Vísir - 30.09.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 30.09.1968, Blaðsíða 1
 ir SO. september 1908. - 219. tbl, ■_■_■ ■ ■_■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■’■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ S Með skélabækurnnr í söngferðnlugi Obernkirchenbamakórinn söng f Þjóöleikhúsinu í gærkvöldi við góðar undirtektir. í kvöld syng- ur kórinn í annað sinn, en fer síðan flugleiðis til Bandaríkj- anna i söngferðalag. Vísir hitti nokkur barnanna í kórnum fyrir utan Hótel Holt í morgun, en eftir morgunverð inn átti að skoða Þjóðminjasafn- ið. í gær var farið í ferðalag til .w.w.w Þingvalla og nokkurra staða i nágrenni Reykjavíkur og var það ævintýri fyrir börnin að lenda í byl á heimleiðinni. í kómum eru 34 börn og hafa þau skólabæk- umar meö sér i fcrðalögin og að öðm leyti er reynt að halda mikilli reglu uppi á ferðalögum þeirra, þannig að þau dragist ekki aftur úr öðrum jafnöldrum sinum með skólalærdóminn. Tlðir eldar í Austurbænum Kviknar i rusli á óliklegum stöbum, en engin nærtæk skýring • Sterkirr grunur hefur nú va.vnað hjá fólki um, að í borg- inni gangi laus maður, sem eigi sök á nokkrum íkveikjanna, sem orðið hafa að undanfömu, Engar eðlilegar skýringar hafa fundizt á upptökum elda, sem ann- að slagið hafa brotizt iit f Austur- bænum, einkanlega við hús á Hverfisgötu og Laugaveg og svo í Ifoltunum, f Bjarnaþbrg, þar sem allmargát fjðlskyldur búa, vaknaði fólk í nótt við það, að reyk lagðí inn f íbúð- irnar. Slökkviliði var gert viðvart og kom í ljö., að eícíur var lau * hvottahúsi, sein var i kjallara húss- in i norðurenda. Ci-kk greið'ega að slökkva eldinn, sem ekki hafð' náö aó breiðast neitt út aö ráði. Þaö vakti athygli slökkviliðs- mannanna, hve bletturinn var lltill sem eldurinn logaði á, en það reynd- ist vera f horni útveggs og skil- veggs næstu íbúðar. Veggurinn var þarna klæddur tré og hafði eldurinn átíB sig djúpt I viðinn. Þegar slökkviliðið kom að, voru dvrnar opnaðar að þvottahúsinu, en kona húsvarðar hafði gengið sfðast um þvottahúsið kl. 23.30 * * '’O'rkvöIdi og þá lokað dvrunum. tffns vegar var gluggi opinn. Enginn rafmagnsleiðsla lá í veggn un. bar sem eldurinn virtist hafa '•■nmið upp. Eldurinn virðist hafa komið upp stuttu áöur en hans varð vart, bví að gamal! maður. sem bjó f næstu íbúð, sofnaði ekki fyrr en kl. 3, en eldsins varð vart kl. 3.53 Um þaó leyti vaknaöi gamli maðurinn aftur og varö ekki var viö reyk- tyrst i stað, én smám saman upp úr því jókst reykjarsvælan. Tæpri klukkustund ' síðar var kominn upp eldur í húsi nr. 43 á Laugavegi, en bar hafði kviknað ' pappakössum, sem staflað hafði verið upp í stigagangi á neðsta ->->• 10. sfða | Kosningaúrslit $ eru ú bls. 7 ÍNazistaflokkurinn í Neöra Sax- landi hlaut mun minna fylgi en búizt var við í kosningunum í : gær eða aðeins 5,2% atkvæöa. 7 í Grikklandi gerðist þaö einnie j að um 25% kjósenda sátu heima • kosningunum um nýju stjórn- arskrána, þrátt fyrir hótanir stiórnarvalda um að refsa þeim 1 harölega, sem ekki neyttu at- | kvæðisréttar síns. fjöldi bíla fastur á norðurleið Eldurinn teygöi sig hér upp aö húsinu. Hnésnjór á Siglufirði — Stórhrið enn NA-lands Veturinn gerði kulda- leg boð á undan sér um helgina og þykir flest- um hann guða helzti snemma a glugga. Snjór- inn kom eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Fólk- var farið að vona, að sumarblíðan entist fram eftir