Vísir - 11.11.1968, Síða 8

Vísir - 11.11.1968, Síða 8
8 VlSIR . Mánudagur 11. nóvember 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent b.l. Framkvœmdastjóri Sveinn R. Eýjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Iiugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hJ. ' Gerígið fellt i dag fjagfræðingar Efnahagsstofnunarinnar og Seðla- bankans hafa undanfarnar vikur gert nákvæma út- tekt á þjóðarbúskapnum og borið saman þær leiðir til úrbóta, sem hugsanlegt er að fara. Nokkur bið hef- ur orðið á því, að í dagsljósið kæmu ráðstafanir byggð- ar á þessum athugunum. Biðin stafar engan veginn af ráðaleysi ríkisstjórnarinnar, heldur af viðræðum þeim, sem átt hafa sér stað milli stjórnmálaflokkanna undanfarnar vikur. Gripið var til bráðabirgðaráðstaf- ana til að vinna tíma til viðræðnanna. Þessar viðræður fóru út um þúfur á laugardaginn s.l. Kom þá til kasta stjórnvalda að velja þá leið, sem skynsamlegust þótti. Reiknaðar höfðu verið út ýmsar leiðir, bæði hreinar og blandaðar. Gengislækkun var af flestum talin liggja beinast við, en sumir hafa talið réttara að fara blandaða leið, sumpart gengislækkun og sumpart höft, hækkun söluskatts eða niðurfærslu kaups og verðs. Endirinn varð sá, áð valin var hrein gengislækkun. Seðlabankinn tilkynnir í dag mikla gengislækkún, um 35% lækkun á gengi krónunnar, sem jafngildir 55% hækkun á verði erlends gjaldeyris. Bandaríkja- dollar hækkar úr 57 krónum í 88 krónur. Innflutnings- gjaldið, sem sett var í haust, fellur niður. Jafnframt leggur ríkisstjórnin í dag frumvarp fyrir Alþingi um ýmis atriði gengislækkunarinnar. Er vonazt til, að frumvarpið fái endanlega afgreiðslu þegar í dag, svo að afgreiðsla gjaldeyris geti hafizt í fyrramálið. Lítill vafi getur leikið á, að hér hefur skynsamleg- asta leiðin verið valin. Gengislækkunin á að gefa at- vinnulífinu þá innspýtingu, sem þarf til að hindra geigvænlegt atvinnuleysi í vetur. Annar meginkostur gengislækkunarinnar er, að hún stuðlar að iðnvæð- ingarþróun, aflagar ekki verðkerfið né eykur mis- ræmi atvinnugreina eins og aðrar ráðstafanir hefðu gert. Iðnaður og fiskvinnsla munu hafa mikinn hag af gengislækkuninni, nema þau fyrirtæki. sem eru í al- veg vonlausum rekstri. Hins vegar mun bátaflotinn hafa takmarkað gagn af henni, nema hlutaskiptum verði breytt. Má ekki bregðast, að þau verði nú leið- rétt, svo að rekstrarhnútur bátanna leysist loksins. Um leið og gengislækkunin eykur atvinnuna, rýrir hún kjör manna. En hún rýrir þau alls ekki meira en aðrar ráðstafanir hefðu gert, nema síður sé. Reynir nú á manndóm leiðtoga verkalýðsfélaganna. Þéír geta að sjálfsögðu eyðilagt gengislækkunina og efnahags- kr-rfið í heild, ef þeir eru nógu blindir. Hækkun á krónutölu kaups er engan veginn tímabær um og upp úr næstu áramótum. Hins vegar er nauðsynlegt að hindra áhrif sengislækkunarinnar á hina allra verst settu í þjóðfélaginu, gamalmenni, sjúka og slasaða, og þarf því að efla tryggingarnar í kjölfar hinnar nauð- synlegu gengíslækkunar. 20. skoðanakönnun VISIS: „Teljið þér aeskilegt oð taka upp vinbann á Islandi?" Aðeins þriðjungur þjóðar- innar er fylgjandi vínbanni f engis varnadagurinn var síðastliðinn laugardag, og að undanförnu hefur mikið verið ritað og rætt um þau vandamál, sem stafa af áfeng- isneyzlu. Bent hefur verið á ýmsar leiðir til úrbóta og rætt um. hvernig þjóðfélagið gæti bezt komið áfengissjúkl- ingum til hjálpar og gert þá að nýtum þegnum. AHmargir virðast beir vera, sem álíta, að til sé fremur einföld lausn á þessumvanda, sem sé að ^ögleiða algert vín- bann hér á landi. Til að kanna, hversu mik’nn stuðn- ing þessi hugmynd á, hefur VÍSIR framkvæmt skoðana- könnun, og borið upp spurn- inguna: © „Teliið þér æskilegt að taka upp vínbann á ís- Iandi?