Vísir


Vísir - 12.12.1968, Qupperneq 9

Vísir - 12.12.1968, Qupperneq 9
V í $ I R . Fimmtudagur 12. desember 1968. ........... 5 • VIÐTALl DAGSINSI □ Þeir hlógu vel að okkur, karlarnir, þegar þeir sáu okkur fyrst vera að skríða þetta um klapp irnar. Þeir hafa sjálfsagt haldið að ég væri orðin vitlaus. \ 'É’g byrjaði á þessu vorið ’65 — og komst ekki langt til þess að byrja með — rétt fram á klappimar. Svo fór ég að færa mig upp á skaftið og feta mig lengra og lengra út í fjöruna. — Nú veit ég alveg hvert á að fara til þess að finna þau blóm sem mig vantar. — Þetta segir fullorðin húsmóðir af Eyrar- bakka, Ingibjörg Jónasdóttir, sem hefur varið flestum sínum frístundum síðustu þrjú árin í fjörugróöurinn, að finna litfög- ui; blóm á klettum og laga þau til á myndir og nú er hún kom- in meö nokkrar mynda sinna í bæinn og sýnir á Mokka. — Ég hef hingað til haldið mig ein göngu við fjöruna á Eyrar- bakka komizt út fyrir Sund- vörður og út að Gamráhrauni, fram fyrir Þorláksós og út f Brynkaós. Þeir kalla það Brynkaós karlarnir. Þetta er helzt ekki hægt að fara nema á stórstraumsfjöru og í góðu veðri. Brimið rótar Tvær frur af Bakkanum með kústsköftin sín lengst niðri í fjörunni "ð veiða litfagran gróður úr lóni. í baksýn hillir undir barnaskólahúsið ofan við sjógarðinn. Ingibjörg t.v., Sigríður t.h. 4"'róðurinn er einna fjölskrúð- ugastur á vorin, eða framan af sumri. Annars litkast tegund irnar misjafnlega eftir árstím- um. Sumar eru blómlegastar framan af sumri, aðrar taka við. sér á haustin. — Fyrst á vorin jafnvel í febrúar og marz, ber mest á þessum rauða — fallega lit, purpurarauðar plöntur. Þær halda sér þannig fram undir sumar. Svo dofna þær aftur yf- ir sumartímann. - Það getur verið kalt að fást við þetta í gaddinum á vet- urna? — Þá verður maöur að berja sér. — Þó held ég það hafi aldrei verið eins og f vetur, þegar hlaupið kom f Ölfusá. Þá var ég að klöngrast þarna um klappirnar, og það var jaka- burður á öllum fjörum. Það er skemmtilegra fyrir tvær konur að vinna saman við þetta. Ég hætti mér aldrei ein langt út. Maður getur aldrei vitað hvað getur komið fyrir. — Hvernig tekur bóndinn þessu? — Nú bara vel. Það er svo skemmtilegt, hvað þau heima hvetja mig til þess að fara þetta.— Þau finna að ég hef gaman af þessu. — Ég má ekki sjá klappirnar lyftast úr sjó, þá langar mig oneftir. 4~feg karlarnir, eru þeir hættir að hlæja? Já, þeir segja þegar brimar og mikið er af þangi í fjörunni. — Nú ætti hún Imba að fara f fjöruna. Nú er nóg af þanginu. — Þeir halda ugglaust að ég sé alltaf að tína þang. Ég má ekki sjá — segir Ingibj'órg Jónasdóttir frá Eyrarbakka — jbó langar mig þangað oneftir irnar lyitast úr sjó gróðrinum svo mikið til aö mað- ur sér ekkert fvrir gruggi. — En f stillum er þetta hreinasta himnaríki. Fjaran á Eyrarbakka. — Þetta er heimur út af fyrir sig. Þar niðar úthafsaldan við sker- in og brýtur á þeim þegar hann er á sunnan, svo að skerjagarð- urinn verður hvítur af lööri. — Þar nasla kindur f þangið, krakkar tína þar ígulker og krabba. — Svo rölta þær þang- að fram um fjöruna, konurnar með kústsköftin — til þess að tína „blóm“. — Já — Það var mikill mun- ur þegar við komumst upp á Iag meö að nota kústsköftin. Við notum þau til þess að þreifa fyrir okkur, kanna dýpið f poll unum og veiða upp plönturnar, segir Ingibjörg. rf">g hvenær datt þér í hug að fara að líma þetta upp á pappír? — Ég var búin að sjá þessi spjöld meö kuðungum og þara- gróðri í kringum myndir, eins og konur hafa verið að gera, svo mér datt f hug að það væri nú gaman að gera eitthvað svona og senda krökkunum. — Ég var fyrst með þessi spjöld mikið með skeljum og kuðung- um og slíku. Svo fór ég aö spreyta mig á blómum, fjöru- blómunum, laga þau til á papp- írinn. Maöur getur ráðið því nokkuð hvernig maöur lætur þau sveigjast. Þetta getur verið miljiö mas. Það þarf að hreinsa þau vel upp áöur en þau eru þurrkuð. — Þegar ég fór að þvo þetta var þetta allt fullt af kröbbum, smákröbbum á stærö við tíeyringa. — Ég var altaf að kippast viö, þegar þetta hreyfðist við fingurna — eða þá marflæmar!. — Það