Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 21. sept. 1968. Tor Myklebost, sendi- herra Norðmanna, látinr Aöfaranótt föstudags andaöist I Noregi Tor Myklebost sendi- herra Norðmanna á Islandi. Hann var 54 ára gamall, fæddur 10. desember 1913. Honum hafði verið veitt lausn frá sendiherra embættinu snemma í þessum mánuði, en þvi gegnir nú Björn Frode Öjtem, sem er Chargé d’ affaires í sendiráðinu hér. Tor Myklebost var menntað- ur í lögfræði, hagfræði og stjórn visindum. Hann byrjaöi feril sinn sem blaðamaður og árið r > 10. síða Stjarna hennar Margrétar með folaldinu Fenju, f baksýn er Gunnar Jónsson. ÍSLENZKI HESTURINN VEKUR AT- HYGLI í DANMÖRKU , • íslenzku hestarnir Perla og Stjarna, sem Margrét ríkis- erfingi Dana fékk í brúðargjöf voru ekki fyrir alllöngu i fréttum danska blaðsins T. Þar segir að Perla sé nú i reiðskóla Kristjánsborgarhallarinnar þar sem hún er þjálfuð af kommglegum reiðmeistara Gredsted fyrir börn konungs- fjölskyldunnar. Stjarna er hins vegar í f.óstri hjá Gunnari Jóns- syni formanni félagsskaparins „Danskir íslandshest- ar“, en Stjarna átti folald um daginn með Styggi, sem er eini ísienzki kynbótahesturinn í Danmörku. í blaðinu segir ennfremur að vaxandi áhugi sá á íslenzk- um hestum í Danmörku og það sé vegna þess, að þessi tegund hesta sé ágæt sem fjölskyldu hestur. íslenzki hesturinn sé ekki eins stór og venjulegur hestur, en þó stærri en flestir ímynduðu sér. íslenzki hesturinn sé hinn upþFunalegi kynbótahest ur Norðursins og hafi veriö rækt aður í 900 ár án annarrar kyn- blöndunar. Þá segir að nú sé í fyrsta sinn eftir síðari heimsstyrjöldina hafinn á ný innflutningur ís- lenzkra hesta til Danmerkur, 10 hestar séu þegar komnir til landsins og aðrir tíu séu vænt- anlegir. Allir séu þeir valdir af Gunnari Bjarnasyni ráðunaut. Og hver hestur hafi sína eigin ættartölu. 10. síða. Flugfélögin með svipaða áætlun og í fyrravetur þrátt fyrir samdrátt i þjóðfélaginu • íslenzku flugfélögin tvö, Flugfélag íslands og Loftleiðir, munu 1 vetur hafa svipaðar á- ætlanir og í fyrravetur. Ekki er í bígerð nein fækkun áætlunar- ferða, þó að samdráttur hafi ver ið hér á landi og því væntanlega minna um ferðamenn héðan. — Innanlandsástandið hér hefur sáralítil áhrif á fjölda ferða- Merkjasala Menningar- og minningarsjóðs kvenna I dag hefst merkjasala Menning- ar- og minningarsjóðs kvenna. Sjóð urinn er stofnaður með dánargjöf Bríetar Bjamhéðinsdóttur að upp- hæð 2.000 krónum. Tilgangur hans er að styrkja efnalitlar konur til náms, vísinda og ritstarfa. Styrk- veiting úr sjóðnum fór fvrst fram árið 1946, en ails hafa rúmlega 200 konur hlotið þessa styrki. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins skal mikill hluti af tekjum hans leggjast viö höfuðstól og kemur þvf eigi til árlegra styrkveitinga. Merki sjóðsins verða í dag afgreidd í öll um barnaskólum borgarinnar frá kl. 1 og eru einnig seld víða úti um land. manna í áætlunarferðum Loft- leiða, en gæti haft veruleg áhrif á farþegafjölda Flugfélagsins. Forstjóri Flugfélagsins, Örn John son sagði í viðtali við Vísi f gær, að mikil óvissa væri að sjálfsögðu um farþegafjöldann í vetur. Flutningarn ir á veturna væru þó þess eðlis að samdráttur í þjóöfélaginu kæmi ekki eins mikið við þá eins og á sumrin. Samdráttar gætti fyrst í ferðum skemmtiferðamanna, en á veturna bæri mest á ýmsum opin- berum embættismönnum, mönnum, sem eru að fara á ráðstefnur, mönn um úr viöskiptalífinu og námsmönn um. Það væri ekki nema að veru legur samdráttur yrði í viðskiptalíf inu að þess gætti í fluginu. Vetraráætlun Flugfélagsins var gerð f marz sl. þannig að ekki var unnt að hafa hliðsjón af þeim sam drætti, sem síðan hefur orðið. Áætl unin verður að sjálfsögðu endur- skoðuð, ef farþegafjöldinn verður mikiö minni, en við bjuggumst við, sagði Öm Johnson. iVilhjálmur Bergsson opnar': ■málverkasýningu í Bogasall Norræna listiðnaðarsýningin Surprise enn á verður einnig á Akureyri j stuð Fyrr I þessari viku hélt for- stöðumaður Norræna hússins, Ivar Eskeland, til Akurevrar til að athuga, hvernig gengi að finna þar húsnæði undir nor- tænu listiðnaðarsýninguna, sem nú er í ráði að flvtja þangað. Þessi sýrdng hefur verið mjög fjölsótt hér f Reykjavtk, en sýn- ingargripirnir á henni eru frá öll um Norðurlöndunum. í framtiöinni mun verða efnt til fleiri svipaöra sýninga í Norræna húsinu, og er það góð hugmynd að gefa Akureyr ingum einnig kost á að sjá þær. Norræna listiðnaðarsýningin á Akureyri verður að líkindum opnuð einhvern tfma á næstunni. Togarinn Surprise er enn á sömu slóðum og undanfarið. Er unnið að undirbúningi að björgun skipsins, en það er Bergur Lárusson, sem hef ur tekið verkið að sér ásamt öðrum. i Hafa þeir félagar undanfarið verið austur á söndum við undirbúning- inn að því að koma togaranum af I strandstað. I dag kl. 2 opnar Vilhjálmur Bergsson listmálari sýningu á verkum sínum í Bogasal Þjóðminjasafnsins þar sem hann sýnir 18 málverk. Þetta er fjórða sjálfstæöa sýn- ing Vilhjálms hér á landi, en hann hefur > áður sýnt f Ás- mundarsal áriö 1961, þar sem hann sýndi op-verk, en það mun hafa verið >' fyrsta sinn. sem verk þeirrar stefnu voru kynnt hér á landi. Næst sýndi hann í Bogasalnum ’62, en þriðja sýn- ing hans var í Listamannaskál- anum ’64. • Síðar í haust mun Vilhjálmur sýna verk sín á AP-galIeríi í Kaupmannahöfn, en þar hefur hann sýnt áður árið 1965. Auk sjálfstæðra sýninga hefur Vil- hjálmur tekið þátt i samsýning- um hér heima og erlendis. Vilhiálmur Bergsson er fædd- ur 1937, og að loknu stúdents- prófi hélt hann til Kaupmanna- hafnar og stundaði þar nám i myndlistaskóla reknum af Danska ríkislistasafninu. Þvi næst stundaði hann nám i tvö ár í París, en hefur síðan dvalizt langdvölum í Kaupmannahöfn og þar að auki tæp't ár á Spáni. '.V.VV.W.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.