hausti. í gær og nótt var hörkuhríð víðast Norðanlands. Norðan stormurinn þeytti éljunum allt suður á land. — Norðanhretið settist meðal annars í Esjuna á annab hundrað manns veðurteppt á Blónduósi i morgun, en stytt upp um vestanvert landið og svolítið af því slapp suður fyrir hana og fauk um mannfá strætin í Reykjavík. Þetta norðanhret byrjaði á laugardag. Seinnipart dagsins var komin stórhríð fyrir norð- an. — Hríðarveðrið stóö yfir alla helgina noröanlands og í morg un var enn þá stórhríð norð- austanlands. — Þannig verða síldarstelpurnar, sem eru ný- komnar til Raufarhafnar að ösla hríðarkóf í fjögurra stiga frosti niður á söltunarbryggjurnar. — Annars var frostið mest sex stig á Hveravöllum í morgun. Hörkuhríö var á Siglufirði íi nótt og i mestallan gærdag, þar var í morgun upp undir hné djúpur- snjór og stóöu bílar fast ir á götum bæjarins. Ófært var þá til Siglufjarðar, en búizt við að hafizt yrði handa í dag við að ryðja veginn, aö því er Ragn ar Jóhannsson, fréttaritari tjáöi blaðinu I morgun. Hjálmar Eyþórsson, lögreglu- maður á Blönduósi sagði Vísi aö á annað hundrað manns hefði gist á Blönduósi í nótt, flest af þessu fólki var veðurtepþt. Hótel ið og hjáleigur þess voru full- skipuð fólki. Sumir fengu inni hjá kunningjum í bænum, en aðr ir hreiðruðu um sig í teppum og svefnpokum í sölum hótelsins. Bílar stoppuðu í hópum á norö urleiðinni. Sagði Hjálmar aö hann hefði á leið sinni frá Gljúfrá að Blönduósi talið 12 til 13 bifreiðar sem voru stopp í gærkvöldi. — Menn stóöu þá vamarlausir gagnvart óveðrinu, höfðu haldið að heiman í sum arblíðu og reiknuðu ekki með því að Vetur konungur færi að ræskja sig. Vöppuðu menn I kring um bíla sína á blankskóm og sumir kannski í nælonskyrt- unni einni innan undir jakkan- um. Var ekki um annaö að ræöa en yfirgefa farkostinn og ná fari til byggða. Margir bílar sátu fastir í nótt á Holtavörðuheiði, að því er Gunnar Gunnarsson, bóndi 1 Fornahvammi tjáði blaðinu í morgun. Sagði hann aö enginn bíll hefði komizt yfir heiðina f nótt. Snjókoma hefði verið tals verð og dregið saman í skafla á heiðinni. Næði snjófölið niður í Borgarfjarðarhéruð. Mikil hálka var á Vestfjörð- um, en ekki beinlínis ófærð. Möðrudalsöræfi voru ófær og biðu bílar sinn hvorum megin við fjaílveginn i morgun eftir því að hann yrði ruddur. Hins vegar var víðast hvar fært á lág lendi norðanlands, en sums staðar slydda á vegum og flug- hálka. Flugumferð truflaðist ekki að ráði atf óveörinu, en þó mun völlurinn á Sauðárkróki hafa lokazt. Dauðaslys í Siglufjarðarhöfn Maður týnist milli skips og bryggju Skipverji af togaranum Víkingi, Jörundi Sveinsson, loftskeytamað- ur, féll milli skips og bryggju á Siglufirði um þrjúleytið í fyrrinótt. Mun hann hafa slasazt í fallinu og menn sem þama voru nærstaddir náðu ekki til hans, en nokkur skip voru í höfninni í vari fyrir óveðr- inu. Þegar þetta gerðist var stormur og hríð. Mikil ókyrrö var f höfninni og súgur. Skipin létu illa vlð bryggj- urnar. — Fengu mennimir, sem þama voru nærstaddir ekki að gert og hvarf Jörundur þeim í hríðina. — Skilyrði hafa ekki verið til þess að leita almennilega við höfnina fyrr en ídag, en líkið var ekki fundiö þegar síðast fréttist í morgun. Jörundur hefur verið loftskeyta- maður á togurum í fjöldamörg ár. Hann lætur eftir sig konu og fimm böm. Hann var á fimmtugasta ald- ursári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.