Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 12
!/2 V'I'SI-R . Laugardagur 23. ffóvembertwjs. Charles tók að athuga blaðið. Um leið og honum varð litið á foir- síðuna, tók hann eftir mynd af ungri stúlku undir stórletraðri fyr- ir sögn: „Stúlka hættulega slösuð." Hann virti fyrir sér andlitiö — ung kona með aðlaðandi en eilítið tvírætt bros á fríðu andliti — áður en hann fór að lesa fréttina. En það reyndist ekkert á frétt- inni að græða, umfram það, sém hann vissi áður, nema nafnið á stúlkunni, Holly Mitchell, heimilis- fang hennar, sem festist ósjálfrátt ¦1 huga hans, Rosartstræti 1038 og ,'loks aldurinn, tuttugu og tveggja ára. Orðalag frásagnarinnar var þyrrkingslegt og hlutlaust___sjö mílur suður af Shepperton___ beygjan á Fljótsveginum við Lan- casterflúöir .. . engin vitni aö þessu óvenjulega og sviplega slysi... klukkan um hálfsex ... sennilega ein £ bilnum, þegar slysið vildi til ... hefur misst stjórn á bílnum, sem ef til viil hefur skrikað á hrúgu af regnblautu foklaufi... komst sjálf út úr bílnum í kafi á botni fljótsins ... lögreglan flutti hana samstundis í sjúkrahús, þar sem hún liggur nú, ýmist meðvit- undarlaus eða meö óráði eftir lost- ÝMÍSLÉGT YMfSLiGT rðtrum aC onkui nvers Kontu tiiurnr os sprengivinnu i aúsgrunnun) o% ræs um Leigjun) út loftpressui op Tíbr sieða VélaleiKa Steindór* Sighvatí. sonai AlfabrekkL vie Suðurlanci.' braul slmt W435 TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR ??# FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA £ 1£ ÚRVAL AF AKLÆÐUM ^F>^|r> 1AUOAVEOM-5IMH082S HEIMASIMI83634 OLSTRUN Svefnbekklr f úrvali á verkstæðisverðl GlSLI JÓNSSON AkurgerOl 31 Smi 35199. Fjölhaeí jarðvipnsluvé) ann- ast lóðastandsetningar, gref húsgrunna, holræsi o.f). ið og áreynsluna, og getur ekki veitt lögreglunni neinar upplýsing- ar... hætta á, að hún sé alvarlega sködduð innvortis___ lögreglan heldur áfram rannsókn á slysinu .. Hann hallaði sér fram á boröið og hugleiddi þessar fáorðu upplýs- ingar, einbeittri allri sinni hugsun að þeim í von um, aðeitthvaökynni að rifjast upp fyrir honum. Ef hann heföi sjálfur setiö undir stýri, þegar slysið vildi til, hugsaði hann, þá hefði ekki getaö hjá því farið, að hann kannaðist við mynd- ina af stúlkunni, yröi þess á ein- hvem hátt var, að hann þekkti hana. Þetta var 1 sjálfu sér ósköp venjulegt, frítt andlit ungrar konu eða stúlku — um háralitinn varð ekki dæmt af myndinni — brosið var hversdagslegt, staönað uppgerö arbros, gersvípt allri gleði, en fór henni þó vel í sjálfu sér. Og eftir nána athygli fannst honum andlit- ið svo hversdagslegt og laust við, að það talaði til hans á nokkurn hátt, að hann furðaði sig á því aö Charles hinn skyldi hafa veriö þar á annarri skoðun — ef því var þá til að dreifa. En þegar hann svo starði í augu henni, fann hann skyndilega vakna með sér annar- lega ástrfðu, eöa þó öllu heldur samúö___á bak við þetta augna- tillit, sem i fljótu bragði virtist tortryggið og kalt, lá einhver dul- in þrá, einhver vanlíðan, orðvana bæn. Þetta ruglaöi hann undarlega í ríminu, vakti með honum kyn- lega óvissu ... var þetta einungis ímyndun hans? Það skipti ekki máli. Hann kann aðist ekki neitt við neitt, myndin rifjaði kw neitt upp fyrir honum. Stúlkan var honum algerlega fram andi. Hann las dagsetninguna á blaö- inu. Fimmtudagur, 3. október, 1963. Þá vissi hann líka vikudaginn. Hann lagði frá sér blaðið. Sama sjálfheldan. Engu að síður varð hann gripinn einhvers konar 6- kyrrð. Hann mátti ekki eyða tím- anum í að standa þarna lengur og hafast ekkert að. Han- tók lykilinn aö bíl Alex- andríu. En um leið hvarflaöi hugur hans upp á loftið.... ég ætla aö lesa eitthvað, þangað til þú kemur upp, vinur minn. Hjartað tók við- bragð í barmi hans. Samt sem áður gekk hann í áttina að útidyrunum. Hann gat ekki fariö