Vísir - 21.10.1968, Síða 4

Vísir - 21.10.1968, Síða 4
Magnús Pétursson, heildsall og dómari: Já, ég tel það mi'kið atriði að vera með. Ég álít að það sé ekki minna atriði að vera þar með heldur en að vera í Samein uðu þjððunum. Gunnlaugur Hjáimarsson, hand- knattleiksmaður: Já, endilega. Sérstaklega þá sem ekki ná iágmarksárangri. Bragi Kristjánsson, ritari Ólym- píunefndar: Ég álít að ísland eigi að vera með. íþróttafólkið hefur tekið framförum, þótt það hafi átt við ramman reip að draga. 4 Bjöm Kristjánsson, dómari: Skilyrðislaust. Þeir sem ná lág- marksárangri eiga að fara. Þeir leggja mikið á sig og veröa að bera eitthvaö úr býtum. Mikið hefur verið rætt um þátttöku íslendinga á Ólym- pkileikunum í Mexíkó. Við lögð um fyrir nokkra aðila, sem staddir voru í Höllinni spuming una: Teljiö þér, að rétt sé að senda íslendinga á Ólympíuleika? Karl Jóhannsson, smiður, dóm- ari og handknattleiksmaðun Já, það er allt í lagi að senda menn þangað, en það þarf aö senda yngri menn. V í SIR . Mánudagur 21. október 1968. íslendingarnir víðast „með seinni skipunum" á ÓL — tveir luku ekki keppni — Oskari mistókst, en Valbjörn hætti eftir fyrstu grein seinni dagsins i tugbrautinni 0 Varla verður annað sagt en að íþróttaáhuga- menn hér á landi hafi orðið fyrir vonbrigðum með keppendur okkar á Ólympíuleikunum til þessa. Staðreynd er það eigi að síður, að sund- fólkið okkar hefur verið með árangra svipaða og eðlilegt má telja. Val- björn varð að hætta vegna meiðsla, en hafði staðið sig slælega, — Óskar var dæmdur úr leik, hér var eflaust reynsluleysi mikið um að kenna. Hitt er önnur saga, 'að við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að við erum ekki meö einn einasta íþróttamann i Mexíkó, er nálgast heims„klass- ann“ hvað þá meira. Við verð- um því ekki annað en „þátttak- endur“ á leikunum, sem auðvit- að er nauðsynlegt. íþróttasam- tökin verða svo að gera það upp við sig 1 framtíðinni, hversu stór ir höpar eiga að fara utan i framtíðinni, en greinilegt er, aö lágmarksafrekin hafa verið sett nokkuö lágt, virðist það ekki sízt eiga við um sundgreinamar. Þá verður það í framtíðinni að teljast rétt, að farið sé eftir lág- mörkunum, — þ. e. að aðeins þeir, sem hafa náö lágmörkum, verði sendir utan. Ólympíuleikarnir kosta íþrótt- irnar og almenning í landinu lauslega reiknað hátt í milljón krónur. Það væri hægt að gera heilmargt jákvætt við þá pen- inga fyrir íþróttastarfið, m. a. ráða góða erlenda þjálfara, svo eitthvað sé nefnt. Enginn er t. d. í vafa um að Ungverjinn Sim- onyi Gabor, sem hér var um ára- bil, gerði íþróttunum mikið gagn. Hér vantar góða frjáls- íþróttaþjálfara. Hér vantar dóm- ara og leiðbeinendur fyrir lyft- ingamenn, — er ekki einmitt lfk legt að Óskar Sigurpálsson hafi hreinlega tapað vegna vanþekk- ingar á einni grein þríþrautarinn ar, — snöruninni? Þetta mál þarf íþröttaforustan að ræða, — hér er um stórmál að ræða. íslendingar hafa oftast staðið sig betur en nú á al- þjóðakeppnum, en eins og málin horfa í dag, eigum við næsta lít- ið erindi á Ólympíuleika annað en það að nafn landsins sé með í opnunarathöfninni. — jbp — íslendingar á Mexíkó-leikunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.