Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 7
VTSIR . Laugardagur 21. september 1968. ? KIRKJAM O G Á HLJÓÐRI STUND í sama hátt og einmanaleikinn er versti óvinur mannsins, getur einveran verið hans bezta vinkona og hollasti förunautur á lífsveginum. En það er vissulega enginn hægöarleikur að komast í snertingu við einveruna nú á dögum. Einverunnar kyrrð og næði er engan veginn auðvelt að eignast á þessum tímum vaxandi samskipta á öllum sviðum, auK- ins þéttbýlis, stækkandi borga og bæja og fjölmiðlunartækj- anna, sem fjölgar ört með ári hverju, verða hávaðasamari og nærgöngulli viö alla sína notend ur. Og án þeirra þykist enginn mega vera, ef hann á að fylgj- ast með tímanum og geta gert lega kirkjulega." (Tíminn 14. 9. ’68). Það eru fáir hér á landi sem vilja brjóta af sér fjötra um- hverfisins í þessu efni, ganga á móti straumi tíðarandans. En þeir eru til. Einn af þeim er Klemenz í Bólstaöarhlíð. Athygl isvert var viötal hans viö Sig- valda Hjálmarsson í Alþýöubiaö inu á dögunum. Þegar hann var ungur, varði hann mestu af tóm stundum sínum til að lesa, því að þá voru gefnar út fáar bækur og góðar bækur og minni vandi að velja. Nú les hann aðallega Nýja testamentið. Og hvað ger- ir hann svo í tómstundunum? „Nú orðið uni ég bezt við að sitja í þögn og hugsa.“ Og Klem sér grein fyrir hinum fjölmörgu enz heldur áfram: „Ég held það þögnin ríkir ein, streymir inn í hugskotið og við getum okkur henni algerlega á vald. Einu sinni orti íslenzkt skáld, G. G., ljóö, sem hann kallar: Ég gekk inn í þögnina. Tvö erindi úr því Ijóði skulu vera endir á þessari hugleiðingu: Og það var sem allt það færðist fjær, er festi ég sjónir á, en þokaðist ómælis alvídd nær, er óljóst mitt hugboð sá. Mér fannst ég líða yfir Ijósan völl í leiðslu — einhvern ókunnan stig og himins og jarðar ástúð öll, sem ilmblær í kringum mig. Rödd hermar deyr ekki í grískum fræðum fornum er undur fögur sögn um bergmálið, — hvernig þaö sé til orðið í fyrstu. Bergmálið nefnist, svo sem kunnugt er, á erlendum málum EKKÖ. Ekkónafnið var upprunalega heiti á dís einni guðaætt- ar, með Grikkjum. Hún festi ást á sveini einum fögrum, er síðan brást henni og sveik hana í tryggðum. Og dísin unga tók sér tryggðarofin svo nærri, aö hún veslaðist upp og dó, - nema röddin. Rödd hennar lifir enn í dag og svarar þegar á hana er kallað, Eins er um guðsþrána í brjósti þér. Þar er dís, sem er guðlegrar ættar. Hún festi ást á hjarta þínu í æsku, og þú hézt henni tryggð þinni á hinni hátíölegustu heitstund. Má vera að þú hafir brugðizt þeirri góðu dís. Má vera að þú hafir svikið guðlegu dísina í tryggðum. Hún getur þess vegna verið að veslast upp, eða jafn- vel að deyja í brjósti þér. En eitt máttu vera viss um: Rödd hennar deyr ekki. Rödd hennar lifir og mun svara þegar á hana er kallað. (Þ. Br.) vandamálum daganna. Þeir, sem vilja á einhvem hátt komast út úr hávaðanum, og eiga sínar hugsanir í hljóðri ró eiga erfitt um vik. Umhverfið er þeim ekki hagstætt. Hér eru kirkjurnar ekki opnar til hljóðra bæna- stunda fyrir þá, sem það þrá og þess þarfnast. Þó skal þess get- ið, að