Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 10
V í SIR . Fimmtudagur 10. október 1968,
10
Mest byggt af 4 herbergja
íbúium á síiasta árí
Á síðasta ári voru byggðar
808 íbúðir í Reykjavík. Þar af
voru 260 4ra herbergja, 217
3ja herbergja og 153 2ia her-
bergja. Fimm herbergja íbúðir
voru 122. Meðalíbúöir fara stöð-
• gt stækkandi. Þetta kemur
fram í yfirliti um byggingar i
Reykjavík. Alls var lokið við
að byggja á árinu um 518 þús-
und rúmmetra, langmest úr
steini. Þar af voru íbúðarhús
samtals um 281 þúsund rúm-
metrar, iðnaðarhús 109 þús.,
verzlunarhús og skrifstofuhús
50 búsund rúmmetrar. Skólar,
eiliheimili o. fl. voru 28 þús.
og bilskúrar, geymslur o. fl. 30
()úsund rúmmetrar.
Um áramótin voru i smiðum
1577 íbúðir, þar af 821 fokheld
eða meira. Lokið var við 41 íbúð
meira árið 1967 en árið á und-
an og bygging hafin á um 800
fleiri. Þó var heildarmagn af
ijllfrágerðum rúmmetrum 92
þúsund minna en árið áður.
Sjðferðisleg skylda að
aðstoða þróunarlöndin
þrátt fyrir eigin
erfiðleika
segir framkvæmdanefnd Herferbar gegn hungri
Framkvæmdanefnd Herferöar
gegn hungri hefur nú hafiö áskor-
unarsöfnun meðal ungs fólks í þeim
tiigangi að skora á Alþingi og rikis
stjóm, að á þessum vetri verði
með löggjöf hafizt handa um undir
búning að aðstoð Islands við þró-
unarlöndin. í áskorunarskjalinu
segir, að Ijóst sé að ísland á í
efnahagserfiðleikum um þessar
mundir, bent á að fjölmargar
bjóðir í Afríku, Asíu og S-Ameríku
eigi við ótrúlega neyð að búa. Þrátt
fyrir hina miklu efnahagsörðug-
leika, sem að okkur steðja, beri
j okkur siðferðisleg skylda til að að-
stoða bróunarlöndin á leið þeirra til
betra lífs.
Þess vegna ætlar Herferð gegn
bungri að birta áskorun á Alþingi
j og ríkisstiórn á degi Samcinuðu
iþjóðanna hinn 24. okt n.k., um að
sett verði löcgiöf þegar á þessum
vetri um aðstoð islands við þróunar
i löndin.
Opin skáldavaka til
styrktar tímariti
Fimmtudaginn 10. október kl.
9 verður upplestrarkvöld opið
almenningi í Tjarnarbæ. Kvöld
þetta er haldið til kynaingar og
styrktar nýju tímariti NÚKYN-
SpóÐ, sem út kemur næstu
daga. Á vöku þessari flytja eft-
irtaldir menn áður óbjrt efni:
Ásgeir Ásgeirsson, Ernir
Snorrason, Guðbergur Bergsson,
Hrafn Gunnlaugsson, Qlafur
Haukur Símonarson, Ólafur H.
Torfason, Sigurður Pálsson, Sig-
urður Guðmundsson, Þórarinn
Eldjárn.
Ennfremur lesa Bryndís
Schram, Kjartan Ragnarsson og
Þorsteinn Antonsson efni eftir
Gunnláug Sveinsson, Megas og
Þorstein Antonsson. Börkur
Karlsson gitarleikari aöstoðar
við flutning á einu verkanna.
Kynnir er Sigurður A. Magn-
ússon.
Sagt verður nánar frá stofnun
tímarits þessa NÚKYNSLÓÐ
næstu daga, en það stendur fyr-
ir skáldavöku þessari fyrir borg-
arbúa.
Allir áðurnefndir höfundar
K.F.U.M. A.D.
1
Aðaldeildarfundur í húsi félags-
ins við Amtmannsstíg í kvöld kl.
8.30. Kvöldvaka: „Yfir kaldan ayði
san.“ Veitingar. Takið gesti með.
Allir karlmenn velkomni r.
birta í ritinu auk margar ann-
arra.
