Vísir - 10.12.1968, Síða 3

Vísir - 10.12.1968, Síða 3
»^15TK~ » TEKST ÍR AÐ HNEKKJA EINVELDINU? IR hefur gengið betur með andstæðinga sina til bessa — I kvöld leika IR og KR til úrslita / körfuknattleik ■ Reykjavíkurmótinu í Körfuknattleik lýkur í kvöld. Fara fram þrír leikir. 0 í 2. fl. karla leika til úrslita Ármann og KR, en þessi félög hafa unnið alla sína leiki í mótinu og verð- ,ur því eflaust um skemmti- Iega keppni að ræða. Þá Ieika saman í mfl. lcarla Ár- Inann og IÍFR en lið þessi eru jöfn að stigum og berjast eflaust af kappi um þriðja sætið í mótinu. Loks fer svo fram úrslitaleikur mótsins, en hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Leiða l'.ar saman hesta sfna enn á ný, hinir gömlu k'eppinautar KR og ÍR, en félög þessi hafa borið höfuð og herðar yfir önnur körfuknatt- leikslið okkar síðustu árin. KR- ingar núverandi Reykjavíkur- og Islandsmeistarar hafa eflaust hug á að verja titla sína i vetur. Þaö veröur þeim þó að likindum erfitt verk, þar sem það er mál manna, að ÍR-liðið hafi sjaldan veriö sterk- ara en einmitt nú. ÍR-ingar hafa unnið alla leiki sina í mótinu með miklum yfirburðum og munar þar eflaust mestu um endurkomu Þor- steins Hallgrímssonar, en hann hefur stundað nám erlendis síðast- Iiðiö ár. KR-ingum hefur ekki geng- iö eins vel í þessu móti og undan- farin ár. Liðiö átti í miklum erfið- leikum gegn KFR, en tryggði sér þá sígurinn á síöustu mínútunum meö góðum leik. Það hefur ávallt verið hin sterka hliö KR-liösins, að þeir sýna orðið beztu leikina þegar mótspyman er hvaö mest, en þaö hlýtur aö einkenna leiki sterkra liða. Þá munu KR-ingar sakna Guttorms Ólafssonar, en hann er viö nám við iþróttaskólann á Laugarvatni. Var ætlunin aö sækja Guttorm austur fyrir þenn- an leik, en hann er meiddur á fæti og getur ekki leikiö með. Það er því óhætt að hvetja iþróttaunnendur til aö fjölmenna í „höllina“ í kvöld og sjá spenn- andi keppni. Eitt er vfsí, að ÍR- ingar munu sækja fast að Reykja- víkurmeistaratitlinum, en KR-ing- ar hvergj gefa eftir. Keppnin hefst (í Laugardalshöll- inni) kl. 19.00 en leikur ÍR og KR hefst um kl. 20.45. Akurcyri - Kefiuvík 21:21 Akureyri og Keflavík gerðu jafn- tefli um helgina í 2. deildarleik sínum í handknattleik. Heimaliöið með menn eins og Gísla Blöndal náði aldrei neinu út úr leik sínum, virtist leggja einum of mikla á- herzlu á Gísla, sem aftur reyndi um of að skjóta, hafði ekki auga fyrir því, þegar hann hafði dregið með sér menn út í horn, að miðjan opnaðist fyrir hina leikmennina. Akureyringar munu næst leika hér i Reykjavík 18. og 19. janúar, en vera má að þeir geti að ein- hverju leyti brúað það bil, sem hér myndast með því að fá KR í heimsókn í þessum mánuði. VALUR er bezta handknattleiksfélagið í ár. Hér eru þrir flokkar Valsmanna og kvenna, meistara- flokkar kvenna og karla og 2. flokkur kvenna. Fyrirliðamir voru að taka við verðlaunum sínum, þegar myndin var tekin. > Jöfnunarmarkið Guðjóni Jónssyni var vel fagnað í fyrrakvöld, þegar hann skoraði mark hjá Haukunum af 25 metra færi og jafnaði leikinn, — eftir að leiktíma lauk, en Haukarnir uggðu ekki að sér, vissu ekkert um aukakastið, sem var dæmt á nauðaómerkilegt brot á síðustu sekúndu leiksins. Myndin sýnir vel fögnuðinn. Númer 6 er Guðjón. ’ Hver hlýtur Vítastyttunu ? ■ Eins pg fram hefur komiö í fréttum er nú keppt i fyrsta sinni um svokallaða Víta- styttu. Hlýtur sá leikmaður styttuna, sem hefur bezta hittnipróscntu aö loknu mótinu, er miðaö viö 12 skot sem lág- mark! ■ Fyrir leikina í kvöld eru þessir leikmenn líklcgastir: Köst: Sig. Gíslason, ÍR 8-6 75% Hjörtur Hanss., KR, 14-10 72% Þórir Magnúss., KFR, 10-7 70% Agnar Friðrikss., ÍR, 6-4 67% Kolbeinn Pálss., KR, 16-10 63% Þ. Hallgrímsson, ÍR, 12-7 60% B. Öm Birgis,, Árm., 20-10 50% G. Gunnarss., Árm., 10-5 50% Staðan Opið til kl. 10 á hveriu kvöldi Allar vörur okkar eru enn á gamla verðinu ;qoqna <J O Simi-22900 Laugaveg 26 V 1 I lllll Staðan í meistaraflokki tkarla f körfuknattleiknum er tþessi fyrir síðustu leikina í /kvöld: (iR 3 3 0 235:147 6 tKR 3 3 0 183:135 6 ;KFR 3 1 2 155:172 2 ÍÁRMANN 3 1 2 154:190 2 US 4 0 4 167:250 0 í 1. flokki er ÍR sigurvegari? Imeð 6 stig, vann alla sína leiki.l |KR varð annað með 4 stig.i stúdentar með 2 og Ármann^ ^ekkert. I 2. flokki er spennandij ,keppni milli KR og Ármannsl í úrslitunum, sá leikur fer framl 'í kvöld á undan leikjunum í( meistaraflokki. í 3. flokki vann KR með 6t » stig, Ármann hlaut 4, ÍR 2 og‘ ■ KFR ekkert, Aukaleikur fert fram í 4. flokki milli KFR og| Ármanns, sem bæði hlutu 4} stig, IR hlaut 2 og KR' 2. Stigahæstumenn i meistara- j flokki eru þessir: Þórir Magnússon, KFR, 80 stig./ Birgir Örn Birgis, Árm., 64. Agnar Friðriksson, ÍR, 50. Jón Sigurðsson, Ármanni, 46. I Hjörtur Hansson, KR, 43. I Kolbeinn Pálsson, KR, 43. Þorsteinn Hallgriirísson, ÍR, 4Í.1 Siguröur Helgason, KFR, 33. ( I Birgir Jakobsson, ÍR, 29. / Siguröur Gíslason, ÍR. 28. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.