Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 10
* V ,» fv r t’ 1 l l l' » 'i r V1SIR . Laugardagur 21. desember 1968. m Hnútukast á Alþingi vegna tillögu um frestun þingfunda ■ Til nokkurra hnútu- kasta kom á Alþingi í gær, þegar dómsmála- ráðherra, Jóhann Haf- stein, flutti tillögu ríkis- stjómarinnar, sem gerir ráð fyrir hléi á þingstörf am til 7. febrúar, nema sérstök ástæða þyki til að kalla saman þing fyrr. Slík frestun er í samræmi við þær venjur, sem tíðkazt hafa og ég held að mér sé óhætt að full yrða að hún sé hentug og hafi BókasaBctit — 1. síðu. gefið góða raun, sagöi ráðherra, þegar hann fyigdi tillögunni úr hlaöi. Hann óskaði eftir skjótri afgreiðslu þingsins á tillögunni án þess að hún þyrfti að fara til nefndar. Ólafur Jóhannesson, form. Framsóknarflokksins, kvaddi sér þá hljóðs og taldi mjög var hugavert að fresta störfum þingsins eins og nú stæði á. Hann sakaði ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi, að hún væri aö setja þingið til hliðar og skapa sér aðstöðu til að ráða fram úr málum á þessum erfiðu tím um með bráðabirgðalögum. Dómsmálaráðherra svaraði þingmanninum og átaldi, að ver ið væri að væna ríkisstjórnina um að ætla að misnota þessa þingfrestunarheimild. Rík- isstjórnin myndi vissulega ekki nota aðstööu sína til að koma aftan að þinginu. Hins vegar væri augljóst að aðstæður gætu knúiö til bráðabirgöalaga i slíku þinghléi, en hann gæti fullvissað þingiö, að slíkt myndi ríkisstjórnin á engan hátt nota á óþingræðislegan hátt. Ólafur Jóhannesson kraföist þess, að ráðherrann gæfi um það yfirlýsingu, að ríkisstjórn in gæfi ekki út bráðabirgðaiög, sem ráðherrann neitaði afdráttar laust að gera. Atkvæðagreiðsla fer fram um þessa tillögu fvrir hádegi í dag eins og fjárlagafrumvarpiö. Um ræðum um fjárlagafrumvarpið lauk laust fyrir kvöldmat I gær. um, sagði Bókabúð Braga), Hart í stjór (Ásgeir Jakobsson). Af þýdd um bókum virðist Amarborgin eft ir Afistair MacLean vera lang vin- sælust, en Skugginn hennar, Miðill í 40 ár og Skriðan virðast einnig njóta fádæma vinsælda. Dagfinn- ur dýralæknir og Jól í Ólátagarði eru greinilega vinsælustu barna- bækumar. Bókaverzlanirnar tilnefndu sér- staklega eftirfarandi bækur (allt gert með þeim fyrirvara, að engin ýtarleg könnun hefurfariðfram). Bókabúð Braga: Innlendar bæk- ur: Kristnihald, Afreksmenn, Svip ir Reykjavíkur, Gróandi þjóðlíf, Reynistaðarbræður, Hart í stjór og Séra Friðrik. Þýddar bækur: Arnarborgin, Mið 11 í 40 ár, Skugginn hennar, Euse- bio. Barnabækur: Dagfinnur dýra- æknir, Pípuhattur galdrakarls- ins, Jól í Ólátagarði, Fimm á Hul- nsheiði og Leynifélagið sjö sam- an. Bókabúð Norðra: Kristnihald, Landið þitt (Steindór Steindórsson) Vér íslands börn (Jón Helgason), ( stríði og stórsjóum, Minningar séra Jónmunds, Hart í stjór, Reyni- staðarbræður og Minnisveröir menn (eftir Sverri Kristjánsson og Tómas Guðmundsson). Þýddar bækur: Arnarborgin, Skriða og Skugginn hennar. Barnabækur: Stúlka meö ljósa lokka (Jenna og Hreiðar), Dagfinn- ur dýralæknir, Pipuhattur galdra karlsins og Jól i Ólátagarði. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónsson ar: Kristnihald undir Jökli, Kjarv- alskverið (Matthías Jóhannessen, tefur selzt mjög vel síðan hún kom út á fimmtudag), Séra Jón- mundur og Ljós I rófunni (Stefán 'ónsson). Þýddar bækur: Amarborgin, Nakti apinn og Tópas. Bamabækur: Jól í Ólátagarði, Tejn Swift. Bókaverzlun Sigurðar Kristjáns- sonar: Kristnihald, í stríði og stór- sjóum og Gullna hliöiö og Gulnuð blöð éftir Guörúnu frá Lundi. Þýddar bækur: Amarborgin, Frú in á Mellyn, Skugginn hennar og svo ástarsögurnar eins og það var orðað. Bamabækur: Jól I Ólátagarði, Dag finnur dýralæknir, Kata í Ameríku í dvergalandi og Jólin