Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 23. nóvember 1968. VISIR OtgefandJ: Reykjaprent hJ. Framkvœmdastjórl Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axei rhorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltröi: Valdimar HL Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstraeti 8. Simi 11660 Ritstjóm: 1 augavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 6 mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hJ. Óábyrg stjórnarandsfaða gtjómarandstæðingar héldu uppteknum hætti í út- varpsumræðunum. Þeir börðu höfðinu við steininn eins og fyrri daginn. Þeir reyndu að gera sem minnst úr áhrifum aflabrests og verðfalls á afkomu þjóðar- búsins, en lögðu að sama skapi meiri áherzlu á, að stjómarstefnan hefði verið röng og til þess mætti að mestu leyti rekja þá efnahagserfiðleika, sem þjóðin á nú við að etja. Þetta er að verða gömul plata, en þó má vera að ein- hverjir vilji enn hlusta á hana. Rökin fyrir því, að miklu minni afli og stórlækkað aflaverð hefði ekki þurft að valda teljandi erfiðleikum eru þau, að útflutn- ingstekjurnar nú séu ekki lægri en meðaltal síðustu 10 ára eða t.d. árið 1962. Jafnframt er varazt að nefna hvað tilkostnaður allur hefur vaxið á þessum tíma. Er þetta heiðarlegur málflutningur? Getur sú stjórnar- andstaða kallazt ábyrg, sem leyfir sér að bera svona „rökfærslu" á borð fyrir þjóðina? Er það ábyrg stjórnarandstaða, sem aldrei fæst til að leggja fram raunhæfa tillögu um lausn á nokkrum vanda, en lætur það jafnframt alltaf vera sitt fyrsta verk, að snúast með offorsi gegn hverri ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og æsa almenning til andstöðu og jafnvel óhæfuverka? Stjórnarandstæðingar eru margir þaulreyndir stjóm málamenn, einkum forystumennirnir. Þeir hafa sjálf- ir þurft að glíma við margan vanda þegar þeir hafa farið með völd, þótt erfiðleikarnir hafi aldrei verið eins gífurlegir og nú. Þessir menn vita mætavel, hvað um er að tefla, og því eru þeir að fara með vísvitandi blekkingar, þegar þeir eru að reyna að telja þjóðinni trú um, að hægt hefði verið að afstýra þessum áföllum að mestu, ef fylgt hefði verið annarri stjórnarstefnu. Það vill svo til, að sumir þessara manna hafa sjálfir verið í ríkisstjórn og fylgt annarri stefnu. Síðast á ár- unum 1956-1958. Þá var mesta góðæri, sem til þess tíma hafði komið í sögu þjóðarinnar. En hvernig end- aði ráðsmennskan? Það verður ekki rifjað upp hér að þessu sinni, enda eflaust minnisstætt öllum, sem þá voru komnir til vits og ára. Ráðstafanir, sem skerða lífskjör almennings eru alltaf óvinsælar, hversu nauðsynlegar sem þær eru. Og þegar forystumenn tveggja stjórnmálaflokka, sem hafa upp undir helming þingmanna, taka höndum sam an um að magna tort'ryggni og andúð gegn hverri ráð- stöfun stjórnvaldanna, hlýtur það að valda glundroða og jafnvel stundum koma alveg í veg fyrir að sá ár- angur náist, sem til var ætlazt. Þennan leik hefur stjórnarandstaðan á íslandi leik- ið nú samfellt í tíu ár, og þannig hefur hún í raun stöðugt verið að viíina gegn hagsmunum og efnahags- legu öryggi þjóðarinnar. ■Listir-Bækur-Menningarmál- Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni. HRIFNING Cinfóníuhljómsveit íslands hélt ^ 5. tónleika sína sl. fimmtu dagskvöld. Voru þetta óvenju- legir tónleikar f marga staði. Til að byrja með efnisskráin: „Duttlungar" fyrir píanó og hljómsveit eftir Þorkel Sigur- bjömsson, með höfund í ein- leikshlutverki, planókonsert í G- dúr eftir Ravel, einleikari Hall- dór Haraldsson, og eftir hlé, 6. sinfönfa (Pathetique) eftir Tsjaikovský. Áður en ég kem að efninu, get ég ekki látiö hjá h'ða að íninn ast á þann ósið allmargra tón- leikagesta