Vísir - 11.10.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 11.10.1968, Blaðsíða 9
VTS TR . FBstudagur II. oktöber 1968. * T Tndanfarin ár hefur hið mesta uppreisnaræði farið eldi um heiminn. einkum meðal lings fólks. Áður fyrri virtist æskulýð urinn um margra ára skeið vera orðinn óeðlilega afskiptalaus um stjórnmál, og helztu hræringar, sem var að finna meðal unga fólksins fjölluðu um klæðatízku hársídd, bítlamúsík, mótorhjól, eiturlyf og leðurjakka. En svo urðu þessi miklu um skipti og víst er um það, að hvemig sem mönnum hefur geðj azt aö baráttuaðferöum unga fólksins, þá var mikil breyting til batnaðar að áhugi þess fór að vakna til umhugsunar um þjóðfélagsmál. f>að sinnuleysi, sem áður var farið að ríkja hjá því fól í rauninni i sér þjóðfé- iagslegt hættuástand. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef orkuuppspretta nýrra kynslóöa inn á svið þjóðmálanna þornar upp. Þá verður það næstum ófrá- víkjanleg afleiðing, að kyrrstaða verður, þar sem eldri kynslóöim ar hreiðra um sig og gróa fastar við valdastóla, stjómmálin fá á 1 I sig hundleiðinlegan blæ vanans í óskiptanlegum sömu andlitun um ár eftir ár og pólitísk spill ing heldur innreið sína, þar sem stjómmálamenn og embættis- menn gleyma því að hlutverk þeirra á að vera þjónusta við al- þýðu manna, en virðast ímynda sér, að stjórnun þjóðfélagsins sé einkamál, sem þeir gera út um á lokuðum klíkufundum og ráðum. TTppreisnareldurinn hefur breiðzt út um lönd, hann hefur staðið á bak við rauöliða- uppreisn í Kína, mótmæli gegn Víetnam-styrjöldinni í Banda- ríkjunum, rósturnar í París, upp reisnina gegn Novotny í Tékkó- slóvakíu, sífellda ólgu meðal stúdenta í Þýzkalandi og Ítalíu, skæruliðaaðgerðir svörtu pardus dýranna í svertingjahverfum Bandaríkjanna, vaxandi ólgu í ríkjum Suður-Ameríku og jafn- vel mótmælaaðgerðir rússneskra skálda á Rauða torginu í Moskvu. Þannig hefur þetta tekið á sifí hinar ólíkustu myndir í misjöfnum löndum, en þó er varla nokkur vafi á því, að það er sami vindurinn sem blæs um allan heiminn og þannig hefur þetta jafnan verið, hugsjónir og baráttuandi hefur jafnan farið um veröldina í hviöum sem stormgustur eða tízkufyrir- brigði. Og það er ekkert smáræði, sem þessi öfluga hreyfing hefur fengið áorkað. Austur i Kína varö hún að hreinu æði, sem valdhafarnir í þessu mesta ein- ræöisríki veraldar fengu ekki við ráöið og sáu sér þann kost vænstan að sigla me' ■ Frakk- landi lék ríkisstjórn sjálfs kapp- ans de Gaulles á reiðiskjálfi og munaði ekki hársbreidd aö hún hryndi og vestur í Bandaríkjun- um kom hún beinlínis f veginn fyrir, að Johnson forseti gæti hugsað til framboðs að nýju. I öllum löndum hefur hún valdið margvíslegum breytingum, einkanlega þó í ýmsum þeim málum sem snúa sérstaklega að unga fólkinu, svo sem í stjórn og starfsaðferðum há- skóla. JJversu ólík, sem þessi hreyf- ing hefur verið í ýmsum löndum, þá er það samkenni hennar víðast hvar, að hún berst fyrir réttlæti. Hún er hugsjóna- stefna sem þráir fegurri og betri heim, en andstætt hinum eldri byltingarhreyfingum, þá hefur hún ekki fram aö færa neina stefnuskrá, hún segir ákaflega lítið um það, hvernig á að leysa vandamálin. Þannig er hún i eðli sínu anarkísk, hún vill brjóta niður þjóðskipulag, helzt mola allt mélinu smærra, en það er ákaflega þokukennt, hvernig hún ætlar sjálf að reiSa við hinn nýja heim, þar eru aðeins horn- ar fram á diski draumsýnir og skáldskapur. Þetta er mesti veikleiki hreyfingarinnar, sem veldur helzt hættu á því, að hún verði endaslepp. Það þýðir lítiö til langframa að vera prédikari og spámaður. ef menn vita ekk- ert í sinn haus, þegar þeir eiga loksins að takast á við vandann. Áður fyrr þegar hugsjóna- stefnur þingræðis og sósíalisma breiddust út um heiminn, vissu forustumennirnir mjög glöggt, hvað þeir ætluöu að gera, þegar þeir hefðu öðlazt áhrifavald. Þeir ætluðu ekki aðeins að steypa hinu eldra og úrelta valdi, heldur höfðu .nákvæma formúlu og hugsjónakerfi um það, hvernig þeir ætluðu að byggja upp ný þjóðskipulög. Annað er líka ólfkt með fyrri hugsjónabaráttu og þessari