Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristiánsson li Aöstoðarritstjóri: Axel Tborsteinson 1 Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson I Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson I Auglýsingastjóri: Bergþór Oifarsson Auglýsingar: Malstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla : Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm : I tugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vfsis — Edda h.f. Tvíþætt umbótastefna Eitt helzta einkenni borgaralegrar þjóðmálastefnu nú / á dögum er samtvinnun félagslegrar umbótastefnu ) og efnahagslegrar samkeppnisstefnu. Annars vegar er ) gert ráð fyrir töluverðum umsvifum ríkisvaldsins í ) félagsmálum og menningarmálum og hins vegar er ( gert ráð fyrir aðskilnaði stjórnmála og peningamála. ( Þetta kemur mjög skýrt fram í ályktunum auka- / þings Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem nýlega j var haldið. Af viðtökunum, sem þessar tillögur hafa ( fengið meðal ungs fólks, og skrifum Alþýðublaðsins /( og Þjóðviljans um þær, er ljóst, að þær hitta að ýmsu // leyti beint í mark. Þarna er á ferðinni mótuð umbóta- l) stefna, sem er mjög að skapi ungu fólki á íslandi í dag. ) Ungir sjálfstæðismenn vilja byltingu í skólakerfi \ landsins, sem tryggi öllum skólaþegnum víðsýna ( menntun, er leiði til stórfjölgunar þeirra, sem ljúka ( framhaldsmenntun, og gerbreytingu Háskólans úr ) embættismannaskóla í menntastofnun, sem fullnægi ) kröfum næstu áratuga fyrir sérmenntað fólk. Þeir vilja ) vinna að stórfelldum umbótum í félags- og heilbrigðis- \ málum, sem rétti hlut hins minni máttar, bæti aðstöðu ( hinna sjúku til að ná fullri heilsu og tryggi velferð ( allra landsmanna. Þá vilja þeir varðveita þjóðlegan ) menningararf og veita listamönnum nýrrar kynslóðar ) tækifæri til að tengja þjóðlega menningu nýjum tím- ) um í heimi listanna. \ Ungir sjálfstæðismenn vilja einnig, að peningavald- ( ' ið í landinu verði tekið úr höndum stjórnmálaflokk- ( anna og fært almenningi í lahdinu, t. d. að ríkisbank- ) arnir verði að miklu eða öllu leyti gérðir að almenn- ) ingshlutafélögum eða sjálfseignarstofnunum. Þá vilja ) þeir, að ekki megi kjósa alþingismenn í yfirstjórnir ( ýmissa atvinnu- og peningastofnana. Hvort tveggja ) miðar að því að skilja að stjórnmál og fjármál, að hreinsa stjórnmálin, svo að þau snúist síður um fyrir- greiðslur og forréttindi. Þessar ályktanir ungra sjálf- 11 stæðismanna eru mjög í anda þeirra hugmynda, sem ( f ungt fólk hér á landi hefur um þessi mál. ( Töluvert ber á því, að vinstri flokkarnir vilji tengja ) stjórnmál og fjármál enn fastar saman en nú er raun- ) in á. Það getur vel verið þægilegt fyrir stjórnmála- ) menn að hafa aðstöðu til að skammta út fé, en það ( er áreiðanlega almenningi ekki að skapi. Það er m. a. í( , vegna þessa, að unga fólkið gengur nú fram hjá dyr- / um vinstri flokkanna og telur hugsjónum sínum bezt ) borgið í hópi ungra sjálfstæðismanna. ) Sumir eldri menn í Sjálfstæðisflokknum eru ekki ) ýkja hrifnir af hugmyndum ungu mannanna í þjóð- ( málum. En sú afstaða er á misskilningi byggð. Hjá ( ungu mönnunum eru að vísu á ferðinni hugmyndir, / sem eiga eftir að mótast og þroskast betur. En þær ) koma við kjarn'a þeirrar óánægju í þjóðlífinu, sem ) menn tala svo mjög um núna. Og þær eru grundvöll- ) urinn að endurnýjun stjómmálanna á næstu árum. ( V1SIR . Fimmtudagur 10. október 1968. Hagal'm sjötugur: „Hið mikla geymir minningin" Tjegar ég áðan var að blaða í vasabók minni, sá ég standa skrifað viö fimmtudaginn 10. október: „Hagalín fæddur 1898“. Hann veröur, sem sagt, sjötug- ur sama mánaöardag