Vísir - 19.12.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 19.12.1968, Blaðsíða 1
Wíái&iSiv VISIR ;] Johnson á sjúkrahúsi Johnson Bandaríkjaforseti var ensu. Hún er útbreidd í 33 sam ' fluttur á sjúkrahús í gær. Hann bandsríkjum Bandaríkjanna og i var með lágan hita og átti ekki mörg fyrirtæki segja aö 1 af hægt með öndun. hverjum fimm starfsmönnum Líklegt er, að hann hafi feng- sé fjarverandi af völdum veik- hí svokallaða Hongkong-innflú- innar. Ósöluhæfur rjómi á markuSuum Heilbrigðisnefnd leggur fyrir samsöluna að vanda betur til vörunnar — Forstjóri Mjólkursamsölu kennir um hlýju veðri og löngum flutningi Rjóminn, sem hefur feng- izt hér í Reykjavík, hefur vakið óánægju að undan- förnu. Hann hefur verið súr, þegar átti að neyta hans. Tvær ályktanir hafa verið samþykktar varð- andi rjómann önnur frá Heilbrigðisnefnd sem hljóð ar þannig: Að gefnu til- efni leggur Heilbrigðis- nefnd fyrir Mjólkursamsöl una, að ekki verði hafður á boðstólum ósöluhæfur rjómi hér í borginni. Hin ályktunín er frá aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík og stendur þar, að aðalfundurinn skori á Mjólkursamsöiuna að setja dag- setningu á umbúðir um rjóma. Þessi áskorun sé m. a. borin fram vegna þess, að nokkuð beri á því, að rjóminn sé orðinn súr, þegar hann sé keyptur. Blaðið talaði við Stefán Björns- son forstjóra Mjólkursamsölunnar, sem skýrði frá því, að Mjólkur- samsalan flytti rjómann norðan úr Iandi, frá svæðinu allt frá Blöndu- ósi að Húsavík. Þetta stafi af því að mjólkurframleiðslan hefur dreg- izt saman hér sunnanlands. Þá sagði Stefán að borið hefði á því að rjóminn hefði verið gallaður og kenndi því um að hlýtt heföi ver- ið í veöri og miklir örðugleikar séu á því aö geyma rjómann ó- skemmdan. Megi búast við því, að með kólnandi veðráttu leysist þetta vandamál að einhverju leyti. Við erum búnir aö gera allar hugs- anlegar ráöstafanír i samráði við þá fyrir norðan til þess að ráða bót á þessu. Stefán sagði einnig, að sum mjólkurbúanna fyrir norð- an teldu sér ekki alltaf fært að senda nýjan rjóma og söfnuðu sam- an rjóma til þess að senda. Rjóm- inn sé sendur í brúsum á bifreið- um. Þessir rjómaflutningar hafa staðið síðan í október. Jólaópera / Melaskóla Margar glæsilegar skemmtanir fara fram í barnaskólunum á „Litlu jólunum“. í gær var jóla- ópera flutt í Melaskólanum. Þar komu fram bæði jólasveinar, Grýla og Leppalúði og kór. Að vonum vakti óperan, sem Magn- ús Pétursson samdi, mikla á- nægju barnanna. Annasamir dagar framundan hjá alþingismönnum Mórg mál afgreidd fyrir helgina, en jbó fara beir i langt jólafri ■ Það verða miklar annir hjá alþingismönnum fyrir jólin ekki síður en hjá húsmæðrum og verzlunarmönnum. Síðustu fund ir hjá neðri og efri deild verða í dag og Iiggja allmörg mál fyr- ir, sem bíða afgreiðslu í deildum og verða væntanlega afgreidd í dag. Fjárlagafrum- varpið verður tekið til þriðju umræðu í sameinuðu þingi á morgun, en á laugardag verða væntanlega atkvæðagreiðslur unt frumvarpið, en þá fara al- þingismenn í langt jólafrí alveg fram í byrjun febrúar. í deildunum bíða allmörg mál af- greiðslu í dag. Allmörg mál eru enn hjá nefndum, en eru