Vísir - 10.10.1968, Page 13

Vísir - 10.10.1968, Page 13
rV'ÉSíÍR . Elmsatudagur 16. október 1968. .... .................... f j Hagalín sjöfugur 8. síöu. sjifífetaaðaíi mefð, með óteljandi og óíyrirs jáanJegum þroska- niöguleikum." Þessa sjáifstæðu HMsði hefur hann síðan löngum kannað í skáldskap sínum og lýst þekn margvíslega þroska, sem Bf og kriagumstæðumar hafa búið þeim. Árangurinn af þessum könnunum hans hefur svo komið fyrir almennings- sjónir f sérstæðum og snjöilum marmiýsingum, stundum í ódauð legnm lístaverkum, svo sem gamla konan í Hamravík og ýmsar af smásögum hans bezt Arið 1935 svaraði Hagatín á þessa leið spumingunni hvers íslenzka þjóðin eigi að krefjast af skáldum sínum: „Fyrst og fremst þess að þau hafi þá þekkingu og kunnáttu og þá skáldgáfu til að bera, að þau geti lagt fram þau lífsviðhorf og sjónarmið, sem þeim eru eðli- leg í sem samræmustum, sönn- ustum og mest Hfandi búning.“ Hann hefur sannarlega farið eftir þessu í ritum sínum, senni- lega fiestum öðrum fremur. í samræmi við það hefur hann verið einhver traustasti baráttu maöur okkar á meðal fyrir and legu freisi, sjálfur gersamlega óháður öllum kreddum og kenni- setningum og túlkað sín sjálf- stæðu sjónarmið út frá sínum eigin lögmálum einum. Og hverri viðleitni til að veita bókmennta- straumunum eftir einhverj- um ákveðnum fárvegum hefur hann svarað með harðvítugri andspyrnu, jafnvel þó að hann stæði næstum einn uppi. Svo var um og eftir 1940, þegar kommúnistar voru hér voldug- astir í heimi bókmenntanna. Þá gaf Hagalín út ritgeröasafniö Gróður og sandfok, þar sem flett var ofan af bókmenntaiðju öfgastefnumanna og ofsatrúar- mönnum yfirleitt sagt óþyrmi- lega til syndanna. Bókin féll -íS> Piltar á námskeiðl f radíótækni. Aukin starfsemi lýðsráðs í vetur — L'idó aftur tekið i notkun fyrir dansleiki og ýmsar skemmtanir Á komandi vetri mun Æskulýðs- ráð Reykjavíkur standa fyrir fjöl- breyttu félags- og tómstundastarfi fyrir fólk. Aðstaða til félags- starfa, margvislegra skemmtana og dansleikta á vegum æskulýðsráðs er fullkomnari nú, en nokkru sinni áður. Reykjavíkurborg hefur, eins og kminugt er, kej'pt veitingahúsið að SKaftahlið 24 (áður Lídó), en b*» ►.lunu verða haldnir dansleikir o« ymsar skemmtanir fyrir ungt Að Fríkirkjuvegi 11 verður starf semm með líku sniði og undan- farna vetur, Þar ver,ður „Opið hús“ fyrir unglinga 15 ára og eldri þrjú kvöld í viku, og fyrir 13—15 ára á sunnudögum. í sambandi við „Opið hús“ verð- ur efnt til ýmiss konar skemmtana, sýninga og dansleikja. Nokkur félög og klúbbar munu einnig starfa að Fríkirkjuvegi 11 og í Golfskálanum, í samvinnu við Æskulýðsráð. Námskeið í radíóvirkjun og ljós- myndaiðju verða haldin að Frí- kirkjuvegi 11, og í sjóvinnubrögð- um að Lindargötu 50. Æsku- Innritun í námskeiðin hefst um miðjan október. I bátaskýli siglingaklúbbsins Sigluness verður unnið á miðviku- dögum að bátasmíði og viðgerðum. 1 gagnfræðaskólum borgarinnar miin Æskulýðsráð í samvinnu við skólana standa fyrir félags- og tóm- stundastarfi, sem kynnt mun verða í skólunum, hverjum fyrir sig. Æskulýðsráð mun leitast við að aðstoða félög og klúbba æskufólks, einkum er varðar húsnæði til starf- semi þeirra, og ungt fólk, sem hef- ur i hyggju að stofna félög um áhugamál sín, er hvatt til þess að leita aðstoðar og samvinnu Æsku- lýðsráös. