Vísir - 11.10.1968, Blaðsíða 5
5
VlSIR
IIIIIIHIIHIIIII
Föstudagsr M. oktöber 1Ö6S.
Eru foreldraverndarfélög
stað barnaverndarfélaga
tímabær?
T gær vörpuðum við fram
þeirri spumingu hvort for-
eldrahlutverkið væri orðið ó-
þarft á Islandi. Það er ekki
spurt að ástæðulausu. Frásögn
„fósturmóður" ætti að vekja
einhverja til umhugsunar. —
Skýrsia sérfræðings um svefn
þörf og þó aðallega svefnleysi
íslenzkra bama er athyglisverð
sömuleiðis kennslukonu, sem
skýrði kvennasíðunni frá því að
rauðeygð böm af svefnleysi
væm ekki óalgengt fyrirbæri í
sínum bekk, einnig það, að böm
in fá ekki að borða áður en þau
fara í skóla.
Ef tfl vill er tímabært að
stofna hér foreldravemdarfé-
lög í stað barnavemdarfélaga.
Ef foreldrar treysta sér ekki
lengur til þess að koma börnum
sinum í rúmið á hæfilegum tíma
ef þau treysta sér ekki til þess
að fá þau inn á kvöldin á hæfi
legum tíma í stað þess að láta
lögregluna gera það, sbr. útivist
artíma bama aö vetrarlagi. Ef
þau treysta sér ekki til að hamla
móti kröfum barna sinna um ó-
hófleg fatakaup, ef þau treysta
sér ekki til þess aö fá sínar frí
stundir í friði fyrir unglingum,
sem æða inn á þau á nóttu sem
degi. Þá er foreldravemdar-
félaga-málið á dagskrá.
Einhverjir munu vilja kenna
sjónvarpinu um það að svefn-
tími skerðist hjá börnum. Sú á-
sökun er vanhugsuð. Sérstakir
bamaþættir eru ekki á þeim
tímum kvölds, þegar böm á
skólaskyldualdri ættu að vera
komin í rúmið, ef þau eiga aö
fá nægilegan svefn fyrir næsta
vinnudag. Öðru máli gegnir, ef
foreldrar ráða ekki við bömin,
sem heimta að fá að sjá ákveö-
inn þátt, sem er síðla kvölds.
Sjónvarpið ætti ekki að vera
meiri hindrun en bókin, sem
bókaormar laumuðust til að lesa
fram eftir kvöldi i trássi við
foreldrana né heldur útivist eða
sjoppuhangs. Hins vegar er það
ósiður fuílorðins fólks að fara
mjög seint i háttinn. Hefur oft
verið vikið að því, að hér á Is-
landi er háttatími miklu seinni
en i nágrannalöndunum. Það
leiðir aftur af sér að fólk kemur
vansvefta í vinnu, húsmóðir hef
ur sig ekki á fætur á morgnana
til að hafa morgunverðinn til-
búinn og er þá fljótt skapaður
vítahringurinn — seint i háttinn
seint á fætur. Börnin verða fyrir
þessum ósið hinna eldri, þau
vita, aö svefntíma foreldranna
er ekki nándar nærri kominn
og þau wíta einnig að móðirin
verður eKki komin á fætur til
að taka til morgunverðinn.
Börn á skólaskyldualdri hafa
sinn vinnutíma, sem er allstrang
ur og em auk þess á vaxtar-,
skeiði Þess vegna þurfa þau
holla og góða fæðu. Tvöfalt
magn mjólkur á við fullorðna,
vítamínríkar fæðutegundir og
næga hvíld. Morgunverður verð
ur að vera samsettur á þann
hátt, að hann búi líkamann sem
bezt undir dagsverkiö.
