Vísir - 30.09.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 30.09.1968, Blaðsíða 7
7 V'l'STR . Mánndagur 30. september 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd HANNES KJARTANSSON, aðalfulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur starfað sem einn af varaforsetum þingsins. Hér situr hann í forsæti, og við hlið hans er U Thant framkvæmdastjóri samtakanna. í ræðustól er Sihanouk prins. Síldarstúlkur Sunnuver h.f., Seyðisfirði, óskar eftir að ráða strax vanar síldarstúlkur til Seyðisfjarðar. - Fríar feröir, kauptrygging, saltaö inni. Upplýsingar á skrifstofu Sunnuvers, Hafnarhvoli, og í síma 20955 frá kl. 10 — 5 og 7 — 9 á kvöldin, og í Keflavík í síma 92-1136. SUNNUVER, Seyðisfiröi. Kennaraverkfallinu í New York lauk í gærkvöldi, eft- ir að meirihluti hinna 55.000 kennara, sem tóku þátt í verkfallinu, hafði samþykkt nýjan samning milli skólayfirvalda og kennarasambandsins. Skólamir hefjast aftur í dag fyrir meira en milljón nemendur, sem hafa átt frí þessar þrjár vik- ur, sem verkfalliö hefur staðið. Lögreglumenn, slökkviliösmenn og fleiri f New York hafa hótað því að grípa til ýmiss konar að- gerða á morgun, en þá renna samn- ingar stéttarsambanda þeirra út, og ekki hefur náðst samstaða um hin nýju launakjör. Sorphreinsunarmenn hafa hótað að fara aftur í verkfall eins og í febrúar, þegar sorphaugar fengu að safnast fyrir á strætum f tólf daga. Lögreglumenn hafa hótaö því, að ef til vill veröi ekki um verkfali að ræöa hjá þeim — en aftur á móti kunni fjölmarga að vanta vinnu „vegna veikinda". ef ekki veröur gengiö að launakröfum þeirra. John Lindsay borgarstjóri hefui farið þess á leit við Arthur Gold berg, sem eitt sinn var fulltrú' Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð unum, að h'ann aðstoði við að finns einhverja leið út úr þessum ó göngum. Papandreou — 25% kjósenda sátu heima til að lýsa andúð sinni ð stjóminni, sem steypti hinum rétt- kjömu leiðtogum Iandsins. ■ Þjóðaratkvæða- greiðslu í Grikklandi um nýja málamyndastjórn- arskrá er lokið, en þær tölur, sem enn hafa bor- izt um úrslitin eru ekki fyllilega áreiðanlegar. □ Ströng viðurlög voru höfð við því að neyta ekki atkvæðisréttar síns, en engu að síður létu 25% kjósenda ekki sjá sig á kjörstað, þrátt fyrir að með því væri teflt á tvær hættur. □ Opinberar tölur um úrslitin eru þær, að 94,9% kjósenda hafi greitt atkvæði með hinni nýju stjórnarskrá, og að- eins 4,7% á móti. □ Áróðursmenn stjórn- arinnar hafa þegar tekið til við að túlka þessar tölur, sem mikinn sigur fyrir stjórnina, og segja að þær beri vott um, að Papadopoulos sé gífur- lega vinsæll með þjóð sinni. Papadopoulos — túlkar úrslit kosninganna, sem meiriháttar sigur fyrir einræðisstjóm sína. Nazistar fengu 5.2% at- kvseða / Neðra Saxlmdi • Leiðiogi þýzkra nazista, Adolf von Thadden, lýsti því yfír í morgun, að hann væri harðánægður með úrslitin í kosningunum í Neðra Sax- landi í gær, þar sem flokkur hans fékk 5,2% atkvæða, þeg- ar úrslitatölur lágu fyrir úr 53 af 75 kjördæmum. • Svo virðist, sem sósíal- demókratar hafi tapað 1,8% atkvæða til kristilegra demó- krata, sem unnu jafnmikið á. # Um 76,9% kjósenda tóku þátt í þessum kosningum, sem beðið var eftir með eftir- væntingu, vegna þess að menn veltu því fyrir sér, hvaða atkvæðatölu nazistar mundu fá. Herlið enn i Mexiköháskóla — Oe/Vð/V / Ólympiubænum • Vopnað herlið gætir ennþá háskólasvæðisins í Mexíbóborg, þrátt fyrir loforð stjórnarinnar um að draga það til baka í gær. Ríkis- stjórnin tilk-- ’ti í gærkvöld, aö ekki yröi af því eins og um var talað, en í dag verðúr gefin út ný yfirlýsing um, hvenær herlið verður látið hverfa af háskóla- svæðinu. • Hersveitirnar tóku háskólann fyrir 11 dögum síðan, meðan mikl- ar stúdentaóeirðir geisuðu í borg- inni. I Ólympíubænum, sem er einn og hálfan km frá háskólanum reyndu stúdentar að efna til mót- mælafundar í gær, en lögreglan dreifði hópnum. • Mikill fólksfjöldi safnaðist saman við aöaldyr háskólans, og beiö þess að hermennirnir færu burt. Menn telja, að stjórnin hafi breytt ákvörðun sinni af ótta við, að stúdentar reyndu að stofna til óeirða í Ólympíubænum. • Að minnsta kosti sjö manns hafa fallið í götubardögunum um- hverfis háskólann og aörar skóla- byggingar í síðustu viku. Stúdentar krefjast þess aö þeir fái meiri rétt til að ráðstafa sínum eigin málum. og aukinna réttinda til handa mexíkönsku þjóöinni. • Diaz Ordaz forseti og stjórn hans hafa neitaö að taka upp nokkrar viðræöur við leiðtnga stúdentanna. Fréttamenn í borg- inni álíta nú; að Ólympíuleikamir 'muni fara fram eins og ekkert hafi í skorizt, þrátt fyrir að ástandið í borginni sé ótryggt. ) Kennaraverkfallið í New York leyst — Fleiri verkföll vofa yfir Kosningarnar / Grikklandi: STJORNARSKRAIN SAMÞYKKT - EN 25% KJÓSENDA SÁTU HEIMA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.