Vísir - 28.10.1968, Qupperneq 10
TO
V1 SIR . Mánudagur 28. október 1968.
Ávísanafals —
1. Síöu.
var gert viðvart og var annar
handtekinn, þar sem hann sat aö
snæðingi í Varmahlfð i Skagafiröi,
en hinn á Akureyri. Báðir voru
sendir með flugvél suður á laugar-
dagskvöld.
Annar hefur viðurkennt að hafa
gefið út 23 ávísanir fyrir ca. 30 til
40 þúsund kr. Hinn var búinn með
annað tékkheftið og var byrjaður
á því þriðja. Telur hann, aö hans
ávísanir hab' numið samtals 40 til
50 þúsund krónum.
Þegar mennimir voru teknir, var
annar þeirra með 4600 kr. á sér, en
hinn tæpar 300 kr.
Hólmgarður —
16. síöu.
115 ibúum við göturnar tvær
var lögð fyrir borgarstjórann
á fundinum í gær, að Hólmgarð
urinn verði opnaður fyrir óhindr
aða umferð. í áskoruninni kom
fram, að umferð, sem ella myndi
skiptast á Hólmgarð og Hæðar
garð fari nú öM um síðamefndu
götuna, þar sem mikill fjöldi
skólabarna frá Breiðagerðis- og
Réttarholtsskólunum fer um.
Sömuleiðis fer mikill hluti um-
ferðar, sem færi um Bústaða-
veg ef sú gata hefði verið mal-
bikuö, um Hæðargarö. í því
sambandi var þeirri spurningu
beint til borgarstjórans, hvers
vegna umferðargötur eins og
Bústaðavegur og Réttarholts-
vegur hefðu ekki verið malbikað
ar á undan ofangreindum tveim
ur götum.
Borgarstjórinn sagði að sjálf-
sagt væri að gera ráðstafanir
með Hólmgarð í sambandi við
athugasemdir íbúanna viö göt-
una. Skipting götunnar í miðju
hefði verið gerð í þágu íbúa við
götuná, en ef þeir teldu það and
stætt hagsmunum sínum, virtist
vera lítil ástæða til að hafa
hana lokaða I miðju. Kaupmenn
við götuna hefðu einnig kvart-
að um minnkandi viðskipti eft-
ir þessa framkvæmd.
í hvaða röð malbika ætti göt
ur I hverfum, sagði borgarstjór
inn að væri alltaf matsatriði. A.
m.k. önnur akreinin á Bústaða-
veginum yrði malbikuð næsta ár
og stefnt yrði að því að malbika
nær aiar götur í þessum tveim-
ur hverfum næsta ár.
Borgarstjórinn var spurður
um, hvort ungu fólki og öðrum,
sem vildu byggja f litlum bygg-
ingarsamtökum eins og unnt
reyndist í fjölbýlishúsum í Foss-
vogshverfi, yrði gefinn kostur á
lóðum aftur. ifann svaraði því
tfl, að í austurh'luta Fossvogs-
hverfis og að einhverju leyti í
Breiðholti vrði skipulagt að ein
hverju leyti með tiliiti til þess.
Þar yrðu liklega ekki nákvæm-
lega sömu fjölbýlishúsastærð-
irnar, en vonast væri að stærð
imar yrðu innan þess ramma,
þar sem hagkvæmt reyndist að
stofna til smærri samtaka um
bygginguna.
Eilíföarhitamál eins og ráö-
húsmálið kom til umræðu. Þá
var spurt um, hvernig og hve-
nær ganga ætti frá hinum ýmsu
opnu svæðum í hverfunum.
Margir höfðu áhuga á að fá aö
vita, hvenær malbikaö yröi fyr
ir „mínum bæjardyrum.“ Spurt
var um framtíðaraðstöðu Knatt
spyrnufélagsins Víkings og lýsti
borgarstjóri því yfir, að hann
vildi veg Víkings, sem mestan,
enda væri hann gamall Víkingur.