Hæfilegur skammtur bama og
unglinga að 21 árs aldri er talinn
vera: % 1. mjólk, 20—30 g ostur,
Vi egg, fiskur, dálítið kjöt eða
innmatur, mikið af græn-
meti og ávöxtum og gróft brauð
(rúgbrauð, heilhveitibrauð) —
Hins vegar er sælgæti, feitar
kökur, vínarbrauð og álíka ekki
til þess fallið til að örva matar-
lyst eða stuðla að byggingu
líkamans.
I Bandaríkjunum og Englandi
er mikið gert úr morgunverðin-
um og oft fjölbreyttar fæðuteg-
undir á borðum. Þar tíðkast að
fjölskyldan safnist saman við
morgunverðarborðið. Oft er byrj
að á því að drekka appelsínu-
safa eða borða eitthvert aldin, og
er þaö góður siður, sem flestir
ættu að taka upp. I stað steikts
fleks og eggja höfum viö fsl.
fæðuteg., mjólk ost og — eða
egg, súrmjólk, skyr, hafragraut
Hol'ur og góður morgunmatur er undirstaða þess að dags-
verkið gangi vel. — Nægur svefntími einnig.
eða annan graut fyrir þá
sem hafa mikla heitaeiningaþörf
og gjarnan slátur. Rúgbrauð og
heilhveitibrauð eru hollari en
frariskbrauð og normalbrauð.
Þessar fæðutegundir ættu að
búa bamið og unglinginn vel
undir dagsverkið sem á köflum
myndi reynast hverri meðal-
manneskju ærið nóg.
Ef talin væri hver einstök
bók í bókastaflanum, sem bam-
ið og unglingurinn þarf að brjót
ast í gegnum, áður en skóla-
göngunni lýkur kæmi út há tala.
Fyrir utan það þarf barnið oft
að snatta að ástæðulausu fyrir
foreldrana. Skipulögð vinna þar
sem þess er gætt að barninu sé
ekki lagt of mikið á herðar en
sé um leiö nægilegt til þess aö
bað finni samábyrgð sína á heim
ilinu er það æskilegasta. En
fyrst og fremst þurfa foreldrarn
ir að hafa það í huga að ofgera
því ekki í neinu en hjálpa þar
sem þess er þörf.
*
S.Í.B.S.
S.Í.B.S.
Hinn 10. þ. m. voru dregnir út hjá borgar-
fógeta vinningar í merkjahappdrætti Berkla-
varnadagsins 1968.
IJt voru dregnir 30 vinningar:
10 Blaupunkt Java sjónvarpstæki og
20 Blaupunkt Diva ferðaviðtæki.
Vinningar féllu þannig:
Sjónvarpstæki:
Nr. 1425 4526 9381 12607 13524 16294
18691 23792 28489 32889.
Ferðaviðtæki:
Nr. 1180 1766 3538 5049 5557 8823
10710 13270 18695 20306 20881 20955
21817 22544 25578 29097 31367 33777
37395 39430.
Eigendur merkja með framangreindum núm-
erum framvísi þeim í skrifstofu vorri, Bræðra-
borgarstíg 9.
S.Í.B.S.
IBÚÐIR TIL SÖLU
bæði í vestur og austurbæ, nýtt og eldra. — Hagkvæm-
ir skilmálar. Uppl. á kvöldmatartíma í síma 83177.
Kaupum hreinar
léreftstuskur
VISIR
FRAMLEIÐENDUR:
TIELSA, VESTUR-ÞÝZK
GÆÐAVARA OG
JÓN PÉTURSSON
HÚSGAGNA'
FRAMLEIÐANDI
BBIalálalaBIalálálsIálaEiIalÉiCsIlllIsía
E1
G1
G1
G1
G1
G1
G1
G1
ELDHUS-
Gllalalalalalálalalalaialalala
% KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI
5jt STAÐLAÐAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI
OG ÖLL TÆKI FYLGJA
L£ 7 7 !
% HAGKVÆMIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
UMBOÐS-
OG HEILDVERZLUN
KIRKJUHVOLI
SÍMI 21718 og 42137
FULLKOM1Ð SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI