Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 9
 VTSTK . rtmmtndagnr 10. okfðber 1968. • VIÐTAL DAGSINS 1 er v/ð Svavar Kristjánsson veitingamann jyjargir bafa orð á því að þjóð menning komi fram í um- gengnisháttum fólksins, og þá ekki *ízt á því sviði, þar sem hætta getur verið á, að hófleysi vaidi böli. Nú væri sjálfsagt mjög ákjós anlegt, ef útiloka mætti allt slíkt En er það framkvæmanlegt? Heyrt hef ég þá sögu aö mað ur nokkur hafi glatað aleigu sinni í fjárhættuspili á einni nóttu. — Skyldum við þá þess vegna brenna öll spil? — Islendingar drekka fyrir hundruð milljóna af áfengi ár- lega og vel er fyrir því séð, að það innihaldi ekki allt of lítið alkóhól, svo að áhrif hófleysis- ins verði sem mest. Ýmsir hafa hom í síðu vín- veitingastaða og þá jafnvel lát ið í ljós hve drykkja þar sé dýr. — En verður drykkja nokkurs staðar jafndýr og þar sem hún færist inn á heimili og i fjöl- skyldulífið. Og teljist ekki fært aö útrýma áfengi, sem ég hygg að veröa Svavar Kristjánsson. við mig og af henni læröi ég margt sem síðar hefur orðið mér gagnlegt svo betur mætti fara. — Og þá erum við komnir að Hábæ, þar sem Svavar nú er I húsbóndi. — A/rið tveir, ég og Hreiðar sonur minn stofnsettum þennan stað. Að vísu hafði hér áður haft veitingarekstur Kristján Sigurðsson en aðeins skamman tíma og mjög í ööru formi. Við breyttum í svokallaðan kínversk an veitingastað, en slíkir staðir em í flestum borgum heims og mjög vinsælir. Til að byrja með fengum við tvo kínverska mat- reiðslumenn og einn framreiðslu mann. Létum svo búa salar- kynni í kínversku formi og höfðum á boðstólum kínverska rétti og svo er ennþá. — Hvemig hefur þessu veriö tekið? — Mjög vel, ekki sízt af út- lendingum, t.d, held ég að flest sendiráð og klúbbar erlendra manna hafi borðað hér. Einnig hef ég orðið var við að ýmsir íslendingar venja hingað komur sínar í hátíðlegu tilefni. Þó eru aðrir sem finnst þetta lítt boð- legt og fella sig ekki við veit- ingarnar. En þannig mun þaS^ vera í fleiri tilfellum, að einn lofar það sem annar lastar. Til þessa tíma hefur þó aðsókn ver ið fullkomlega eins og hægt hef ur verið að anna og þótt einhver ?? Að mörgu er að hyggja" mundi erfitt þá sýnist auðsætt að leita að þeim leiðum, sem líklegastar væru til aö draga úr þeirri ómenningu, sem það skapar í umgengisháttum allt of margra. Og margir munu samdóma um það að vel rekinn vínveit- ingastaöur sé mjög með öðru sniði en ýmsar þær holur, þar sem rasspeladrykkjan viðgengst. Og fyrir ungt fólk munu slík- ir staðir mestu bölvaldarnir, því að yfirleitt fær það ekki að- gang þar sem Ieyfi er veitt til meðferðar áfengis. Væntanlega stuðlar aukið í- þróttauppeldi íslenzkrar æsku að bindindissemi og hófsemk og hin stóru og dýru félagsheimili gegni þar jákvæðu hlutverki. — En það getur líka verið nota- legt þeim, sem ekki skynja sér til þæginda bítlastrengleik- ana í dag, að eiga kost á ein- hverju homi til að rabba um daginn og veginn án ónæöis eða umsvifa. -O— Cvavar Kristjánsson er fædd- * ur að Stóru-Gröf í Borgar- firði