Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 23.11.1968, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 23. növember 1968. Ung listalcono sýnir í Unuhúsi Svala Þórisdóttir opnar á morgun sýningu f Unuhúsi á 24 olíumálverkum og 3 rauö- krítarmyndum. Svala er nýkomin heim frá myndlistarnám í Englandi, en þar hefur hún dvalið í 4 ár. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér, en í vor hélt hún sýningu á myndum sfnum í Oxford. Svala kvaðst vera alkomin heim, og hyggja gott til að starfa hér. Einkum sagðist hún hafa áhuga á því að málá port- raitmyndir af fólki. Sýningin verður opin daglega til 3. des. frá kl. 14 til 22. Verð myndanna er frá 4 þúsund kr. til 24 þúsund kr. Borgin í samningum um kaup á íþrótta hölli inm aiin 12,3 miílj. kr. vantar til aó fullgera húsið, sem nú kostar 51,3 millj. kr. • Reykjavík hefur staðið í samningum nokkuð á annað ár um að kaupa upp hlutdeild Sýningarsamtaka atvinnuveg anna í Iþrótta- og sýninga- höllinni í Laugardal. - Sam- tökin hafa ekki getað staðið í skilum með skuldbindingar sínar vegna byggingarinnar og hefur því verið áhugi af hálfu borgarinnar að yfirtaka allt húsið. Sýningarsamtökin hafa aðeins greitt 26% af kostnaðarverðinu eins og það er nú í stað 41% eins og um hafði verið samið. Borgin hefur greitt 65,2% af kostnaöarverðinu, sem er 51,3 millj. kr., en hefði átt að greiða 51%. íþróttabandalag Reykja- víkur hefur staðið f skrlum með sfna hlutdeild. Hefur greitt 8,8% af kostnaðarverðinu, en á að greiða 8%. Þetta kom fram á borgar- stjórnarfundi í fyrrakvöld í svari borgarstjðra við löngum spurningalista fulltrúa Alþýðu bandalagsins um íþróttahöllina. Átjtlaður kostnaður við aö fullgera húsið er 12,3 milljónir króna, en ýmislegt á eftir að gera í húsinu eins og t.d. að ganga betur frá þaki, lýsingu, hita- og loftræstingu, áhorf- endapölmni o.fl. Það kom fram að haHi á rekstri hússins frá 1. des. 1965 til 30. júnf 1968 nemur 711,938 krónum og 12 aurum betur. Kostnaðurinn við reksturinn hefur verið um 7,4 miílj. kr. en tekjurnar um 6,7 millj. kr. Tekj urnar hafa að mestu verið leig- ur vegna kappleikja eða um 3.8 millj. kr., en leigan hefur verið miöuð við 25% af seldum að- göngumiðum. Hafa íþróttafélög in þvf fengið 75% af andvirði að göngumiðanna í eigin rekstur. Lágmarksgjald er þó 5000 kr. Fyrir leigu vegna æfinga hafa komið inn um 800 þús kr. og fyr ir leigu vegna sýninga um 1,2 millj. kr. Mikill áhugi var á þessu máh" f borgarstjórn og stóðu umræð- ur nokkuð á þriðju khtkku- stund. Það verður væntanlega að teljast gieðitíðindi fyrir íþróttaæsku borgarinnar, að borgarful'ltrúar skuli sýna þessa máli svo mikinn áhuga. Franska stjórnin tekur ákvörðun um frankann í dag Franska stjórnin kem- ur saman til f undar í dag (laugardag) og mun þá verða tekin lokaákvörð- un varðandi gengi frank ans. I gær lá ekkert fyrir um það opinberlega f Frakklandi, að gengið yrði lækkað, og var það, sem um þetta var sagt byggt á fréttum frá Basel og Bonn, en flest viröist benda til einhverrar gengislækkunar frankans, eða a. m. k. 7—10 af hundraði, eins og sagt, v^r í fréttum í gær. Getgátur hafa komið fram um meiri gengislækkun eða allt að 20%, en ekki tallð að það