Vísir - 28.10.1968, Blaðsíða 9
VTS1R . Mánuaagur 28. oktoner xsoa.
Teljið þér æskilegt,
að stjómmálaflokkarnir
verði skyldaðir til að
láta prófkjör fara fram
um, hvaða menn skuii
bjóða fram til Alþingis?“
Rannveig Haraldsdóttir: „Já.
mér finnst aö almenningur eigi
að eiga meiri hlutdeild í því
hvaða menn eru boönir fram“.
Gunnar Óskarsson: „Ég hef ekki
hugsað þetta mál og hef ekki
neina skoðun á því. Ég hef yfir-
leitt ekki neina skoðun á stjórn
málum.
Carl Stefánsson: „Já, ég mundi
telja það rétt, að láta almenning
ráða því, hverjir fara í fram-
boð.“
■
Kerskálinn í byggingu (t. h.). Fremst til hægri er kerjasmiðjan, lengra í burtu steypuskálinn. T. h. er einn af þrem daggeymum.
Þar blása þeir 100 tonna stykkj-
um upp í loft eins og ekkert sé
Heimsókn i álverksmiðjuna lýst, en
verksmiðjan er nú óðum að fá á sig svip
♦ Suður við Straumsvík er verið að reisa eina
fullkomnustu álverksmiðju heimsins með ýmsum
nýjungum í sjálfvirkni, sem ekki hafa verið reyndar
áður. Þessi staðreynd getur vel farið fram hjá ferða-
löngum, sem leið eiga um Reykjanesbrautina fram
hjá verksmiðjustæðinu, þótt það fari ekki fram
hjá neinum nú orðið, að þarna er að rísa geysimikil
verksmiðja, ekki aðein^ á íslenzkan mælikvarða,
heldur einnig jafnvel alþjóðlegan. Verksmiðjan eins
og hún er nú að mótast mun þó „aðeins“ framleiða
um 30 þús. tonn af áli á ári, en ef rekstur verksmiðj-
unnar gengur vel, er hugsanlegt að hún muni fram-
leiða 160 þús. tonn af áli áður en yfir lýkur. Ekki
verður spáð um það nú, hvort eða hvenær afköst
verksmiðjunnar muni ná 160 þús. tonnum, en góð-
ar vonir eru nú bundnar við, að hafizt verði handa
við að stækka hana í 60 þús. tonn um leið og fyrsta
áfanga verksmiðjunnar er lokið. Þegar verksmiðjan
verður komin í 60 þús. tonn munu hreinar gjaldeýr-
istekjur okkar íslendinga af verksmiðjunni nema
um 450 millj. kr. á ári, en helmingur þeirrar upp-
hæðar verða greiðslur fyrir raforku og útflutnings-
tolla. Þessar gjaldeyristekjur munu auka þjóðar-
tekjur okkar um 1800 milljónir. Reynslan hefur
sýnt, að gjaldeyristekjur skapa grundv?!! fyrir um
fjórum sinnum hærri þjóðartekjur. Þessi aukning
í þjóðartekjum mun nema um 9 þús. kr. á hvert
mannsbarn í landinu eða 40—50 þús. kr. á hverja
meðal fjölskyldu.
Svavar Gestsson: „Já.
J þessu dæmi er ekki reiknað
með hinum ýmsa áliðnaði,
sem gæti sprottið upp hér á
landi vegna tilkomu álverk-
smiðjunnar, þ.e. ýmissi vinnslu
úr áii. en markaöur fyrir álvör-
ur hefur vaxið hröðum skrefum
í heiminum undanfarna áratugi
eða alveg sfðan fyrst var farið
að vinna ál fyrir aðeins tæpum
80 árum. Það er því að vonum,
að margir séu forvitnir um
framgang mála suöur í Straums
vfk. Verksmiðjan þar er nú óð-
um að taka á sig mynd og unn-
ið er af krafti við að gera höfn
ina í Straumsvík, þar sem skip
koma alla leið frá Ástralíu,
hinum megin á hnettinum
munu losa hráefni, þeg-
ar á næsta ári. Það
eru andfætlingar okkar, Ástra-
líubúar, sem framleiða munu ál
oxíðið (alumina), sem hreint ál
er unnið úr hér. Þó að ál sé
einn algengasti málmurinn í
jarðskorpunni, jafnt hér á landi
sem annars staðar er ekki hag-
kvæmt með núverandi tækni að
framleiöa það úr öðru en álox-
íði, sem ekki er til hérlendis og
óvíða í miklu magni.