og ólst þar upp til 13 ára aldurs. — Móðir mín Jónína Jónsdótt ir er Reykvíkingur. Mér finnst nóg að segja, að faðir minn hafi heitið Kristián þvi að hann stakk af þegar hann vissi að ég var á leiðinni og ég hef aldrei séð hann. — Þegar ég hafði lokið vist minni í Stóru-Gröf. fór ég hing að suður ti! Reykjavíkur en þá var miög erfitt um vinnu. Þó •t ég að á Hótel Borg sem ungþjónn os í raun og veru var bað sú eina leiö sem ég sá færa til sjálfstæðs atvinnurekstr ar í framtíðinni, því að sök- um fjárskorts var mér lokuö leið til verzlunarnáms, en á því hafði ég talsverðan áhuga. Á Hótel Borg byrjaði ég svo sem némi í maí 1931, var þar í þrjú ár og svo eitt ár á skipum. Fylgdi ég þá Frímanni Guðjóns syni, sem starfað hafði á Borg inni, en geröist svo bryti á Gullfossi. Á skipunum var ég í sex ár, fyrst á Gullfossi og síöast á Dettifossi. Þarnæst fór ég eitt ár í Valhöll, sem yfirþjónn hjá Jóni bónda á Brúsastöðum, er þá rak þar veitinga- og gistihús. Mér fannst gott að umgangast Jón og á frá þel i tíma margar góðar minningar. — Þó vil ég segja það, aÖJóhannes Jósefsson hótelstjóri á Borg og frú Karó- lína Jósefsson, eru þeir beztu yfirmenn, sem ég hef kynnzt, því þar var maður alltaf viss um hvað maður mátti og hvað ekki. Það var engin hálfvelgja á hlut- unum, og tel ég það hverjum manni gott, sem vill vaxa til manns að kynnast því viöhorfi húsbænda. — Þegar ég kom frá Valhöll fór ég í Ingólfskaffi. Þá var heimsstyrjöldin skollin á og brezkt setulið setzt að á íslandi. — Skanaði það vandámál á þessu sviði? — Nei, ekki hvað mig snerti, því að frekar get ég sagt aö þau kynni yrðu mér hagkvæm. Ég kyr’*’tist verkfræðingum, sem vildu fá mig í fílag með sér sem verktaka. og út frá þeim um ræðum var stofnað hlutafélagið Axel Sveinsson og Co hf. Þetta félag tók að sér alls konar byggingaframkvæmdir svo sem hermanna og verka- mannaskála, ennfremur sjúkra- hús austur á Seyðisfirði. en stærsta verkefnið var þó Reyk*a víkurflugvöllur. Á tímabili mun um við hafa haft um 600 manns i vinnu. Þessi samvinna milli okkar * lendinga og Bretanna gekk vel og viö urðum aldrei varir við að þeir vildu yfirganga okkur eða spila sig sem herra- þjóð, og eftir að Ameríkumenn komu fann ég enga breytingu á því viðhorfi. Tjegar maður er kominn út í veitingastarfið og búinn að fást við það nokkurn tíma, þá er eins og maður verði háður því, án þess þó að vera á nokkurn hátt öruggur um betri útkomu fjárhagslega en af ýmsu öðru sem til greina gæti komiö að taka sér fyrir hendur. — Hvað er það þá sem laðar menn að starfinu? — Það er tilbreytingaríkt. — Maður kynnist mörgum. Ég hef oft reynt að hætta en alltaf lent í sömu vör aftur. Jafnvel þótt gestina skorti stundum hátt- vísi og geti skapað örðugleika, þá hefur maður gaman af að sigrast á þeim erfiðleikum. — Sjómenn segia að lygna sé ekki við állra hæfi. — — Þegar styrjöldinni var lokið var verktakafélagið leyst upp. Þá tókum við tveir saman Kol- viðarhól þar var góður rekstur aö vetri til, en sumrin voru erf- ið, því enda þótt þar dveldu