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofa Æskulýðsráðs Reykjavík- ur, Fríkirkjuvegi 11, opin virka daga kl. 2—8 e. h. Sími 15937. reyndar í fremur grýttan jarð- veg meðal menntamanna þá, en síðan hafa mörg vötn til sjávar runnið og skoðanir manna á Gróðri og sandfoki breytzt [ sam ræmi við það. • Guðm. Hagalín hefur aldr- ei leiðzt út í þá freistni að rita annað en það, sem hann ger- þekkti og gat lifað sig fullkom- lega inn í. Er þar eflaust að finna eina af ástæðunum fyrir þvf, að umhverfið í sögum hans er mjög oft vestfirzkt og per- sónumar vestfi rzkar að lífsskoð unum og málfari. Á Vestfjörð- um fékk hann sína æskumótun, gjörþekkti sitt fólk, kvnntist því þar til sjós og lands sem dreng- ur og hefur aldrei komizt eða kært sig um að komast undan andlegum áhrifum þess. Enda hefur Hagalín reist í verkum sínum Vestfirðingum bemsku sinnar veglegri bautastein en nokkurt annað íslenzkt skáld fólki þess landshluta, þar sem það er upp runnið. Ekki er þó svo að skilja, að Hagalín hafi ekki kunnað að rita sögur af öðrum en Vestfirð- ingum. Ein af beztu skáldsögum hans — Blítt lætur veröldin — gerist á Austfjörðum, og í þeirri bók hefur fólkið engan vest- firzkan svip. Er hún að ýmsu leyti ölík öðrum skáldsögum Hagalíns, en einkar vel heppnuð eigi að síður. Guðmundur Hagalín er braut- ryðjandi í því að rita ævisögur eftir frásögnum aðalpersönanna í þeim, og var fyrsta sagan á íslandi í þeirri grein Virkir dag ar 1936. Síðan komu margir lærisveinar á eftir með slíkar ævisögur. Enginn þeirra hefur þó náð meistara sínum, enda hefur Hagalín ákveðna aðferð við slíka ævisagnagerð. Hann verður að komast í eins konar sálrænt samband við" söguper- sónuna, lifa sig inn í hana á Iíkan hátt og góðir höfundar lifa sig inn í skáldsagnapersón- ur sínar. Ef slíkt samband tekst ekki, hættir hann við söguritun ina, og hefur hann sagt mér, að það hafi nokkrum sinnum gerzt. Ég get ekki lokið þessu spjalli án þess að minnast örlítíð á störf Guðmundar Hagalfns f þágw ahnenningsbókasafna f landinu. Á þeim málum hefur hann jafnan haft mikinn áhuga og verið á undan smni samtið hér á landí. Er þessi bókasafna áhugi hans tengdur glöggum skilningi hans og reynslu á nauð syn sjálfsfræðslu. Hann segir á einirm stað á þessa leið: . skólafræðslan verður aldrei ann- að en lítilfjörlegt upphaf þess, sem verður að taka við, ef fénu til skólanna á ekki að vera að mikiu leyti kastað í sjóinn — en það er sjálfsnámið. Er það furðulegt, að okkur íslendinga, sem manna lengst höfum lifað á sjálfsfræðslunni, skuli hafa skort skilning á þessu hingað til.“ Án almenningsbókasafna verður slíkri sjálfsfræðslu vart við komið. 1 samræmi við þetta leitaðist Guðmundur Hagalín við, þegar hann var bókavörður á ísafirði, að iaða fólkið, einkum ungling ana, að safninu þar. Kenndi hann bókmenntasögu og bóka- safnsfræði f gagnfræðaskólan- um, fékk unglingana með sér f safnið og reyndi að glæða áhuga þeirra á bókunum og notkun þeirra, Er mér sagt, að Isfirð- ingar búi enn að því merkilega starfi, sem Hagalín vann þar í þessu efni. Sem bókafulltrúi rikisins, sá fyrsti í þeirri stöðu, tók Guð- mundur Hagalin við almennings bókasöfnum landsins f niður- níðslu. Mikið hefur vissulega á- unnizt á bókafulltrúaárum hans, þótt mikið sé óunnið enn, enda verið við ramman reip að draga sums staðar. Nú er Guðmundur Hagalín sem sagt orðinn sjötugur. En það er ekki hár aldur nú á dög- um, enda sjást ekki á honum nein ellimörk, hvorki sem áhuga manni, gleðimanni né rithöfundi. Um hið síðast nefnda getur skáldsagan Márus á Valshamri, sem kom út f fyrra, gleggst vitn að. Eirfkur Hreinn Finnbogason. HARÐVIÐAR-UTIHURÐIR MAHOGNI-GLUGGAR KONVAC-GLUGGAR (VAKUUM-IMPREGNERET) úr ofnþurrkaðri sænskri furu LEITIÐ TILBOÐA JfhHi- £, Mtihufii t? H. Ö. VILHJÁLMSSON RÁNARGÖTU 12 . SÍMI 19669 KLÆÐNINGAR OG VIÐGERÐIR á alls konai bólstruöum húsgögnum. Fljót og góð þjónusta. Vönduð vinna. Sækjum sendum. Húsgagnabólstrunin, Miðstræti 5 símar 13492 og 15581. INNANHÚSSMÍÐI Vanti yður vandað ar innréttingar 1 hí- býli yðar þá leitiö fyrst tilboða f Tré- smiðjunni Kvistí Súðarvogi 42. Sími 33177 — 36699. LEIGAN s.f. Vinnuvélar til leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. faorum og fleygum RafknOnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzín ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki HDFDATUNU. - SiMi 23480 Vfbratorar Stauraborar Slipirokkar Hitablásarar

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.