að mæta óstundvís- lega á tónleikana. Það er ekki nema lágmarkskurteisi við hljómsveitina, stjómanda henn- ar og stundvísa tónleikagesti að mæta annað hvort á réttum tíma eða bíða fyrir utan salar- dymar þangað til fyrsta verk- inu er lokið. Fyrst á efnisskránni var hið nýja verk Þorkels. Þaö er alltaf stórviðburður, þegar verk eftir íslenzkt tónskáld er fmmflutt hér heima. Þorkel er óþarfi að kynna sem tónskáld, hann hefur samiö mörg tónverk stærri og smærri. Það er oft erfitt að vera spámaður í sínu eigin landi, enda er það svo, að beiðnir um tónsmíðar hafa borizt Þorkatli erlendis frá frekar en héðan. Nægir hér að minnast á strok- kvartett og ballett, sem tón- skáldið hefur samið samkvæmt beiðni frá sænskum aöilum. Það lá spenningur í loftinu, áður en verkið hófst, og áber- andi var hve gestir lögðu vel við hiustirnar. Ég vona að þeir hafi haft ánægju af erfiðinu. Því að þetta verk er að mínum dómi ekki aðeins gott, heldur framúr skarandi tónsmíð, sem ætti heima í hvaða tónleikasal stór- borganna sem er, hvað gæði snertir. Tónsmíðin er iaus við allan óþarfa, alla „effekta", alla sýndarmennsku, heiðarleg út í æsar, tilbreytingarík hæfilega löng, skýrt mótuð f uppbygg- ingu, tilbrigði um tónefnið og tilbrigði í samleik. Stjómand- inn, Sverre Bruland, haföi þá ágætu hugmynd að tvítaka verk ið. Við þessa endurtekningu jókst skilningurinn að sama skapi og ánægjan um leið. Það er sjálfsögð og prýöileg hug- mynd að endurtaka slík verk (ef þau eru ekki því lengri). Eyru tónleikagesta eru langt frá því nægilega skóluð til að taka við samtímatónlist, svo að nokkra gagni komi. Er það raunar eðlilegt, þar sem slík verk heyrast þvf miður sjaldan á áskriftartónleikum Sinfóníunn ar. Hljómsveitin stóð sig með mikilli prýði og lék af öryggi, hvort sem það var undir föst- um taktslætti (margslungnum og flóknum) stjómandans, eða í „taktleysum." Til hamingju Þorkell! Næst heyrðum við píanókon- sert Ravels í G-dúr. Þetta er glæsilegt verk, brilliant í orðs- ins fyllstu merkingu, og ákaf- lega vandmeðfarið f flutningi, bæði fyrir einleikarann og ekki síður fyrir hljómsveitina. Halldór Haraldsson var hér alveg heima hjá sér. Þvi miður hafa íslenzkir einleikarar allt of fá tækifæri til að koma fram með hljómsveitinni (og einir sér) Það er í raun og vera ófyrirgef- anlegt, því að hver ný fram- koma (debut) er eins og fyrsta framkoma, þegar líða e.t.v. fleiri ár milli tónleika. Allt hang ir á einum þræði, taugamar eru yfirspenntar. Halldór virtist afslappaöur og öraggur. Enda spilaði hann þetta níöþunga verk á virtuosan hátt, sem virðist hans sanna „element." Kom þetta bezt fram' í 3. þætti. Hann náði og góðum tökum og lék með fallegum mettuðum tón í hinum Ijóðræna 2. kafla. Til hamingju Halldór! Burtséö frá smáóhappi í upp hafi, gerði hljómsveitin sínu erf iði hlutverki góð skil. Þó vant- aði stundum á, að hún næði þeim blæbrigðum og þeim franska „charme“, sem einkenn ir þetta verk, sem sagt léttleika glæsibragsins. í hæga kaflanum var hreinleikinn ekki alltaf með bezta móti hjá tréblásuranum. Sfðast á efnisskránni var 6. sinfónía Tsjaikovskýs, sú Patet- iska. Margir hafa eflaust hallað 10. síða. Orgeltónlist tTaukur Guðlaugsson orgelleik ari, hélt tónleika í Krists- kirkju sl. miðvikudagskvöld. Á efnisskránni vora Toccata og fúga Doriska eftir Bach, 10 sálmaforleikir eftir sama höf- und óg að lokum Choral í E-dúr eftir César Frank. Haukur hefur haldið marga tónleika hér í höfuðborginni og viðar, og er áreiðanlega ekki orðum aukið að halda því fram, að hann hefur náð miklu valdi á hljóðfæri sfnu. Það er ekki tæknilega hliðin, sem hér er átt við, hún er aðeins sjálfsagöur hlutur hjá Hauki og þjónar þeim