upp í herbergíö til henn- ar eins og á stóð. Ekki fyrr en hann gæti sagt henni sannleikann. Eða að hann hefði fengið minnið aftur. Hvernig mundi Charles hin- um hafa liðið i sporum hans nú? Mundi hann hafa gripizt sömu viö- kvæmni og ástúð? Sams konar knýjandi þörf? Hann opnaði úti- dyrnar, og það var sem blóðið brynni í æðum hans. Kaldur vindurinn stóð í fang honum. Hann hélt eftir mjóum hellulögðum stíg út að lágri, hvítri byggingu, sá það á huröunum, að þaö hlaut að vera bílaskýlið. Hann gat ekki fariö upp til Alex- andríu, eins og á stóð, fyrst og fremst vegna þess, að hann vissi nú þegar nægilega mikið til þess að hata og fyrirlíta sjálfan sig, eða öllu heldur Charles hinn, án þess að hann færi að lengja þann svarta lista með blekkingum og hálflyg- um. En ísköld nepjan megnaði ekki að má brott mynd Aiexandríu úr huga hans, megnaöi ekki að draga úr þeim heita varma, sem stafaði af henni. Hann opnaði dyrnar að skýlinu og gætti þess vandlega að líta ekki um öxl, ekki svo að hann sæi ljósin úr gluggunum á efri hæð hússins. FJÓRÐI KAFLI. Það var haustkalt, himinn dimm ur, enginn máni, engar stjörnur. Og þegar hann kom út á veginn, sveiflaöist foklaufið í trylltum hringdansi í bjarmanum af ökuljds unum. Hann treysti á aö hann myndi Ieiðina, sem leigubíllinn hafði farið fyrir nokkrum klukkustund- um, svo að hann kæmist niður í miðborgina. Það var fljótið, sem hann þurfti að finna. Þegar hann var kominn í hvarf við húsið, fannst honum sem hann yrði frjálsari, eins og hann hefði smeygt af sér í bili einhvers konar fjötrum. Um leið fann vakna með sér nýja von. Ef hann léti ekki nein vonbrigði aftra sér, en héldi áfram athugunum sínum, hlýddi þessari undarlegu, knýjandi löngun, sem ekki Iét hann f friði, þá var aldrei að vita ... ef til vill hefði honum tekizt að opna þessar harð- læstu dyr að hugarfylgsnum sínum. þegar hann sneri aftur heim að setrinu? Og honum datt það í hug, að þeir væru fáir, sem fengju þann ig tækifæri til að leita sjálfa sig uppi, freista þess að ganga á vit | við fortíð sína, standa auglti til aug litis við sitt eigið sjálf. Þeir voru áreiðanlega teljandi, sem einhvern I tíma höfðu gert sér það ómak. En undarlegt var þetta — að ! hann skyldi ekki kannast neitt við bílinn, sem hann ók í, ekki muna að hann hefði nokkurn tima séð hann eða siíkan bíl áður. Annað undarlegt atvik hafði komið fyrir hann, þegar hann var að opna dyrnar á bílaskýlinu, honum hafði ekki tekizt það, fyrr en hann fami lítinn hnapp fyrir neðan teesinguna, sem hann varð að styðja á. Að sjSJf sögðu haföi hann opnað þessar dyr oft og mörgum sinnum áður. Og nú þegar hann 6k niöur bugð- óttan veginn, skrikuðu afturhjólin eilítið íí'l og á samri stundu minnt- ist hann orða Conways, þegar hann spuröi hvort hann myndi eftir fok laufi á veginum, þar sem bíilinn rann út af í fljótið, og brot úr andrá varö hann gripinn skeífingu. Verzlunin VALVA Álftamýri 1 AUGLÝSIR: Telpnakjólar, úlpur, pils, peys- ur. Drengja-buxur, skyrtur, úlpur, peysur og náttföt einnig gjafavörur o. fl. /ífissssrei«<f>.'*sf»^ SIMI 8 21 43 .ga= Bolholti 6 Bolholfi 6 BolhoSti 6 Bolholti 6 Bolhoíti 6 iWf^" Jæja? Eru karlmennirnir af þinni hala- lausu ætt svo villtir og ótamdir, að þú getur ekki notið unaðssemda skuggsæls garðs? Þú lézt prestana ýta mér hingað inn. Hvers vegna ættir þú að undrast hið auð- séða ... eftir að ég lét þá bjarga þér í krýningarherberginu. Þakka þér mjög vel fyrir það... en... hvers vegna? Það er einfalt mál, fallegur. Þér var bjargað fyrir mig. Maðurinn sem ant»rs aWrei les augíýsmgar VERKTAKAR - VINNUVÉLALEIGA laoítpressúr - Skiírðgröíur Kranar Tökum að okkur alls kenar framkvœmdir bœði í tíma- og ákvœðlsvjnnu Mikil reynsla f sprengingum LOFTORKA SF. SÍMÁR: 214 50 8: iOIOO y "¦'¦"'¦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.