Vísir - 28.10.1968, Síða 7

Vísir - 28.10.1968, Síða 7
VISIR . Mánudagur 28. október 1968. 7 morgun útlöild í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI TÉKKÓ- SLÓVAKÍU ER í DAG Svoboda. Afmælisins minnzt með stofnun sambandsrikisfyrirkomulags 0 Um helgina voru þing- menn, sem sæti eiga á þjóð þingi Tékkóslóvakíu farn- ir að streyma til Prag, þar sem þingið kom sam- an í gær til þess að sam- þykkja sambandsríkis-fyr- irkomulag, eða skiptingu landsins í tvö sambands- ríki. 9 Efnt er til hátíðahalda, en það er sorgbitin þjóð og í vanda, sem til þeirra geng ur, vegna hernámsins. 337A DANISH GOLF Nýr stór! gódur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindill,sem ánægja er ad kynnast.DANISIÍ GOLF erframleiddur afstærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid í dag DANISH GOLF í þægilega 3 stk. pakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK Kvíði hefur píkt vegna óttans að sorg fó’Iksins og beiskja brjótist út, vegna framkomu Sovétrfkjanna, en leiðtogum þykir nú afit undir því komið, að ekki komi til árekstra við Rússa. í fyrradag vöruöu leiðtogar landsins al'lan almenning viö afleið- ingum þess, ef allt færi ekki fram með friði og spekt, og var aðvöir- unum einfcum beint ti'l ungra manna. Meðal fyrstu manna, sem undirrituðu bréf þessa efnis voru rfkisiforseti, Dubcek, flokksleiðtog- inn og Cemik forsætisráðherra. Og í gær tilkynnti Dubcek, að 14. fundi kommúnistaflokksins væri frestaö. í bréfinu var sagt, að horfast yrði aif raunsæi við afleiðingar þeirra atburða, sem hefðu haft ákvarðandi áhrif á sögu þjóðarinnar nú, og lausnarinnar yrði að leita með til- liti til þeirra. Óhjákvæmilegt væri að uppfyila Moskvu-sáttmálann í samræmi við raunveruleikann,' en öfgakennd afstaða gæti torveldað eða jafnvel hindrað sMksa lausn. í bréfiou er minnzt hinnar mikilu reynsiu, sem þjóðin hafi orðið fyrir og lýðræðissósíali sminn í landinu, en þjóðin hafi staðizt allar raunir og mótmælt með festu og hugprýði, og von leiötoganna sé, að þjóðin at- hugi vandlega aMt, sem hún taki sér fyrir hendur, og fari með gát á brautinni til framtíðarinnar. í gær kom fyrsti hópur tékk- neskra og slóvaskra flóttamanna til Bandarikjanna. í hópnum voru 36 böm. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum og er búizt við um 2000 til Bandaríkjanna fyrir áramót. — Margt af þessu fóíiki kom slyppt og snautt. Hjáiparstofnanir, og stundum vinir og ættingjar, greiða fyrir fólkinu. Prag í gærkvöldi: I dag er hálf öld liðin frá stofnun lýðveldisins Tékkóslóvakíu og þess minnzt með hátfðahöldum, en í gærkvöldi kom þjóöþing landsins saman og sam- þykkti einróma lög þess efnis, að landið skyldi vera sambandslýð- veldi, þar sem Tékkar og Slóvakar yrðu bandalagsþjóðir með jöfn rétt- indi. Lögin eiga að koma til fram- kvæmda á næsta ári og er litið á þau sem fyrsta skref að nýrri stjórnarskrá og með samþykkt lag- Dubcek. anna er lokiö með samkomulagi og eftirminni'lega tengt hálifrar aldar aifmælinu, að Slóvakar hafa eftir langa baráttu náö langþráðu sjálf- stæðu marki. Þingið verður í tveimur deild um og kosið í fulltrúadeildina meö hlutfallskosningum. í efri deild eiga Tékkar og Slóvakar jafna fulltrúa tölu. Stofnun sambandslýðveldisins var eitt af helztu atriöum þeirrar