Seint lærist — |
i
WMr 1. síðu. i
Það er ekki fyrr en ökumenn
koma einn morguninn að bifreiö i
sinni fastri i snjó, að þeir fara aö
hugsa til þess að setja undir hana
snjöhjólbarða. En þá hefur það
venjulega kostað þá hálftíma til
klukkustund frá vinnu að bjástra
við að koma vélinni í gang, ýta bíln-
um, þaðan sem hann situr fastur
og spólar, og mörg önnur óþægindi.
Eftir tvo, þrjá slíka morgna (þá
hafa um leið venjulegast orðið einir
20 árekstrar á dag í Reykjavík) fara
menn fyrst að hugsa til þess að
setja frostlög á vatnskassann og
snjóhjólbarða eða keðjur undir bíl-
ana. En alls ekki fyrr.
Nú er sem sagt sá tími runninn
upp, að ökumenn mega búast við
hinu versta. Skvnsamir menn munu
því hugsa fyrir því að útbúa bifreið-
ir sinar með tilliti til aksturs í vetr-
arveðri. Setja snjóhjólbarða undir
bílinn og þá ekki bara á afturhjól-
in. Heldur öll fjögur hjólin, því aö
öðru er ekki nema hálft gagn. Fá
sér almennilegar blöökur á rúðu-
þurrkurnar, svo að þeir sjái út úr
bílnum, þegar fannkófiö er sem
mest. Laga keðjur sínar og hafa
þær tiltækar og sitt hvað fleira,
sem nauðsyn er á.
Bæjarrústir —
1. ^íðu.
þennan veg: „Aðaltóftirnar eru
á ógróinni hólbungu og snúa
þær frá austri til vesturs. Þetta
hefur getað verið langhús, sem
mældist um 30 metra alls innan
veggja. Langhúsið skiptist í 3
hús, sem eru í framhaldi hvert
af öðru en fyrir enda þess er
tóft, sem he|fði getað verið
smiðja. Austast í tóftunum eru
tóftir þær, sem ég'myndi vilja
kalla skála, en sú tóft er 13.20 m
á lengd og 4.60 m á breidd. Smá
tóftir eru allt í kring. Sunnan
viö aðaltóftirnar er tóft, sem
snýr frá austri til vesturs og
hefur verið með timburþil í
vestri. Afstaða hennar til hinna
húsanna getur bent til þess að
bar hafi verið bænahús.“
„Rústirnar voru fullar af fín-
'erðum sandi,“ ságði Þórður, og
veggirnir virtust vera að miklu
leyti ófallnir. í tóftunum er dreif
af hellublöðum úr þakhellum og
frá hellublöðunum, sem eru
efst á saridbing er á annan met-
ra niður á gólf. Hellublöðin
benda til þess að húsin hafi
verið hálffull af sandi, áður en
bærinn var rifinn. Ég álít, að
það bendi til þess að bærinn
hafi farið í eyöi í Kötluhlaupi.
Það eru fáar heimildir sem
hægt er að miða við, en eitt
hlaup er frá 1311, sem kannski
væri hægt að miða viö“
Blaðið hafði einnig tal af Þór
Magnússyni, þjóðminiaverði og
spuröi hann um álit hans á
fornleifafundi þessum. Hann
kvaðst ekki enn hafa komið á
staðinn en af lýsingum Þórðar
sýndist sér hér vera um mjög
forvitnilegan fund að ræða. —
„Þetta eru greinilega miðalda
bæjarrústir, sem virðast vera
mjög vel varðveittar“. Þjóö-
minjavörður sagði, að geyma
•■trði til betri tíma að skoða rúst
irnar og hefja rannsóknir á þeim
en þær eru þó einn af þeim
stöðum, sem hann teldi æski
legt að rannsaka við fyrsta tæki
færi.
iiginkona —
»)»—>- 1. síðu.
Houston í Texas. Félagið á flug-
vélina, sem þau fljúga, Curtiss-
Commando-vél, eða C-46 eins og
hún er almennt kölluð. Var vél-
in nú hlaðin ýmsum vörum fé-
lagsins.
