Vísir - 23.09.1968, Page 12

Vísir - 23.09.1968, Page 12
VISIR . Mánudagur 23. september 1968. „Jæja, ungfrú Robbins, ekki datt i mér í hug aö ég mundi rekast á yður hér. Hvemig líður yður, elsk- an?“ Augun voru vot eftir rokið, en þó leyndi sér ekki slægvizkan I tillitinu. Svo rak Sally upp hlátur. „Þaö mætti segja mér, að hann væri út undir sig, þér skiljið . . .“ Svo brosti hún breitt til Christians, . „Mér var ókunnugt um að það væru gestir hjá yður; þá hefði ég látið þetta bíöa . . „Ég er að fara“, sagði Laura og reis á fætur. Christian stóö enn úti við dyrnar og fylgdi henni heim að kránni. Það var svo hvasst, að hvor ugt þeirra gerði tilraun til að tala, fyrr en þau komu upp á útidyra- þrepin — þá spurði hann hvort hún vildi snæöa meö sér kvðldverð, sem hún þáöi meö þökkum. ' ' I TÓLFTI KAFLI Winifred Pell sat við plötuspilar- ann frammi í anddyrinu með hlaða • af hljómplötum, sem hún átti senni- lega sjálf. Hún var að leika „St. Louis“ í túlkun Louis Armstrong, og augu hennar leiftruðu af hatri, þegar henni varð litið til Lauru, þar sem hún kom inn í fylgd meö Christian. Skákgarpamir tveir sátu við ta-fl- borðið, gegnt hvor öðrum og hreyf- ingarlausir með hönd undir kinn. Hawkins læknir og kona hans stigu hægan dans fyrir framan arininn; það varð varla greint aö þau hreyfðust og hefði vel mátt halda að þau stæðu þama í faömlögum; hún lét höfuð hvíla við barm hans og það leit út fyrir, aö hún væri talsvert ölvuð. Opnaði ekki augun þótt útidyrahurðin félli að stöfum. Þeir Merriday og Firmin sátu sam- an við borð og spiluöu á spil. Firmin rak upp óp, þegar hann sá Lauru koma inn. Spratfe- á fætur og tifaði hröðum skrefum til móts við hana og var að sjá bæði þreytt- ur og reiður. „Móðir mín er hættulega veik“, sagði hann,“ og biöur mig að gera allt, sem mér sé unnt til þess, að þú bregðir nú skjótt við og farir til hennar. Ég hef sagt henni, að þú komir flugleiðis með mér í fyrra- rnálið"., Hún hristi höfuðiö. „Mér þykir það leitt, Gene, en það get ég ekki“. „Ekki þótt mamma sé fárveik, og treysti á að þú komir!“ „Hefur læknir ' ekki athugað hana?“ „Ég hef talað við lækni okkar. Hún hefur kvalir í maganum. En þú ert eina manneskjan, sem hún vill hafa hjá sér“. Hún sagöist þá skyldi hringja til móður hans, og gerði það tafar- laust. Hún talaði við gömlu kon- una í rúmar tíu mínútur, en heyröi ekki neitt til hennar,, sem hún skildi, fyrir griskum blendingi, stunum og kveinstöfum. Laura varð því furðu lostin, þegar gamla konan sagði allt í einu, hátt og hressilega: „Gene . . hann segir þú kornir" Laura skildi samstundis hvernig allt var í pottinn búið; hún var far- in að þekkja á Firmin. Hún hét því að reyna að koma, kvaðst að minnsta kosti hringja daginn eftir. Hún var sveitt þegar hún kom fram úr klefanum, forðaðist Firmin og hljóp upp stigann. Winifred lék enn á plötuspilarann, Howkins- hjónin stigu sinn hæga og sér- kennilega dans. Á meðan hún var í baði, reyndi hún að finna einhverja skýringu á þessum undarlegu atburðum — eitthvað sem væri sameinilegt með falli klettsins, byltu Gail Kerr, riffilskotinu — en árangurslaust. Þessir þrír atburðir virtust óskýr- anleg fjarstæöa, hver um sig. Og nú, þegar hún var komin upp í herbergið sitt, fór eins og hún vissi aö mundi fara, hún sá fyrir sér andlitið á ljósmyndinni hvert sem hún leit. Hún bókstaflega fann ná- lægð hinnar ungu og fögru, ógæfu- sömu konu. Þegar hún var að mála á sér varirnar, var barið létt á dyr. Þeg- ar hún opnaði, stóö Gail Kell á þröskuldinum. Hún hafði klætt sig sem bezt fyrir kvöldið. „Má ég koma inn“, spurði hún, og þegar hún var kominn inn sagði hún hranalega: „Svo aö þér fóruö i fjallgöngu með honum? Var ekki yndislegt þar uppi?