— „Ég vona að við sjáum Vík-
ing fljótt í 1. deild, sagði hann
og brosti viö.
Spurt var um, hvenær borgin
ætlaði að framfylgja lögum um
meöferð drykkjusjúkra. Þeir
væru nú settir í fangelsi í stað
þess að komast undir iæknis-
hendur. Það eru fleiri utangarðs
menn í Reykjavík, en flestir
halda, sagði fyrirspyrjandinn. —
Borgarstjórinn svaraði því til að
þetta mál væri mjög erfitt við-
ureignar. Þessir menn söfnuðust
hingað, en sannleikurinn væri
sá, aö hér vantaði ýmsar stofn
anir, sem Reykjavík ætti ekki
að standa straum af. Borgin
hefði fyllsta áhuga á aö vinna
að úrlausn þessa vanda, enda
væri margt ógert.
Fundurinn í gær var hinn
skemmtilegasti, margar fyfir-
spumir voru lagðar fram. Urðu
margir til þess að þakka borgar-
stjóra það framtak að halda slíka
fundi með borgurunum.
MalbSkun —
16. síðu.
>á komu fram fyrirsþurnir um
strætisvagnana, hvort ekki ætti
að fara að endurskoða leiða-
kerfið, fjölga feröum og auka
beinar ferðir milli bæjarhverfa.
— Sagði borgarstjóri að leiöa-
kerfi strætisvagnanna væri í
athugun og lægju þegar fyrir
tillögur frá þeim, sem að þeim
(vinna. — Breytingar þessar á
leiðum vagnanna munu hins
vegar koma til framkvæmda í
vor.
Mikið var að sjálfsögðu spurt
um ,,lokaI“-mál, svo sem gang-
stéttalagningu, malbikun hinna
ýmsu gatna, leikvalla og lóða-
mál.
Kom meðal annars fram í
svari borgarstjóra við þessum
spurningum á næsta ári væri
.iðmiðunin að malbika allar
þær götur, sem búið var við í
ársbyrjun 1966.
Þar blósa —
)))))—>■ 9. síöu.
sjá um að bæta hráefni í kerin
eftir þvi sem minnkar í þeim.
Tvéir kerþjónar verða í gangi
á hverjum tíma, hinir tveir eru
til vara og er ráðgert að tækin
þjóni 6 hópum manna, sem
hver hefur 20 ker til umönn-
unar.
Flokksstjórinn yfir hverjum
flokki verður eins konar fjár-
hiröir, sem mun sjá um að sem
bezt nýting fáist úr sínum kerj-
um. Mikið verður komið undir
árvekni þeirra, bví að ýmislegt
þarf að bardúsa viö kerin. Það
þarf til að mynda að fylgjast
meö kolunum, sem mynda
hvert skaut, því að þau brenna
með framleiðslunni og þarf því
að skipta um þau að staðaldri.
Um hálft tonn af kolum brenna
viö framleiðslu á hvprju tonni
af áli og verður þess vegna að
flytja til landsins um 15.000
tonn af kolskautum til lands-
miðað við fyrsta áfanga.
Ur kerskáianum verður bráð-
ið álið flutt í steypuskálann, með
sérstökum deiglum, þar sem
það verður fyrst sett í biðofna,
þar sem það verður geymt um
stund meðan það er að jafna
sig. Úr biðofnum er það flutt
í sumum tilfellum í blöndunar-
ofna og síðan í steypuofna, þar
sem álið er steypt í ýmis form
eftir því hvernig á síðar að
vinna það. Blöndunarofnarnir
eru til þess aö blanda ýmsum
öörum málmum í álið, en ál
er mikið notað blandað, en þaö
breytir mjög um eiginleika eftir
þvi hvernig það er blandað.
í steypuskálunum verða ým-
is flókin ti. i, sem ekki er hægt
aö gera skil í fljótu bragði, en
það má nefna þar svokallaöa
sísteypuvél, sem er komið fyrir
í 20 metra djúpri gryfju. Þar
verða auk steypuofnana sagir,
fræsarar og slípunarvélar, sem
fullmóta álstykkin fyrir út-
flutning.
