Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 4
lapggÉjÉ ■ 1 fy 1 -K Rauða hurðin bjó yfir ógeðslegu leyndarmáli „Farið aldrei nærri herberginu með rauðu burðinni“. Þannig voru þrjú tmgbörn þráfaldlega að- vöruð. Þungur bókaskápur varn- aði þeim aðgangs. Bömin munu áreiðanlega hafa verið forvitin, einkum er faðir þeirra vann næt- urlangt. Þannig gekk þetta í sautján mánuði. Þessi saga gerðist i Edinborg. Faöirinn, George Waitt King, 35 ára, hafði áður verið meðlimur í hljómsveit hjálpræðishersins en var nú orðinn morðingi. Leyndar- málið var nefnilega lík fyrrum vinar hans og konu hans, John Hope, tuttugu og fimm ára. Var Hope talinn hafa gerzt of nær- göngull við konu Kings, Colette. Allt komst upp, þegar eiginkonan yfirgaf mann sinn og hélt á brott með böm þeirra hjóna. Hann kom heim að auðu húsi. Eftir nokkra leit lét hann hugfallast og hringdi til bróður síns. Þeir kölluðu á lög- regluna og fóru til húss Kings. Að baki rauðu hurðinni fannst líkið. Fótleggir og fætur höföu verið höggnir af og settir i plast- poka. Þar voru einnig ýmsar eigur hins myrta í öðrum pokum. Hend- ur hans höfðu verið bundnar aftur fyrir bak, og um hálsinn var vafið belti af kvenkjól. Hinum myrta hefur verið lýst sem kvennabósa. Colette King segir hann hafa verið æskuvin, en nokkru eftir að hún giftist George, tók John Hope að leggja hana í einelti. Eiginmaðurinn komst aö öllu saman og bað konu sína að bjóða Hope- heim. Þar lentu þeir í handalögmálum, og svo fór, að eiginmaðurinn kyrkti aðdáandann. Colette hjálpaöi manni sínum að fela likið, en eftir nokkum tíma fór henni að verða órótt og yfirgaf heimi-lið. Það var líka John Hope — Ástarbrall hans kostaði hann lífið. endir leyndarmálsins. Nú hefur George King verið dæmdur í ævi- langt fangelsi. • ■ ■ ■ T< ■ Saga Forsyte-ættarinnar / sjónvarpinu: Stúlkan, er dáleiðir áhorfendur með augnaráðinu Á mánudagskvöld byrjaði sjón- varpið okkar að sýna Sögu For- syte-ættarinnar. Eitt aðalhlutverk leiksins er leikið af Lönu Morris, sem er írskrar ættar. Henni hefur verið lýst í erlendum blöðum sem stúlkunni, sem dáleiðir fólk með hinu sérstæða augnaráði sínu. Hún hefur verið „uppgötvuð" oft og mörgum sinnum og er nú gift stjórnanda hjá BBC, brezka sjón- varpinu. Hún er dóttir leikkonu frá tímum þöglu myndanna. Á yngri árum vakti hún hvar- vetna athygli vegna fegurðar og gerir raunar enn. Strákarnir sneru sér við á götunni til að horfa á eftir henni. Hún hefur laglegan andlitssvip og löng, eðlileg augn- hár. Á átján ára afmælisdag henn- ar bauð móðir hennar, fyrrum leikkona henni á veitingastaö í Dublin. Þar kom ,,spæjari“ fyrir kvikmyndafélag auga á stúlkuna og sendi konu sína til að tala við hana. „Alannah hefur þegar verið „uppgötvuð““, sagði þá íóðirin. „Þetta er reyndar i fjórða skipti, sem hún fær tilboð frá enskum „spæjara“. Nú er það of seint“. ÍÍKwSj" ■ V .'v'avS> .s ......V.iSfc.. Lana Morris sem Héléne Hillmer og Kenneth More í hlutverki Jo Forsyte. Um árabil var Lana, eins og hún kallaði sig i London, smá- stjarna og lék helzt kynþokka- dísir vegna útlits síns. Fyrsta.kvik myndin tókst ekki sem bezt, en hún náði á tindinn, er hún.lék hlutverk Peaseblossom f leikriti Shakespeares „Jónsmessunætur- draumur" f einu frægasta leikhúsi í London. Áriö 1953 giftist hún Ronnie Waldman, sem er