Vísir - 19.12.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 19.12.1968, Blaðsíða 16
VISIR Fimmtudagur J9. des. 1968. Konan elskar ilrainn af... i/ee Maðurinn þekkir' gæðin. lnicniá Hi - Simi 21120 lijtini M á, œuzerinn Sími 13835 Ávaxtasafi, sem má blanda 4 sinnum meff vafni. JÍIIögur til úrbóta / atvinnumál- am / 10 HSum Atvinnumálanefnd Reykjavikurborgar með ýmsar till'ógur vegna hins versnandi ástands / atvinnumálum Atvinnumálanefnd Reykia- víkurborgar, sem borgar- stjómin skipaði í haust til að fylgjast með útliti í atvinnu- málum og gera tillögur um nauðsynlegar ráðstafanir til að fyrirbyggja atvinnuleysi, hefur nú skilað tillögum í 10 liðum til borgarráðs. Tillögurnar eru nú framkomn ar sem hugsanleg lausn til úr- bóta vegna versnandi atvinnu- ástands í Reykjavík og ná- grenni. Nefndin var sammála um, að ef sérstöku fjármagni verði veitt til atvinnuaukning- ar, þá eigi aö beina því til nauð- synlegra verkefna, sem bíða framkvæmda. Efst á blaöi hjá nefndinni eru auknar hitaveituframkvæmdir og vill nefndin að tekið verði lán hjá Atvinnuleysistryggingar sjóðli f því skyni. ® Stuðlað verði að aukinni út- gerð frá Reykjavík og ná- grenni, þannig að hinir mörgu bátar og fiskiðjuver nýtist sem bezt. Revnt verði að láta togara BÚR landa sem mest í Reykjavík. • Aukið verði lánsfjármagn það, sem Húsnæðismála- stjórn hefur til umráða, en það muni brátt bæta atvinnu ástandið. • Reynt verði að auka rekst- ursfjármagn iðnfyrirtækja, þannig að þau geti sem fyrst og í sem ríkustum mæli notið þeirra breyttu að stæðna, sem gengíslækkunin skapar, sbr. tillögu um þetta efni, sem send er til Atvinnu málanefndar ríkisins. • Borgarstjórn reyni að haga röð framkvæmda sinna, þannig að þær verði til að draga úr mesta atvinnuleys- inu í vetur. • Innkaupum opinberra aðila á vörum og þjónustu verði sem mest beint til innlendra framleiðenda. • Hafin verði sem allra fyrst brúarsmíði yfir Elliðaár og varanleg vegagerð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. • Hraðað verði undirbúningi framkvæmda að stækkun Búrfellsvirkjunar og álverk- smiðju. • Opinberir aðilar stuðli að því með öllum tiltækum ráðum að flugfélögin geti flutt við- halds og viðgerðaþjónustu sína sem mest til landsins. • Leitað veröi allra tiltækra ráða til þess að auka fjöl- breytni í atvinnurekstri og koma upp nýjum atvinnu- greinum, sem byggi á hag- nýtingu náttúruauðæfa lands ins. í því sambandi bend'ir nefnd- in m. a. á nauðsyn þess að hraða rannsóknum á bygg- ingu sjóefnaverksmiðju á Revkjanesi, byggingu olíu- hreinsunarstöðvar, stækkun áburðarverksmiðjunnar og veiðarfæragerð, er fullnægi sem mest þörfum lands- manna. Norræn féi Norræn jól verða haldin af Nor- ræna félaginu og Norræna húsinu sunnudaginn 29. desember og hefj- ast kl. 20 með stuttri helgistund, verða lesnar ritningargreinar og sungnir helztu iólasálmar Norður- landanna. Dansað verður kringum jólatré og farið í leiki. Jólakvöld- vaka þessi er einkum ætluð fu'l- orðnum og verður haldin i Norræna húsinu. Á þrettándanum verður haldin jólatrésskemmtun fyrir börn á veg um sömu aðila. NféseMgiiék effir Meðal bóka, sem eru á markaön- um nú fyrir jólin, er njósnabók eftir hinn heimsfræga rithöfund John le Carré, Nýja bókin hans nefnist á íslenzku „Launráð um Iágnætti“ og er hún talin vera í flokki beztu bóka höfundar. Fyrri bækur hans hafa notið mikilla vin- sælda hérlendis og má þar tilnefna: 10. síða. Stjórna jólaumferð í 10 stiga gaddi ■ Það er kuldalegt að standa á gatnamótum, án nokkurs skjóls í tíu stiga gaddi og