koma. Bókaverzlun Stefáns Stefánsson- ar: Kristnihald undir Jökli, Svipir Reykjavíkur, Álög og bannhelgi — (einnig eftir Árna Óla), í stríði og stórsjóum. Að handan, Miðiil í 40 ár og Hafísinn (samtíningur margra manna). Þess skal getið aö þessi iisti er aðeins birtur mönnurn til skemmtun ar, og lýsir aðeins hugmyndum starfsfólks þessara verzlana um vinsælustu bækurnar, það veröur því ekki tekið fyrir það, aö margar bækur ættu frekar að vera á þess- um lista, þó að það fari fram hjá mönnum í önn jólasölunnar. ekk; meiri eða um 500 þús. lest- ir á ári. Nokkrar umræður uröu um olíumálin í borgarstjórn á fimmtudaginn vegna umsóknar Olíuverzlunar (siands um leyfi til að byggja tvo olíugeyma í Laugarnesi. Töldu fulltrúar Framsóknar og Alþýðubanda- lagsins óráðlegt að heimila það, þar sem það mundi tefja fyrir framtíðarlausn þessara mála. — Borgarstjóri svaraði því til, að við smíði þessara olíutanka yrði haft í huga að unnt vrði að flytja þá seinna. Ekki væri stætt á því að neita um aö tankarnir yrðu reistir. Það væri t.d. hætta á því, að olíufélögin flyttu starfsemi sína í nágrannasveitarfélögin eða jafnvel í auknum mæli út á land, en viö það yrði Reykja- víkurhöfn þess síður megnug að láta gera framtíðarhöfn í Geldinganesi. i Olíuhöfn — ■ilóo lands væru um 11 þús. tonn, þó að nokkur þeirra væru um 20 þús. tonn. Flutningur meö svo litlum skipum er dýr og væri hægt að lækka hann um allt að þriöjung, þó að ekki yrði sköpuð aðstaða fyrir nema 50 þús. tonna skip. Þar að auki verða olíufé- lögin oft að greiða aukafrakt vegna tafa sem veröa hér viö löndun, þegar olíuflutninga- skipin þurfa aö þvælast á milli þriggja staöa í borginni, þ.e. milli Skerjafjarðarins, Örfiris- eyjar og Laugarnessins. Auk þessarar hagkvæmni, sem liggur £ augum uppi, yröi margs konar hagræðing af því í | dreifingu olíunnar um landiö ] við að hafa alla olíuafgreiðsluna ] á einum staö, þar sem land- ; rýmið er nægjanlegt. — Hall ] grímur sagðist álíta aö hag- | kvæmast væri, að láta 60—70 | þús. tonna skip flytja olíuna til ! landsins meðan olíunotkunin er ! lólatúrina — > 1. Síðll in. Ætlunin hafði verið að þeir væru inni yfir hátíðarnar eft- ir siglingu með aflann. Söluút- litiö þótti aftur á móti ekki goti og var því ákveðið að láta þá landa heima. Við það röskuð- ust áætlanir um aö þeir gætu legið í höfn yfir jólin. Hér á eftir fer listi yfir flutningaskip in og hvar þau verða á jólun- um: Skip Hafskips: Langá TurVu, Finnlandi, Laxá á leiö til Portú gals með saitfisk, Rangá í Hull á 2. jólum. Selá verður á hafi úti. Skip Eimskipafélagsins: Bakkafoss verður hér, Brúar- foss kemur 28. des, Dettifoss verður hér, Fjallfoss kemur til Lysekil á jóladag, Gullfoss fer á Þorláksmessu fullhiaðinn far- þegum í jólaskapi í jólaferðina, Lagarfoss fer frá Austfjöröum á aðfangadag til Hull, Mánafoss verður á Norðurlandshöfnum, Reykjafoss fer út á Þorláks- messu, Seifoss kemur á jóladag, Skógafoss í Antwerpen, Tungu- foss kemur til Lysekil á jóladag og Askja verður hér um jólin. Skip SÍS: Amarfell kemur til Rotter- dam eftir jól, Jökulfell verður 1 London, Dísarfelliö í Hamborg á 2. í jólum, Litlafell verður hér, Helgafell á Norðurlandi, Stapa- fell kemur til Islands á 2. í jól um og Mælifell verður hér á 3. í jólum. Menntskælingar - i. síðu. og fleiru af því tagi. — Þessar myndir gera nemendur sjálfir, sem og aðra skreytingu fyrir gleðina. Gleðin mun standa lengi nætur og sögöu forráðamenn nemenda sem Vísir hitti þar innra, að reynt yrði að halda fólki vel vakandi aiian tímann. Atburðarásin verður hröð og jafnan eitthvað nýtt uppi á teningnum. í konsertsal verður sveitaball að gömlum og góðum sið og verður þar stiginn dans við harmonikuleik, ella geta menn dansað eftir