i einni kirkju borgarinn- ar, Háteigskirkju, eru daglegar bænastundir kl. 6.30. En það þarf einlæga vilja-ákvörðun, tals vert átak til þess að draga sig út úr heimi óróans og ókyrrð- arinnar, hraðans og hávaðans, sem umlykur okkur alla daga frá morgni til kvölds. Við erum ekki þannig gerð eins og pólska fólkiö í Kraká, sem krýpur í hljóðri bæn frammi fyrir mynd um dýrlinga sinna í Maríu- kirkjunni. „Þetta var fólk á öll um aldri og það lét ekkert trufl ast af hinum mörgu, sem voru komnir til þess eins að skoða kirkjuna og höguðu sér misjafn- sé ákaflega heppilegt, ef menn geta unað við einfaida hluti. Ég held að veraldarumstangið sé orðið óþarflega mikið. En þetta þarf kannski að vera svona. Það er ekki víst, að þetta sé rétt hjá mér. En mér þykir vænt um þögnina. Hún er dásam leg. Það er ekkert, sem jafnast á viö hana.“ Að þögnin sé dásamleg, að ekkert jafnist á við hana, það finnst okkur undarleg skoðun, okkur, börnum harksins og hávaðans, glaumsins og glymj- andans. Vitanlega eru þær yndislegar margar raddirnar, sem að eyrum berast. — 'Niðúnhn í læknum, gjálf öldunnar, rödd hins kæra vinar, fagur söngur, hrífandi hljóðfæraleikur, kliður fuglanna, sláttur vindhörpunnar— allt eru þetta raddir, sem göfga og gleðja, verma og veita frið inn í sálina. En þurfum við ekki líka að eignast stundir þegar Sunnlenzkir prestar á fundi Tj'inn af hinum mildu, kyrru ^ morgnum þessa mánaðar, eða nánar til tekiö þ. 19. sept. stóö sr. Árelíus Níelsson í dyr um hins pálmaskrýdda anddyris á safnaðarheimili sínu og bauð klerkdóm Suðurlands velkominn til að halda þar ársfund sinn. Mættir voru um 30 félagar í Prestafélagi Suðurlands, þ. á m. biskupinn yfir íslandi og hr. Ás- mundur Guðmundsson fyrrv. biskup. Formaðurinn, sr. Ingólf- ur á Mosfelli, gerði grein fyrir starfi stjórnarinnar og gjaldkeri sr. Bragi Benediktsson las upp reikninga. Síðan var tekið fyrir umræðuefni fundarins: Ný við- horf og viðbrögð í starfi safnað- ar og prests. Vígslubiskup, sr. Sig. Pálsson sem var fvrsti fram sögumaður, ræddi aðallega þau viðhorf sem fram höfðu komið á Alkirkjuþinginu í Stokkhólmi. Hann taldi, að allar stofnanir samfélagsins, kirkjan ekki síöur en aðrar, þyrftu að vera opnar fyrir þörfum líðandi stundar. Þær mættu ekki staðna og verða hemill á heilbrigða þróun. Þær yrðu að hafa glögga sjón á skipu lagningu og lifandi áhuga á mál- efninu. Tíminn brunar fram og stofnunin verður að vera í sam fylgd með honum. Boöun orðs- ins veröur að vera verk allra, ekki í orði heldur í lífi og starfi. Með lífi sínu og breytni er hver kristinn maður kristniboði. — Við vinnum ekki hársbreidd á því að vera að gagnrýna trúar setningar heldur meö því að gera þær að raunverulegu gildi fyrir lífið Næsti frummælandi, sr. Jón Auðuns, dómprófastur, talaði um hver ráð væru til að hamla gegn þverrandi áhrifum kirkjunnar og örva kirkjusókn og þátttöku safnaðarins í guðs- þjónustunni. Hann greindi frá reynslu sinni og kynnum af kirkjulegu starfi bæði í Þýzka landi og á Bretlandi. Hann hefði nú minni áhuga en áður fyrir hinni lítúrgísku hreyfingu og taldi afturhvarf til fornra