næstkom- andi. Þar er ekki um að villast. Nú hafa atvikin og flugvélam- ar borið mig hingað á fjarlæga strönd vestur við Kyrrahaf, en langt er austur yfir meginland Norður-Ameríku og Atiantshaf, ýmislegt, sem tefur og óvíst, að ég nái heim í tæka tíð fyrir af- mælið til að njinnast gamals vinar. Gríp ég því pennann og sendi honum kveðju mína héð- .'an. Mér er það bæði Ijúft og skylt — ljúft sökum rótgróins kunningsskapar, en skylt af því að ég gegni trúnaðnrstarfi í þágu samtaka, er Kdgalfn var upphafsmaður að: Félags ís- lenzkra rithöfunda. Guðmundur Gíslason Hagalín er Vestfirðingur að ætt og upp- runa, var sjómaöur í uppvexti eins og margir þeirra, enda hef- ur hann öðrum fremur lýst sjó- mannalífi viö strendur Isiands. Löngu áður en ég sá Hagalín og kynntist honum persónulega, urðu mér eftirminnileg af bók- um hans einkenni Vestfirðings- ins að högum og háttum, stutt og laggóð tilsvör, kröfuharka við sjálfan sig (og aöra), raun- sæ gamansemi hjá mörgum þeirra og snögg viðbrögð. Viö allnáin kynni af Hagalín og öðrum Vestfirðingum komst ég síðar að þeirri niðurstöðu, að þeim væri i bókum hans lifandi lýst. Og vissulega er það aðalsmerki góðs höfundar að gefa sanna lýsingu af sögu- persónum sínum, sálarlífi þeirra, orðum og athöfnum. Hér og nú eru hvorki gögn né griðastaður til að gera mat á verkum Hagalíns. Ungur stund aði hann bæöi landbúnað og sjómennsku, en bóklestur jafn- framt, svo sem auðið var, einn- ig menntaskólanám, sem hann lauk aldrei við beinlínis. Hvorki varð sauðfjárrækt né sjó- mennska heldur varanleg at- vinna, því síður ævistarf hans. En bóklesturinn, sem Hagalín rækti snemma af svo mikilli ástríðu, að sjálfur hefur hann sagt mér, að í bemsku og æsku hafi hann oft óskað sér þess að verða óvinnufær til líkams- erfiðis heima á Lokinhömrum f Amarfirði, þar sem hann ólst upp, svo að sér gæfist betra tóm til þeirrar iðju, stundar ihann enn af svo mikilli kost- gæfni, að ég efast um, að nokk- ur núlifandi fslendingur fylgist betur með því sem gerist í bók- menntaheiminum en Hagalln — né dæmi það af hleypidómalaus- ara mati eftir verðleikum. ÖIl þessi viðfangsefni: sveita- störfin heima, sjómennskan, bóklesturinn og skólanámið, hygg ég, að hafi reynzt Hagalín þeir hornsteinar, sem hann byggði aðalstörf sín og lífsskoö- un á. Ungur gerðist Hagalín ritstjóri blaða, fyririesari erlend- is (í Noregi) og hver veit hvað. Seinna var hann svo bókavöröur um árabil og loks bókafulltrúi ríkisins. Verk Hagalíns í þjón- ustu bókasafna urðu þvf lengst af aðalborgaraleg viðfangsefni haris, Þeim hefur hann gegnt heils hugar og af einstökum dugnaði. Liggur eftir hann mik- ið brautryðjandastarf við upp- byggingu bókasafna I landinu. Mun það vera sannfæring Haga- Iíns, að bækur séu enn sem fyrr eitt mikilvægasta menningar- meðal, og mikill bóklestur ís- lendingum lífsnauösyn, hverj- um við sitt hæfi, ekki síður en daglegt brauð. Líklega hefur óslökkvandi lestrarfýsn sveins- ins á Lokinhömrum kveikt löng un hans til að liðsinna sem flest um og leiðbeina við útvegun, lestur og val bóka, svo að þeir gætu svalað sem bezt þeirri sömu þrá, er hann var gagntek- inn af í æsku og er allt fram á þennan dag. Kunnastur er Hagalín fyrir ritstörf sín, skáldsagnagerð og ævisagnaritun. Sumar smásögur hans eru meðal þess bezta, sem skrifað hefur verið á íslenzku í þeirri bókmenntagrein, hvaö snertir mannlýsingar og sér- kennilegt tungutak. Svipuðu máli gegnir um fremstu skáld- sögur hans. Þó hefur Guð- mundur Hagalín að mínum dóm, unnið mest afrek í ævisagna- gerð. Á þeim vettvangi hefur hann markað dýpst spor og haft mest áhrif. Það fer auðvitað fjarri, að allar ævisögur