Vísir - 28.10.1968, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Mánudagui 28. október 1968.
VÍSIR
Otgefandi Reykjaprent h.t.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastióri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla- Aðalstræti 8. Simj 11660
Ritstjóm - Itugavegi 178. Sfmi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja VIsis — Edda h.f.
íbúðalán á villigötum
Fyrir um það bil tveimur árum lék flest í lyndi hjá
húsnæðismálastjóm. Afgreiðsla lána var komin í svo
gott horf, að nánast var hægt að afgreiða lánshæfar
umsóknir jafnóðum. Biðtími íbúðarbyggjenda hafði
stytzt verulega. Og upphæðin, sem féll í hlut hvers
lánþega, hafði farið ört hækkandi árin þar á undan.
Nú er aftur á móti kominn afturkippur í þessar lán- \
veitingar. Óafgreiddar lánsumsóknir eru famar að }
hlaðast upp á nýjan leik. Talið er, að nú taki um það J
bil hálft annað ár að bíða eftir láni frá húsnæðismála- j
stjóm. Þetta hækkar byggingarkostnað umsækjenda, l
þar sem þeir verða að gera hlé á framkvæmdum, sem l
mikið fé hefur verið bundið í. /
Og ekki bætir úr skák, að vegna skömmtunarinnar )
virðist kvótakerfi stjómmálaflokkanna vera farið að
blómstra á nýjan leik. Umsækjendur verða að fá ein-
hvem nefndarmanninn til að taka umsóknina upp á
sína arma. Vísir spurði einn nefndarmanna, hvað gert
væri við aðrar umsóknir, sem lánshæfar væru, en
ekki væri fylgt eftir með viðtölum við nefndarmann,
og sagði hann, að þær væru látnar mæta afgangi.
Hvað veldur þessum þáttaskilum? Það eru 240 millj-
ónirnar, sem farið hafa af fé húsnæðismálastjómar til
framkvæmda hins opinbera í Breiðholti. Þessi upp-
hæð er lánuð til 335 íbúða, sem þar eru reistar í fyrsta
áfanga. Ef þessari fjárhæð hefði verið ráðstafað á
venjulegan hátt, hefðu 630 íbúðabyggjendur í stað
335 fengið lán. j
Að vísu hefur mikið verið lánað til annarra íbúða l
en Breiðholtsíbúða, 850—900 íbúða á ári. Er það l
töluvert fram yfir það, sem lofað var á sínum tíma. i
En reynslan sýnir, að þetta nægir ekki. Lánsþörfin j
er meiri og umsóknirnar fleiri. ('
Ef Breiðholtsstefnan hefði ekki komið til sögunnar, /i
hefði húönæðismálastjórn getað lánað um 300 aðilum /(
til viðbótar eða hækkað upphæð hvers láns eða gert
hvort tveggja. Líklegt er, að í því tilfelli væri nú hægt
að afgreiða umsóknir jafnóðum, eins og fyrir tveimur
ámm, og jafnframt væri hægt að lána um það bil 450
þúsund krónur út á hverja íbúð í stað 380 þúsund
króna, sem nú er gert.
Breiðholtskerfið hefur komið upp stéttaskiptingu
meðal íbúðabyggjenda. Annars vegar fá Breiðholts-
menn lánað nærri allt verð íbúðanna og á mjög hag-
stæðum kjömm. Hins vegar fær allur annar almenn-
ngur ekki lánaðan nema rúmlega þriðjung íbúða-
verðsins og ekki fyrr en eftir langan biðtíma.
Spumingin er því sú, hvort ekki hefði verið betra
og sanngjamara að hafa gamla kerfið áfram og efla
það smám saman í það horf, að hægt væri að lána
veruleean hluta kostnaðar við byggingu íbúðarhúsa.
Sú var þróunin fyrir tveimur árum, en hún hefur nú
stöðvazt vegna Breiðholts.
Prófkjör mund’ fara fram meS svipuðum hætti og venjulegar kosningar, þannig að kjördeildir
yrðu starfræktar.
18. skodanakönnun V'isis: „Teljið þér æskilegt, oð stjórnmála-
flokkarnir verði skyldaðir til að láta prófkjör fara fram um, hvaða
menn skuli bjóða fram til Albingis?"
Æskilegt að ákveth fram-
boðslista með prófkjöri
♦ Þótt alilangt sé nú til næstu
kosninga, er ekki þar meö sagt,
að ekki sé hugsaö um ýmislegt i
sambandi við þær. Menn velta
fyrir sér ýmsun aðferöum til að
gera kosningar nútímalegri, og
auka lýðræöislegt gildi þeirra.
♦ f umræðum um kosningar
er oft minnzt á nrófkjör, sem
athyglisverðan hlut, sem gjarna
mætti koma á hér, í þeim til-
gangi, að tryggt sé, að eingöngu
þeir menn fari í framboð, sem
njóta almennra vinsælda og
stuðnings. Fyrirkomulag þetta
er víða notað, en einkum hefur
það verið reynt í Bandaríkjun-
um.
