Vísir - 19.12.1968, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
o-
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoöarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjornarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiösla: Aðalstræti 8. Simi 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Á síðasta snúningi
Alþjóðastofnanir áætla, að eftir um það bil tíu ár
verði raforka og varmi frá kjarnorkustöðvum orðin
jafnódýr og frá vatnsafls- og jarðhitastöðvum. Upp
frá því verður stóriðju aðallega komið upp á mark-
aðssvæðunum sjálfum, því að kjarnorkan er ekki
staðbundin. Þar með lýkur forskoti því, sem íslend-
ingar hafa fagnað í nokkra áratugi, en nýtt skammar-
lega illa.
Stjórnmálamennirnir á Alþingi virðast ekki bera
gæfu til að skilja, hve alvarlegt mál þetta er. Þeir eru
6vo önnum kafnir við karp um smáatriði, að þeir sinna
ekki þessu máli, sem er ekki aðeins mikilvægasta
efnahagsmál okkar, heldur einnig mikilvægasta sjálf-
stæðismálið. Framtíð okkar sem þjóðar veltur á því,
að okkur takist nú að stökkva inn í stóriðjuöldina,
en dröbbumst ekki niður við úrelta atvinnuhætti.
Við höfum um það bil áratug til umráða til að koma
okkur haganlega fyrir í stóriðjumálum. Á þessum tíma
þurfum við að virkja mikinn hluta hinnar ódýru orku
í fossum og hverum landsins. Á þessum tíu árum
þurfum við að koma upp saltvinnslu fyrir milljarð
króna, annarri sjóefnavinnslu fyrir sex milljarða
króna og ýmissi annarri stóriðju fyrir nokkra millj-
arða króna, fyrir utan kostnaðinn við byggingu orku-
vera. Þetta er gífurlegt verkefni.
Til þessara stórræða eigum við að nýta eins mikið
af innlendu f jármagni og hægt er. En það verður aldrei
nema brot af öllu því fjármagni, sem við þurfum til
þessara nota. Við þurfum því að soga til okkar mjög
mikið erlent fjármagn, bæði lánsfé og áhættufé. Við
þurfum ekki að vera hræddir við það. Við höfum
reynsluna frá Íslandsbankatímabilinu á fyrsta áratugi
þessarar aldar. Þá streymdi inn í landið margfalt fjár-
magn á við það, sem íslendingar höfðu sjálfir milli
handa. Ekki spilltist þjóðemið við það, heldur varð
þessi fjármagnsinnflutningur ein af beztu undirstöð-
um sjálfstæðisins.
En það er tómt mál að tala um stórvirkjanir og
stóriðju fyrir milljarða króna, nema rannsaka mögu-
leika okkar á þessum sviðum og undirbúa fram-
kvæmdir. Við eigum fjölda hæfra manna á þessum
sviðum, en þykjumst ekki hafa efni á að verja fé til
starfsemi þeirra. Vísir hefur nokkmm sinnum áður
gagnrýnt harðlega, að ekki skuli á fjárlögum næsta
árs vera gert ráð fyrir nægum fjárveitingum til rann-
sókna og annars undirbúnings á þessum sviðum. Við
viljum enn herða þessa gagnrýni, enda er raunar mjög
alvarlegt, ef alþingismenn ætla að loka augunum fyr-
ir nauðsyn frekari rannsókna á virkjunum í vatns-
föllum og hverum og undirbúnings sjóefnavinnslu.
Þeir virðast þá ætla sér fremur auman sess í íslands-
sögunni.
Almennir borgarar verða nú að taka höndum sam-
an um að hrista dáðleysið úr alþingismönnum okk-
ar í mesta framfara- og nauðsynjamáli þjóðarinnar.
V í S IR . Fimmtudagur 19. desember 1968.
■ Washington Post, sem er
eitt af kunnustu blöðum
Bandaríkjanna vekur athygli
á því, að Tass-fréttastofan í
Moskvu hafi látið í ljós vax-
andi áhyggjur út af því, að
horfur eru taldar batnandi í
sambúð Bandaríkjanna og
Kína.
Tilefni þess, aö Tass-frétta-
stofan gerði þessi mál að um-
talsefni, er það, að kínverska
stjómin bauö fyrir skemmstu
upp á það, að ambassadorar
Bandaríkjanna og Kína í Varsjá
kæmu saman til fundar þar 20.
febr. — mánuöi eftir aö Nixon
er tekinn við og stjórn hans.
Nú er þaö svo sem alkunnugt
er, aö eina stjórnmálasambandið
milli ríkisstjórnanna í Peking og
Washington, sem um hef-
ur verið að ræða lengi, er, að
ambassadoramir hafa hitzt í
Varsjá endrum og eins, en nú
var orðið alllangt siðan þeir hitt-
ust. Alls munu þessir fundir
hafa verið orönir á þriðja hundr-
að. Oft hefur verið látið í ljós,
að fundir þessir hafi komiö að
litlu gagni, árangur sem sagt lít-
Myndin er af Mao og Krústjoff - það var á stjórnartíma hans,
sem slitnaði upp úr samstarfinu milli Kínverja og Rússa.