Þar sem nú er oröið tiltölu-
lega auövelt að átta sig á því
hvernig álverksmiðjan muni líta
út, þegar hún verður tilbúin á
næsta ári brá Vísir sér í stutta
kynnisferð suður í Straumsvík
í fyrri viku. Það fyrsta, sem vek
ur athygli, þegar þangað er
komið er hinn fádæma snyrti-
mennska, sem einkennir allt
yfirbragö byggingarstæðisins
auk hinna miklu stæröar verk-
smiðjunnar. Götur hafa þegar
verið malbikaöar um verk-
smiðjustæöið, túnþökur lagðar
umhverfi„ hús, þar sem því
verður viökomið og drasl, sem
einkennir íslenzka byggingar-
staði sést hvergi. Það er ekki
grunlaust um, að þama ráði
ekki aöeins mc ,'ædd snyrti-
mennska, heldur, að mun hag-
kvæmara hljóti aö vera að hafa
snyrtilegt á byggingarstöð-
um, heldur en allt vaðandi í
sóðaskap, bó að sú staðreynd
hafi rækilega farið fram hjá
flestum íslenzkum bygginga-
mönnum til þessa.
Það er margt íægt aö .æra
við þessar framkvæmdir, sagði
Vilhjálmur Þorláksson, verk-
fræðingur og aðstoöarmaöur
framkvæmdastjórans, en hann
var svo vingjamlegur aö fylgja
Vísismönnum um svæöið og út-
skýra með stakri kurteisi og
þolinmæði allt, sem fyrir aug-
um bar.
Til þess að gera grein fyrir
væntanlegri starfsemi álverk-
smiðjunnar er hentugast að
hefja lýsinguna niðri við höfn,
þar sem hráefnið kemur til
verksmiðjunnar o fylgja síðan
leið þeirri, sem það fer þangaö
til það er fullunnið. Það skildi
Vilhjálmur með meðfæddri og á-
unninni rökhyggju stærðfræö-
ingsins eftir langt nám i verk-
fræði og fylgdi okkur fyrst að
geymslutankinum, sem áloxíö-
inu verður skipaö upp í. Tankur
þessi er geysileg smíð eins og
allt annað þar-.a suðurfrá.
Hann verðu. um 60 metrar á
hæð fullgerður og mun taka um
30 þús. tonn af áloxíði, sem
nægir fyrir hálfs árs framleiðslu
miðað við fyrsta stig verk-
smiöjunnar (úr hverjum 2 tonn-
um af áloxíði er framleitt eitt
tonn af áli) Tankurinn er nú
kominn upp í tæpra 40 metra
hæð. en smiöi hans er sérstæð
að ýmsu leyti. Þegar grunnur
hans hafði verið reistur var
þakiö á hann smíðað og hefur
þakinu veriö blásið upp meö
viftum eftir því, sem smíði
tanksins hefur miðað áfram.
Allir vita að viftur geta blás-
ið ýmsum smáhlutum til, en
þakiö er um 100 tonn á
þyngd og hefði ólærður maður
látið sér detta ýmsar aðrar
leiðir til að koma þakinu á
tankinn áður en hann hefði dott-
ið ofan á þessa lausn. Til þess
að skýra galdurinn skal þess
getiö, að tankurinn er þéttur,
þegar blása á þakinu upp um
eitt þrep og loftþrýstingur inn-
an í tankinum er myndaöur
með viftunum.
Sjálfvirkur löndunarútbúnaö-
ur verður notaður til aö koma
hráefninu í þennan tank úr
skipunum. Svo undarlega bregð
ur þó við, að sjálfvirkni verður
ekki notuð til þess að færa
hráefnið úr þessum tanki í
þrjá minni tanka, svokallaða
dagtanka, en þaöan eröur hrá-
efniö tekið inn í kerskálann
þar sem rafgreiningin verður,
eða hin eiginlega vinnsla ál-
oxíösins fer fram. Vilhjálmur
gat ekki gefið skýringu á þessu
misræmi, en sjálfsagt hefur
verið reiknað út, hvort borgar
sig betur að aka með hráefnið
eða leiða það eftir færiböndum
og niöurstaða dæmisins orðið
eins og að ofan greinir.
Kerskálinn er stærsta bygg-
ingin á svæöinu. Skálinn er á
lengd viö allsæmilega götu í
Reykjavík, enda var tækið, sem
notaö var við lagningu Reykja-
nesbrautar, notaö til að steypa
gólfiö. Húsið er um 650 metrar
á lengd og 15 þús. fermetrar
að flatarmáli. Þessa dagana er
verið að koma fyrir í húsinu
miklum álstólpum sem leiða
munu hin 60 þús kílówött á
milli hinna 120 kerja, sem verða
í húsinu. Kerin verða öll rað-
tengd og veröur spennufallið
í hverju keri aðeins nokkur
volt.
Ein helzta nýjungin -í ker-
húsinu verða fjórir svokallaöir
kerþjónar (þeir eru duglegir við
nýyröasmíði þarna suður frá
eins og viö aðra smíði). Þessir
kerþjónar eru kranar, sem
ganga eftir miðju gólfi og sjá
að nokkru leyti sjálfvirkt um
að brjóta göt f skurnina. sem
myndast ofan á kerjunum, þar
sem rafgreiningin fer fram og
m-in sf«a.
a