Vísir - 25.09.1968, Side 9
Ví SIR . Miðvikudagur 25. september 1988.
Búrfellsvirkjun I. grein:
• Það hafa margir lagt leið
sína upp í Þjórsárdal í
sumar, að Búrfellsvirkjun, til
þess að skoða þetta stærsta
mannvirki íslendinga. Vegur-
inn upp Hreppana, sem áður
var þröngur krákustígur, er
nú orðinn bein og þægileg
þjóðbraut og hefur leiðin
þangað upp eftir stytzt um
eina 20 km síðan framkvæmd
ir hófust við Búrfell.
A/'irkjunin kemur ekki til með
~ að sýnast mikið mannvirki,
þegar vegfarandinn litur hasa
fyrst augum af Gaukshöfða á
leið sinni upp Þjórsárdalinn. —
Það, eina, sem sést, er myndar-
legt aflstöðvarhús í vesturhlíð-
um Sámsstaðamúla og fáein
snotur íbúðarhús norðar undir
hlíðinni.
En að baki þessa húss verður
fjórði hæsti foss á landinu inni
byrgður í fjallinu 115 metra hár.
Þar á Þjórsá eftir að belja^fram
með öllum sínum þunga og
knýja rafala, sem framleiða rösk
lega þrisvar sinnum meira raf-
magn á ári en allar okkar virkj-
anir, sem þegar hafa verið
byggðar.
vöxtum á byggingartíma frá-
töldum. Afköst virkjunarinnar
verða 210000 kw og 1700 millj-
ónir kw-stunda á ári, en saman-
lagt afl Sogsvirkjananna þriggja
er 89000 kw og vinnslugeta í
meðalári 550 milljón kwst.
Tíu þjóðir
Það eru æði margar hendur
sem vinna þetta mikla verk.
Fjöldamörg fyrirtæki, innlend
og erlend vinna við bygginga-
framkvæmdirnar: — Frakkar
leggja háspennulínuna milli Búr
fells og spennistöðvar, sem rísa
á við Geitháls, en spennistöð-
ina þar og aðra við írafoss sér
þýzKt fyrirtæki um. Rafaiar og
spennar eru keyptir i Japan. —
Tæknibúnaður við stiflur og
þrýstivatnspípur frá Þýzkalandi
efni í háspennulínu frá Japan,
Finnl. og ítaliu, stöðvarvarðahús
in eru keypt frá Finnlandi. Alls
munu um tíu þjóðir koma við
sögu framkvæmdanna að ein-
hverju ráði.
Ráðunautar Landsvirkjunar
við undirbúning hönnun og
'framkvæmdir eru bandarískir.
Hjá Landsvirkjun vinnur hóp-
ur verkfræðilegra eftirlitsmanna
sem fylgjast með verkinu og
Göngin skiptast í tvær æðar framarlega í fjallinu og hvor æðin skiptist í þrjár greinar,
þegar kemur að aflstöðinni, eins og sést þarna á myndinni. Við hverja pípu verður svo
tengdur rafall. Þýzka fyrirtækið Krupps framleiðir þessar risastóru vatnspípur, sem eru út
af fyrir sig mjög merkileg „konstrúksjón“.
„Erum búnir að finna rytmann“
— segja yfirverkfræðingar Fosskraft — Fram-
kvæmdirnar við Búrfellsvirkjun hafa gengið
mun befur en i fyrra
220 milljónir
Þegar blaðamaður Vísis var á
ferð uppi við Búrfell á fimmtu-
dagskvöldiö blasti raunar við
Ijósadýrð frá fimm hundruð
manna þorpi, sem reist var
þama sunnan við Sámsstaða-
múla á einu sumri vegna fram-
kvæmda. Þetta þorp hýsir þó
aöeins rösklega helming starfs-
mannanna við virkjunina. Ann-
að þorp litiu minna var reist of-
an við Múlann, þar sem Þjórsá
verður stífluð. — Þessi þorp
eru mestan part innflutt
timburhús, og er þeim að-
eins ætlað að standa þama,
meðan á framkvæmdum stend-
ur.
Búrfellsvirkjun á samkvæmt
áætlun frá í vor að kosta
2200 milljónir fuligerð, að
sjá til þess að verktakar skili
því eins og ætlazt var til. Auk
þess taka þeir ákvarðanir um
breytingar, sem óhjákvæmilega
verða á verkinu og leysa ýmis
verkfræðileg vandamál.
