Vísir - 14.10.1968, Side 8

Vísir - 14.10.1968, Side 8
8 V1S IR . Mánudagur 14. október 1968. VISIR Otíf.efancl' Reykjaprent h.t Framkvæmdastióri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: AxeJ Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsinftastjóri: Bergþór OlfarssoD Auglýsingar: 4ðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 AfgreiOsla: AOalstræti 8. Sími 11660 Ritstjðrn: Inugavegi 178. Stmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðiá Vísis — Edda h.f. Prófkosningar Einn þáttur í gagnrýni ungra manna á þjóðmálakerfið ) í landinu er, að frambjóðendur flokkanna séu ekki ) nógu lýðræðislega valdir. Þrátt fyrir öll formsatriði \ séu það tiltölulega fáir menn í hverjum flokki í hverju ( kjördæmi, sem ráði skipan framboðslistanna. Að vísu ( viðurkenna gagnrýnendurnir, að framboð séu almennt ) lýðræðislegri en áður fyrr. En þeir telja, að betur þurfi, ) ef duga skuli. 1 Þetta vandamál var til umræðu á aukaþingi Sam- / bands ungra sjálfstæðismanna fyrir skömmu. Þingið ) lagði til, að gert yrði að skyldu að hafa prófkosningar ) um frambjóðendur flokkanna, svo að almennir kjós- ) endur þeirra geti milliliðalaust ráðið framboðum. ( Ungu mennirnir telja, að margt vinnist með þessu: ( Þjóðmálaveldið dreifist meira til almennra kjósenda ) og þeir fái meiri áhuga á þjóðmálum. Einnig sitji þá ) ekki aðrir í efstu sætum framboðslista en þeir menn, ) sem almenna tiltrú hafi í sínum flokki. Þá hafi kjós- ) endur betra úrval frambjóðenda til að velja milli, og ( virðing Alþingis muni því vaxa. ( Af prófkosningum er bæði slæm og góð reynsla. ) Hér á landi hefur hún ekki þótt góð. En sums staðar ) erlendis, t. d. í Bandaríkjunum, þykja prófkosningar ) gefa góða raun. Þær virðast ekki einu sinni valda al- ) varlegum klofningi í flokkunum, þótt hatrammlega ( sé oft barizt innan þeirra. ( Gagn eða ógagn prófkosninga fer sjálfsagt eftir því, ) hve vel eða illa er vandað til skipulags þeirra. Líklega ) væri bezt sú lausn, sem ungir sjálfstæðismenn benda ) á, að prófkjörið verði lagaskylda. Mætti þá hugsa sér, \ að það væri liður í hinum almennu kosningum og færi ( fram á vegum almennra kjörstjórna á venjulegum II kjörstöðum fjórum—fimm vikum fyrir kosningar. ) Ýmsar fleiri leiðir koma að sjálfsögðu til greina. \ Menn eru ekki á eitt sáttir um, hvort prófkosningar ( muni henta eins vel úti á landi og í Reykjavík, og yrði ( því skipulag þeirra að vera miðað við margvíslegar og ) breytilegar aðstæður. Ekki má mikla fyrir sér erfið- ) leikana, þegar rætt er um, hvort farið skuli út í próf- l) kosningar. Og hins vegar má ekki gera of lítið úr erf- V) iðleikunum, þegar rætt er um fyrirkomulag prófkosn- ( inganna. ( ítarleg tillaga um framkvæmd prófkosninga var ) lögð fram í málskjali á þingi ungra sjálfstæðismanna. ) Æskilegt væri, að efni hennar yrði birt, svo að um- ) ræðugrundvöllur um þrófkosningar skapist. Enginn \ veit enn, hvernig skynsamlegast er að skipuléggja ( prófkosningar. En mikilvægt skref er stigið, þegar ( fenginn er grundvöllur til þess að ræða um. Þetta er ) mál, sem varðar almenning og stjórnmálamenn miklu. ) Þess vegna er nauðsynlegt að koma á umræðu um ) bað. Ef til vill eru prófkosningar heppilegasta leiðin- ( til að tengja betur saman stjórnmálamenn og almenn- u ing í landinu. (( Skólaárið er nógu langtf Niðurstöður úr 16. skoðanakönnun Vísis urðu þessar: Já.......20% Nei......,68% Óákveðnir . . . 