Vísir - 25.09.1968, Side 16
Miðvlkudagur 25. aept. 1968.
Góð aðsókn hjó
Vilhjólmi
Góð aðsókn hefur veriö að mál-
verkasýningu Vilhjálms Bergssonar
í Bogasal. Fimm myndir hafa selzt,
ein á kr. 35 þús. og nefnist hún
Teningarn
Sýningin er opin daglega kl.
2—10 s.d. og stendur fram yfir
næstu helgi.
Síldarnót brann
á Akureyri
Töluverður eldur varð, þegar
kviknaði í skúr einum á sjávar-
kambi fyrir norðan Glerárása hjá
Akureyri á mánudag. Skemmdist
skúrinn mikiö en inni i honum
brann síldamót lítil, ein af þeirri
gerðinni, sem notuð er til velða
inni á Pollinum.
Gatan lokaðist í
tvo tíma vegna
óreksturs
i
• Loka þurfti Kaupvangsstræti á
Akureyri í tvær klukkustundir I
gærdag vegna áreksturs, sem varö
þar milli gröfu og bifreiðar. Rakst
blfreiðin á gröfuna, þar sem hún
var að verki hjá húsi Sápugerðar-
innar Frigg.
Við áreksturinn rann allur vökvi
af tækjum gröfunnar á götnna. —
Myndaðist við það mikill lækur,
sem rann niður bratta götuna, en
við það skapaðist hætta annarri um-
ferð, vegna hálku. Þurfti að loka
götunni meðan vökvinn var hreins-
aður upp.
Við áreksturinn skemmdist bif-
reiðin all mikið, en grafan lítiö sem
ekkert.
Frá hóteli i Reykjavík, — útlendingarnir kvarta yfir dýrtíðinni hér, — enn frekari hækkun mundi geta haft örlagaríkar af-
leiðingar að áliti sérfræðinga í ferðamálum.
DYRARISNAFSAR NÆSTA SUMAR?
Veitingamenn ræða hækkanir — Verð til
erlendra ferðamanna verði það sama og
7966 og 1967
• Veitinga- og gistihús
• ráðgera nú einhverjar
• hækkanir á þjónustu
; sinni fyrir næsta sumar.
• Á haustfundi Sambands
; veitinga- og gisíihúsaeig
• enda, sem var haldinn
nú í vikunni, var rætt
um þann möguleika að
hækka verðið að meðal-
tali um 12—13%, að því
er Konráð Guðmunds-
son, formaður sambands
ins, sagði Vísi.
Á fundinum kom fram, að
menn teldu þessa hækkun nauö
synlega til aö mæta þeim hækk-
unum á kostnaði innanlands,
sem þegar eru orðnar og fyrir-
sjáaniegar eru. Þótt af hækkun-
inni verði, munu erlendir ferða
menn ekkl greiða nema sama
verð miðað við döllara, er þeir
greiddu sumarið 1966 og 1967,
en nú í sumar varð lækkun á
þjónustunni miðað við dollar.
Þegar gengisfellingin var gerð
haustið 1967, dem þýddi að doll
arinn hækkaði um 33% miðað
við íslenzka krónu, var hækk-
un þjónustu gistihúsanna að-
eins hluti af þessari prósentvís
lækkun krónunnar og lækkaði
því þjónusta gistihúsanna f
raun og veru til erlendra ferða
manna í sumar.
Verðskrá gistihúsana var til
umræöu vegna þess að gistihús-
in þiirfa aö hafa gefið skýrslu
um hvemig hún verður næsta
sumar.fyrir 1. október. Erlendar
og innlendar ferðaskrifstofur
byrja þá að undirbúa sig fyrir
ferðamannatímabil næsta árs.
Engin endanleg ákvörðun hefnr
verið tekin um hækkun ennþá.
4
Minjasafnið fær góðar gjafir
ir Hjónin María Magnúsdóttir og
Sverrir Sigurðsson kaupmaður,
Ægisíðu 46, hafa nýlega afhent
borgarskjalasafni og borgarminja-
safni Reykjavíkur að gjöf ýmis
skjöl og muni úr búi Magnúsar
Benjaminssonar úrsmíðameistara
og konu hans Sigríðar Einarsdóttur.
★ Meðal þessa eru skrautrituð
handrit lióða eftir Benedikt Grön-
dai, ljóðahandrit Þorsteins Erlings-
sonar o. fl„ einnig er um að ræða
muni gerða af Stefáni Eiríkssyni
myndskera og ýmsa aðra gripi og
skjöl, sem söfnunum er mikill feng-
ur að.
■k Hér er um mjög kærkomna
gjöf að ræöa, enda voru þau hjón
meðal kunnari borgara Reykjavík-
ur á sínum tíma og Magnús Benja-
mínsson auk þess bæjarfulltrúi um
skeið.
Sýningu Helgu
lýkur annað kvöld
Sýningu Helgu Weisshappel í
sýningarsalnum Hliðskjálf Lauga-
vegi 31 lýkur annað kvöld.
Máiverk Sólveigar
freista
• Listhncigð þjófa hefur til þessa
verið lítt viðbrugðið og þvi kom
það nokkuð flatt upp á fólk, þegar
þess varð vart í gærkvöldi, að stol-
iö hafði verið tveimur andlitsmynd
unt eftir Solveigu Eggerz.
Smámyndir þessar höfðu hangiö
í stigagangi í Mokkakaffi. Voru
báðar málaðar á tré að hætti Sol-
veigar.
Þeirra var saknað í gærkvöldi um
kl. 10 og taldi starfsfólkið að mynd
unum hefði þá verið stolið fyrir
stuttu, ella hefði það saknað mynd-
anna fyrr.
Björgunarmenn gista í strœt-
isvagni á Landeyjasandi
— Og eru bjartsýnir á að ná Surprise út
Gjöfin, sem barst borginni
Tíu manna flokkur vinnur
enn að björgun togarans Sur-
prise, sem strandaði austur á
Landeyjasandi. — Björgunar-
aðgerðunum stjórna þeir
Bergur Lárusson og Pétur
Kristiánsson og náði Vísir
tali af Pétri í morgun, en
hann kom til Reykjavíkur í
nótt. Sagði hann að björgun-
araðgerðirnar hefðu gengið
vel. Búið væri að rétta skipið
af í fjörunni, en það hefur ver
ið gert með því að grafa und-
an skipinu að ofanverðu og
strengja vira upp í land. Og
er tekinn af þeim slakinn eft-
ir þvi sem skipið réttist.
Sagði Pétur að engar skemmd-
ir sæjust á skrokknum, en lunn-
ingin væri brotin öörum megin á
kafla og brotnaði hún þannig
rétt eftir strandið. — Sagði hann
að þeir væru bjartsýnir á að
skipið næðist út.
— Hins vegar dettur engum
f hug að fullyrða neitt um það,
hvenær það mætti takast, það
gæti allt eins orðið eftir viku,
hálfan mánuð og jafnvel enn
lengur og fer eftir hvemig
aðstæður verða þá, en við von-
um að þetta takist ef veður helzt
svipað og það hefur verið.
Þeir félagar gista f strætis-
vagni þar austur á sandinum.
Aðalvinnan er nú fölgin í því
aö þurrka mótora og þrífa olíu
sem flætt hefur út um allt vélar-
rúmið með sjónum.
Pétur kvaðst ekki mega láta
uppi um björgunarlaun þeirra
félaga, takist þeim að ná skip-
inu út, en þar væri um ákveðna
upphæð að ræða og samningar
mun ákveðnari en við björgun
danska skipsins norður á Mel-
rakkasléttu í vor.
«