er aldeilis líf í þessum gróðri. — Svo þurrka ég plönturnar á milli blaða áður en þetta er látið á spjöldin. Síðan sprauta ég yfir þær , fixotini, ( eöa lakki til þess að reyna að láta þær halda litnum. — Þetta hef- ur kostað heilmikið umstang og tilraunir. Ég hugsa aö ég haldi áfram aö spreyta mig á þessu og reyna að fá það betra. Fjaran er svo mikil á Eyrar- bakka og djúp lón á milli skerj anna. Þama vaxa fjölmargar tegundir af fjörublón^um. Þeir héldu krakkamir, ' þegar ég sýndi þeim fvrstu myndirn- ar að þetta væri útlent — þetta gæti ekki verið til í fjörunni á Bakkanum. — Hefurðu látið mikið af af myndum? — Nei, ekki nema þetta, sem ég hef gefið bömunum — og svo hef ég látiö nokkur spjöld. — En það hefur verið að fal- ast eftir þessu fólkið, svo ég iét mig bara hafa það að sýna þetta. — Verst þykir mér ef þetta hefur nú verið verðlagt í’.llt of hátt, segir hún. Þaö er ekki eins og þetta séu málverk. sem endast í það óendanlega. Ingibjörg er farin að ókyrrast í bænum. Hennar bíður far austur á Bakka, þár sem blómin litkast undir vorið. — Líklega verður hún komin ofan í fjöru meö kústskaftið í febrúar. J. H. —-Listir-Bækur-Menningarmái Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni: JOLATONLEIKAR að er að verða skemmtílegur og ágætur siður, að ýmsir aðilar halda jólatónleika hér i kirkjum höfuöborgarinnar. Kamm erkórinn (stjómandi Ruth Magn ússon) og Musica da Camera fluttu jólatónlist (og reyndar ver aldlega líka) í þéttsetinni Há- teigskirkju sl. sunnudagskvöld. Kórinn, sem samanstendur af 18 söngvurum, hefur áður sannað ácæti sitt við ýmis tækifæri. Frú Ruth Magnússon vinnur af mik- illi röggsemi, smekkvísi og kunn áttu með kór sínum, enda ber árangurinn það með sér. Kórinn syngur ákaflega blæbrigðaríkt, hljómurinn er fágaður, án þess að vera nokkurn tíma litlaús. Þó að hópurinn sé lítill, otar engin rödd sér fram, hljómurinn er heilsteyptur. Efnisskráin var mjög fjöl- breytt og smekkleg, engin venju leg margsungin jólalög heyrðust (burtséð frá hinu „ómissandi“ Heims um ból í lokin). Fyrri hluti tónleikanna samanstóð af Trió- sónötu eftir Quantz, sem leikin var af Musica da Camera. Há- V teigskirkja vill hljóðfæraleikur- um vel, flautuhljömur Jósefs Magnússonar magnast upp og fyllir hvelfingarnar og var sam- spil þeirra fjórmenninga með á- gætum. Þar næst heyrðum við kórinn syngja 3 lög, öll eftir tónskáld 20. aldarinnar. Kodály hefur skrifað fallegri músík en hér heyrðist, en samt var það vel þegið, að láta þrjú stór nöfn okkar tíma standa hér hlið við hlið. í þessu tilfelli fannst mér Britten hlutskarpastur. Næst söng frú Ruth þi;jú lög, öll falleg, tvö af þeim voru þjóð- lög. Um söng frúarinnar er ekki nema það bezta að segja, rödd- in er fyrsta flokks og öll beit- ing í þjónustu túlkunar, engir „stjörnusiöir", hér syngur há- menntuð söngkona af öryggi og innlifun, sem einungis er hugsan leg, þegar raddgæði, tónnæmi (musikalitat) og greind fara sam an. Elisha Kahn lék undir hjá frú Ruth af smekkvísi og kunn- áttu. Síðast fyrir hlé söng kórinn tvö gullfalleg og skemmtileg jólalög og lag úr „Bernsku Krists" eftir Berlioz. hluta tónleikanna með flautu- sónötu eftir Hándel. Að síöustu heyrðum viö Jólakantötu eftir Gordon Jacob, „The New Born King“, í 11 þáttum. Tónsmíðin sjálf er heldur ómerkileg, blend / ingur af pophljómum, Hindemith tilraunum, stílglefsur úr ýmsum áttum. Samt eru þokka'legir kafl- ar innan um. En kórinn söng þetta frekar vanþakkláta verk með ágætum, og sýndi um’ leiö, að hann býr yfir prýðis einsöngv urum. Ég á hér ekki aðeins við Guörúnu Tómasdóttnr, sem all- ir þekkja sem prýðilega söng- konu, heldur líka Hákon Oddgeirs son og ívar Helgason. Gjarnan hefði ég kosið aö • heyra kórinn syngja mótettu eft- ir Schútz í staðinn fyrir þessa bjöguðu tónsmíð, því eiginlega vantaði einn gamlan meistara til að fá meira jafnvægi í efnis- skrána. Ef til vill næstu jól? Ruth Magnússon hefur unnið gott og merkt starf, og við hér á hjara veraldar megum þakka fyrir að fá slíkt fólk hingað. a vo

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.