Vísir - 18.12.1968, Qupperneq 16
.i».onan elskar ilr.iinn af..
Miðvikudagur 18,/des. 1968.
i/œ
Maðurinn þekkir' gæðin.
Uuemeí 17B ■ Siml 21120 Reykjavik
r .S
JL
œwennn
Sími 13835
Hörkugaddur
eftir
veðurblíBu
20 stiga frost á Gr'ims-
stóðum á Fj’óllum —
9 stig i Reykjavik
® Margir veigruðu sér við að
fara fram úr hlýjum bólun-
um í morgun, næðingurinn um
?luggana vitnaði um kulda, bif-
reiðarnar veigruðu sér einnig við
að fara í gang og margur bíl-
stjórinn varð að fara bíllaus í
vinnuna.
Frostið var 9 stig í Reykjavík í
morgun en mest á landinu 20 stig
á Grímsstöðum á Fjöllum. Mesta
frost á láglendí var innarlega í
Skagafirðinum á Nautabúi 16 stiga
frost. Annars staðar á landinu var
mjög víða 11 til 13 stiga frost, t. d.
12 stiga frost í Hreppunum. —
Minnsta frostið var í Vestmanna-
cyjum 5 stig en þar snjóar. Norð-
anátt er um landið og éljagangur
norðan- og austanvert um iandið,
bjartviðri vestan- og sunnanlands,
en þó él á norðanverðu Snæfells-
nesi.
I fyrradag fór að kólna eftir ein
muna veðurblíðu í margar vikur og
hefur frostið hert síðan þá. Veður-
fræðingar spá því að dragi eitthvað
ur frostinu á morgun — þó ekki
mikið.
Vængjalaus flugvél gerir víðreist
«aw
■ Þegar Douglas DC-
4 flugvélin steyptist út
af flugbrautinni á Rvík-
urflugvelli í fyrravetur,
töldu margir, að hún
hefði lokið sinni síðustu
ferð. Það var þó öðru
nær. Síðan hefur hún ver
ið á töluverðum ferða-
lögum, og frægð hennar
er jafnvel enn meiri, held
ur en þegar hún klauf
háloftin forðum.
Eftir slysið tóku framtak-
samir menn sig saman um að
innrétta flugvélarbúkinn sem
„diskótek“ eða klúbb, en eftir
nokkurt þref kom á daginn, að
ekki vír hlaupið að því að finna
fyrirtækinu stað, sem yfirvöld-
in hefðu ekkert út á að setja.
AÖ lokum hafnaði flugvélar-
skrokkurinn við Sandskeið, ogfl
þar var gengið allrammlega frá
honum til þess að hann yrði
ekki veöri og yindum að bráð.
Staöurinn, þar sem flugvélin
var, mun tilheyra afréttarlandi
Seltjarnarneshrepps.
Að sögn bæjarfógetans 1 Hafn
arfirði var amazt við flugvélinni
þarna. Vegamálastjóri kvartaði
undan því, að hún hefði trufl-
andi áhrif á umferð, þar sem
hún stóð ekki alllangt frá hættu
legri beygju, og umferðarlög-
reglan tók í sama streng.
Eigendum vélarskrokksins var
síöan tilkynnt, að eign þeirra
væri illa séð á þessum stað,
og ef þeir fjarlægðu hana ekki
sjálfir, mundu yfirvöldin ann-
ast það á þeirra kostnað.
Og nú er svo komið, að flug-
vélin hefur veriö flutt aftur á
Reykjavíkurflugvöll, þar sem
hún bíður þess aö leggja upp
nýjar ævintýraferðir.
Ameríska Skymaster-vélin heidur áfram að ferðast eftir að flughæfni hennar er Iokið.
176 milljóna lán úr Viðreisnar-
sjóði — til Norðurlandsáætlunar
1000 nemendur í Kennara-
skólanum, ætlaður fyrir 150
Tvær milljónir dala, eða 176 J ur varið til framkvæmda á Norð-
milljóni}- króna, háfa ferigizt ör I urlandi á grundvelli Norðurlands
,Viðreisnarsjóði Evrópu og verð-' áætlunarinnar. Viðreisnarsjóður
inn hefur áður lánað meginhluta
fjár þess, er farið hefur til Vest-
fjarðaáætlunarinnar, helzt sam-
göngumála í þeim landshluta.