♦ Til þess að athuga, hvort fs-
lendingar væru hlynntir þvf að
breyta skipulaginu, framkvæmdi
Vísir skoðanakönnun, og bar
upp spuminguna: Teljið þér
æsidlegt, að stjómmálaflokkam-
ir verði skyldaðir til að láta próf
kjör fara fram um, hvaða menn
skuli bjóða fram til Alþingls?"
essi hugmynd virðist eiga
mikil ítök f fólki, því að
yfirgnæfandi meirihluti þeirra,
sem leitað var til, lýsti sig fylgj
andi þvf, að þetta fyrirkomu-
lag yrði tekið upp. Aðeins 23
af hundraði vom andvígir þvf,
að hrófla við ríkjandi skipulagi
á þessu sviði, og 22 af hundraði
treystu sér ekki til að taka af-
stöðu.
Fleiri konur en karlar voru
skoðanalausar, en það er eðli-
legt þvi að stjórnmálaáhugi
mun vart vera eins almennur
með konum og körlum. Þó brá
svo við á Akureyri, að fjómm
sinnum fleiri karlar en konur
kváðust enga afstöðu hafa til
málsins.
Heldur fleiri konur en karlar
vom fylgjandi núverandi skipu
lagi, þannig að breytingin átti
meiri ftök meðal karimanna.
Ekki leit út fyrir það yfirleitt,
að þetta væri fólki mikið kapps
mál, og sumir svömðu, eins og
þeim hefði aldrei fyrr dottið
þessi möguleiki f hug.
Svörin vom margvísleg: „Já,
það gæti kannski verið ágætt.“
„Já. þvf ekki bað.“ „Jú, ætli
það væri ekki lýðræðislegra
,,Ég er ópólitfsk og leiði þetta
hjá mér,“ sagði einhver kona.
,,Það er ekki æskilegt, að skylda
stjórnmálaflokkana til þess
ama, en það er mjög æskilegt
að þeir taki betta upp af frjáls-
um dáðum." Einn, sem svaraði
virtist vera töluvert fúll út í
stjómmálaflokkana yfirleitt, og
sagði: ,,Það væri nú það minnsta
sem þessir asnar <;ætu gert.“
Skoðanakönnunin var fram-
kvæmd á venjulegan hátt, með
s að hringt var f ákveðinn
fjölda símanúmera. sem fundin
vom samkvæmt vissu kerfi.
Skoðu.._könnunin nær til alls
landsins, bæði þeirra sem búa i
bæjum og sveitum. Þó nær hún
ekki til þeirra, sem ekki hafa
aðgang að síma, en varla er ráð
fyrir gerandi, aö það geti haft
mikil áhrif f úrslitin.
Ýmsar hugmyndir hafa kom
ið fram um, hvemig prófkjöri
innan flokkanna hér yrði bezt
hagað. Prófkjör hefur ýmsa erf-
iðleika f för mcð sér, en þá
vari eflaust hægt að yfirstíga
með nákvæmum undirbúningi.
Tlugsanlegur gangur próf-
kjörs gæti t.d. verið eitt-
hvað á þessa leið:
Ákveðnum manni er afhent
áskomn frá flokksbræðmm sín
um, þar sem þess er farið á leit
að hann gefi kost á sér til próf
kjörs. og kjörstjóm flokksins
fær samþykkj hans til að birta
nafn hans á kjörseðli, en þar
em síðan birt nöfn allra fram-
bjóðenda f stafrófsröð.
Eitt helzta vandamálið í sam
bandi við prófkjör innan flokka
er, kjörskráin, það er að segja
hverjir eiga að hafa kosninga-
rétt. Að sjálfsö'-tu hafa flokks
félagar á kosningaaldri leyfi til
að areiða atkvæði í kosningun-
um, en þar fyrir utan em ýmsir
kjósendur, sem ekki em flokks-
félagar, þótt þeir hafi hug á að
greiða flokknum atkvæði sitt.
Þessir óflokksbundnu stuðn-
ingsmenn gætu síðan látið skrá-
sig á skrifstofu flokksins, bar •
sem kjörstjórn flokksins mundi
síðan taka ákvörðun um, hvort
þeir eigi að fá að greiða atkvæði *
sem „líklegir stuðningsmenn".
Ýmislegt fleira þarf að at-
huga í sambandi við prófkjör. en ‘
þetta eru helztu atriðin. Reynsl .
an mundi örugglega leiða eitt og
annað í Ijós, sem lagfæra þyrfti
með tímanum.
~f til vill gefa skrifin hér að
framan til kynna að prófkjör sé
sjálfsagt að taka upp sem miklu
fullkomnara skirmlag, heldur en
það sem við eigum við að búa .
Málið er þó ekki svo einfalt
því að okkar skipular hefur sína
kosti. Töluvert örvggi er fólgið
f þvi að fulltrúaráð á hverjum
stað ákveði hverjir fara skuli '
framboð fyrir flokkinn. og baC
fyrirkomulag útilokar einnig
þann möguleika, að aðrir flokk
ar geti haft áhrif á hverjir eíga
sæti á framboðslistanum.
Niðurstöður úr 18. skoðanakönnun Vísis urðu þessar:
Jó............55%
Nei...........23%
Ódkveðnir . . 22%
Ef aöeins eru taldir þeir, sem ákveöna afstöðu tóku,
lítur taflan svona út:
Ja........71%
Nei.......29%