væntan- leg þaðan í dag og verður þá væntanlega gengið frá þeim. I neöri deild er t.d. búizt viö, að gengið verði frá frumvarpi um ráð stafanir í sjávarútvegi vegna gengis lækkunarinnar, frumvarpi um toll- skrárbreytingar, þóknun fyrir inn- heimtu opinberra gjalda og fleiri málum, í efri deild er væntanlega beðið með mestri eftirvæntingu eftir af- greiðslu frumvarpsins um undan- þágur smærri togveiðiskipa innan landhelginnar. Þetta er viökvæmt mál, en hefur verið afgreitt úr neðri deild og samþykkt þar. Af öðrum málum má nefna hækkun á námslánum vegna gengisbreyting- arinnar, frumvarp í landbúnaði af sömu ástæðu, frumvarp um Bjarg- ráðasjóð, frumvarp um breytingu á lögum um skólakostnað og fleiri mál. Eftir er að kjósa í margar nefnd- ir, en jafnan er beðið eftir því með. nokkurri eftirvæntingu. Meðal þess arra nefnda sem eftir er að kjósa í má nefna öll bankaráðin. Hæstiréttur lækkaði bæturnar og orðið fyrir slysi, þegar spreng- ing varð í eldhólfi gufuketils í þvottahúsi heimilisins. í Hæstarétti féll dómur á þann veg, að elliheimilinu skyldi gert að greiöa ekkjunni og börnum hins látna samtals kr. 780 þús. auk máls- kostnaðar í héraði og Hæstarétti, sem næmi 175 þús. kr. Voru þannig bæturnar iækkaðar, sem elliheimilinu skyldi gert að greiða, frá því sem gert var ráð fyrir í Héraðsdómi.'Þar höfðu bæt- urnar verið ákveðnar 1.144 þús. kr. ásamt vöxtum og 150 þús. kr. máls- kostnað. Þeim dómi hafði elliheim- iiiö ekki unaö og því áfrýjað til Hæstaréttar. í forsendum dómsins í Hæstarétti þótti sem hinn látni hefði sýnt nokkra óvarkárni, og því væri rétt, að hann bæri sjálfur Yt skaðans, en elliheimilið, vinnuveitandi hans, 3Á- Einn hæstaréttardómarinn skiiaði sératkvæði, sem gerði ráð fyrir, að hinn' látni bæri skaöa sinn að % hlutum, en elliheimilinu yrði gert að greiða 624 þúsund krónur til ekkjunnar og barnanna, auk 150 þús. kr. málskostnaðar. Dómur hefur failið í Hæstarétti í máli, sem ekkja höfðaði gegn elliheimiiinu Grund fyrir sig og börn sín eftir mann sinn látinn, en hann hafði starfað fyrir elliheimilið Sveinn Asgeirsson á skrifstofu Neytendasamtakanna meðan hann stýrði þeim. „Þrfr fjórðu fundarmanna með föisuð skírteini" — segir Sveinn Asgeirsson um aðalfund Neytendasamtakanna Innrásiii í neytendasam- takanna, hefur ritað Seg tökin nefnist bæklingur, ist hann í bæklingi þess- sem Sveinn Ásgeirsson, um rekja hvemig innrás- fyrrum formaður sam- in var gerð í samtökin 29. júlí með fölsuðum fé- lagsskírteinum og hvern ig valdarán var framið að kvöldi 4. september síðastliðins. Sveinn segir í pésa þessum aö þrír fjórðu fundarmanna hafi verið með fölsuð félagsskírteini og hafi þeim verið smalað sam- an fyrir fundinn. Lýsir hann fundinum og eftir leik hans. — Auk þess rekur hann stuttlega sögu samtakanna í þessum pésa. Fer Sveinn ófögr um orðum um núverandi stjórn samtakanna. Mál neytendasamtakanna voru sem kunnugt er mikið á dagskrá í haust í það mund, sem stjórnarskiptin urðu. — Var þá af núverandi stjórnendum samtakanna krafizt rannsóknar á bókhaldi samtakanna og mun það og fleira í rekstri síöustu ára vera í opinberri rannsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.