Vísir - 11.10.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 11.10.1968, Blaðsíða 12
rz VISIR raaBKraa Það var Trölli, sem geröi Lauru viðvart, þegar rööin kom að henni. Fógetinn og fulltrúi hans stóöu báðir á fætur, þegar hún kom inn og fulltrúinn bauð henni saeti á stól, maður ljóshærður og mikill að vallarsýn. Fógetinn skrifaði í bók sér til minnis, spurði hana hvort hún hefði séð Merriday taka upp skutulbyssuna og handleika hana, og kvað hún svo vera. Hafði . hann miðað byssunni á nokkum sérstakan? Ekki hélt hún það, ein- ,ungis skoðað hana. Hvað um hr. Mayerhof, þegar hann tók skutul- byssuna upp af borðinu? Hafði hann miðað henni? Um það gat hún ekk ert sagt, hún hafði ekki séð hann með byssuna í höndum sér fyrr en skotið var riðið af. Fógetinn og fulltrúinn þökkuðu henni fyrir, og þegar hún kom aftur fram í and dyrið, voru sjúkraliðar að bera lík iö út í bfl. Aldo beið hennar frammi í and dyrinu, stóð við legubekkinn, þar sem hún hafði setið, og tónlistin var þögnuð. „Gene var að hringja rétt í þessu", sagði hann, „hann strand- aði í San Francisco, engar flugvél- ar í förum hingað í kvöld vegna ÝMISUGT : YAAISLEGT 30435 rökum að okkur nvers sontu cnúrrir og sprengivinnu i húsgrunnuro og ræs um Letgjum út loftpressui og vfbr sleða Vélaletga Steindórs Sighvat> iOnai Alfabrekki. vif Suðurlands braut «imi t043ft TÆKIFÆRISKAUP Höfuro nýfengið ROTHO hjólbörur, kr 1185—1929, v-þýzk úrvalsvara, einnig úr val af CAR-FA toppgrindum. þ á m. tvö földu buröarbogana vinsælu á alla bíla Mikið úrval nýkomið af HEYCO og DURO bíla- og vélaverkfærum, stökum og I sett um, einnig ódýr blöndunar+æki, botnventlar og vatnslásar. Strok,ám kr 405. — Málningarvörur. — Allar vörur á gamla verðinu. — Póstsendum fNGÞÓR HARALDSSON H/F, Grensásvegi 5, simi 84845. TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FL4ÓT OG VÖNDUÐ VINNA ClRVAL AF AKLÆÐUM LAUSAVið 62 - SlHI I6Í25 HIIMASlMI 65636 BOLSTRUN Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Smi 35199. Fjölhæt jarðvinnsluvél ann- ast lóðastandsetningar, gref húsgrunna, holræsi o.fl. veðurs. Ég skýrði honum frá því hvað gerzt hefði í dag, og hann krefst þess aö ég taki þig á brott héðan.“ „Hann hefur engan eignarétt á mér.“ „Þú ert honum mikils virði. Og þú hagar þér eins og heimskingi." „Það er mitt einkamál." „Hann ætlast til þess að ég hringi til hans innan stundar og segi honum svar þitt.“ „Málið er útrætt af minni hálfu.“ Þær Winifred og hertogaynjan höfðu verið inni hjá fógetanum, komu þaðan aftur og settust. Gail sat þar, sem hún hafði setið. Skák garparnir sátu við borð sitt eins og áður, og borðið var mannlaust enn. Merriday stóð viö gluggann og hafði kveikt sér í nýjum vindli. Hawkins læknir og hr. Bean voru þarna ekki, en Trölli, Ramóna og Sally. Þau sátu þar sem skugga bar á úti við vegg, hvert við annars hlið, eins og stjörf, mæltu ekki orð af munni, minntu einna helzt á skólakrakka, sem bíða þess að verða leidd fyrir skólastjórann. Andartaki eftir að hún var setzt, reis Trölli úr sæti sínu og kom til hennar. Nokkra stund stóð hann þögull, hallaði undir flatt og hlust- ; aði á brimgnýinn og veðurhljóðið, kinkaði svo kolli. „Þú heyrir þaö á- reiðanlega í nótt“, mælti hann hljóð lega. „Kannski fvrr en varir. I nótt tekur brimið lagið út við Nornarif svo að kveður.“ Hr. Bean kom fram í anddyrið um það leyti, sem fógetinn og full trúi hans voru að fara, og fylgdi þeim til dyra. Laura fann að hún hafði búizt við einhverjum frekari aðgerðum af þeirra hálfu, en þeir kveddu hæversklega og færu. Hún hafði búizt við að þeir gengju að Merriday eða Mayerhof og að þaö heyrðist smella í handjárnum. Því næst kæmi fram skýring á öllum þeim undarlegu atburðum, sem gerzt höfðu undanfarna daga. Útidyrnar voru opnaðar, storm- urinn öskraði úti fyrir, hurð féll að stöfum á hæla lögregluyfirvöldun- um frá Skeljavík, svo varð allt kyrrt á nýjan leik og andrúmsloft- ið inni þrungið óleystum ráðgátum. Hún reis úr sæti sínu við eldinn. Hjálpin hafði brugðizt. Skákgarp- arnir röðuðu taflmönnunum á borð ið eins og ekkert hefði við borið. Hr. Bean nam staðar hjá henni. „Góða nótt, vina mín“, mælti hann. „Mér þykir fyrir þessu. En storm inn þarf ekki að óttast. Hún hefur staðið af sér verri veður kráin.