Vísir - 28.10.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1968, Blaðsíða 3
V1 SIR . Mánudagur 28. október 1968. 3 AÐ TJALDABAKI T>að aðalæfing í Þjóðleik- húsinu eða generalprufa Ieins og hún nefnist á leikhús- máli. í þetta sinn skipar Mynd- sjáin sér ekki á bekk með á- horfendum heldur að tjaldabaki og fylgist með því fjöibreytta starfi, sem þar fer fram, meöan leikararnir eru á sviðinu. Áður en sýningin hefst heldur Myndsjáin í búningsklefana og hittir fyrst á Gísla Alfreðsson þar sem hann er í bókstaflegri merkingu í höndunum á Mar- gréti Matthíasdóttur, hárkollu- og förðunarmeistara hússins. — Gísli leikur negrann og sjólið- ann Jimmie í Hunangsilmi, sem var frumsýnt á laugardaginn. Gísli er orðinn allsvartur á brún g og brá, þegar við komum inn og alltaf hleðst meira á hann og kórónan er svört, hrokkin hárkolla. Gísli vill ekki viður- kenna, að leikarar finni til taugaóstyrks fyrir sýningar. Hann nefnir það eftirvæntingu og segir hana byrja strax við fyrsta samlestur og ná há- marki frumsýningarkvöldið. Meðan á smurningunni stend ur litumst við um og sjáum risagreiðu, tákn hárgreiðslu- meistarans hanga á veggnum og lítinn, skrítinn hlut, sem er hérafóturinn hans Ævars Kvar- ans og hann hefur komið í vörzlu hjá hárgreiðslumeistar- anum. Hérafóturinn er notaður til þess að bursta púðrið af andlit leikarans og er um leið lukkutákn. Leikarar eru e.t.v. ekki hjátrúarfyllri en fóik er flest, en samt má aldrei spenna upp regnhlíf í ieikhúsi nema það gerist í leikriti og sömuleiðis má aldrei flauta þar. Baldvin Halldórsson stingur nú inn höfðinu og á eitthvað vantalað við hárgreiðslumeistar- ann og fær um leið tækifæri til þess að gefa Gísla eitt eða tvö góð ráð varðandi förðunina, sem er tekið með þökkum — auð- vitaö. Þá kemur inn dama, sem þarf að athuga slaufuna á bún- ingnum hans Gísla, en samt mun aðalatriðið vera eftir og það er að klæða hann úr hinum níðþrönga sjóliðabúningi I hlé- inu. Margrét annast það verk, sem stálhraustir sjóliðar gera venju- lega þar sem búningurinn er notaður I alvörunni, eða í hern um. Og rétt áður en síðasta sléttar aðeins yfir hárið og aðstoðar ötullega við búningaskiptin. í „undirheimum" hittir Myndsjáln Bjarna Stefánsson og Jón Benediktsson með höfuðin af Napóleon, Dagrós og Silkirein í höndunum, þar sem þeir eru að dást að þessum smíðis- gripum sínum í næsta barnaleikrit. -Æ3g!8J——0——||—r ——1fliMOiWi—|jWWBM Gísli er bókstaflega í höndum Margrétar meðan förðunin fer fram. kallið kemur frá hátalara „Þá eigum við fimm mínútur eftir gjörið þið svo vel“, smellir Gísli kossi á upphandlegg Mar- grétar, en það er prufa á förð uninni hvort hún haldist. Síð an brunar Gísli út til að fá hár- lakk á kolluna. Á meðan leikararnir eru á sviðinu flakkar Myndsjáin um það völundarhús, sem Þjóðleik- húsið er. Niður í smiðasalinn, sem er geysistór og nær lík- lega átta metra niður í jörðu mælt frá götu, um ljósaherb- ergi, fyrrverandi kolageymslu sem er Þjóöleikhúskjallarinn nú og í salinn, sem týndist (hliðar sal „Kjallarans") skoðaði auka- hitaveitu hússins, sem gripið er til, þegar alvöruhitaveitan bregzt. Loks er farið upp úr undir- heimum þessa gríðarstóra húss og að tjaldabaki. Til hliðar var Sigurrós Jónsdóttir, hárgreiðslu kona tilbúin til að taka á móti leikkonunum, sem skutust ann að veifið út af senunni til þess að skipta um föt. Þeim eru gefn ar tíu sekúndur til skiptanna og Sigurrós þarf að vera á verði til þess að taka á móti þeim. Það heyrist hlátur frá áhorfend um, sem eru leikarar, starfsfólk hússins og fjölskyldulið þeirra., Loks er komið að hléinu. Hjá hárgreiðslukonunni eru þær Brynja Benediktsdóttir, sem leikur Jo og Þóra Friðriksdóttir sem leikur Helen, móður hennar. Þær fiýta sér aö skipta um bún inga — enn einu sinni, það þarf ekki mikið að dunda við hárið, þær mæðgur gefa lítið fyrir slíkt. „Þetta gengur ágætlega Brynja“, segir Erlingur Gísla- son, sem litur innfyrir og hverf ur aftur að vörmu spori. „Þetta gengur bara ljómandi vel“, segir þjóðleikhússtjóri Guðlaugur Rósenkranz um leið og hann kemur inn. Það verður lítið úr samræð- um, um annað er að hugsa og þegar Myndsjáin fer út úr dyr- unum er það síðasta, sem sést til leikkvennanna, að þær grúfa sig báðar yfir handritin, sem eru á búningsborðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.