uppreisnarhreyfingu, sem nú fer um heiminn. Áður fyrr voru það kúgaðir menn sem gerðu upp- reisn. Það var alþýðan, borgar- ar og verkalýður, sem reis upp til að mótmæla réttleysi, kúgun, arðráni. Það var oft raunveru- legur bardagi fyrir brauði. Þaö var uppreisn fátæklinga, sem híröust ""5 sveltandi börnum. sínum í óþrifalegum og sótug- um hreysum stóriöjuborganna móti fjársóun milljónaranna. Sum þessara vandamála, eru ekki enn úr sögunni. Það er enn við fátækt að stríöa og á einstökum, stöðum hefur hreyf- ingin enn fengið á sig þetta gamla svipmót uppreisnar hinna kúguðu, svo sem í svertingja- hverfunum í Bandaríkjunum og í uppreisn alþýðunnar gegn lög- r'eglukúgun í Tékkóslóvakíu og skáldanna í Rússlandi gegn and- legri kúgun og volæði. Jj^n víðast hvar er uppreisnar- hreyfingin allt annars eðlis. Það á sérstaklega viö um stúd- entauppreisnirnar víðsvegar um lönd. Félagsfræðileg rannsókn hefur farið fram á uppruna þeirra stúdenta, sem fremst hafa staðiö í uppreisnunum. og það er sama sagan víðast hvar. Þorri uppreisnarseggjanna eru börn vel efnaðra íoreldra, sem ekkert þarf að skorta, börn verk fræðinga, háttsettra embættis- manna og ráðherra, lögfræðinga og lækna. Þetta eru oft eftirlæt- isböm. sem hvergi hefur skort munað, en við það er eins og lífsins gæði verði þeim óeftir- sóknarverðari. Þau hafa enga löngun til að berjast fyrir þess- um gæðum, stendur á sama um allt, en líf þeirra öðlast loksins dýpri merkingu 1 að berjast fyr- ir öðrum gæðum. hugsjónum fyr ir réttlæti og skáldlegum draumum fyrir nýjum sælu- heimi. En það er ósköp hætt við því, að barátta þessa fólks renni út í sandinn í óraunsæi, þar sem það á enga þjáningar- reynslu. Það er líka strax farið að bera talsvert á því meðal þessa ein- kennilega byltingarhóps, að kraftarnir eru farnir að dreifast. Ýmis merki þess verða æ skýr- ari, að hieyfingin hafi verið aö talsveröu leyti tízkufyrirbrigði og haldið uppi af metnaðar- löngun einstaklinga, sem vildu láta á sér bera. Dæmi um þetta hefur verið hegðun hins unga manns Dan' ; Cohn-Bendits, sem frægastur varð í Parísar- uppreisninni á sínum tíma. Hann virðist hafa látið frægðina stíga sér til höfuðs. í þeirri persónudýrkun, sem tekin hefur verið upp á honum hefur honum fundizt hann ver.i orðinn stjarna og er tekinn upp á því sem frægur maður, að lifa hinu ljúfa lífi innan um kvikmyndadísir. Dvínandi baráttuhugur hóps- ins kom fram nýlega á mót- mælafundi suöur í Frankfurt. Þar hafði hópur ungs fólks safn- azt saman við opnun hinnar ár- legu bókasýningar til að mót- mæla því, að Afríkusvertingjan- um Leopold Sengkor höfðu ver- ið veitt bókmenntaverðlaun, en hann hefur verið talinn íhalds- samur svertingi og nokkurs konar þý hvítra manna. Þarna stóð Cohn-Bendit fyrir ólátum. Var fámennt lögregluliö til varna, en Cohn-Bendit hafði I skipulagt atlögu að kirkju einni í borginni, þar sem setningarat- höfn fór fram. Var ráðgert að hópurinn ryddist yfir torfærurn- ar og virtist flokkurinn eiga alls kostar við lögregluna. Cohn-Bendit gaf merki um að hlaupa yfir torfærurnar og stökk sjálfur. en það voru ekki nema þrír eða fjórir, sem fylgdu honum, og voru þeir gripnir meðan hinir horfðu að- gerðalausir á. Jgins og alltaf er meö bylting- armenn, þá mynda þeir í upphafi aðeins lítinn minnihluta- flokk, og svo hefur einnie verið með þessa hreyfingu. Þeir hafa reynt að bröngva sínum skoö- unum upp á þióðfélögin með nýjum og harðskeyttum bar- m-> 13. sfða. ■M yiœw| Finnst yður, að sidiia eigi milli peningavalds og stjórnmálavalds? Kristinn Gíslason, verzlunar- maður: „Ég mundi telja æski- legt, aö bankar væru almenn- ingseign, já.“ Óskar Eggertsson, rafvirki: „Tja. Hvernig væri það fram- kvæmanlegt, aö skilja þar á milli?“ Haukur Hvannberg, verzlun- armaður: „Það mætti vel hugsa sér aö gera þaö, en hitt er annaö mál, að þaö verður líklega aldrei gert.“ Ingimar Halldórsson, húsa- smiður: „Ég mundi nú persónu- lega telja. að þeim málum væri betur komið undir stjórn ríkis.“ Valmundur Eggertsson, ut- varpsvirki: „Að einhverju leyti, íá." Oi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.