Vísir - 30.09.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 30.09.1968, Blaðsíða 9
' V f S IR . Mánudágur 30. septenroer i.™o. 9 // Frystihúsin opna galEerí og útgerðarmenn gerast innrammarar" ViðtaI dagsins er við Inga Hrafn Hauksson, manninn, sem seldi „Fallinn vixil" til Sviþjóðar fyrir 60 fjúsund krónur 0 Fram til þessa hafa íslendingar gert lítið af því að selja kúnstverk til annarra þjóða; síld og bakkalá hafa um langa hríð verið helztu útflutn ingsvörur okkar. Þess vegna telst það til tíð- inda, þegar ungur högg- myndasmiður selur verk eftir sig til Svíþjóðar, því að sennilega hugsa Svíar ekki mikið hvunn- dags um íslenzka högg- myndalist. 0 Þessi ungi maður heitir Ingi Hrafn Hauks- son, eins og þráfaldlega hefur komið fram í frétt- um að undanfömu. Sennilega vöktu nýstár- legar höggmyndir hans fyrst athygli, þegar hann setti tvær myndir eftir sig í nýbyggingu Iðnskól ans til að hressa upp á sýningu húsgagnaarkí- tekta, sem stóð þar yfir. X>aunar hefur því heyrzt fleygt, að húsgagnaarkítekt- amir hafi ekki leitað til Inga Hrafns, heldur félaga í S.Ú.M. og beðið þá um að setja upp eitthvaö til að skreyta sýning- una. Óstaöfestar fréttir segja, að þeir hafi viljað setja upp gaggandi hænu í búri — en sú hugmynd ku hafa þótt fullný- stárleg, svo að Ingi var feng- inn til aö setja þama upp tvær myndir eftir sig. „Fallinn víxill' ‘hét önnur þess- ara mynda, og það var einmitt minnzt á hana I upphafi, því aö nú er hún seld til Svíþjóðar fyr ir sextíu þúsund krónur í bein- hörðum gjaldeyri, sem þykir gott á þessum síðustu. „Ég var sjö ára, þegar ég kom fyrst nálægt kúnstinni", segir Ingi. „Ég teiknaði mynstur og útflúr, og amma saumaði þetta í dúk. Þetta er dagsatt, þú mátt sjá dúkinn. Á honum stendur: „Amma, 70 ára, saum aði — Ingi, 7 ára, teiknaði“. Dúkurinn er til enn, stolt húss- ins“. Hann tekur því vel, að segja eitthvað frá ferli sínum. Hann hefur stundað nám við Myndlist arskólann, og er auk þess út- læröur í útstillingum frá kóngs- ins Kaupinhafn. • Og við spyrjum: „Af hverju hefurðu valið þér skúlptúr að viðfangsefni, og þá eink- anlega relief eöa lágmynd- ir?“ „Nú. af hverju ekki. Lág- myndin hefur ýmislegt það, sem ekki er að finna annars stað- ar. Hún hefur þrjár víddir — líkt og kvikmyndin, sem hefur sína þriðju vídd í hreyfingunni — henni er líka hægt að ná fram í skúlptúr. Storknuð hreyf- ing þaö er skúlptúr. Þessar myndir mínar eru raunar eins konar uppkast að kvikmynd, sem ég hef í huga. Þetta eru ryþmísk relief, eiga að túlka vissa tilfinningu og hreyfingu. Þau eru uppkast að mynd, sem ég hef í huga að gera næsta sumar á Meðallandssandi, kannski er í einhverri myndanna hægt að sjá öldumar þar skella upp í sandinn". • „Þú hefur semsagt einkum áhuga á kvikmyndum og skúlptúr?“ „Já — og elektrónískri tónlist. Ég er ekki frá því, að elektrónísk tónlist sé einkum fyrir menn, sem sitja f fangelsi. Mér líkar hún vel, og stundum finnst mér eins og ég sé í fang- elsi.“ Frekari skýringar fást ekki. Hann strýkur yfirskeggið, sem vex niður meö munnvikinu, yfir skegg eins og Djengis Khan gengur með í bíómyndum. • „Viltu segja eitthvaö nánar frá því hvemig salan á þessari mynd, „Fallinn vix- ill“, gekk fyrir sig?