Vísir - 28.10.1968, Síða 2

Vísir - 28.10.1968, Síða 2
 SSSWSfi Bandaríska liðiö vann langflest verðlaun i Mexikó. OL-ELDURINN SLOKKNAÐUR 1 NÓTT kulnaði Ólym- píueldurinn í Mexíkó, — og eftir fjögur ár verður hann vonandi aftur lif- andi í Miinchen í Þýzka- landi, en þar verða næstu leikar haldnir, — 20. Ólympíuleikamir. Lokaathöfnin fór fram í heföbundnum stíl, Ólympíufán- inn var felldur, Ólympíueldur- inn slökktur, en fulltrúar landa þeirra, sem þátt tóku í leikun- um gengu fylktu liði undir þjóðfánum inn á völlinn. Leikarnir voru I heild sinni hreinir yfirburðir Bandaríkja- manna, einkum í þeim tveim greinum, sem taldar eru „aðal- greinar“, þ. e. í frjálsum iþrótt- um og í sundi. Alls unnu Banda- ríkjamenn 45 sigra, en keppt er um 170 gullverðlaun á leik- unum, Sovétmenn komu næstir með 29 sigra. Það eru því fleiri en Islend- ingar sem eru „litlir" á leikum sem þessum. Margar stórþjóð- anna koma heim með stærri hóp en íslendingar, — en til- tölulega rýran feng hvað tekur til verðlauna. Þó mun nær helmingur þátttökuþjóðanna hafa nælt sér í verðlaunapen- ing af einhverri gerð. Bandaríkjamenn koma heim með fangið fullt af gulli, silfri og bronsi, — en vandamál þess flokks eru stærri í sniðum en nokkurs annars lands vegna kynþáttavandamálanna, sem upp komu á leikunum. Jafnvel Rússar, sem eru skammaðir opinberlega af æðstu mönnum ríkisins eiga ekki við annað eins að stríða. Mjög sennilegt er að Mexíkó- leikarnir eigi eftir að verða um- ræðuefni iengi vegna þeirra furðuafreka sem þar unnust, einkum i frjálsum íþróttum, og þá hvort ekki beri að meta afrek uunin i háfjallaloftslagi á annan hátt en þau sem unnin eru á leikvöngum í hæð rétt um sjávarmál. “ ^ ■ ^ ^ É L Skipað í I nefndir hjá HSÍ ; Á stjórnarfundi 15. þ. m. i 1 skipaði stjórn H.S.l. eftirtaldar i 4 nefndir: 7 i Landsliðsnefnd karla: t \ Hannes Þ. Sigurðsson, Hjörleif- / ur Þóröarson, Jón Erlendsson. ) Landsliösnefnd kvenna: \ Þórarinn Eyþórsson, Heinz í Steinmann, Viöar Símonarson. í Landsliðsnefnd pilta: ÍJón Kristjánsson, Hjörleifur J Þórðarson, Karl Jóhannsson. t Landsliðsnefnd stúlkna: Þórarinn Eyþórsson, Heinz , Steinmann, Viðar Símonarson. , J Dómaranefnd: L Hannes Þ. Sigurðsson, Karl t Jóhannsson, Valur Benedikts- 7 son. J Mótanefnd: t Rúnar Bjamason, Einar Þ. 4 Mathiesen, Birgir Lúövíksson. í Stjóm H.S.Í. hefir skipt með l ; sér verkum þannig: 7 1 Axel Einarsson, formaöur, J 1 Rúnar Bjamason, varaformaður, « t Valgeir H. Ársælsson, gjaldkeri, 4 7 Axel Sigurðsson, bréfritari, 7 ) Einar Þ. Mathiesen, fundarritari. ; \ Jón Ásgeirsson, meðstjómandi. J 4 Sveinn Ragnarsson, meðstjóm- 7 andi. I Lcikir í undankeppni HM í knaftspyrnu Um helgina fóru fram þrír leikir í undankeppni HM í knattspyrnu 1970, en aðalkeppnin fer fram í Mexíkó. Belgrad: Júgóslavía — Spánn 0:0. Sofia: Búlgaría —Holland 2:0. Nbola: Zambía—Súdan 4:2. Atlanta: USA—Kanada 1:0. ,Farið sé í hvívetna eftir reglum um búnað glímumanna segir i tillögu GLI 9 Ársþing Glímusambands Is- lands var haldið að Hótel Sögu 20. okt. s.l. og