Það er næstum allt stórt í
sniðunum þarna suðurfrá.
Vatnsþörf verksmiðjunnar verð-
ur á við sæmilega á eða 120
sekúndulítrar. Raforkunotkun
hennar á fyrsta áfanga mun
samsvara um helmingi af allri
núverandi raforkunotkun ís-
lendinga, en raforkunotkunin
mun tvöfaldast viö annan á-
fanga. Þegar fyrsta áfanga verð
ur lokiö munu um tveir mill-
jarðar króna verða komnir inn
í landið til byggingar verk-
smiöjunnar einnar fyrir utan
fjármagnið í Búrfellsvirkjun.
Verulegur hluti af þessari fjár-
hæð hefur að sjálfsögðu verið
aðflutt efni, en nokkur hluti
þessarar upphæöar hefur komið
íslenzku efnahagslífi til góða á
einu mesta erfiöleikatímabili
seinustu áratuga.
— vj —
TiB sölu
Til söiu er einbýlishús á Flöt
unum í Garðahreppi, fok-
helt, tvöfaldur bilskúr, góð
lóð, útborgun aðeins 300
þús. ef samið er strax.
2ja herb. íbúð við Laugaveg,
útborgun 200 þús., sem má
greiða í tvennu lagi.
3ja herb. glæsileg íbúð í vest
urborginni, öll ný stand-
sett, laus strax.
4ra herb. risíbúð í Skjólun-
um, útborgun 350 þús.,
laus nú þegar.
4ra herb. risibúð við Grettis
götu.
6 herb. íbúð í eldra húsi í
vesturborginni, útborgun
ca. 600 þús.
Steinn Jónsson hdl.
Lögfræðistörf - fasteignasala.
Kirkjuhvoli. — Sími 19090 og
14951
Um þessar mundir er að hefjast framleiðsla hériendis á rafgeymum undir hinu heimsfræga
vörumerki CHLORIDE. Hér er um að ræða samvinnu, sem tekizt hefur með rafgeymaverk-
smiðjunni Pólar H/F og brezka risafyrirtækinu Chloride Electrical Storage Co Ltd.
Samband Islenzkra samvinnufélaga hefur haft milligöngu um þessá samvinnu, en það
hefur um árabil haft á hendi aðalumboð Chloride hérlendis.
RAFGEYMAR
Bein afleiðing þessarar samvinnu er veruleg verðlækkun, sem er mismunandi-eftir gerðum.
Rétt stærð rafgeymis verður fáanleg fyrir allar tegundir bila, báta og dráttarvélab
Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til framleiðslu á geymum til margvíslegra annarra nota.
Pólar H./F munu framleiða 37 tegundir Chloride rafgeyma, sem panta má frá verksmiðjunni
beint eða Véladeild S.Í.S.
Framleiðsla: PÓLAR H.F.
Þessi samvinna hefur m. a. það í för með sér, að nú geta Pólar nýtt að vild allar tækni-
nýjungar Chloride, en á rannsóknarstofum þeirra vinna yfir 300 manns og auk þess opnast
nú Chloride notendum alþjóðleg þjónusta Chloride fyrirtækjanna.
Chloride rafgeymirinn framleiddur af Pólum H/F mun innifela allar þær tæknilegu nýjungar,
sem hafa gert Chloride heimsfrægt á þessu sviði.
Jafnvel enn mikilvægari er þó sú staðreynd, að ýmsir hlutar framleiðslunnar, sem of dýrt
er að framleiða hérlendis vegna takmarkaðs fjölda munu fást frá Chloride á mun lægra
verði vegna fjöldaframleiðslu þeirra fyrir heimsmarkaðinn.
SMÁSALA: UmboSsmenn um land allt.
HEILDSALA:
Pólar H/F, Einholti 6, Reykjavík Pósthólf 809 Símar 18401 og 15230.
Véladeild S.Í.S., Ármúla 3, Reykjavík — Pósthólf 180 — Simi 38900.