„Konan mín flýgur alltaf með,
þegar það er mögulegt. Börnin
okkar þrjú eru uppkomin og
einn sonur okkar er í Víetnam
um þessar mundir. Það er mjög
gott að hafa konuna með, verð-
ur líka tiltölulega ódýrt, því þá
er alltaf hægt að fá sér hjóna-
herbergi á hótelunum, og það er
talsvert ódýrara."
Brown kvað konu sína hafa
um þúsund flugtíma að baki og
væri hún hinn hæfasti flugmaður
í einu og öllu. I morgun héldu
þau af staö vestur um haf. Ferð-
in endar í Houston, en síðan
halda þau heim á leiö til Míamí
í Flórida.
HREINGERNINGAR
Hreingernmgai Gerum nreina.
ibúðir. stigaganga sali og -tofn
anir Fljót og góf afgreiösla Vanr
virkir menn. Engm óþrit Otvegun
plastábreiður á tepp og húsgöen
Ath. kvöldvinna á sama jjaldi -
Pantiö tímanlega i síma 19154
Vélahreingérning. Gólfteppa og
núsgagnahreinsun Variir >g vand
virkir menn Odýi og örugg bjón
usta. Þvegillinn Simi 42181
Hren rningar Látiö -ana menri
annast hreingerningarnar Sim
'F7749
ÞRIF — Hreingerningar, vél-
hreingerningar og gólfteppahreins-
un Vanir menn og vönduð vinna
ÞRIF. Simar 82635 og 33049. -
Haukur og Bjarni
HreingerninSar. Gerum hreinai 1-
j oúðir, stigaganga o. fl. Aherzia lögð
j á vandaða vinnu og frágang. Sími
| 36553.
Hreingernir.gar, Gerum hreint
íbúöir, stigaganga, stofnanir Menn
■ með margra ára reynslu. Sími
84738.
Ræstingar. Tek aö mér ræstingu
á stigagöngum, skrifstofum o. fl.
Sími 10459 eftir kl. 5 e.h.
Júeingerningar. Gerum hreint með
vélum íbúðir, stigaganga, stofnanir,
teppi og húsgögn. Vanir menn
vönduð vinna. Gunnar Sigurðsson.
Sími 16232 og 22662.,
Hreingerningar.
Halda skaltu húsi þínu
hreinu og björtu með lofti fínu.
Vanir menn með vatn og rýju.
Tveir núll fjórir níu níu.
Valdimar 20499.
BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI
I1 TÍ "i'
O - tf
Shoðið bílemn, gerii góð kaup — Ovenju glxsilegt úrvul Vel með farnir bílar t rúmgóðum sýningarsal.
| Umboðssala , Við tökum velútlítandi i bíla í umboðssölu. Höfum bílana tryggða ! gegn þjófnaði og bruna. j
SÝNINGARSALURINM
SVEINN EGILSS0N H.E
LAUGAVEG 105 SlMI 22466
BORGIi
BELLA
— Bella ... ég verð að hitta þig
dag.
URMET
Fyrsta talkvikmvndin var sýnci
þann 13. marz 1923 af dr. Lee de
Forest (1873—1961) í Bandaríki-
unum.
líEÐRIÐ
DAG
Norðaustan kaldi
eöa stinningskaldi
dálitil rigning.
Hiti 5—7 stig.
Sauður, tvíhyrndur, veturgam
all, mark sneitt fr. hægra, heil-
hamrað vinstra. brennimark S.l
smaug út úr húsi fyrir fám
dögum hér bænum. Umbiðst
gert viðvart i Kirkjustræti 12
gegn þóknun.
Vísir 10. okt. 1918.
HEIMSÖKNARTIMI Á
SJÚKRAHÖSUM
Fæðingarlieimíli Reykjavikui W
4lla daga kl 3 30—4.30 og fvm
feður kl 8-8 30
Elliheimiliö Grund Alla daga
k! 2-4 og 6.30-7
Fæðingardeild Landspitalans
Alla dasa kl 3—4 og 7.30 — 8
Farsóttarhúsið Alla daga kl
3.30—5 og 6.30 7
Kleppsspítalinn Alla daga ki
3—4 og 6.30-7
Kópavogshælið Eftir hádegið
daglega
Hvitabandið Alla daga frá kl
3-4 og 7-7 30
Landspitalinn kl. 15 — 16 og 19
-19.30
Borgarspítalinn við Barónsstig
kl. '4-15 og 19—19.30.