Fundur í Varsjá í febrúar um
bandarísk-kínversk samskipti
ill eða enginn, aö því er menn
töldu, en ekki er ólíklegt að
ýmsir, aö minnsta kósti stjórn-
málamenn, hafi séð hve mikil-
vægt það var, að þessum fund-
um var ekki hætt með ö.llu. Má
til dæmis nefna, að auðveldara
ætti aö vera að taka málin fyrir
til úrlausnar, ef sýnt þætti. að
það mundi bera árangur, þá í
áframhaldi af áðurnefndum við-
ræðufundum.
Af tilkynningu Tass-fréttastof
unnar má marka hverjum aug-
um sovétleiðtogar líta á þetta,
því að hún segir, að þeir Kín-
verjar, er gerst fylgist með og
trúi því, að stefna Maoista sé i
raun og veru fjandsamleg heims-
valdastefnunni, muni verða fyrir
þeim áhrifum af tilboðinu um
friðsamlega sambúö (Kínverja
við Bandaríkin), sem „gera eigi
bandalag við sjálfan djöfulinn"!!
Tass-fréttastofan segir enn-
fremur, að bandarískir stjórn-
arembættismenn hafi ekki litið
alvöruaugum hinn and-vestræna
áróður í Peking. Hins vegar hafi
menn (stjómmálamenn vest-
rænna landa) kunnað vel að
meta áróður Maos gegn Sovét-
rikjunum og stefnu hans, sem
var sú að valda sem mestri trufl
un og klofningi í alþjóöasam-
starfi kommúnista.
Tass vitnar i blað í Brunei
(Bomeo), þar sem því er haldiö
fram, að Mao Tse-tung og aörir
kínverskir leiðtogar hafi haldið
uppi and-bandarískum áróðri, til
þess að „blekkja fólkið, en daðr-
að undir niðri við Bandaríkin“.
Þá minnist Tass-fréttastofan á
það, sem það kallar „gleymdar
kröfur". Segir í frétt hennar, aö
í orðsendingu kínverska utanrík-
isráðuneytisins, þar sem stung-
ið var upp á fundi 20. febrúar.
hafi „gleymzt“ að minnast á
fyrri kröfur um, að Kínverska
alþýðulýðveldið fái aftur vfirráð
Formósu í sínar hendur, og aö
Bandaríkjastjórn h~^tti aö hjálpa
Chiang Kai-shek og þjóðemis-
sinnum hans á Formósu — i
orðsendingunni hafi aðeins ver-
ið farið fram á, að bandarískt
lið á Formósu verði flutt burt
þaðan.
Þá vitnar Tass-fréttastofan, að.
sögn Washington Post, í blaöið
The Wall Street Joumal:
„Þar sem Bandaríkin hafa
ekki fjölmennt lið á Formósu
geta þessi tilmæli, eins og þau
eru fram borin, talizt grund-
völlur undir frekari samkomu-
lagsumleitanir“.
Og enn heldur Tass áfram og
fræðir menn um það, að Banda-
ríkjamenn séu þeirrar skoðunar,
að vegna eyðileggingaráhrifa
menningarbyltingarinnar þurfi
Kína að auka viðskipti sín við
önnur lönd, og á hinum fyrir-
huguðu Varsjárfundum geti
Bandaríkin notað sér til fram-
dráttar þessar ömurlegu efna-
hagshorfur Kína.
Þegar til klofningsins kom
milli Kína og Sovétríkjanna í
stjórnartíð Krústjoffs hafi hinn
siðarnefndi unnið markvisst að
því. tið menn sannfærðust um,
að Peking væri miðstöð brjál-
æðislegrar, alþjóðlegrar bylting-
arstarfsemi kommúnista, en
Moskva áfram miðstöð viðræðna ,
skynsamra og gætinna manna, ;
sem vildu friðsamleg samskipti. ;
Friðsamleg samskipti voru
boðuð fyrr í Kina (1950) og í 1
Bandung. Boðun friðsamlegra '
samskipta við auðvaldsrfkin ■
væri nú i rauninni lítt samrým- i
anleg núverandi sovézkri af- <
stööu. Þvi er að minnsta kosti ,
haldið fram af Rússum, að „það
sé að koma i ljós, að baráttan
gegn heimsvaldastefnunni sé að ■
eflast". '
Minna má á:
Kinverska alþýðustjórnin hef-
ur sem kunnugt er fordæmt
harðlega innrásina í Tékkósló- :
vakiu.
Hún hefur einnig fordæmt
það, að Sovétríkin hafa stöðugt
verið að efla flotastyrk sinn á '
Miðjarðarhafi. ,
Þá var því haldið fram í Pek-
ing, að sovézkt lið hefði verið •
sent til Búlgaríu til þess að ,
ógna öðrum Varsjárbandalags-
ríkjum — einkanlega Rúmeníu. '
(Þessum ásökunum hefur verið .
neitað í Moskvu og Sofiu, höf- ,
uðborg Búlgaríu).
Frá stúdentaóeirðunum í Róm
Eins og getið hefur verið í fréttum var mikið um verkföll eg
kröfugöngur í Rómaborg og víðar á Ítalíu á dögum stjórnar-
kreppunnar. Myndin er af kröfugöngu í grennd við Colosseum. j
i