sett af formanni sambandsins, Kjartani Berg- mann Guðjónssyni. • 1 upphafi fundarins minnt- ist formaður tveggja glímu- manna, sem látizt höfðu frá síð- asta glímuþlngi, þeirra Jóns Helgasonar, stórkaupmanns f Kaupmannahöfn, og Jóhannesar Jósefssonar, hótelstjóra á Hótel Borg. Gestir á Glímuþingi. Á Glímu- þingj mættu úr stjórn íþróttasam- liands íslands Gísli Halldórsson, torset; I.S.I., sem kosinn var for- íeti Glímuþings, Guðjón Einarsson, Gunnlaugur J. Briem og Sveinn Bjömsson. Aörir gestir voru: Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Þorgils Guðmundsson, Þorsteinn Kristjánsson, landsþjálfari Glímu- sambandsins, og Þórður B. Sig- urðsson, ritstjóri Iþróttablaðsins, sem kosinn var þingritari. Þingforsetar voru kjörnir Gísli Halldórsson, forseti fþróttasam- bands Islands, og Sigurður Inga- son, en ritarar Þórður B. Sigurðs- son og Ólafur Guðlaugsson. Formaður gaf skýrslu um starf- sem samb_ndsins á s.l. starfsári, en hún var fjölþætt og ýms mál í athugun til eflingar glimuíþróttinni í landinu. Ýms mál voru tekin til umræðu og afgreiðslu, meðal annars var rætt um glímu í sjónvarpinu og kom fram áhugi á aukinni sam- vinnu við sjónvarpið eftir hina á- gætu reynslu, sem fékkst af glímu- keppni sjónvarpsins, en jafnframt var bent á, að hvergi mætti slaka á kröfum um hæfni þeirra glímu- manna, sem þar kæmu fram. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Ársþing Glímusambands ís- lands, haldið 20. október 1968, leggur áherzlu á, að farið sé í hví- vetna eftir reglum um búnað I glímumanna á opinberum mótum, I og beinir því til stjórnar GLÍ, að | viðurlögum verði beitt, sé út af | brugðið." I glímudómstól voru þessir menn I kjörnir: Sigurður Ingason, Ólafur H. Óskarsson, Siguröur Sigurjóns- son. Stjórn Glímusambandsins var öll endurkjörin og er hún þannig skipuð: Kjartan Bergmann Guðjónsson, Reykjavík, formaður, Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, varafor- maður, Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík, gjaldkeri, Ólafur H. Óskarsson, Reykjavík, fundarstjóri, Sigurður Sigurjónsson, Reykjavík, bréfritari. Til vara: Sigurður Ingason, Reykjavík, Ingvi Guðmundsson, Garðahreppi, ■ Elías Árnason, Reykjavík. 16870-24645 Einbýlishús í Smáíbúðahverfi. Húsið er um 80 ferm. að grunnfleti, hæð, ris og V2 kjallari. Á hæöinni eru 2 stofur, 2 herb., eldhús og bað, í risi eru 3 svefnherb., geymsla og leikherb. Stór ræktuð lóð. 4ra herb. risíbúð í tvíbýlishúsi við Hátröð, Kópavogi. Verð: 850 þús. 4ra herb. ný endaíbúð á 3. hæö (efstu) við Hraunbæ. Suð- ursvalir. Frágengin lóð. 3ja herb. lítið niðurgrafin kjallaraíbúð við Rauðagerði. Vönduð innrétting. Sér hiti. 3ja herb. lítið niðurgrafin kjallarafbúö við Hofteig. Sér hiti. Björt ibúð. 2ja herb. sem ný íbúð á 1. hæð við Rofabæ. Verð 650 þús 2ja herb. nýleg íbúð í háhýsi við Ljósheima. Austurstræti 17 (Silli&Valdi).3.hæð Simar 16870 & 24645 Kvöldsimi 30587 Stefán J. fíichter sölum. fíagnar Tómasson hdl. Tir n^TTiWl

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.