Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 10
70 V í SIR . Laugardagur 23. nóvember 1968. Hitgir þjéfar handfeknir • 14 02 1S ára drengir voru vald- ir að þjófnuðum, sem framdir voru í vikunni í símstöðinni í Hafnar- firði og bókaverzlun Olivers Steins. Lögreglan hafði hendur í hári drengjanna samdægurs og daginn eftir að þeir stálu peningunum, svo að þýfið komst til skila að mestu. Tveir 15 ára gamlir piltar voru teknir nokkrum klukkustundum eft ir að þeir höfðu stoliö nokkur hundruð krónum i peningum úr peningaskúffu á simstöðinni. Þeir höfðu staðið í afgreiðslunni, þegar starfsstúlkan, sem var ein að vinna í afgreiðslunni, þurfti að bregða sér á bak viö til þess að vélrita jkeyti. Komust drengirnir i skúff- una, án þess að gera neinn hávaða og voru svo á bak og burt, en tveim stundum síðar uppgötvaðist þjófnaðurinn og var lögreglunni gert viðvart. Fyrst eftir handtöku þrættu drengirnir ákveöið, fyrir að vera valdir aö peningahvarfinu, en þegar peningarnir fundust i skón- um þeirra játuðu þeir á sig sökina. Aörir tveir drengir 14 ára gamlir stálu 6000 krónum úr peninga- skúffu í bókaverzlun Olivers Steins. Hjá skúffunni var bókahilla og hjá henni stóöu drengirnir með- an afgreiðslufólk sinnti öörum störfum. Þóttust þeir vera að skoða bækur í hillunni, en meöan annar skyggði á með likama sínum, laum aðist hinn í skúffuna. Þeir náðust strax morguninn eftir og játuðu. Höfðu þeir eytt aðeins 150 krónum. Hrifning — m->- 8. síðu. sér aftur makindalega til að láta tilfinningabylgjur Tsjai- kovskýs streyma yfir sig. Um verkið má margt segja, og vil ég ekki dylja þá skoðun mína, að það er oft á takmörkum hins þolanlega. Víst eru í þvi fall- egir kaflar og æsilegir, Tsjai- Laus staöa Staða yfirverkfræðings við Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi er laus til umsókn- ar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskóla- prófi í efnaverkfræði. Umsóknir sendist stjórn Sementsverksmiðju ríkisins, Hafnarhvoli Reykjavík, sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 15. desember n. k. Reykjavík 22. nóvember 1968. Stjórn Sementsverksmiðju ríkisins. Glugga og dyraþéttingar Þéttum opnanlega glugga úti og svalahurðir. Varanleg þétting — nær 100%. Þéttum í eitt skipti fyrir öll með „Slottslist- en' Ólafur Kr. Sigmunds- son og Co. Sími 83215 — 38835. Lausar stöður Staða deildarstjóra og nokkrar tollvarða- stöður við tollgæzluna í Reykjavík eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur til 10. des. n. k. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Menn á aldrinum 19—25 ára með góða undir- búningsmenntun (stúdents- eða verzlunar- skólapróf) ganga f yrir um tollvarðastöðurnar. Umsóknareyðublöð fást hjá skrifstofu toll- stjóra í Arnarhvoli og hjá tollgæzlustjóra í Hafnarhúsinu. Allar upplýsingar um störfin veitir tollgæzlustjóri. . Tollstjórinn í Reykjavík. kovský kann að „spila" á Mjóm sveitina, hann þekkir liti hennar og möguleika og nýtir þá. En hann er oft væminn, eða þá brú tal. Beztur er vafalaust næst síðasti kaflinn, og hefði tón- skáldiö átt að enda á honum, virtust raunar margir þeirri skoðun sammála, þegar þeir tóku óspart að klappa. En þá var ólokið síðasta kaflanum, sem er vægast sagt neðanþindar músík. Hvað sem segja má um tón- smíðina — látum það liggja milli hluta núna — lék hljóm- sveitin i einu orði sagt glæsi- lega. Hver maður vatt úr sér síðasta blóðdropann og nýtti möguleika sína og hljóðfærisins til hins ýtrasta. Til hamingju Sinfóníuhljómsveit Islands. Sverre Bruland kann sitt handverk. Hann virðist eiga jafnt heima í samtímatónlist og í ólgutónlist Tsjaikovskýs. Aldr- ei linnti hann spennunni í á- stríðuþrungnum bogum verks- ins. Hann stýrði sinu skipi gegnum ólgusjó og náöi sigri hrósandi til hafnar. Því miður kveðjum við þenn- an ágæta stjórnanda að sinni. Vonandi fáum við að njóta starfskrafta hans aftur. Við þökkum honum prýöilegt starf. Til hamingju Sverre Bruland. Stjörnur kvöldsins fengu aíl- ar failega blómvendi, og hrifn- ing áheyrenda lýsti sér I löngu og sterku lófaklappi, blönduðu einstaka bravóhrópi. Að lokum risu áheyrendur úr sætum og þökkuðu stjórnandanum kvöldið ásamt öðrum eftirminnilegum fimmtudagskvöldum. BORGIN MESSUR Frankinn — ))))) > 16 