æðra tilgangi að forma og endurskapa hin -stóra meistara- verk orgeltónlistarinnar. Hauk- ur spilar með miklu stílöryggi á hljóðfæri sitt og á jafnt heima hjá Bach og Frank. Toccatan og fúgan Doriska var leikin af þrótti og reisn, og sálmaforleik- ir Bachs, hver og einn perla að gæðum sem tónsmíð, voru fall- ega „registreraðir" f anda hvers sálms hvað innihald snertir. Að lokum ómuðu hinir róman tísku hljómar Césars Franks I' Kristskirkju og minntu hlust- endur á, að orgelið, drottning hljóðfæranna, er ekki eingöngu ætlað til að spila verk gömlu meistaranna eins og Frank og Reger. Forvitnilegt hefði veriö aö. heyra Hauk leika einhver önd- vegisverk nútímaorgelbók- mennta, t. d. eftir Messiaen, en hann mundi vafalaust gera slík- um verkum góð skil. Vonandi gerir hann það næst. Þetta var eftirminnilegt kvöld, þrátt fyrir harða setu á bekkjum Kristskirkju. Tjátttakendur í „Hastingsmót- ^ iö” 1968—69 hafa nú . jrið valdir. Er engum af keppendun um frá því í f; . ra boðið, en mikil óánægja var rkjandi hjá forráðamör.num mótsins vegna svokallaðra stórmeistarajafn- tefla, sem settu svip á keppnina í fyrra. Tólf keppendur tefla aö þessu sinni í efsta flokki m.a. Gligoric Júgóslavíu, Smjelkal Tékkóslóvakíu, Hilbner Vestur- Þýzkalandi og tveir sovézkir skákmenn. Bent Larsen stóð í ströngu á Ólympíumótinu í Lugano. Auk þess að vera fyrirliði dönsku sveitarinnar tefldi hann á 1. boröi. Larsen treysti augsýni- lega ekki öðrum meðlimum sveitarinnar fyrir 1. borðinu, heldur tefldj sjálfur hverja ein- ustu umferð. í undankeppninni gekk Larsen vel, hlaut 6y2 vinn- ing af 7 mögulegum og átti mest an þátt í að koma liði sínu upp í úrslitakeppnina. f úrslitunum var róöurinn þyngri og Larsen, sem án efa hefur verið skák- þreyttur eftir geysimikla tafl- mennsku undanfarná mánuði, náðj ekki 50% vinningum. Hlaut Larsen 6 vinninga af 13 mögu- legum og tapaði m.a. fyrir Hort, Spassky, Gligoric og Najdorf. Þá ,fékk Ungverjinn Portisch gott tækifæri til hefnda, en hann tapaði sem kunnugt er gegn Larsen í 10 skáka einvfgi fyrir nokkru. Portisch mætti Larsen í 11. umferð og hér sjáum við hann gera upp reikningana við danska stórmeistarann. Hvítt: Portisch Svart: Larsen Sikileyjarvöm. 1. Rf3 c5 2. c4 g6 3. d4 cxd 4. Rxd Bg7 5. e4 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Rc3 Rg4 8. DxR RxR 9. Ddl Þes: stööu þekkir Larsen vel. Á Piatigorsky skákmótinu 1966 fékk hann sömu stöðu gegn Petroshan. Þá ’:afði Larsen hvftt og vann "tlr glæsilega drottningarfórn. Hér hefur hann svart og það reynist erfiðara hlutskioti. 9.... Re6 Þennan l.eik Iék Petroshan einnig í fyrrnefndri skák Til greina kemur 9.. e5 10. Rb5 0—0 11. Dd2 Dh4 12. Bd3 d5!? 13. Bg5 Dg4 14. f3 Dd7 15. RxR dxc! sbr. skák Bisguier: Stein Tel Aviv 1964. 10. Hcl d6 11. Bd3 Bd7 12. 0—0 a5? Veikir reitina b6 og b5 hættulega mikið. 13. f4 Bc6 14. Bbl Rc5 15. De2 0-0? - Larsen virðist yfirsjást hótun hvíts. 15 ... Ra4 var nauðsynleg ur leikur. 16 e5! Ra4 17. RxR BxR 18. b3 Bc6 19 Hcdl Dc7 20 exd exd 21. f5! Öll spjót standa á svörtum og vörnin veröur sí- fellt erfiðari. 21 . Hfe8 22. Df2 a4 23. Bb6 Dd7 24. Bd4 axb 25. axb BxB 26. HxB He5 27. Bd3 De7 28. Hf4 g5? Betra virðist 28. .. He8. T.d. 29. f6 Df8 og hvítur á enn erfitt verk fyrir höndum. Eða 29. fxg fxg 30. Hf7 Dd8 31. Df4 H5e7 C2. Df6 HxH 33. DxHt Kh8. 29. f6! DeS 30. Bf5 De8 31. Hg4 h6 32. Df4 HxB. Svartur neyðist til að láta af hendi skiptamun til að forðast mát. Ef 32. . . Db8 33. HxgthxH 34. Dxgt Kf8 35. Dg7t Ke8 36. Dg8 mát. 33. DxH De3f 34. Klil He8 35. Hg3 Dd2 3.6. h4 He2 37. Dh3 Dd4 38. hxg h5 39. g6! Gefið. Jóhann Siguriónsson. . . T.'WIBt'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.