Hagalins séu jafn- snjallar, ekki fremur en skáld- sögur hans. Hagalín er vísast mikiívirkastur islenzkra rithöf- unda fyrr og síðar. Ósjaldan heyri ég fagurkerum farast orð á þá leið, að hann eigi örðugt með að takmarka sig. Má vera, að svo sé stundum. En svipað mætti segja um flest skáld. Það á að minnsta kosti við allan þorra þeirra, eins og annað fólk, sem Fornólfur kvað: Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer. Spá mín er sú, að „hið mikla“ í bókum Hagalíns: Iýsingamar á sérkennum og lífsbaráttu ís- lenzka sjómannsins, bóndans og alþýðukonunnar, háttum þeirra, kröfuhörku til sjálfra sín, kímni og kringilyrðum, geymist svo lengi sem íslenzk tunga verður töluð. Encino, Califomia, 20. sept. ’68. Þóroddur Guðmundsson frá Sandl. uðmundur Gíslason Hagalín er sjötugur I dag. Það er ekkert áhlaupaverk að rita stutt- ar afmælisgreinar um slika menn, ekki sökum þess að leita þurfi lengi aö því, hvað eigi að segja, heldur af hinu, að svo margt er að segja, að vandi er aö velja og hafna. Hagalln hefur um fjagurra áratuga skeið verið 1 fremstu röð íslenzkra rithöf- unda, en samhliða ritstörfunum hefur hann fengizt við svo mörg og margvísleg viðfangsefni, að með ólíkindum má telja. Guðmundur Hagalín fæddist að Lokinhömrum í Amarfiröi og ólst þar upp við búskap, sjó- sókn, sagnalestur og meistara Jón, og má sjá alls þessa glögg merki í ritum hans. Hann sótti lítt skóla, var þó einn vetur hjá séra Sigtryggi Guðlaugssyni á Núpi í Dýrafirði og annan vetur þegar hann var 19 ára, f 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur hann ávallt verið I hópi víð- lesnustu íslendinga, enda er hæp ið, að hann hefði komizt svo langt á rithöfundarbrautinni, ef hann hefði ekki fylgzt vel með því, sem var að gerast I bók- menntum heimsins. Skólanámið varð svo enda- sleppt af þeirri einföldu ástæðu, að hann haföi ekki tíma til að stunda það. Starfið kallaði — skáldskapurinn. Hann gaf út fyrstu bók sína, Blindsker, áriö 1921. Það er safn kvæða, ævin- týra og smásagna. Síðan er ekki ofmælt, að hann hafi látið hend- ur standa fram úr ermum. Mér telst svo til, að alls hafi komið út eftir hann 10 skáldsögur, 11 ævisögur annarra manna, sam-. felld sjálfsævisaga I 5 bindum, og nær þó það síðasta ekki nema fram um tvítugsaldurinn, þegar hiö eiginlega lífsstarf hefst. Fíla- beinshöllina hefur hann ritað um örfá ár ævi sinnar á sjötta tug aldarinnar og auk þess hefur hann gefið út f jölmörg smásagna söfn. Merkar þýðingar hefur hann birt, og vil ég þar sérstak-, lega benda á Manninn og mátt- arvöldin eftir Olav Duun, sem ég álít afreksverk á þýðingar- sviði. Auk þess hefur Hagalín ritað mikinn fjölda greina víðs vegar, en þeim hefur aldrei verið safnað. En ævi Hagalíns verða engin skil gerð, nema önnur störf hans séu einnig nefnd. Hann hefur verið ritstjóri blaða og tímarita, tók mikinn þátt I stjórnmálum' um skeið, fékkst viö kennslu. ■ var bókavörður á Isafirði 1929— • 46 og bókafulltrúi ríkisins frá 1955. Eru þá ótalin margs kon- ar félagsmála- og framfarastörf hans i þágu ísfirðinga og félags- málastörf hans síðari ár í sam- tökum rithöfunda. Hinum miklu ritstörfum Guð- mundar Hagalíns verða vissu- Iega ekki gerð skil hér. Eitt höf- uðeinkenni hans, sem speglast i ritverkum hans, er trú hans á manngildið og hin jákvæða og bjartsýna afstaða til Islenzks al þýðufólks. Þessari trú hans hef- ur ekkert haggað þau fimmtíu ár, sem hann hefur við ritstörf fengizt. Árið 1923 segir hann t blaðagrein: „Sumir alþýðumenn. oftast þeir sem einna minnst lærðu, geta varla sagt sw orð, að eigi bendl það á andlega 13. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.