“ Hún svaraði: „Já, en það er dá- litið, sem mig langar til að spyrja yður að, Gail?“ „Gerið það“, svaraöi Gail um leið og settist á rekkjustokkkinn og kveikti sér í sígarettu. „Hvaö áttuö þér eiginlega viö, þegar þér sögðuð að hér væru að gerast annarlegir atburðir? Þegar þér vöruðuð mig við Christian?" „Skýriö þér mér þá frá dálitlu fyrst . . ég er aldrei gefin fyrir að svara greiðlega viö yfirheyrslur. ... Hvers vegna spyrjið þér þess og einmitt nú?“ Hún skýrði Gail þá frá riffilskot- inu, og frá því er Merriday nefndi kvenmannsnafnið viö Christian og vildi tala við hann undir fjögur augu „Þá hljótið þér að sjá, að það er satt þegar ég segi að hér gerist annarlegir atburðir". „Ég vildi gjarnan vita hvað um er aö vera“. „Ég veit það ekki sjálf. Þaö var skotiö á mig, þar sem ég var ein á gangi aö morgni föstudagsins, sem þér komuð hingað. Og það er ýmislegt annað óskiljanlegt, sem gerzt hefur — þótt viö sleppum bylt unni, sem ég fékk um nóttina. Vist gELDHÚS- | 1 Mlip I El ig ElBBSIalálaEaÍEÍIalalaíaSE^g íalsla % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HF UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOU SÍMI 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOL! varaöi ég yður viö Christian. Og ég endurtek þá viðvörun. Hann er yöur ekki neitt ... hvers vegna viljiö þér láta flækja yður í það, sem hann er flæktur í — hvað svo sem það er? Yður stendur opin leið til fjár og frægðar; hafið því mín ráö og hverfið aftur að starfi yöar hið bráðasta". „Ég minnist þess ekki að hafa leitað til yöar um ráð ...“ Gail reis úr sæti sínu, drap síga- rettuöskunni á gólfábreiðuna. „Tak- ið saman við þennan Ttala ýðar aftur! Því viljið þér reyna að blekkja sjálfa yður? Þér vitiö aö það fer þannig hvort eð er ...“ Hún gekk hratt til dyra, skellti hurö að stöfum á eftir sér. Stormsveipirnir gnauðuðu dap- urlega við upsir, eins og einhver væri að drukkna og reyndi að kalla á hjálp, upp gegnum yfirborðið, og stúlkan ógæfusama, hin yfirbragðs- dökka og fagra Linda, var alls staðar nálægt, grét og neri saman höndum í örvæntingu. Stormurinn hrakti dimma skýjaflóka á undan sér um húmmyrkan himinn og það var talsvert tekið aö rökkva þegar hún gekk niður stigann. Bifreiðasölusýning í dag Bifreiðasalan, Borgartúni 1 Símar 18085 og 19615. VINNINGAR MERCEDES BENZ 220 ÁRGERÐ 1969 FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDI VERÐMÆTI KR.: 854.000,00 VERÐ KR.: 100 OREGIÐ 5. NÚVEMBER 1968 ÆTTARTOLUR THE HO-DON ARAW IS TOO CLOSE! WE MUST GET TO OUR PEOPLE... WARN THBK! Jy Edgar Ricb Burroughs Hjálp! ITún segir Ho-Don hermönnun- Nei, hún skal ekki geta það. unum, að pabbi sé að koma til að ráðast á borg þeirra. Hún getur lifað þetta af. Það verður að hafa það, Ho-Don herinn er of ná- lægur. Við verðum að komast til þjóð- flokks okkar og aðvara hann. Sími 34611 á kvöldin Stefán Bjarnason LATIÐ OKKUR INNHEIMTA... ^að sparai /ður tima og óþægmdi iNNHE IMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — III hæd —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3iimir)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.