síöu. Sterkasta heimildin fyrir gengis- lækkuninni eru ummæli Strauss fjármálaráðherra Vestur-Þýzka- lands, en hann segir að gengi frankans verði lækkað. Franska stjórnin hefir til at- hugunar hvaö unnt sé að gera til þess að draga úr áhrifum gengislækkunar á kjör hinna verst settu í þjóðfélaginu. Bústaðaprestakall. Barnasam koma i Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Langholtsprestakall. Barnasam- koma kl. 10.30. Guösþjónusta kl. 2. Séra Árelíus Níelsson. Ásprestakall. Messa í Laugar- neskirkju. Barnasamkoma í Laug arásbíói kl. 11. Séra Grímur Grimsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjón- usta kl. 10 f.h. Séra Lárus Hall dórsson messar. Heimilisprestur. Grenásprestakall. Barnasam- koma í Breiðagerðisskóla kl. 10.30 Síðd. messa kl. 5. Séra Felix Ólafsson. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjón usta kl. 10. Systir Unnur Halldórs dóttir. Messa kl. 11. Óskað er eft ir aö foreldrar fermingarbarna komi til messunnar. Dr. Jakob Jónsson. Háteigskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Arngrimur Jóns- son. Messa kl. 2. Séra Jón Þor- varðsson. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 2. Barnaguðsþjónusta klukkan 11. Séra Garðar Þorsteinsson. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Jón Thor arensen. MýrarhúsaskóU. Barnasamkoma kl. 10. Séra Frank M. Halldórs- son. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. Barnaguösþjónusta kl. 10 f.h.. Séra Garðar Svavarsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Síöd. messa kl. 5. Séra Óskar J. Þorláksson. For- eldrar fermingarbarna eru vin- samlega beðnir að mæta við guös þjónustuna. Barnasamkoma í sam komusal Miðbæjarskólans kl. 11 f.h. Séra Óskar J. Þorláksson. FLOKKAGLÍMA REYKJAVlK- UR fer fram að Hálogalandi laugardaginn 7 des n.k. kl. 5.eh. MÓTANEFND. WILT0N TEPPIN SEM Ei^AST 0G ENDÆST EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. TEK MÁL OG GERI BINDANDI VERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU! Daníe: Kjartansson . Sími 31283. Nú, eru þetta fiölskyldubréf til forstjórans, ég hélt að þetta væru skilaboð til sendilsins. TILKYNNINGAR Langholtssöfnuður. Sunnudaginn 24. nóv. verður í Safnaöarheim- ilinu óskastund barnanna kl. 4. — Kynningar- og spilakvöld kl. 8.30. Prentarakonur. Basarinn verður 2. des. Gjörið svo vel að skila mun unum sunnudaginn 1. des. milli kl. 3 og 6 í félagsheimili H.Í.P. Frá kvennadeild Rauða kross íslands. Munið fundinn þriðjudag inn 26. nóv. kl. 8.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Fjölmennið og tak ið með ykkur gesti. Kvenfélag Hallgrímskirkju — hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk í félagsheimili kirkj- unnar alla miðvikudaga kl. 9-12. Pantanir í síma 12924. Bræðrafélag Bústaðasóknar. — Fundur verður í Réttarholtsskóla mánudaginn 25. nóv. kl. 8.30. Kvenfélag Neskirkju. Afmælis- fundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 26. nóv. kl. 8.30 í félagsheimilinu. Skemmtiatriði, afmæliskaffi. Stjórnin. Í.R-ingar — I.R.-ingar. Aöalfundur skíðadeildar l.R. verður haldinn í Tjarnarbúð uppi þriðjudaginn 26. nóv. n.k. kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið stun'''-íslega. Stjórnin. Basar Sjálfsbjargar verður í Lindarbæ sunnudaginn 8. des. kl. 2. Velunnarar félagsins, eru beðnir að koma basarmunum á skrifstofuna eöa hringja í sima 33768 (Guðrún) - Basarnefndin. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Félagskonur og aörir velunnar- ar Óháða safnaðarins eru góðfús- lega mii.ntir á ba'-ar félagsins, sem veröur sunnudaginn 1. des. í Kirkjubæ. Kvenfélag Asprestakalls held- ur basar 1. des. nk. í Langholts- . skóla. Munum á basarinn veitt móttaka f félagsheimilinu að Hólsvegi 17 þriðjudaga og fimmtu daga kl. 2—6. Einnig fimmtudags k.völd. Sími félagsheimilisins er 84255. Kvenfélag Kópavogs heldur basar ! félagsheimilinu laugar- daginn 30. nóv kl. 3. Félagskon- ur og aörir velunnarar félagsins geri svo vel að koma munum til Rannveigar Holtagerði 14, Helgu Kastalagerði 15, Guðrúnar Þing- hólsbraut 30, Arndisar Nýbýla- vegi 18, Hönnu Mörtu Lindar- hvammi 5 eða Líneyjar Digranes- vegi 78, eða hringi I síma 40085 og þá verða munirnir sóttir. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.