sjónvarpsstjórn andi, og hefur.eignazt son, Simon. Fyrstu sex ár hjónabandsins kom hún nánast ekk; fram á sviðinu. Þegar snáðinn stækkaði, snerí hún aftur til kvikmyndanna, leikhúss ins og sjónvarpsins, þar sem mik- ið hefur að henni kveðið f seinni tíð. „Hún hefur enn stóru, brúnu augun, sem dáleiða áhorfendur", sögðu brezku blöðin, eftir að hún kom fyrst fram f sjónvarpsleik- húsinu. „Ég er með dansæði", segir Lana Morris. „Ég er alveg óð í að dansa. Það er skemmtilegt, að fyrstu stóru sigra mína á tjald- inu vann ég sem dansmær. Ann- ars hef ég líka áhuga á fom- gripum, matargerð og saumaskap. Ég hef þó ekki mikinn tfma. Þvi að það er mitt hlutverk, eins og svo margra húsmæðra, að ann- ast garðinn. Maðurinn minn lofar stöðugt að slá grasblettinn, en flöt in væri fyrir löngu vaxin illgresi ef ég slægi hann ekki að jafnaði." Þannig er Lana Morris, sem nú mun gleðja íslenzka sjónvarps- áhorfendur á næstunni. Vegaviögerðir og götuleikir í sumar hafa staðið yfir við- tækar vegaviðgerðir víðast hvar, m. a. hefur verið gert nokkuð við hina miklu umferðaraeð suð- ur í gegnum Kópavog, Hafnar- fjörð og að hinum steypta vegi til Suðumesja, en þann veg þarf ekki að iagfæra, þvi hann er steinsteyptur eins og kunnugt er. Kaflinn frá Kópavogsbru og að Garðahreppi var fyrr á árinu lagfærður þannig, að holufyllt var og sett asfalt í geilar, sem ftlitnað höfðu í veginn. Var þetta þaiKhg gert, að á milli uppfyll- inganna mynduðust nú geiiar. Þegar akbrautin fór að keyrast tH, ef svo má að orði komast, þá virtist hún enn óslétt- ari, þvf akbrautin misþéttist svo, að hún varð hvimleiður akvegur, svo ekki sé meira sagt. Þó eru engar holur i veginum vegna þess að brotnað hafi upp að fylla upp á milli asfalt-þúfn- anna frá því að viðgerðin fór fram í vor., svo að nú koma nýjar þúfur þar sem áður var geil i veginn. væri kannski von til þess að vegurinn væri sléttur nú, en það er hann alls ekki. úr honum, heldur aðeins mis- þétt asfaltið i hólum og þúfum vegna viðgerðanna. Nú er ástandiö bannig orðið, að viðgerð stendur yfir að nýju. En það undarlega er, að viðgerð- in fer fram á sama hátt, það er að segja, að nú þarf aðallega Þó maður hafi nánast lítið vit á gatnaviðgerðum, þá finnst manni þetta andkannaleg að- ferð í vegaviðgerð, og trúir þvi vart, að ekki skuli vera betra að setja slitlag yfir allan veginn einu sinni, heldur en að stag- bæta hann til hálfs tvisvar. Þá Það verður áberandi einmitt á haustin, hve göturnar í Reykja- vík eru víða notaðar sem leik- velli og jafnvel knattspyrnu- vellir. Einn daginn nú í vikunni ók ég til dæmis Ránargötuna, og þar voru knálegir strákar i fótbolta á gangstéttinni og misstu svo boltann út á götuna í veg fyrir bíl, án þess að bolt- inn spryngi eða skadd- aði bilinn. Hitt er háskalegra, að þetta býður heim mikilli slysahættu. Það er eðiiiegt að strákar vilji spila fótbolta, en það þarf að leiðbeina þeim til þeirra opnu svæða í úthverfum borgarinnar, sem gerð hafa ver- ið til þessara iðkana á sfðustu árum. Oft standa þessi svæði auð og ónotuð, en strákar leika sinn boitaleik á götunum. Það þarf að kippa þessu í lag ng leiðbeina börnunum og ungl- ingunum til þeirra leiksvæða sem bau mega nota, en taka "'rir götuleiki vegna slysahætt- unnar. Þrándur í Götu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.