Vísir - 30.09.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 30.09.1968, Blaðsíða 3
MYNDIR OG MÁL: R. LÁR. V1S IR . Mánudagur 30. september 1968. Þó er engu líkara en folöldin öölist dálitla hugarró, þó að mjólkursopinn st ekki stór sem þau fá í hvert sinn. Undir réttarveggnum eru töskurnar, sem hafa verið gangnamönnum ómissandi um aldaraðir. Ctúðið rennur yfir ána, niður grundina og inn í almenn inginn, komið niður hlíðina inn- an af öræfum. Frelsi sumarsins er lokið og framtíðin óviss. Sum hrossanna verða seld til útlanda, auðmönnum til dægradvalar, önnur verða etin, en afgangur- inn verður settur á íslenzkan vetur og hlýtur hnossið að vori, frelsi islenzkra öræfa. Hróp og köll gangnamanna kveða við og hundamir neyta síðustu kraftanna þennan dag til að geyja að hrossunum og taka sér síðan langþráða hvíld und- ir réttarveggjunum. Gangna- mönnum er hins vegar ekki til setunnar boðið, þeir byrja þeg- ar að reka hrossin í dilka. Það er tryllingslegur glampi í aug- um þessara villtu dýra, sem hafa ekki séð mannlega veru sum- arlangt, hvað þá öskrandi bifreið ir og önnur afkáraleg mannanna verk. Því frýsa hrossin og æða um almenninginn fram og aft- ur. Ungviðið reynir að hemja mæður sínar og fá sér sopa eftir hlaupin ofan af öræfunum, en þau eru ekki fyrr komin á spen ann en styggð kemur á hryss- unum og sagan endurtekur sig. Þó er engu líkara en folöldin öðlist dálitla hugarró, þó mjólk- ursopinn sé ekki stór sem þau fá í hvert sinn. Þegar þeim hrossum sem eig- endur þekkja ’iefur verið komið yfir fjallið til Mælifells í Skaga- firði og þangað fer hluti stóðs- ins, enda eru göngurnar sam- eiginlegar með Húnvetningum og Skagfirðingum. Þegar líða tekur á kvöldiö, fara pelarnir að ganga hraðar milli manna, sögur um fyrri göngur eru sagðar og smákórar eru stofnaðir í skyndi, til aö þjóna þeirri gyðju sem íslenzkir gangnamenn aldrei gleyma, söng gyðjunni, hvort sem henni líkar betur eða verr. Tjöldum hefur verið slegið upp á grundunum. Hér er nokkuð um aðkomufólk þó færra sé en í flestum öðrum réttum og stafar það af þeirri löngu ferð og slæmu vegum sem það verður að fara til að kom- ast hingað. „Það mun'-hafa veriö árið 1947 aö fyrst var fært jeppum inn að Stafnsréttum“, segir fullorðinn maöur inni í kaffiskúr kvenfé- lagsins. Hann hefur fengið sér vænan slurk til hressingar og er hinn málglaðasti. „Þá var nú fjör í Stafnsréttum, skal ég segja þér góöi minn. Þá var dansað eftir harmoniku hérna á grundunum og líka í hlöðunni á Fossum. Þar var einn sem sló hvem þann niður sem á vegi hans varð og loks gátu þeir kom ið á hann böndum úti á hlaði og þar varð hann að dúsa þar til hann róaöist. Já það get ég sagt þér væni minn. Ég hef kom ið oft hingað í Stafnsréttir, skal ég segja þér góði minn, já, það get ég sagt þér væni minn og þó á ég ekki hesta, en það er bara svo andskoti gaman að koma hér í hestaréttina og sjá stóðið. Einu sinni hætti ég mér innan um stóðið væni minn, en ég get sagt þér, að það geri ég ekki aftur í þessu lífi. Nei það get ég sko sagt þér góði minn, það er alveg satt. Já það er sko satt góði minn“. Og svona lætur hann dæluna ganga um stund, en fvrr en var- ir er hann farinn að taka undir við einn skyndikórinn og syngtu- svona dável milliröddina: Nú er hlátur nývakinn nú er grátur tregur. Nú er ég kátur nafni minn nú er ég mátulegur. Og húmið færist yfir dalinn, þar sem Svartá liðast milli grænna bakka, unz hún sameinast Blöndu og leggur henni lið til sjávar, en megnar ekki að breyta mógulum lit jökulfljóts- ins. — R. fyrir í dilkana, hefst töfludrátt- urinn, en hann krefst áræðis og átaka. Ungu mennimii njóta þess sýnilega að takast á við ó- temjurnar, hanga á hálsum þeirra og láta þau draga sig fram og aftur um almenninginn. Aðdáunarstunur heyrast frá stúlkunum sem sitja á réttar- veggnum og fylgjast spenntar með. Ójárnaðir hófar tryppanna róta upp moldinni, sem fýkur burt með golunni. Síöla dags er baráttunni lokið og hópar hesta em reknir niður dalinn. — Þær réttir sem hér um ræð ir eru í Svartárdal nyrðra, þekkt ar um Iand allt undir heitinu Stafnsréttir. Þeir sem til þekkja, vita að Svartárdalurinn er bæði langur og þröngur og þó er hér búsældarlegt, enda mörg blóm- leg býli í dalnum. Stafn er næst fremsta býlið, en milli þess og Fossa sem er það fremsta eru Stafnsréttir, staðsettar á slétt- um grundum þar sem Svartá og Fossá koma saman úr tveim dölum. Frá Stafnsréttum er fjögurra til fimm tíma rekstur Ungu stúlkurnar láta ekki sitt eftir liggja, en það eru bara folöldin, sem þær áræða að reyna við. Ungu mennirnir njóta þess að takast á við ótemjurnar. STÓÐ í j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.