Norræn samvinna
í verki
En aðalverktakinn við Búr-
fellsvirkjun — fyrirtækið sem
hiti og þungi dagsins hvílir á,
er norræna samsteypufyrirtæk-
ið Fosskraft. Að samsteypunni
standa þrjú fyrirtæki: Danska
fyrirtækið E. Pihl og sen, sem
unnið hefur að mörgum verkefn
um í Danmörku, Færeyjum
Grænlandi og íslandi — m.a.
við hafnargerð, jarðgöng og
vatnsvirkjanir. — Sænska fyrir-
tækið Sentab, sem starfaö hefur
við stórframkvæmdir víða um
heim og átti meðal annars þátt
í að bjarga Abu Simbel hofinu í
Egyptalandi frá því að fara í
kaf í uppistöðulón Assuan-stífl-
unnar. — íslenzki aðilinn að
Fosskraft er Almnnna bygginga
félagið, sem er stærsta verk-
takafyrirtæki hér á landi og hef-
ur meðal annars komið viö sögu
Sogsvirkjana, Áburðarverksmiðj
unnar, Sementsverksmiðjunnar,
Laugardalshallarinnar, Sunda-
hafnar o.fl. Má með sanni segja
að þarna sýni' norræn sam-
vinna sig í verki, merkilegt
nokk.
Fosskraft hefur skrifstofu
sína í miðju þorpinu, í aflöngu
timburhúsi. Þar glíma verk-
frSeðingar og tæknimenn við
ýmsar hliöar þess vanda, sem
fyrirtækið hefur tekið á sig og
gefa síðan hinum fjölmörgu verk
stjórum og undirsátum fyrir-
mæli um hvernig vinna skuli
verkin.
Halda áætlun í sumar
Við hittum æðsta mann Foss-
kráfj:, . saenska yfiryerkíræö-
inginn Seren Langvad, og
Pál Sigurjónsson yfirverkfræö-
ing A.B.F. á staðnum og spjöll-
uðum lítillega við þá um verk-
iö.
Eins og kunnugt er fóru ýms-
ar sögur af því að verkinu mið-
aði seint, einkum þó í fyrra
sumar og haust er leið. — Þeir
félagar bentu á línurit sem
hengd hafa veriö upp á vegg í
aöalskrifstofunni og sýna hversu
hinir ýmsu hlutar verksins hafa
unnizt miðað viö áætlun. —
Samkvæmt því hefur áætlun
verksii veriö haldið í flestum
greinum í sumar og sumir hlut-
ar verksins hafa heldur fariö
fram úr áætlun.
— Jú, ástæðan fyrir þessum
góöa gangi í sumar, sagöi
sænski yfirverkfræðingurinn, er
í fyrsta lagi vinnukrafturinn. —
Hann hefur verið miklu „stab-
Um þetta gil á Þjórsá eftir að belja inn í Sámsstaðamúlann. Aðrennslið að göngunum er sprengt. bergið og verður fóðr-
að með steinsteypu næst opinu.
illi“ í sumar en í fyrra. Auk
þess eru menn nú orðnir van-
ari. Þeir eru komnir „inn í
rythmann“ og afköstin hafa
aukizt. Það var mun auðveldara
að ráöa fólk í vor, sögðu þeir.
Framkvæmdirnar liðu í fyrra-
sumar fyrir það aö fá ekki vinnu
kraft en í vor voru 200 manns
á biðlista.
Steypa eins og í
þúsund einbýlishús
Framkvæmdunum verður hald
ið áfram að svo miklu leyti sem
unnt er fram eftir hausti og
bjuggust þeir við að starfsmenn
yrðu yfir 800 fram að jólum, en
sennilega um 500 eftir jólin. I
vetur verður gengiö frá stöðvar
húsinu, jarðgöngin verða fóör-
uð innan, þar sem þess þarf, en
það varð meira verk en búizt
var við í upphafi. — Annars
kváðu þeir verkfræðingarnir
steypuverk allt vera vel á veg
komið.
Alls fara um 90 þúsund kúbik
metrar af steypu í framkvæmd-
imar, eða álíka mikið steypu-
magn og í eitt þúsund sæmileg
einbýlishús. — Er þetta nokkru
meiri steypa en áætlað var í upp
^ hafi, einkanlega þó í jöröu
niöri í ýmsum undirstöðum.
Þaö er margt handtakið eftir
að vinna áöur en fyrri áfangi
virkjunarinnar klárast. Afköst-
in verða þá sem svarar rúmlega
heimingi endanlegrar orkugetu
virkjunarinnar. En einhvern
tíma um mitt næsta sumar verö
ur vatninu hieypt gegnum göng-
in í Sámsstaöamúla og 1. septem
ber veröur straumi hleypt á há-
spennulínu,, sem flytur orkuna
til álversins í Straumsvík og á
neyzlusvæðiö hér í þéttbýiinu.
Þá er tiltölulega lítill hluti eftir
af verkinu. Það þarf aðeins aö
fjölga túrbinum í aflslöövar-
húsinu til þess að virkjunin nái
fullum afköstum og þei-i ■-am-
kvæmdum kann að verða flýtt
eitthvað, eins og byggingu ál-
verksmiðjunnar.