Vísir - 11.10.1968, Blaðsíða 4
~K
Sharif í hlutverki Che Guevara.
Omar Sharif
leikur
byltingar-
foringja
Kvikmyndin Doktor Zhivago
gerði hann heimsfrægan. Sjálfum
finnst honum, að myndin hafi
aðeins verið enn eitt fjármála-
bragð þeirra í Hollyvood. Öðru
máli gegnir um nýjustu kvikmynd
ina, sem Egyptinn Omar Sharif
leikur í. Sú mynd fjallar um Kúbu
manninn Che Guevara, leiðtoga í
byltinguin víða um Suður-Amer-
íku og vin Castrós. Sharif fer með
hlutverk Guevara. Hann hefur
líka mikla samúð með málstað
byltingarmannsins og þykir leitt,
að hann skyldi felldur í Bolivíu,
þar sem hann rak erindi Castrós.
„Che var í rauninni réttlátur mað-
ur, sem barðist fyrir góðum mál-
stað“, segir leikarinn. „Hefði hann
ekki gripið til ofbeldis, hefði hann
orðið eitt mikilmenna mannkyns-
sögunnar."
Léttlynd stúlka þykist vera
George Wallace!
Frambjó&andinn / vanda staddur
George Waliace, frambjóðandi
við forsetakjör í Bandarikjunum,
er nú í erfiðri aðstöðu, að minnsta
Ungfrú Ja-Neen og George Wall-
ace.
kosti í einu aflsérkennilegu máli.
Stúlka nokkur þykist vera trú-
lofuð honum, en hann hamast viö
að sverja hana af sér.
Hún komst í sviösljósið jafn-
skjótt og frambjóðandinn heim-
sótti Indíanaríki. Þetta var i ágúst
mánuði síðast iiðnum. Stúlkan
skaut upp kollinum klædd kúreka-
stígvélum, aðskomum gylltum
kjól og með býsn af blaðaúrklipp-
um um hetjuna sína, George
Wallace. Hún sá I anda, er kemp-
an settist að í Hvíta húsinu í<?>
Washington. Einn aðstoðarmaður
frambjóðandans þóttist þekkja
vinsæla persónu, er hann sæi
hana, og réð hana samstundis
til þess að koma fram á sviðinu
og hrópa: „Bylting Wállace vill
fá þiiiig!“ Það kom hins vegar
síðar i ljós, að hin línufagra frá-
skilda yngismær vildi ekkert ann
að fremur en ekkilinn Wallace
sjálfan handa sér einni.
Ja-Neen heitir hún og er frá
Indíanapolis. Óvíst er um aldur
hennar. Hún byrjaði kosninga-
slaginn I Little Rock, en var að
mestu útskúfuð, þar sem hug-
myndafræðingar töldu hana frem
ur spilla fyrir með látunum í sér.
Hún fékk þó að lafa með, þar
til hún dag einn framdi það af-
brot að mæla sérstaklega með
einum frambjóðanda til þingsins,
sem Wallace mislíkaði. Hafi
Wallace meö því viljað losa sig
við ungfrúna fyrir fullt og allt,
var það ekki gagnkvæmt. „Það
mundi ekki láta neitt gott af
sér leiða, ef við tilkynntum um
fyrirætlanir okkar núna,“ sagði
Ja-Neen við fréttaménn. „En ég
get sagt ykkur það f hreinskilni,
að ég hefði ekkert á móti þvi
að verða frú Wallace". Með þessu
gaf hún í skyn, að samband þeirra
væri ærið háJð og trúlofun stæði
fyrir dvrum.
Þessar fyrirætlanir ungfrúarinn
ar virtust koma áróðursstjórum
frambjóðandans á óvart. „Vegna
allra hennar mistaka," sögðu þeir,
„tókum við það ráð að losa okk-
ur við hana úr baráttusveitinni."
„Auk þess hefur hún aldrei kom-
ið nær Wallace en svo, að þrír
metrar væru á milli þeirra". Ung-
frúin gafst ekki upp, þótt á. móti
blési. Hún sýndi fréttamönnum
mynd af þeim hlið við hlið, og i
dagblöðunum birtust myndir af
þeim saman. Á meðan dvaldist
Wallace sjálfur heima og lék við
apa sinn, Claude.
SHIRLEY
TEMPLE
HANDLAMA
Ákafur Texasbúi játa&i henni ást sina
— og braut höndina
í bandarískum stjörnmálum
leynast ýmsar hættur. Shirley
Temple, barnastjarnan fræga, at-
ast nú í pólitíkinni og berst fyr-
ir kjöri republikanans Richard
Nixon. 1 hita baráttunnar ferðast
hún um landiö þvert og endilangt.