“ Merriday stóð enn úti við glugg- ann. Winifred og hertogavnjan sátu enn í stólum sínum, Gail á sínum stól. Og Laura þóttist vita að þær hefðu einnig orðiö fyrir vonbrigð- j um. Hún sá hvar Aldo stóð inni í i simaklefanum þegar hún lagði upp | stigann. Það marraði og brakaði í öllum viðum. Forynja óveöursins lá hvar vetna í leyni, hún heyrði krafs hennar inni í bóka afninu, þegar hún gekk þar hjá. En skyndilega kvað við annað hljóð, sem yfir- gnæfði allt annað og Laura nam staðar sem höggdofa. Tryllingslegt öskur, sem breyttist smám saman í hvellt, blisturskennt hljóð, svo magnþrungið og óhugnánlegt að hún mundi hafa gengið af vitinu af skelfingu, ef hún hefði ekki vitað hvað var. Það var brimið, sem tók lagið úti við Nornarif ... Þessi volduga og óhugnanlega hljómkviöa dundi í eyrum hennar, þegar hún hélt inn ganginn. Hún opnaði dyrnar að herbergi sínu og þegar hún hafði fellt hurðina aftur að stöfum, lét hún hallast upp að dyrastafnum og fann ósjálfrátt að hún var ekki ein í herberginu, og um leið sá hún móta fyrir mann- veru úti við dimman gluggann, manneskju, sem haföi tekið sér þar sæti á stól, að því er helzt virtist. „Gerið svo vel að kveikja." Það var kvenmannsrödd og Laura varð að taka á öllu, sem hún átti til, að hún ræki ekki upp hljóð. Hún teygði út höndina eftir hurðarhún- inum. „Ekki þetta.... ég sagði yöur að kveikja." Laura dró djúpt andann, gekk yfir aö lampanum á náttborðinu við irúmiö og kveikti á honum. Og þeg ar hún leit andlit gestsins, fékk hún ekki lengur við ráðið en rak upp hátt og skerandi vein. Andlit gestsins var hið sama og hún hafði séð á ljósmvndinni heima í kofa Christians. Það var Linda, konan sem svipt hafði sjálfa sig lífi, hún og engin önnur, sem sat þarna í stólnum. ÁTJANDI KAFLI. „Gott kvöld, ungfrú Robbins", sagði konan í stólnum. Hún var klædd svartri regnkápu og hélt á lítilli, svartri marghleypu í hend- inni, sem hún lét hvíla í keltu sér. Og nú, þegar Laura var ekki eins skefld og fyrst, sá hún að þetta var ekki Linda, heldur eldri kona, en andlitsfallið og svipurinn eins í fljótu bragði séö. Fyrst þetta var ekki Linda sjálf, hlaut það að vera móðir hennar, hugsaði Laura — það hlaut að vera Irena Chase. Að vísu hlaut hún að vera komin fast að fertugu, enda þótt hún sýndist mun yngri. Og hún hafði sama augnatil- litið og sjá mátti á Ijósmyndinni af dótturinni, heitt ofsafengið og óútreiknanlegt. Föstudagur 11. október 1968. „Ég þekki yöur talsvert af ann- arra frásögn", mælti Irena Chase. „Ég v°it um allt, sem þér hafið tekið yður fyrir hendur síðan þér komuð hingað til 'Nehaya.*' „Hvernig komuzt þér hingað inn?“ „Ég ók hingaö í bíl mínum, ung frú Robbins, gekk svo um bakdyrn ar inn í mannlaust eldhúsið og upp bakstigann. Ég er húsum kunnug hérna, skiljið þér. Við Art Chase dvöldum hér oft tíma og tíma. Þannig stóð á þvi að Christian og Linda mín eyddu hveitibrauðsdög- um sínum hérna. Þau bjuggu ein- mitt í þessu herbergi. Og þér — sofið hér í sama rúminu, horfið út um gluggana. eltið Christian á rönd um. Þér skuluð ekki álíta að ég hafi ekki haft hér eyru og augu, sem fylgdust með öllu .. . .“ „Þér eigið við aö þér hafið haft njósnara?" Enn einu sinni á þess- um degi þótti henni sem hún stæði á gjárbarmi vitfirringarinnar. Og samt sem áður var sem henni gæti ekki komið neitt á óvart framar, eftír allt það, sem við hafði borið. „Já, ég hef haft hér njósnara." Það brá fyrir stolti í rödd frú Chase. „Parker?“ spurði Laura. En um leið mundi hún eftir orðsendingunni sem smeygt hafði verið undir her- bergishurðina. Það gat því ekki verið karlmaður. Sporið peningana Gerið sjált við bílinn. Fagmaður aðstoðar NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Sími 42530 Hreinn bíll. — Tallegur bfll Þvottur, bónun, ryksugun NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN sími 42530 Raígeymaþjónusta R. geymar i alla bfla NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN sími 42530 Varahlutii bílinn Platínur, kerti, háspennu- kefli, Ijósasamlokur. perur, frostlögi" brems'ivökvi, olíur nfl ofl. NÝjA BILAÞJÓNUSTAN Hafnarbraut 17. sími 42530 Kórak, sonur Tarzans fer með Ho- Donunnm til borgar þeirra, Ta-Lur, í leit að föður sínum. Fólkið bíður okkar. ÞaS hefur heyrt, að við höfum tekið Ab til fanga. Að lenda í gini tígrisdýrsins hefði ver- ið auðveldur dauðdagi fyrir Ab saman- borið við það, sem hans bíður i borginni. gMjQfigggegg 3i Qtmu 23022

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.