“ Þaö kom fljótlega upp úr dúrnum, að meirihluti fólks var á móti því aö innleiða hér á- fengisbann, en aftur á móti átti hugmyndin sér einnig ákveöna stuöningsmenn. Það sýnir vel hversu þessi spuming er ofarlega i hugum fólks, að einungis 6% þeirra, sem spuröir vom, kváðust ekki hafa teki* ákveöna afstööu til málsins. Hlutfallstala hins ó- ákveðna er venjulega allmiklu hærri, en hún reyndist að þessu sinni. Margir kynnu að álíta að á- fengisbann sé fremur áhugamál kvenna heldur en karla. Sú varð þó ekki raunin á, þvf að álíka margar konur og karlar vom á móti áfenginu. Afstaða fólks fór ekki mikið eftir því hvar það var búsett á landinu. Að visu átti bannið sér hvað fæsta formælendur f Reykjavík, og einna flesta á Akurureyri, en yfirleitt virtust hlutfallstölurnar svipaðar hin- um endanlegu niðurstöðum. Ýmsir létu smáathugasemdir fylgja til áréttingar svöram sín um. Kona ein sagðí: „Nei, við höfum nú haft reynsluna af því og það reyndist ekki til neinna bóta. Önnur kona svaraði á þessa leið: „Nei. Ég er sjálf ekki mikið gefin fyrir snafsinn, en þó þykir mér allt'í lagi að bragða vín svona f sextugsafmælum — en bara í hófi. Ég vil ekki láta banna þetta alveg, en það verð- ur bara aö vera I hófi.“ Karlmaþur f Reykjavík sagði: „Þó að ég sé ákveðinn bindind- ismaður og vilji allt gera til að vinna að þeim íálum, tel ég vín6ann vera fráleitt. Það verð- ur að fara aðrar leiðir. Bönn hafa oftast þveröfug áhrif." Annar karlmaöur svaiaði: „Já, Brennivín vil ég ekki hafa í land- inu.“ Hláturmild kona svaraöi: „Nei. ég held að þér séuð vit- lausir. Fólk á aö hafa vit fyrir sér sjálft." Nokkrir sögöust vera hlynntir banni vegna þess aö ekki Niðurstöður úr 20. skoðanakönnun VÍSSS urðu sem hér segir: Já ••••:: 34% Nei .. .. s 60% éákveðiiir. 6% Eí aðeins eru taidir þeir, sem afstöðu tóku, er niðurstaðan ' ossi: Já • • • • :: 36% Nei . . . . : 64% mundu unglingar drekka, ef vín væri ekki fyrir þeim haft. Áfengið er ekki nýr hlutur með þjóð okkar. í blaðagrein hefur Helgi Ingvarsson yfirlækn r ir rakið hann f stuttu máli: „Eitt af Eddukvæöunum, Lokasenna, lýsir drykkjuveizlu sem Æsir sátu, að Ægis. Kvæðið er prýðilega samið og orL Mað- ur kynnist vel skapgerð og gáfnafari þeirra persóna, sem við sögu koma. Tveir þjónar ganga um beina og lofa Æsir þá mjög. Loki þolir það ekki og drepur annan þeirra. Þá hefst sennan milli Loka og annarra Ása. Loki hrúgar þar saman svo miklu af klámi og köpuryrð- um, að hver brennivínsberserk- ur enn í dag gæti verið full-,. sæmdur af. Lýsingar á hrotta- skap og tilefnislausum mann- vígum forföður okkar, Egils á Borg, í drykkjuveizlu f Noregi, era svo alkunnar, aö ekki er. ástæða til að rekja' þær. Afkom endur hans vega að vfsu með öðram vopnum, en era, sumir hverjir, litlir eftirbátar hans í, drykkjusiðum. Hins vegar leik ur meiri vafi á því, að þeir hinir sömu séu jafningjar hans að höfðingsskap, viti og föðurleg- um kærleika. Á seytjándu öld kastar of- drykkjan tólfunum. Á alþingj er málum frestað, af því að sakar- aðilar geta ekki mætt í lögréttu, sökum drykkjuskapar, þó aö staddir séu á þingi. Sýslumenn sverja embættiseiða sína „sum ir méð öllu ódrukknir, sumir með öllu vel ’.ukknir". Jón biskup Árnason sendir konungi bænaskrá, þar sem hann fer fram á, aö konungur banni flutning áfengis til ís- lands, vegna geigvænlégs drykkjuskapar presta og al- múgans á íslandi.“ Eins og sjá.má, er hugmyndin um vínbann ekki ný af nálinni, og sannarlega virðist hún eiga nokkru fvlgi að fagna, þar sem þriðji hver maður telur þörf á því að lögleiða vínbann hið fyrsta. Skoðánakönnunin var fram- kvæmd á veniulegan hátt, þann ig að hún endurspeelar skoöan ir allra landsmanna. hvar í— sem þeir búa. Aö vísu er hún framkvæmd gegnum síma. en það ætti vart aö geta haft áhrif á réttmæti niðurstöðu hennar. \

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.