Vísir - 11.11.1968, Síða 7
VfeS'f R . Mánudagur 11. nóvember 1968.
7
Richard Nixon,
• Tító forseti Júgóslavíu sagði
í gær, að hann óttaðist ekki að
Rússar gerðu innrás í Júgóslavíu
— að minnsta kosti myndu þeir
j ekki gera innrás eins og sakir
j stæðu.
i Hann kvaö nauðsynlegt að Júgö-
| slavar væru jafnan viðbúnir að
j verja land sitt.
Vöruflutningar í lofti hraðaukast. Helmingur vöruflutninga til Bandaríkjanna og frá fer um höfn-
ina í New York. Hafnarstjórnir í Nyork (New York Port Authority) ræður yfir þremur miklum
flugvöllum. Myndin er af affermingu úr flutningaflugvél frá brezka flugfélaginu BOAC.
iý sókn til
Saígon?
• Fréttir frá Saígon herma, að
Norður-Víetnamar og Víetcong hafi
dregið að sér mikið lið við landa-
mæri Kambodíu og kunni liðssafn-
aður þessi að vera tengdur áform-
um um nýja, rnikla sókn til Saígon,
sem er aðeins í 100 km fjarlægð.
Sent hefur vetið um 20.000 manna
liö til þess aö koma í veg fyrir bessi
áform og stórar sprengjuflugvélar,
— af geröinni B-52 — hafa gert
árásir á stöðvarnar, þar sem liðs-
safnaðurinn fer fram.
Ayieb EChssi sýnf
bnnafilræði
KARACHI: Áframhald er á því,
að stjórnarandstaðan í Pakistan
sýni stjórninni andúð. í gær var
Ayub Xhan forsetá sýnt banatil-
ræði.
Maður var drepinn og margir
særðust í átökum á stað nokkrum
í gær í Vestur-Pakistan um 120
km. frá Rawalpindi og var herlið
kvatt á vettyang. Á þremur öðrum
stöðum var stjórninni sýnd andúð.
Fyrr var skotið af skammbyssu
á Ayub Khan ríkisforseta bar sein
hann flutti ræðu, en bæði skotin
misstp marks. Tilræðismaðurinn
var handtekinn.
Bað forsetinn honum griða. er
menn ætluðu að taka hann af lffi
án dóms' og laga.
Háskólanum í Karachi hefur ver-
ið jokaö af ótta við stúdentaóeirð-
Lögreglan í New York hefir handtekið Araba
frá Yemen og tvo syni hans
^ Lögreglan í New York kveðst
hafa komið upp um samsæri
til að myrða Richard Nixon, ný-
Kenneth Kaunda.
ViÓræðurnar
í Salisbnry
• Viðræðum brezka ráðherrans
George Thomsons og Ians Smiths
forsætisráðherra Rhodesiu er lokið,
að minnsta kosti í bili.
Thomson ræðir nú við samveldis-
leiðtaga og hefur þegar rætt við
KenneÖi Kaunda forseía Zambíu.
Thotnson er sagður hafa fnliviss-
að Kaunda um, að brezka stjómin
murR ekki hvika frá afstöðu sirmi
varOaödí réttmdi Mökkumanna.
kjörinn forseta Bandaríkjanna, sem
tekur við embætti í janúar.
Handtók iögreglan 46 ára gamlan
araískan innflytjanda frá Yemen
og tvo sonu hans. Annar þeirra
reyndi að flýja, en var fijótlega
handtekinn. Hann hafði hent sér
út um glugga, er lögreglan kom.
1 fbúðinni fann lögreglan riffil og
skotfæri, en lét að öðru leyti ekki
í té frekari upplýsingar.
Feðgamir voru handteknir í
hverfi í borginni þar sem innflytj-
endur frá Arabalöndum eru margir.
New York í morgun: Menn þeir,
sem lögreglan í New York handtók
vegna gruns um að þeir áformuðu
að myrða Nixon, hinn nýkjörna for-
seta Bandaríkjanna, voru leiddir fyr
ir rétt í gær, og úrskurðaðir í gæzlu
varðhald til þriðjudags.
Saksóknari fór fram á, að réttur-
irin neitaði að þeim yrði sieppt gegn
fjártryggingu, og benti hann á, að
öflug samtök erlendis myndu
standa að baki þeim.
Maður nokkur, sem er afburöa
skytta, hefur óskað lögregluvernd-
ar, eftir að hann tjáöi lögreglunni,
að aðstoðar hans hefði verið leitað
varðandi þátttöku í samsærinu.