jafnan nokkrar elskulegar konur þá kvartaði KASSINN. Ég fór svo aftur á Hótel Borg var þar þó aðeins eitt ár, en síðan sjö ár í Sjálfstæðis- húsinu. Að þeim tíma Ioknum gerðist ég þjónn hjá Ingólfi Jóns syni núverandi landbúnaðarráð- herra. sem þá var kaupfélags- stjóri hjá kaupfélaginu Þór á Hellu. Eftir að hafa veriö þár eitt ár fannst mér að kominn væri tími ti! að hugsa um sjálf- stæðan rekstur. Tii þess þó að vera viss í minni sök. réðist ég hjá frú Helgu Marteinsdóttur, sem nú ræður veitingahúsinu RÖÐLI. Hún er fædd og uppalin f einu afskekktasta byggðarlagi landsins, enda ber hún þess glögg merki — róleg og ákveðin, en ekki ætíð við alþýðuskap. Og trúað gæti ég þvf, að hregg misviðra mannlegs Iffs bryti á brún hennar engu að síður en norðurhafskólgan á uppvaxtarár um. Hún kom, mjög ve! fram samdráttur kunni að veröa á veitingaþjónustu hef ég ekki trú á að það komi svo mjög niður á okkur. — Hvað með vínbarinn? — Þeir sem hann sækja eru yfirleitt fullorðnir eða eldri menn, margir til að fá sér glas sitja saman og ræða um mál líöandi stundar. — Unglinga sjá um við hér aldrei, enda eiga þeir ekki aðgang. Leyfi ég mér að segja að þeir sem hér gæta dyra, Valbjörn Þorláksson, fræg ur íþróttafrömuður og Sigurður Jónatansson fyrrum stórbóndi að norðan séu færir um að gæta þess að öllu réttlæti sé full- nægt. — Og hvað er að segja um þessa kínversku rétti? — Það er erfitt í stuttu máli að skýra frá þvl. En hér má velja allt að 40 mismunandi til- tilbri~0i sem unnin eru úr kjöti, fiski og alls konar græn- meti. — Hvað viltu svo segja um drykkjumenninguna f dag? — Mér finnst erfitt að tala um menningu í því sambandi. í mörgum tilfellum er of mikil drykkja. En eins og ég hef áð- ur sagt koma margir, sitja yfir glasi og njóta á hóflegan hátt yls og ánægju af þvl að blanda geði við næsta mann. — Þaö er mjög mikill misskilning- ur, ef fólk álítur það, aö við veitingamenn óskum þess að fjölskylduvandamál eða fjár- hagsvandræði myndist hjá þeim sem heimsækja vínveitingastaði. Þeir gestir eru okkur skapfelld- astir, sem koma inn, fá sér glas, fara lundléttir út og ánægöir til síns heima og geta því látið sjá sig aftur án sálarmeina um mis- lukkaðar stundir, og ég vona. að garðurinn sem við höfum út- búið hér. skaoí einungis gleði hverjum sem er. TÍSffiSPVÍ Finnst yður, að banna ættl alþingismönnum að sitja í stjórnum peningastofnana og úthiutunarnefnda? Einar Guðjónsson, starfsmað- ur Vífilfells: „Mér er nákvæm- lega sama“. Magnús Wium, tjónaskoðun- armaöur: „Mér finnst eiginlega, að það ætti aö banna, svo að þingmennirnir hygli ekki kjós- endum I krafti stöðu sinnar". Vilborg Tómasdóttir, sauma- kona: „Já. Ég álít, að staða þeirra gæti haft áhrif í stjórn- málunum". Jenný Guðbrandsdóítir: „Mér finnst engin þörf að banna al- þingismönnum það“. Þ. M. Ágúst Helgnson, starfsmaður Tryggingar h.f.: „Persónulega finnst mér baö rangt, að alþing- ismenn gegni nokKru öðru starfi en aö vera þingmenn. Það ætt! að vera ærið starf“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.