helgi siða ekki líklegt til bóta. Þetta eru tímar mótmælanna og gagn- rýninnar. Margt er í deiglu og óráðið. Við vitum ekki hver framtíðin veröur og getum ekki komiö meö ráö fyrir óráðna tíma. Við, gamlir menn, aldir upp í heimi ólíkum heimi nú- Fundarmenn í Prestafélagi Suðurlands, talið frá vinstri: Fremsta röð: sr. Jón Þorvarðsson, sr. Jón Auðuns dómprófastur, sr. Ólafur Skúlason, sr. Sigurður á Bergþórshvoli, Ásmundur Guðmundsson fyrrv. biskup, sr. Ingólfur á Mosfelli, sr. Bragi Benediktsson, sr. Óskar J. Þorláksson. — Miðröð: sr. Arngrímur Jónsson, sr. Magnús á Eyrarbakka, sr. Bernharður á Skarði, sr. Gunnar Árnason, sr. Eiríkur á Þingvöllum, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Hall- dór í Holti, sr. Garðar Svavarsson, sr. Ingimar í Vík, sr. Stefán í Odda. - Efsta röð: sr. Sig H. Guðjónsson, sr. Gísli Brynjólfsson, sr. Magnús Guðmundsson, sr. Þorsteinn Björns- son, sr. Björn Jónsson, sr. Frank Halldórsson, sr. Guðmundur í Skálholti, sr. Jón Bjarman, sr. Ingólfur Guðmundson. — Á myndina vantar nokkra fundarmenn. Sölubörn — Sölubörn Vinsamlega mætið í eftirfarandi barnaskóla ’ i. 10 fyrir hádegi, á morgun og seljið merki og blöð Sjálfsbjargar félags fatlaðra: Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austur- bæjarskóli, Breiðagerðisskóli, Hlíðaskóli, Hvassaleitis- skóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli Melaskóli, Miðbæjarskóli, Mýrarhúsaskóli, Vestur- bæjarskóli, Vogaskóli, skóli ísaks Jónssonar, Digra- nesskólinn við Álfhólsveg, Kársnesskóli við Skóla- gérði, Kópavogsskólinn við Digranesveg, barnaskóli Garðahrepps, barnaskóli Hafnarfjarðar, barnaskólinn Öldutúni, og á skrifstofunni Bræðraborgarstíg 9. tíðar og framtíðar, kunnum ekki aö prjóna kirkjunni þann ham, sem henni hentar. Þaö gerir hin nýja kynslóð, sem er framtíöin sjáíf. En við erurn meö dýran arf, mikinn fjársjóð. Skylda okkar er aö annast hann og varðveita handa hinni nýju kynslóð. Síð- asti frummælandinn var, sr. Sváfnir á Breiðabólstað. Hann ræddi um breytingar á atvinnu háttum og búsetu fólks í land- inu. En mgðurinn er hinn sami, sjálfum sér líkur, hvort sem hann býr í sveit eða borg. Prest- urinn þarf að vera í lifandi snert ingu við fólkið, mæta þörfum þess, svara spurningum þess. Kifkjan þarf að ná til allra, taka tillit til nýrra stefna og strauma og Hafa áhrif á þá. Presturinn þarf að vera heill og sannur, ætið trúr í því starfi, sem honum er á hendur falið. — Þaö eru heillaríkustu við- brögðin í starfi sóknarprestsins bæði til sjávar og sveita. Eftir hádegið hófust frjálsar umræöur með því að sr. Árelíus sagði frá hinu fjölbrevtta starfi Langholtssafnaðar. Síðan tóku margir, til máls og ræddu dag- skrármálið á víð og dreif. Er ekki rúm hér til að rekja þær umræöur. Fundur þessi var mjög ánægjulegur og þótti í alla staði takast hiö bezta. Honum lauk með kaffiveitingum, sem konur í Kvenfélagi Langholts- safnaðar sáu um af mikilli rausn. Stjórnin var endurkosin, sr. Ólafur Skúlason skipar hana ásamt þeim sr. I. Á. og sr. B. B. eins og fyrr er sagt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.