Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1968, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Laugardagur 21. september 1968. Ritstj. Stefán Guðjohnsen Spilið 1 dag er mjög lærdóms- ríkt, hvað úrspilið snertir. Stað- an var ailir utan hættu og suð- ur gaf. 4 K-D-5 4 ekkert 4 A-K-G-6-3 4 D-G-6-4-2 4 10-9-8-7 4 enginn V K-9-6-4 V D-7-5-3-2 4 9-4 4 D-10-8 4 A-10-8 4 K-9-7-5-3 4 A-G-6-4-3-2 4 A-G-10-8 4 7-5-2 4 ekkert Sagnir n-s voru þannig, a-v sögðu alltaf pass: Suður: Norður: 1 4 2 4 2 4 3 4 3 4 3 4 4 4 6 4 P Vestur spilaði út spaðatíu, blindur lét kónginn og austur kastaði hjarta. Suður taldi níu toppslagi og auðséð var að tíg- ullinn varð að gefa a. m. k. þrjá. Suöur spilaði því laufi og trompaði og svínaði síðan tígul- gosa. Austur drap með drottn- ingu og spilaði meira laufi, sem suöur trompaði. Sagnhafi sá nú að hann var í talsverðum erfið- leikum. Ef hann trompaði hjarta i blindum, þá gat hann ekki komizt heim aftur til þess að taka trompin af vestri. Hann tók því trompin og hjartaásinn og fjórir tígulslagir í viðbót gerðu samtals 11, eða einn niður. Það eru talsverð vonbrigði að tapa sex spöðum á þessi spil og eflaust sjáið þið hvernig má vinna spilið nokkuð ör- ugglega. Þegar blindur er inni á spaðakóng, á hann strax að spila LÁGUM TÍGLI. Sé tígull- inn 3—2 eða drottningin ein- spil, þá er samningurinn örugg- ur. Eins og spilið liggur, þá tek- ur austur tíguslaginn, spilar laufi, sem suður trompar. Þá er hjarta trompað í blindum, spaða drottning tekin, síðan tígulás, til varnar því, að vestur eigi fjóra tígla. Þá er lauf trompað heima, trompin tekin a-f vestri og þrír tígulslagir í viðbót eru samtals 12 slagir. 4 Einmenningskeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur hófst s.l. mið- vikudag og eru 48 þátttakendur. Eftir fyrstu umferð eru þessir efstir: 1. Hörður Þórðarson 417, 2. Reimar Sigurðsson 413, 3. Karl Ágústsson 399, 4.—5. Eggrún Arnórsdóttir 392, 4.—5. Arnar Hinriksson 392, 6.-7. Hjalti Elíasson 389, 6.—7. Páll Bergs- son 389, 8. Bragi Erlendsson 383. Næsta umferð verður á miö- vikudaginn kl. 20 i Domus Medica. FRÁ GAGNFRÆÐA- SKÓLUM REYKJAV'IKUR Skólarnir verða settir þriðjudaginn 24. sept. n.k. sem hér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning kl 10. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar við Vonarstræti: Skólasetning í Iðnó kl. 14.30. Hagaskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 9, II., III. og IV. bekkjar kl. 10 Réttarholtsskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 14 II., III. og IV. bekkjar kl. 15. Lindargötuskóli: Skólasetning IV. bekkjar kl. 10, III. bekkjar kl. 11. Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning III. bekkjar kl. 9, IV. bekkjar kl. 11. Gagnfræðadeildir Miðbæjarskóla, Austur- bæjarskóla, Laugafnessköla, Langholts- skóla, Hlíðaskóla, Laugalækjarskóla og Álfta- mýrarskóla: Skólasetning I. bekkjar kl. 9, II. bekkjar kl. 10. Gagnfræðadeild Árbæjarskóla: Skólasetning I. bekkjar kl. 9. Gagnfræðadcild Vogaskóla: Skólasetning verður fimmtudaginn 26. september kl. 14 í íþróttahúsinu v,ið Hálogaland. SKÓLASTJÓRAR. Ife a morgun Merkja- og blaðasöludagur Sjálfs