hafi við sterk rök að styðjast. • Fyrirlesfur um ábyrgð Prófessor Matti Ylöstalo frá Helsingforsháskóla flytur fyrirlest- ur í boði lagadeildar Háskólans manudag 25. nóvember kl. 5.30 e.h. í I. kennslustofu Háskólans. i Fyrirlestir 'vn, sem fluttur verö- jur á sænsku, fjallar um ábyrgð. ! Öllum er heimill aðgangur. Éhgin gjaldeyrisviðskipti áttu sér stað f gær i Bonn, Parfs og London og vfðar en búizt við, að allt liggi Ijósara fyrir í dag og allt komist i gang á peninga- mörkuðunum á mánudag. Sjá bls. 7 í dag. W-> 10. síða Tveir drengir slasast i af sjónvarpsloftnetuml — Rafmagnseftirlitið aðvarar almenning um frágang rafmagnstækja • VERJIÐ BÖRNIN YKKAR! ÞIB, SEM EIGBD SJÖNVARPS- TÆKI MEÐ INNILOFTNETI! — Þannig hljóðar neyðaraðvörun, sem Rafmagnseftirlit rfkisins beinir til alls almennings. Nýlega urðu tvö slys á smá- snáðum, sem stungu inniloft- neti f samband við 220 volta-inn stungu og hleyptu þannig raf- straum á Ioftnetsstangir sjón- varpstækja heimila sinna. Þegar þeir síöan snertu stangirnar. hlulu þeir af slæm brunasár. Rafmagnseftirlit ríkisins var- ar fólk sindregið við þessári hættu oj. beinir því til bæði al- mennings og útvarpsvirkja, að stuölað veröi að þvf að slfk ó- höpp geti ekki orðið. Orsök heggja slysanna var einfaldlega sú, að tengiklóin á loftnetssnúr unni var þannig úr garði gerö, að auðvelt var að stinga henni í venjulega rafmagnsinnstungu, sem á er lífshættuleg rafspenna, eins og allir vita. Tíöum hafa orðið slys af þess um sökum erlendis og heíur það leitt tíl þess að framleiddar hafa verið tengiklær, sem ekki er unnt að stinga í samband við lágspennuinnstungu. Enda eru tengikiær, eins og þær sem ollu ofannefndum slysum óheimilar hérlendis. Auövelt er aö fyrirbyggja þessa hættu meö því að nota einfaldlega klær, sem eru af svo nefndum,. lEC-staðli. Eins og aieðfylgjandi mynd sýnir, er 6- mögulegt aö koma þeim í sam- band við venjulega lágspennu- innstungu vegna tinds sem geng ur út ur klónni á milli tengiarmanna. Einnig eru til f verzlunum sérstakir plasttappar sem hægt er að setja í lág- spennuinnstungur, þegar þær eru ekki í notkun. Björgunarmenn bísa enn v/ð oð ná Surprise á flot — Skipið bifaðist á stórstraumsflæði í gær ¦ Togarinn Surpríse bifaðist lítiö eitt á strandstaðnum austur á Landeyjasandi f gær, um morgun- flæðina klukkan 7, en þó ekki nógu mikið til þess að hægt væri að ná honum á flot Stðrstreymt var í gær og hugðust björgunar- menn því note 'ukifærlð. Fengu þeir varðskip austur að sandinum og átti það að draga skipið út, en taug varð aldrei komið á milli skipanna, enda voru aðstæður til þess ekki nógu hagstæðar. Björgunarmennirnir keyra stöö- ugt vélar skipsins og búa þar um borð. Skipiö hefur ekki haggazt í fjörunni að heitið getur frá því því sl<5 flötu þar skömmu eftir strandið - fyrr en nú. Og enn er ekki öll von úti um, aö það takist að ná því út. Til hægri á myndinni sést það, sem hættulegt hefur reynzt þ. e. sjónvarpsloftnet tengt með þessari tegund af kló, sem of auðvelt er að koma inn í venjulega rafmagnsinnstungu. Til vinstri eru varnartækin, IEC-tengikló með tindi í miðjunni og plasttappar í innstungurnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.