“ „Já, hún er á sýningunni uppi f Skólavörðuholti, sem er jú sölusýning. Og einn góðan veður dag, þegar ég sat á Mokka og var nýbúinn að slá fyrir kaffi- bolla (þetta má vel koma fram, það getur vel verið að einhverj- ir finni ánægju í því að tauta: Þetta eru þeirra ær og kýr) og var að brjóta heilann um hvar f dauðanum ég ætti að finna peninga fyrir efni í næstu mynd, sem ég hef verið að bollaleggja í einn og hálfan mánuð. Ég var í og með að hugsa um að selja dálítið sem ég á. en í þeirri and- ránni kemuf einn af kollegum mínum inn, og segir að menn hafi verið farnir að leita að mér dauöaleit. Hann fræddi mig á því, að einhver Svíi heföi hug á að kaupa mynd eftir mig, mað- urinn ætti að fara til útlanda daginn eftir, svo að það væri búiö að leita bæinn á enda aö mér. Ég spurði manninn, hvar hann hefði verið að skemmta sér, en honum tókst að sannfæra mig um, aö þetta væri dagsatt. Ég fór upp í Skólavörðuholt og talaði við Svíann, sem gekk að kaupunum. Verðið var fyrir- fram ákveðið — 60000 krónur, greitt í valútu, úr því aö mann inum var skítsama. Og endirinn er sá, aö „Fallinn víxill" verð- ur settur í pakka og sendur til Svíþjóðar — annars var ég bú- inn að gera ráð fyrir honum í Selbúðunum". • „Af hverju í Selbúðunum?" ,,Nei. ég er hættur við þaö. Annars hefði hann vel mátt vera í Selbúðunum". • „Þessi óvænta sala hlýtur að breyta einhverju?" „Ég kemst til útlanda til Amsterdam, þar sem ég ætla að dveljast. Ég fer þó ekki alveg á næstunni, því að núna bráð- um held ég sýningu, sem ég ætla að sjá um að verði nokk- uð öðruvísi en menn eiga að venjast". • Viltu segja eitthvað um ís- lenzka myndlist í dag?“ „Hér eru ótrúlega margir hlut ir að gerast — einkum hjá yngri myndlistarmönnum, og þá helzt hjá meðlimum í S.Ú.M. Þeir eru alveg frábærir. Einn þeirra t.d. Kristján Guðmundsson er núna að fara að taka þátt f Bíennaln- um. Hann bjó til alveg stórkost- legt verk, sem þar verður sýnt. Hann fékk ekki að taka þátt í sýningunni á Holtinu. Já, mér lízt vel á myndimar hans Kristj- áns. Hann býr til svo latar myndir.“ O „Hvað er að segja um sam- skipti listamanna og venju- legra borgara. Stundum er eins og manni finnist hvor aðili um sig bera svolítinn kala til hins?“ „Mín samskipti við borgara eru mjög jákvæð, og hvorugum til ama eða tjóns, því að ég um gengst .ðeins þá, sem ég kæri mig um, og þá sem kæra sig um að umgangast mig. 'Um þjóð- félagið í heild hef ég ekkert að segja, því að ég hugsa aöeins fram í tímann. Um þá tíma, þeg- *Í}*Í| Í : Wf ^ 'f Ingi Hrafn vinnur að „Föllnum víxli“. ar múrarar bera listamenn milli húsa á sandsigtum og lögreglu- menn sitja á Harley Davidson mótorhjólum sem hestar draga, og frystihúsin opna gallerí og út gerðarmenn *gerast innrammar- ar. Þetta er minn framtíðarheim ur.“ Og Ingi kærir sig ekki um að fara lengra út í þá sálma. )1 «198 ,lVO 811 '1 O „Já, hvað á ég við — þetta er mitt álit á framtíðinni — ekki annaö.