bjargar, landssambands fatlaðra, er á morgun, Á þessu ári eru liðin 10 ár frá stofnun fyrstu félaganna og j er starfsemi Sjálfsbjargar mikil og 1 vaxandi eins og vera ber hjá þess- um hagsmunasamtökum. Félags- menn eru nú hátt á níunda hundrað í 10 félagsdeildum víðsvegar um Iandið. Eitt af þeim málum, sem hæst hafa borið undanfarið, er bygging Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfs- bjargar við Hátún i Reykjavík. í júlímánuði var lokið við að steypa 5. og efstu hæð fyrsta áfanga. Þar verður eins og mörgum er kunnugt, dvalarheimili fvrir fatlaða með 45 einstaklingsherbergjum ásamt æf- ingastöð, húsnæði fyrir gervilima- smið og ortopediskan skósmið. Enn fremur fullkomið eldhús, sem ætlað er tii afnota fyrir alla bygginguna á sínum tíma. 1 bygginguna hafa nú verið lagð ar 17% milljón, en kostnaðaráætl un er um 50 milljónir. Fjölmargir eru þeir sem bíða eftir því, að geta setzt þar að á eigin heimili. Er því vissulega mikil þörf fyrir, að fólk taki sölubömunum vel, þvl þetta er raunverulega eini tekjumöguleiki Sjálfsbjargar. Tímaritið Sjálfsbjörg kemur nú út í 10. sinn. Efni blaðsins er mjög fjölbreytt og er að venju helgað málefnum fatlaðs fólks. Blöðin og merkin verða afhent á morgun í öll um barnaskólum í Reykjavík, Kópa vogi, Garðahreppi og Hafnarfirði. Einnig verða sölubörn afgreidd að Marargötu 2 og á skrifstofu Sjálfs bjargar Bræðraborgarstlg 9, Reykjavík. TÁNINGA- SÍÐAN „Yardbirds" VINSÆLDALISTINN /áta , sér ÍSLAND: 1. (-) Hey Jude, Beatles. 2. (-) SOS, ást í neyð, Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsv. Magnúsar Ingimarssonar. 3. (1) Mony, Mony, Tommy fames and the Shondells. 4. (2) I’ve gotta get a message to you, Bee Gees. 5. (7) Amen, Simon Dupree and the big sound. 6. (4) Yummy, yummy, ’-ummy, Ohio Express. 7. (-) High in the sky, Amen Corner. 8. (-) Mrs Thursday, Dave Dee og félagar 9. (3) Undarlegt með unga menn, Rúnar Gunnarsson. 10. (6) Lovin'things, Marmalade. DANMÖRK: 1. (1) Lille sommerfugl, Bjöm Tidmand 2. (3) Vi skal gá hánd i hánd, Keld Heick. 3. (2) Help Yourself, Tom Jor.es. 4. (6) Fire, The crazy worid of Arthur Brotvn 5. (8) Yummy, vummy, ýummy, Ohio Express. 6 (-) Hello, I love you, Doors. 7. (9) Do it again, Beech Boys 8. (4) Hurdy, Gurdy Man, Donovan. 9. (5) Baby come back, Equals 10. (7) Yesterday Has Gone, Cupids Inspiration. heyra á ný Enska beat-hljómsveitin „Yardbirds" kom nýlega fram á sjónarsviðið eftir tveggia ára hvíld. Þeir komu fram i Kaup- mannahöfn og vöktu mikla at- hygli. Þeir eru nú aðeins þrír, en roru áður fimm. Meðal þeirra sem hafa verið i hljóm- sveitim.i má nefna Jeff Beck. sem nú hefur sína eigin hijóm- sveit. Eric Clapton, sem leikur með hinni heimsþekktu „grúbbu“ Cream. Þeir þykja nú all-nýstárlegir í útliti og hljóð- færaleik o? hafa undirritað hljómplötusamning við Warner Brothers til tveggja ára og fengu við undirskriftina 12 milljónir íslenzkar krónur. Ný- liðinn sem álitinn er þeirra bezt- ur heitir John Paul Jones, en hann hefur leikið undir hjá Donovan og einnig leikið meö á hliómplötum Rolling Stones. Hann þykir vera með beztu gít- arleikurum í beat-heiminum I dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.