umbóta- og framfarastefnu, sem boðuð var fy^r á árinu og löngu fyrir hernámið. Czernik forsætisráðherra sagði í þingræðu, er lagafrumvarpið var rætt, að meö samþykkt þess væri girt fyrir, aö annar hluti landsins neyddi hinn til þess að lúta vilja sínum. Ekki er búizt við, að kospingar fari fram bráölega, og er meginor- sökin hernámið. StórskotaliBsbardagi viB SúezskurB 3 oíiugeymar i Súez stóðu i björtu báli i fyrradag og lauk honum með jbv/ að 1 fyrradag var háður stórskota- Hvor aöili um sig haföi kennt liðsbardagi við endilangan Súez- | hinum um upptökin og báöir sent skurð - varð aðeins stutt hlé á ! Ó^S&isráði kæru. tvívegis. Nokkurt manntjón varð Tel Aviv: Eban utanríkisráðherra Ísraeís sagði á þingi í gær, aö þessi atburður myndi verða til þess að gera ísraelsmenn ákveðnari í að hörfa efcki frá vopnaíhlésMnunni fyrr en friður hefði verið tryggöur. Fregnir hafa borizt um skothríð á landamærum Jórdaníu og ísraels og í frétt frá Líbanon segir, að ísraelsmenn hafi varpað sprengjum af sprengjuvörpum inn í þorp í Lfbanon skammt frá landamærun- liði beggja, eða mannfall 15—20 manns í liði beggja. Hvor aðili um sig kennir hinum um upptökin og hefur sent Öryggisráði kærur. Israelsmenn segja, aö Egyptar hafi laumað tveimur árásarflokk- um yfir skurðinn. Undir kvöldið gripu fsraelsmenn til sama ráðs og fyrir ári, — þeir beindu skoturn sínum að olíustöð- inni í Súez, sem þeir lögöu í rúst þá, en nú hafði veriö endurbyggð með miklum tilkostnaði. Þrír geym- ar stóðu í björtu báli, að því er Lundúnaútvarpið hermdi á miö- nætti aðfaranótt sunnudags. New York í morgun: Greinar- gerð byggð á upplýsingum frá eft>r- litsliði Sameinuðu þjóðanna við Sú- ezskurð, var birt í New York í morgun, og segir í henni að Egypt- ar hafi átt upptökin, að fallbyssu- skothríðinni við skurðinn á laugar- daginn var — hafið hana 10 mín- útum áður en ísraelska liðið við skurðinn fór að skjóta. Kröfugangan í London fámennari en ætiað var Kröfugangan til mótmæla gegn Víetnamstyrjöldinni varð fámennari en búizt hafði verið við, þar sem ýmsir háskólar og félög hættu við þátttöku eða færri komu frá þeim en ráðgert var. Búizt hafði verið við, að þátttak- endur yröu um 50.000, en í aðal- fylkingunni munu hafa verið um 25.000 manns og lagði hún leiö sína þannig, að hvergi var komiö nærri bandaríska sendiráðinu, en þar reyndu um 2000 „vinir Víet- cong“ og Maósinnar að koma af stað uppþoti, hentu flöskum og flugeldum að fjölmennu lögreglu- liöi, sem þar var fyrir, en það haggaðist ekki. London: Þáttakendur f mótmæla- göingunni í gær munu ekki hafa verið yfir 30.000 — tuttugu þúsund færri en búizt var við fyrir helgina. Aðalgangan.fór friðsamlega fram, en um 6000 sögðu skilið við hana ’ og héldu til Grosvenor-torgs, þar sem bandaríska sendiráðið er, og hópar úr því liði réðust að fjöl- mennu liöi, sem þar vdr, og reyndu að komast aö byggingunni, en hverju áhlaupi þeirra af ööru var hrundið. 40 menn vom handteknir og álika margir meiddust, þeirra meöal lögregluþjónar. Allt var með kyrrum kjörum í borginni eiftir að kröfugangan var um garð gengin. Callaghan innanríkisráðherra kom á Grosvenortorg þegar mest gekk á. Hann bar mikið lof á lögregluna fyrir stillingu hennair og festo.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.