Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 13
ALÚT og Gylfinn Vísi hefur borizt þessi greinar- gerð frá Almenna útgerðarfélaginu: „Vegna forsiðufréttar sem birt- ist í blaði yöar þriðjudaginn 19. nóvember s.l. varðandi það áform Almenna útgerðarfélagsins h.f., að kaupa BV Gyifa BA 16, sem nú er í eigu Ríkisábyrgðarsjóðs, ósk- um vér þess, að þér birtið eftirfar- andi í blaði yðar: í umræddi grein er sagt að Al- menna útgerðarfélagiö hf. hafi í byrjun nóvember s.l. gert Ríkis- ábyrgðarsjóðj kauptilboö, kr. 11 milljónir og aö tilboöi þessu hafi verið hafnað vegna þess að skort hafi tryggingar fyrir greiösl- um. Þetta er ekki rétt, endanlegt kauptilboð hefur enn ekki veriö sent Ríkisábyrgðarsjóði, en hins vegar hefur oss borizt bréf frá stjóm sjóðsins þar sem Almenna útgerðarfélaginu h.f. hefur verið tjáð að áður en samiö yrði um sölu á skipn.j til annarra aöila, verði haft samband við stjóm félagsins. Ennfremur segir í grein yðar, að „aðstandendum ALÚT hafi verið tjáö, að verulega stærri hluti kaup- verðs yrði að vera annað hvort greiddur í peningum eða tryggður með öruggum fastaeignaveðum". Þama er einnig um fullyrðingu að ræða, sem enginn fótur er fyrir. Greiðslufyrirkomulag hefur aðeins verið rætt mjög lauslega, en aö „verulega stærri hluti kaupverðs“ verði að greiðast í peningum eða öruggum fasteignaveöum kemur satt að segja ókunnuglega fyrir augu stjómar félagsins og er á engan hátt í samræmi við þær umræöur sem átt hafa sér stað við forsvarsmenn Ríkisábyrgöar- sjóðs. í umræddri grein segir einnig að Ríkisábyrgðarsjóður hafi ekki séð neina útreikninga um framtíö- arrekstur skipsins. Forsvarsmenn Ríkisábyrgðarsjóðs hafa ekki farið fram á að fá að kynna sér fram- tíðaráform félagsins, en að sjálf- sögðu er þeim, eins og öllum sem þess kunna aö óska, heimilt að kynna sér áform og rekstraráætl- anir félagsins. í þessu sambandi viljum vér einnig taka fram, að mjög hafa verið rangtúlkuð í blöðum um- mæli stjórnar félagsins um 15% arðgreiðslu til hluthafa og þó sér- staklega í pistli „Þrándar í Götu“ í blaðinu hinn 18. növember s.l. 1 upplýsingablaði sem stjóm félags- ins kom til allra dagblaöa í Reykjavík þegar tilkynnt var stofn- un félagsins, segir svo: „Gangi rekstur BV Gylfa samkvæmt rekstraráætlun er gert ráð fyrir því að hluthöfum verði greiddur 15% arður á ári, en það er svo hluthafa að ákveða hvort arðurinn . verði greiddur í peningum eða með . arðhlutabréfum, sem myndu tryggja hraðari uppbyggingu fé- lagsins." AÖ sjálfsögðu er hér ekki um að ræða neinar fullyrðing- ar né loforð, heldur einungis áætl- anir, sem tíminn einn getur skorið úr um, hvort muni standast. Að endingu vonum vér, að þér, afnt sem hinir fjölmörgu hluthafar í Almenna útgerðarfélaginu h.f., sjáið nauðsyn þess að e"'a nú tog- araútgerðina, þegar svo ömurlega horfir í efnahags- og gjaldeyris- málum þjóðarinnar sem raun er. Grundvöllur fyrir togaraútgerð hefur nú ekkj verið betri í langan tíma. Virðingarfyllst. F.h. Almenna útgerðarfélagsins h.f. Snorri Ólafsson, Bragi Ragnarsson.“ »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.