í íbúð hinna handteknu, Araba
frá Yemen og tveggja sona hans,
fundust tveir rifflar með sjónauka
og skotfæri.
Nixon fer í dag loftleiðis til New
York til viðræðna við Johnson for-
seta, varðandi afhendingu embætt-
isins í janúar, Víetnam og viðræð-
urnar í París.
Nýtt uppþot í Prag
Frelsisvinum og Sovét-vinum lenti saman
Nýjar viðræður hafnar milli
Bandaríkjanna og Spánar
— um bandarisku flugstöðvarnar
og kjarnorkukafbátastóðina
Samkomulagsumleitanir um
bandarískar herstöðvar á Spáni
hefjast á ný í dag, en ágreiningur
er um framlengingu varnarsáttmál-
ans milli Spánar og Bandaríkj-
anna.
Fóru fyrri samkomulagsumleitan
ir út um þúfur, er spánska stjórnin
krafðist mjög aukinnar hemaðar-
og efnahagsaðstoðar sem skilyrði
fyrir framlengingu, ennfremur
stuðnings við Spán í Gíbraltarmál-
inu.
Samningarnir renna út í desem-
ber, en bráðabirgðasamkofnulag er
um, að þeir skuli gilda fram í marz.
Síðar í vikunni koma til þátt-
töku í viðræðunum Dean Rusk ut-
anríkisráðherra og Wheeler hers-
höfðingi, yfirmaöur yfirherráðs
Bandaríkjanna.
■®H Prag: TiI alvarlegra uppþota
kom í gær í Prag, er andstæðingar
og sovétvinir komu af samkomu,
en þar var m. a. sovézk sendinefnd
við forustu sovézks hershöfðingja.
Fólk beið í hópum þrátt fyrir
mikla úrkomu, að samkomunni lyki
og voru gerð hróp að þeim, er þeir
komu út, þeir voru kallaðir fööur-
landssvikarar og kvislingar. Hrækt
var á sovézka hermenn og veitt
eftirför með hrópum og köllum
tveimur tékkneskum konum í fyigd
með rússneskum liðsforingja.
Lögreglan kom á vettvang. Marg-
ir menn voru handteknir. Fólkið
hafði virt að vettúgi bann ptjórnar-
innar við mótmælaaðgerðum, sem
tilkynnt var eftir uppþotið í Prag
og Bratislava á byltingarafmælinu
7. nóv.
Vöruflutningar í lofti hraðaukast
Lestarræningi
handtebinn
9 Brezka leynilögreglan hefur
handtekið í Torquay á Suðvestur-
Englandi Bruce Reynolds, sem var
einn af aöalmönnum lestarránsins
mikla, sem átti sér stað fýrir 5 ár-
um, en rænt var tveimur og hálfri
milljón punda.
Reynolds hefur verið leitað víða
um heim. Scotland Yard-maður að
nafni Butler, sem átti að hætta
störfum fyrir ári, hét þá að hætta
ekki fyrr en hann hefði handtekið
Bruce Reynolds, og þaö var hann,
sem handtók hann. Reynolds var
sá seinasti lestarræningjanna, sem
lék lausum hala.
Tító óttost ekki
innrós mí
Elisfibeth drottning
hyEBt i Rio
9 Mikill mannfjöldi í Ríó de
Janeiró hyllti í gær Elísabetu Breía-
drottningu og mann hennar, Filipp-
us prins.
Þau hjónin hafa nú byrjað 8 daga
heimsókn í Chile.
ftSýr fáni i
Rbodesíu
I Rhodesiu var bess minnzt í gær,
að briú ár em liðin frá því lýst
var yfir sjálfstæði landsins.
Frá í dag blaktir nýr fáni
við hún í Rhodesíu í stað samveld-
isfánans brezka.
Brezki ráðherrann Thomson
ræddi í gær við dr. Banda forseta
Malawi, en þangað kom hann flug
leiðis frá Zambíu, þar sem hann
ræddi við Kenneth Kaunda forseta.
Thomson áformar i aé fljúga til
Uganda, Tanzaniu og Kenya fyrir
miðbik vikunnar, er hann ræöir
aftur við Ian Smith í Salisbury.
morgun
útlöild í morgun
útlönd í raorgun
útlönd í raorgun
útlönd
SAMSÆRI TIL AÐ MYRÐA NIXON