástandi í Tékkóslóvakíu og leggur á- herzlu á fjögur atriði til að sýna þá erfiðleika, sem hernámsliðið á að mæta. 1. Þrátt fyrri að méirihluti kommúnista og verkamanna hafi sýnt raunsæi á þaö þó ekki við um allan almenning, sem fylgist ekki allt of vel með hlut- unum og tekur ekki ávallt já- kvæða afstöðu til hentugrar lausnar á vandamálunum. 2. Andsovézkar aðgerðir hafa ekki hætt, segir í blaöinu, • og þar er getið um, aö sovézkur stríðsminnisvarði hafi verið eyði. lagður í smáþorpi í nágrenni Brno. 3. Tilraunir hafa verið gerö- ar til að koma í veg fyrir sam- starf kommúnista og „heiðar- legra borgara" og annarra, sem hafa reynzt tryggir Sovétríkj- unum. 4. Fjölmörg blöð hafa birt greinar, sem innihalda rangar upplýsingar til þess að reyna að ' fá menn til að trúa, að ekki verði hægt að koma á eðlilegu, ástandi í Tékkóslóvakíu, segir í Pravda. Sovézkt geimfar umhverfis tunglið — liður / tilraunum Rússa til að senda mannað geimfar til tunglsins 9 Sovézkt geimfar, „Zond-5“, flaug umhverfis tungliö á mið- vikudag. 'tíé’imfariö, sem skotiö var upp -á sunnudag, fór um- hverfis tunglið í 1900 kílómetra fjarlægð frá yfirborði þess, Sovézka fréttastofan Tass skýrði ekki frá þessum atburði fyrr en í yer, og var þá frá því sagt, að þetta geimskot væri liður í rannsóknum á loftlögum í námunda við tunglið. • í Moskvu var ekkert sagt frá því, hvort geimfarið mundi lenda aftur á jörðunni. I tilkynn- U'ngverjinn L. Portisch sigraði á skákmótinu í Skopje einu sterkasta skákmóti ársins. Port- isch byrjaði mjög vel, vann skákmeistara Sovétríkjanna, Polugaevsky í 1. umferð. Eftir 12 umferðir hafði Portisch tekið hreina forustu með 9% vinning. 13. úmferðin reyndist Portisch ekki sem hagstæöust, en þá tap- aði hann sinni einu skák í mót- inu, gegn a-þýzka skákmeistaran um Uhlman. Portisch valdi kóngsindverska vöm, en þá vörn þekkir Uhlman flestum betur. Enda fór svo að eftir 25 leiki mátti Portisch gefast upp fyrir margvíslegum hótunum Þjóðverj ans. En Portisch efldist aðeins við tapið og vann næstu fjórar skákir og varð öruggur sigurveg ari mótsins með 14 % vinning af 19 mögulegum. Geller hlaut ann að sætið með 13% vinning, en hann tapaði einni skák gegn landa sínum Polugaevsky. f 3. sæti varð Polugaevsky meö 13 vinninga, þá Hort með 12% vinning og Matulovic 11% vinn- ing. Það vakti mikla athygli er ung ur og Iftt þekktur skákmaður. Hiibner Vestur-Þýzkalandi, sigr aði á skákmótinu í Busum 1968. Sex stórmeistarar og fimm al- þjóölegir meistarar urðu aö sætta sig við sigur Hiibners. — Meðal þeirra var Hollendingur- inn Donner, en hann tapaði iili- lega fyrir Hiibner í eftirfarandi skák. Hvítt: Donner Svart: Hiibner. Kóngsindversk vörn. 1. d4 d6 2. c4 e5 3. Rf3. Hvítur hagnast lítið á 3. dxé dxe 4. DxDt KxD og þar eð drottningarnar eru horfnar af borðinu, er hrók- un ekki nauðsynleg fyrir svart- an 3... Rc6 4. Rc3 g6 5. dxe Rxe 6. e4 Bg7 7. Rd4 Re7 8. Be2 0—0 9. 0—0 c6 10. Be3. Gefur svörtum tækifæri til að jafna stöðuna. Betra virðist 10. Rc2 sem kemur í veg fyrir 10 ... d5, og hótar 11. f4. Ekki dugði strax 10. f4 vegna Rg4 10...d5! 11. cxd cxd 12. f4 Rc4 13. BxR dxB 14. Dd2 Bd7 15. Df2. Framhaidið 15. f5 Rc6 16. RxR BxR 17. DxD HfxD 18. f6 Bf8 leiðir til betri stöðu fyrir svart- an, 15. ... Rc6 16. RxR BxR 17. ingunni sagði aðeins, að geim- ‘ farið hefði náð tilætluðum vís-;. indaárangri. • Fyrri geimför Sovétmanna' af þessari tegund hafa verið send á loft í sambandi við áætl- ■ un þeirra um að senda mannað; geimfar til tunglsins. „Zond-3“i tók myndir af bakhlið tunglsins ' árið 1965. Hvað varð um „Zond- • 4“ vita menn ekki, en nokkrir ' meðal vestrænna vísindamanna; telja, að geimfarið hafi farið um- hverfis tunglið en eyðilagzt á' leið aftur til jarðarinnar. Hadl Da5 18. Bd4 BxB 19. HxB ; Dc5 20. Hfdl b5 21. Rd5 BxR 22. HxB Dc6 23. f5. Hvítur er í nokkrum vanda, v.egna peðameirihluta svarts á drottningarvæng. Reynandi' hefði verið að leika 23. Dd4 Hfc8 24. Hd6 Dc5 25. DxD HxD 26. Hd8t HxH og hvítur ætti varla að tapa skákinni. 23. .. . b4 24. Hcl Hfc8 25. Dd4 c3! 26. Dxb? Donner er sannarlega misjafn skákmeistari. Fyrir skömmu vann hann sterkt skákmót, þar sem heimsmeistarinn Petroshan varð í 2. sæti. Hér fellur hann í einfalda gamalkunna gildru. Eftir 26. bxc bxc 27. Hxc! DxH 28. Hd8t HxH 29. DxD hefði jafntefli verið sennilegustu úrslitin. 26. . .Hab8 27. Dxc Eða 27. Dd4 cxb! 27 ... Db6t 28. Hc5 HxH 29. DxH Hc8! Gefið. Eftir 30. DxD HxHt og svartur hefur hrók rieira. Frá Taflfélagi Reykjavíkur T.R. er nú að hefja vetrarstarf semi sína. Hefst hún með septem bermóti, sem byrjar 23. septem- ber. Veröa tefldar tvær klukku- tíma skákir á kvöldi, 7 umferð ir eftir Monrad-kerfi. Þá hefst haustmót T.R. 6. október, en í því verða tefldar 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Telft verður í skákheimili T.R. og Skáksam- bands íslands að Grensásvegi. Jóhann Sigurjónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.