12% Ef aðeins eru taidir þeir, sem afstöðu töku, lítur taflan þannig út: Já.........23% Nei....... 77% Qg skólarnir eru byrjaöir enn á ný — meö svipuöu sniði og undanfarin ár. Skólastarfiö er næstum því eins og þaö hefur verið um langa hríð, þrátt fyrir ýmsar breytingar, og heildar- svipur skólanna er sá sami. Sjaldan eöa aldrei hafa verið líflegri umræöur heldur en nú meðal ungs fólks, sem hugsar um sín eigin málefni, sín eigin áhrif, frelsi og aðstööu. Skólakerfiö er eitt af því, sem einna helzt hefur orðið fyrir barðinu á gagnrýnum ungum mönnum og konum, og raunar hafa aldrei menn Iagt orð f belg og snúizt á sveif með hinum yngri. Allir eða aö minnsta kosti flestir viröast vera sammála um það, að einhverra breytinga sé þörf innan skólakerfisins. Ósam- lyndið byrjar aðeins þegar farið er að ræða um undirgreinar þess arar breytingar. Algeng slagorð eru: „Non scholae sed vitae discimus" (Viö lærum vegna lífsins en ekki vegna skólans) og „Skólar eiga að útskrifa þroskað fólk — ekki páfagauka". Þaö er talað um lífræna kennslu einsetna skóla, fleiri kennslutæki og — minna heimanám. Minna heimanám er ef til vill mergurinn málsins í sambandi við íslenzkt skólakerfi, eða alla vega eitt grundvallarspursmál- ið. Til þess að því veröi komið á, þarf fleiri kennslustofur og fleiri kennara. Það þýðir aukinn námskostnað og minni sumar- vinnu og tekjur fyrir skólanem- endur, sem eru á vinnualdri. Þetta veröur óhjákvæmilega aö hafa f huga, þegar menn íhuga spuminguna: „Teljið þér lengingu skólaársins æskilega?" í 16. skoðanakönnun Vfsis var einmitt þessi spuming borin upp við þióðina til þess að revna að finna út, hver viðhorf fólks eru til þessa máls. Skoöanakönnunin var fram- kvæmd með venjulegum hætti, þannig að hún nær til allrar þjóð arinnar og allralandshluta.Mjög vel gekk að fá svör við spurning unni, og tiltölulega fáir voru ð- ákveðnir. Eins og fram kemur hér ann- ars staðar á síðunni var yfir- gnæfandi meirihluti fólks gegn' lengingu skólaársins. Mörg svörin vom ákaflega, skemmtileg og eridurspegluðu. greinilega ýmsar hugrenningar, sem búa með fólki í sambandi við skólagöngu. Til dæmis: „Nei, það á að sleppa öllu helvftis skólaveseni . . Fólk lærir ekki á ööru en reyna að bjarga sér sjálft frá blautu bamsbeini." Sumir mæltu lengingu skóla- tímans bót, og sögðu að blessuö börnin hefðu varla annað betra við tímann að gera heldur en læra. Þannig vildi til að einn af þeim sem urðu fyrir svörum kynnti sig þegar í stað sem kenn ara (þrátt fyrir aö hann væri alls ekki beðinn um að kynna sig né segja frá starfi sínu). Hann sagði, að hann teldi rétt að lengja skólatímann hjá hin- um yngri nemendum en hins vegar ekki hjá nemendum æðri skóla. Ein barnmörg móðir sagöi, 1 að hún vildi fremur, að böm sfn .• væru f skólá allan ársins hring, heldur en þau gengju „sjálfala" 1 á götunni. i Þaö var töluvert merkilegt, að utan þéttbýliskjarnanna og . Reykjavíkur virtist fólk leggjast , miklu eindregnara gegn lengingu skólatfmans heldur en á fyrr- nefndu stöðunum. 1 sveitum landsins var t. d. enginn karlmaður fylgjandi því, að skólaárið yrði lengt, þótt fá- einar konur væru þvf fylgjandi. Ef hægt er að ræða um ein- • hverjar heildarályktanir, sem hægt er að draga af niöurstöð'"' um þessarar skoðanakannana, er þaö kannski helzt, að fólk hefur , almennt áhuga á skólamálum og • lætur sig þau miklu skipta. Það telur breytingu á hinu ytra formi skólanna ekki bráðnauð- synlega, en aftur ámóti lítur út fyrir. að fólk álíti tíma til bess kominn að hugað sé eitthvað að námstilhögun og kjama máls- ins. ____».-£H

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.