bít-músik. Bóka- safn verður opið í einu homi. Þar verða hafðar frammi kjarngóðár bókmenntir. — Kvikmyndasýn- ingavél verður í gangi allan tímann og sýnir alltaf sömu myndina aftur og aftur. Fiskhjailar verða í öðm horninu og ýms uppátæki munu væntanlega koma fram í sviösljós- in. Þama á fólk að fá að leika að lyst sinni. En hentast þykir þó að jólagleðin standi ekki öllu lengur en til fjögur um nóttina. Búizt er við að um 1500 manns sæki gleðina og leifir þá varla af að þetta stærsta samkomuhús borg- arinnar dugi til. Atvinnuleysi — > 16 síðu skortinum á hjúkrunarliði og einn liöurinn í því að ná hjúkrunarkon um í starf. Okkur vantar núna um 10 hjúkrunarkonur en aukning á hjúkrunarliöi var brýn vegna hinna nýju deilda við spítalann. Við höfum reynt það t.d. að aug- lýsa eftir konum þótt ekki væri í nema hluta af starfi og hefur það gefizt vel en nægir ekki. Þá skýrði Haukur frá því aö fyr ir 1—2 árum hefði verið gerö könn un á því hvert hjúkrunarkonur halda eftir aö þær útskrifast. Kom þá í ljós, að um þriðjungur af út- skrifuðum hjúkrunarkonum hverfa úr starfi á fyrsta ári, en 60% að tveim árum liðnum eftir aö þær útskrifast. Það eru ekki nema 23% útskrifaðra hjúkrunarkvenna, sem vinna camfellt þar til þær hverfa úr starfi vegna aldurs. Af þessu má ráða, aö mikið sé af hjúkrun- arkonum í landinu, sem ekki eru við hjúkrunarstörf. Flestar hverfa úr starfi vegna giftinga. Þá sagði Haukur, aö ’ vegna stækkunnar Hjúkrunarskólans hefði verið hægt að tvöfalda nemendafjölda á síð- asta ári og væri þá nokkur von. aö leystist eitthvað úr skortinum á hjúkrunarfólki — nema þær herði sig enn pá meira við gift- ingarnar, sagði læknirinn að lok- um. RÝMINGARSALA 10—30% afsláttur frá gamla verðinu. — Opið öll kvöld til kl. 10. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR, Brautarholti 2. mMm BELLA Ég er hætt við Htálmar — við rifumst svo hryllilega um það hvort okkar elskaði hitt meira. MESSUR Eiliheimilið Grund. Guösþjónusta sunnudaginn 22. des. kl. 10 fyrir hádegi. Séra Lárus Halldórsson messar. Hafnarfj arðarkirkja. Helgisýning barnanna og jóla- söngvar kl. 5. Séra Garöar Þor- steinsson. Grensásprestakall. Bamasamkoma í Breiöagerðis- skóla kl. 10.30. Séra Fexix Ólafs- son. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10. Systir Unnur Halldórsdóttir. Ensk jóla- guðsþjónusta kl. 4. Dr. Jakob Jónsson. Laugarneskirkja. Jólasöngvar fyrir börn og full- orðna kl. 2 e.h. Barnakór úr Laugalækjarskóla undir stjóm Guðjóns Böðvars Jónssonar söng- kennara. Sóknarprestur. Háteigskirkja. Heigistund fyrir börn og full- orðna kl. 2. Barnakór Hlíöaskóla syngur jólasöngva, Drengjalúðra- sveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Karls O. Runólfssonar. — Séra Jön Þorvarðsson. / Neskirkja. Aðventustund kl. 5. Nemendur úr Langholtsskóla flytja jötuleik undir stjórn Hauks Ágústssonar cand. theol. Telpnakór Mýrarhúsa skóla syngur jólalög undir stjórn Margrétar Mannheim söngkenn- ara. Séra Frank M. Halldórsson. Nesprestakall. Mýrarhúsaskóli. Jólasamkoma fvrir börn kl. 10.30. Dómkirkjan. Jólaguðsþjónusta fyrir böm og aðra. Barnakór og barnahljóm- sveit aðstoðar. Séra Jón Auðuns. Ásprestakall. Messa kl. 11 í Laugarneskirkju. Barnasamkoma feliui niöur. Séra Grímur Grímsson. Bústaðaprestakall. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Fjölskyldusamkoma kl. 2. Jólasálmarnir sungnir og spil- aðir. Séra Ólafur Skúlason. Langholtssöfnuður. Jólatrésskemmtun verður fyrir böm í safnaðarheimilinu föstu- daginn 27. des. kl. 3, fyrir yngri og kl. 7 fyrir eldri. Aðgöngu- miðar verða afhentir í safnaðar- heimilinu sunnudaginn 22. des frá kl. 1 — 5 og 26. des. frá kl. 4—6. HWWMWP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.