“ Við ræðum þau mál ekki nán- ar, en vendum okkar kvæði í kross, og Ingi fer aö tala um síldarsöltunarvélina, sem hann uppgötvaöi, að hann var búinn aö finna upp, þegar hann vakn- aði klukkan tvö þrjátíu í fyrri- nótt. „Hún var svo glúrin, að söltunarstúlkurnar þurftu ekki annað en vakna tvisvar á sólar- hring’ til að gá, hvort ekki væri allt f lagi með hana.“ — Þráinn. Bilaverkstæði aðstoða lögreglu og bilaeftirlit: Ókeypis Ijósaathugun í boði Framundan hert eftirlit með Ijósabúnaði bifreiða umferð bifreiðir, sem reynast vera með ólöglegan ljósabúnað. □ Nú er farið að reyna á ljósaútbúnað bifreiða í umferðinni, síðan daginn tók að stytta og ökumenn njóta ekki dagsbirt- ■ IHQ A ATU||P||M 1QCO unnar nema fyrrihluta dagsins. Aftur skýtur því upp kollin- LJUunn I nUuUli liJUÖ um gamla hættan, sem ökumönnum stafar af illa stilltum ljósa- búnaði ökutækja. „Athuganir, sem framkvæmdar hafa verið að undanförnu á öku- ljósum bifreiða, hafa leitt sterkar i.kur aö þvi, aö í umferð sé fjöldi bifreiða með illa stilltan eða á annan hátt ólöglegan ljósabúnað," sýna skýrslur lögreglunnar og Bifreiðaeftirlits ríkisins. Enn sem fyrr eru.því til í um-ferðinni öku- menn, sém hirða lítt um það, þótt þeir setji aöra vegfarendur f aukna hættu með þvi að láta reka á reiðanum viðhald og viðgerð ökjutækja sinna. Enginn vill verða valdur aö slysi með þvf að ökuljós hans blindi aðra ökumenn, en dæmin sýna. aö það hefur hent menn samt og of seint er að iörast eftir dauðann. Nú býðst bifreiðaeigendum tækifæri til bess að iáta athuga ijósabúnað bifreiða sinna Ó- -ŒYPIS. Dagana 30. sept. til 4. jkt. geta menn ekið bifreiðum sinum að 10 bifreiðaverkstæðum f Reykjavfk og fengið þar um- jögn bifreiðaeftirlitsmanna, sem þar verða þeim tii iiðsinnis, hvort ljósabúnaður þeirra sé í lagi. Þessi 10 verkstæði munu hafa op- ið frá kl. 18 tii 22 þessa daga. (Sjá tilkynningu í BORGIN I DAG). Bh.eiðar, sem hafa ljósabún- aðinn í lagi, fá miða, áletraðan LJÓSAATHUGUN 1968, sem festa skal á framrúðuna. Þær, sem reynast verða í ólagi, þurfa þá eðlilega lagfæringar viö, sem eig- endumir skulu greiða. en það verður að framkvæma á öðrum tíma en þeim, sem afrugunin fer fram á Þessi þjónusta nær jafnt til þeirra. sem fengiö hafa aðal- skoðun þetta ár, og hinna, sem eftir eru. ___eiðaeftirlit ríkisins, lög- regla og LFmferðarnefnd Rcykja- víkur, Samband bílaverkstæða á Islandi og Fír hafa haft samstarf um að koma þessari þjónustu i kring fyrir bifreiðaeigendur. Að lokinni liósaathugun þessari má vænta þess. að lðgregian leggi sérstaka áherzlu á það i umferð- arvörzlunni, að stöðva og taka '* Ókeypis ljósaathugun er fram kvæmd á eftirtöldum verk- stæðum frá ki. 18.00 — 22.00: Lúkasverkstæöiö, Ármúla 7. Ræs ir, Skúlagötu 59. Egill Vilhjálmsson Grettisgötu 89. Hekla, Laugavegi 172. Kr. Kristjánsson, Suðurlands braut 2. FÍB, ljósastillingastöð Suðurlandsbraut 10. Sveinn Egils son, Skeifunni 17. T gregluverk stæöið. Síðumúla 14. SVR, Kirkju sandi. Volvo-umboðið, Suðurlands brant i Fi Ökumönnum vörubifreiða og annarra stærri bifreiða er sér- staklega bent á verkstæfti SVR og Ljósastillingastöð FÍB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.