Gerð áætlunar um atvinnumál
á Norðurlandi mun vera að ljúka
og er búizt við, að sá hluti komi
til framkvæmda á næsta ári. Svo
sem áður hefur verið greint frá,
annast Lárus Jónsson viðskipta-
fræðingur stjóm áætlunargerð-
arinnar á Norðurlandi fyrir hðnd
Efnahagsstofnunarinnar og situr
hann á Akureyri.
//
//
B Um eitt þúsund nemend-
ur munu nú vera í Kenn-
araskólanum, sem aðeins er
ætlaður fyrir um 150. Þetta
upplýstist í umræðum á Al-
þingi í gær um skólamál.
Magnús Kjartansson átaldi
harðlega þetta ástand. í svari
dr. Gylfa Þ. Gíslasonar
menntamálaráðherra kom
fram, að nemendafjöldi í
Kennaraskólanum hefði ní-
faldazt, frá því að lögin um
skólann tóku gildi, og hefði
engan órað fyrir slíku.
Ráðherrann kvað forráðamenn
skólans hafa farið þess á leit við
sig, að aðgangur aö skólanum
yrði takmarkaður. Sagði ráð-
herra, að ekki mundi verða leyfð
nein takmörkun á aðgangi nem-
enda að neinum skólum, meðan
hann sæti í ráðherrastóli. Næði
það einnig til læknadeildar Há-
skólans, sem tillögur hafa verið
um að takmarka ætti aðsókn að.
Allir, er próf hefðu, fengju rétt
til setu í skólum.
Ekki hefði verið unnt að taka
til viö frekari stækkun Kenn-
araskólans fyrr, vegna mikilla
framkvæmda við menntaskóla-
byggingar að undanfömu.
Dulbúin eignaupptaka
í mynd fasteignagjalda
— segja húseigendur
Húseigendafélag Reykjavíkur svo aö það sé aö bera í bakka-
hefur skorað á borgarfulltrúa að> fullan lækinn að bæta þar enn
fella tillögu, sem fram hefur við.
komið um hækkun á fasteigna-
skatti. Er minnt á f áskoruninni
að eignaskattar og útsvör hafi
hækkað um 110% á þessu ári,
Húseigendur segjast skilja fjár-
þörf borgarinnar, en fái ekki skil-
ið að þörf sé að hækka enn þenn-
10. síða.
Fá tvfíugir að
kaupa áfeagi?
Kennaraskólinn — nemendur margfalt fleiri en eðlilegt má teljast,
„Yngri mönnum er 20 ára má
ekki veita, selja eða afhenda áfengi
með nokkrum hætti”. Þannig segir
í frumvarpi um breytingu á áfengis
lögum, sem alisherjarnefnr Neðri
deildar Alþingis hefur lagt fram.
Á nú aö miða við 20 ára aldur í
stað 21 ár, og er þaö talið í sam-
ræmi við breytingar á aldursmörk-
um, sem samþykktar voru á síð-
asta Alþingi, það er kosningaréttur
og kjörgengi. lögræðisaldur og hjú
skaparaldur. /
Þá er ekkj ætlunin, aö skylda
vínveitingahús til aö hafa opið án
vínveitinga eitt laugardagskvöld af
hverjum fjórum, en það ákvæði
haföi verið í frumvarpi fyrir tveim
ur árum, sem þá var ekki útrætt.
Nú er Iagt til, að önnur skilríki
en nafnskírteini geti orðið sönn-
unargögn aldurs á sama hátt og
nafnskírteini, og er þá átt við öku
skírteini, vegabréf og önnur slík.
Þess ber að gæta að þessi ákvæði
eru enn aðeins í frumvarpi, sem
liggur fyrir Alþingi en eru ekki orð
in að lögum. '
DAGAR
TIL JÓLA
\