stýra umferðinni, eins og lögregluþjónar gerðu i morg- un. Að auki var svo næðing- ur, sem með einhverju móti fann sér ávallt smugu í gegn- um skjólfötin. „Eina klukkustund í senn“, sagði lögregluþjónn nr. 144, sem stjórnaði umferöinni á því erfiða horni, Rauðarárstígur—Hverfis- gata — Laugavegur, eins og það heitir í skýrslum Iögreglunnar. Manni í milli er það bara kennt við Hlemmtorg. „Ég stend eina klukkustund við umferðarstjórn, svo fæ ég eina klukkustund til þess að „þýða mig“ inni á stöð en þar á eftir verð ég -svo að standa í' tvær klukkustundir úti.“ Félagsheimili stúdenta mun kosta 25-28 millj. kr. 3 Ekki er útilokað að félagsheim- ili stúdenta muni verða tekið notkun á næsta ári. í nýútkomnu túdentablaði segir, að heimilið verði boðið út nú um áramótin og ættu framkvæmdir að hefjast í ariríl. 9 Talið er, aö kostnaður við bygg- inguna verði einhvers staðar miili 25 og 28 milljónir króna. U. þ. b. helmings þessa fjár hefur þegar verið aflað, en taliö er að 10—13 milijónir vanti til að ljúka bygg- ingunni. @ Myndin er af líkani féiagsheim ilisins, en það verður byggt við Gamla Garð við Hringbraut, milli Garðs og Þjóðminjasafns. „Kalt? Jú, anzi kalt!“ sagði hann svo, þegar við höfðum spurt hann nafns, og síðan hvort honum þætt; starfið ekki kuldalegt. Hann sagðist heita Steinar Karlsson. Hvort umferö in væri meiri en í fyrra? „Ég hef ekki þá reynslu, því að ég byrjaði í lögreglunn; um leið og hægri breytingin gekk í garð í vor, en það var geysimikil umferð fyrstu þrjá dagana eftir mánaðamótin, en síðan hefur dregið úr henni aftur. Þó er mikil umferð eftir kl. 5 á daginn. Hún er að vísu mikil allan ársins hring á þeim tíma dags, en hefur veriö öllu meiri undanfarið en venjulega, eink- anlega á Laugaveginum" Lengra varð spjallið ekki, því nr. 144 þurft; út á gatnamótin aftur til þess að greiða fyrir umferðinni. Þaö virtist ekkert ylja honum neitt, að sjá vegfar- endur þjóta fram hjá notalega upphituðum bifreiöum. Múrarar á nún- skeiS / @ Á vegum Evrópuráðsins verð- ur á árinu 1969 haldið námskeið í múraraiön í Svisslandi. Nám- skeiðið mun hefjast í byrjun febrú- armánaðar og standa í 5 mánuði. , Evrópuráðið mun greiða far- gjöld milli landa og andvirði 150 TakmsdiaSar togveiSar leyfSar í landhelgi Sjávarútvegsmálanefnd Alþingis hefur komizt að samkomulagi um frum- varpið um bann við veið- um með botnvörpu og f!ot- vörpu. Eftir töluverðar breytingar er nú gert ráö fyrir því í frumvarpinu, að togveiðar verði leyfðar innan landhelgi á ákveönum svæðum tak markaðan tíma hvert ár. Hér er um bráðabirgðasvæði að ræða, en landhelgisnefnd mun halda áfram störfum sínum, og mun hún væntan lega geta lagt fram nefndarálit sitt um mánaöamótin janúar-febrúar. Upphaf frumvarpsins hljóðar svo: „Að fengnum tillögum Haf- rannsóknarstofnunar íslands og Fiskifélags íslands skal ráðherra heimilt með reglugerð að veita vél bátum allt að 200 brúttórúmlestum að stærð leyfi til togveiða á tíma bilinu 1. janúar til 30. apríl 1969 innan fiskveiðilandhelginnar.“ franskra franka á mánuði. Hús- næöi og fæði í Svisslandi er ókeypis meðan námskeiöið stendur. Kennsl an mun fara fram á ensku. Umsækjendur skulu vera á aldr inum 18—35 ára, og ganga þeir fyrir, sem hafa nýlokið eða eru um það bil að ljúka iðnskólaprófi. Umsóknir um þátttöku í nóm- skeiði þessu skulu sendar mennta málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykiavík, fyrir 31. desember 1968. Sérstök umsóknareyðublöö fást í ráðuneytinu. DAGAR TIL JÓLA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.