Hún varð fyrir slysi í Can Antoníó
í Texasriki. Einn aðdáandi hennar
og Nixons vatt sér að henni,
þrýsti hönd hennar og mælti:
„Ég hef verið ástfanginn af þér,
frá því að ég var lítill, sjö ára
drengur.“ Þessi „vonbiðilT* var
Ábyrgö og trygging
Það er ekki oft sem almenn-
ingsálitið lætur i ljðsi vanþókn
un á úrskurði dómstóla hér á
landi. En það skeöi svo sannar-
lega varðandi niðurstöðu Hæsta-
réttar, sem staðfesti upptöku á
vélbátnum Ásmundi, sem kom
við sögu smyglmálsins mikla.
Harðasti dómurinn i bessu máli
hafnaöi á herðum saklauss eig-
rnda bátsins, sem notaður var
til smyglsins, þó hann hefði ver-
ið Ieigður i góðri trú til hand-
færaveiða.
Niðurstaðan er auövitað sam-
kvæmt lagabókstafnum, en mein
ið liggur í því að lögin stangast
á við réttlætiskennd allflestra.
Ábyrgðin hafnar á herðum al-
saklauss aðila, sem verzlar i
góðri trú við þá, sem óhappa-
verkið drýgja. Eijda hafa eig-
anda Ásmundar veriö gefnar
upp sakir þannig að bátinn miss
ir hann ekki, enda munu flestir
sannfærðir um að hann hafi
hvergi komið nærri margum-
ræddu smygli.
Þessi atburður og dómsniður-
staða sannar það áþreifanlega
hinn mesti rumur, og hin veik-
byggöa hönd frúarinnar lét und-
an og brotnaði við átökin!
Við morgunverðarboð stuðnings
manna Nixons i Chicago sýndi
Shirley Temple blaðamönnum
reifaða höndina. Rætt var um
allar áhætturnar, sem stjórnmála-
menn verða að taka. Menn höfðu
mikla samúð með hinni ötulu
konu, sem setur markið hátt og
berst af hörku í hverju verkefni
sem hún tekur að sér.
areiganda, án tillits til þess hver
ekur. Margur hefur orðið fyrir
þungum skellum af slíku, en á
síðustu árum greiðir trygging
bifreiða slíkar kröfur, en í eðli
sinu er krafan sú sama. Yfir-
Shirley Temple sýnir blaðamönnum reifaða höndina - og merki
Nixons.
afstýra slysi. Hefir þetta oft
valdiö byltingu á högum fleiri
aðila en þeirra, sem fyrir slysi
urðu. Aftur á móti má einnig
nefna ábyrgð á skemmdarverk-
um, sem böm og unglingar
IjfötifbðiGöúi
að breyta þarf lögunum um
ábyrgð. Vafalaust er það mikið
vandamál, hvar draga á línu í
þessu efni, því ef ábyrgðarhlut-
'nn væri enginn, þá gæti bað or-
sakað algert sinnuleysi, hvemig
leigð tæki eru notuð.
Hliðstæð ábyrgð er t. d. varð-
andi bifreiðir. Skaði til dæmis
af völdum slyss fellur á bifreið-
Ieitt falla skaðabótakröfur vegna
slysa á vinnustöðum á vinnu-
veitandann, þó hann komi
hvergi nærri, en hins vegar
íeysa tryggingafélögin þennan
>anda nú orðið.
Húseigandi er í mörgum til-
fellum ábyrgur fyrir slysum,
ram verða á lóð hans, bó hann
hafi bað varla á valdi sínu að
fremja, en -samkvæmt lögum er
ekki hægt að sækia mál á hend
ar forcldrum vegna barna
þeirra. Þarna eru öfgarnar aug-
ljósar á hinn veginn. Má í þessu
sambandi minna á hið margum-
talaða ->rindi Ófeigs Ófeigssonar
i vetur um skemmdarverx ‘oarna
og unglinga, en þar var ábyrgð-
in engin.
Enn eitt dæmi má minnast á,
en það er ábyrgð þeirra, sem
hafa hús í byggingu, en á þeim
vettvangi eru slys algeng. í flest
um tilfellum er húseigandinn
ábyrgur, þó hann eigi í mörgum
tilfellum enga sök á óhöppum.
Þannig má rekia ýmis dæmi,
þar sem ábyrgðin er algjör, án
tillits til gjörandans, og einnig
dæmi, þar sem ábyrgðin er eng-
in, og þeir sem fyrir sköðum
verða, sitja óbættir hiá garði.
Það e- allavega augljóst að
það vantar löggjöf um ábyrgðir
dmennt og í einstökum tilfell-
um, því það virðist skammt öfg-
'nna á milli i þeim efnum. í
ðrum tilfellum er skyldutrygg-
:ng nauðsyn, eins og til dæmis
að því er varðar skaða sem
börn valda. kannski í óvitaskap.
Þrándur í Götu.